Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 11
M0PGUNBtAí)I9, SUNNUÐAGUR 5. ÁGÚST 3988
B li
Rætt
við Corneliu
Schubrig,
konsúl íslands
í Vínarborg
p
kveðju til íslands
Það var vel við hæfi að heim
sækja Schubrig og spjalla við hana
er blaðamaður Morgunblaðsins var
á ferð í Vínarborg fyrir skömmu.
Hún býr í smáborginni Krems
skammt frá höfuðborginni og þar
rekur fjölskylda hennar stórt bygg-
ingafyrirtæki. Schubrig er virt og
dáð í þessari litlu borg sem ól upp
snillingana Franz Liszt og Schu-
bert .
Tók við konsúlatinu er eig-
inmaður hennar lést
„Maðurinn minn tók við íslenska
konsúlatinu fyrir 18 árum en ég
tók við því þegar hann lést árið
1980,“ segir Schubrig. „Hann
þekkti fyrrverandi konsúl og fékk
þannig áhuga á íslandi. Hann hafði
lengi haft áhuga á að verða kons-
úil. Honum var boðið að taka að
sér ýmis lönd en hann neitaði öllu
þar til honum var boðið að taka
við íslandi. Þá ferðaðist hann til
landsins, varð strax hrifinn og
ákvað að taka boðinu."
Að sögn Schubrig var starfið
ekki mikið í fyrstu en jókst ár frá
ári. „Maðurinn minn var vandvirk-
ur og sendi ekkert verk frá sér
nema hann væri fullkomlega
ánægður með það. Þannig stýrði
hann íslenska konsúlatinu. Ég stóð
í bessu með honum og þekkti fólk-
ið sem hann hafði samskipti við
sem konsúll. Þegar hann féll frá
var því leitað til mín og ég fengin
til að taka við.“
Stofnaði sjóð fyrir íslenska
námsmenn í Vín
Nú er starfið orðið svo viðamik-
ið að Schubrig hefur ritara á skrif-
stofu konsúlatsins sem sinnir
venjulegum skrifstofustörfum.
Sjálf hefur hún ákveðna við-
talstíma í viku hverri ef fólk á við
hana persónuleg erindi. íslending-
um í Vínarborg er auðvitað heim-
ilt að hringja í hana hvenær sem
er og leita aðstoðar hennar.
„Starf konsúls er margþætt. Ég
þarf að svara spurningum Aust-
urríkismanna um ísland og ef þeir
vilja landvistarleyfi á íslandi fer
sú umsókn um mínar hendur. Ég
tek á móti öllum íslendingum sem
vilja hitta mig og hjálpa þeim ef
erfíðleikar steðja að; til dæmis
varðandi vegabréf. Ég læt mér
annt um þá Islendinga sem hér eru
við nám og utankjörstaðakosning-
ar fyrir þá fara fram hjá mér.
Síðast en ekki síst er ég oft millilið-
ur í viðskiptum Austurríkismanna
við íslendinga sem hafa vaxið ár
frá ári.“
Þess má geta að Schubrig starf-
rækir sérstakan sjóð fýrir íslenska
námsmenn í Austurríki. Sjóðinn
stofnaði maður hennar á sínum
tíma og hlutverk hans er að hjálpa
námsmönnunum út úr tímabund-
um fjárhagserfiðleikum. Það er
líklega einstakt að útlendingar setji
á stofn slíka sjóði upp á sitt ein-
dæmi.
Vigdís er frábær land-
kynning
Schubrig segir að á árum áður
hafi fáir Austurríkismenn vitað
nokkuð um ísland. Þetta hafi þó
breyst mjög á undanfömum árum.
„í dag vilja allir ferðast til ís-
íands. Allir kannast við Vigdísi
forseta og leiðtogafundurinn í
Reykjavík er enn í fersku minni
flestra. í sjónvarpi eru náttúra-
myndir frá íslandi og fólk hér
hrífst af óspjallaðri fegurð landsins
og öryggi einstaklingsins sem ekki
þarf að óttast líkamsárás þótt hann
sé einn á gangi í höfuðborginni
um nótt.
Morgunblaðið/Helgi Þór
Ég tel að Vigdís Finnbogadóttir
sé besta landkynning sem ísland
hefur fengið. Hún hefur unnið
ómetanlegt starf með ferðalögum
sínum um heiminn og fáguð og
vinaleg framkoma hennar ásamt
frábærri tungumálakunnáttu hafa
komið íslandi á landakortið. Sjálf
er ég ákaflega hrifín af Vigdísi og
á þá ósk heitasta að hún komi í
heimsókn til Austurríkis."
Þoli ekki að vera iðjulaus
Schubrig á fjölmarga vini á ís-
landi sem komið hafa til Vínar-
borgar og notið þar fyrirgreiðslu
hennar og hjálpsemi. Til dæmis var
Sinfóníuhljómsveitin þar á ferð
fyrir sjö áram og Lúðrasveit Mos-
fellssveitar nú í vor. Minnisstæðust
er henni samt heimsókn Kórs
Langholtskirkju fyrir þremur
áram.
„Heimsókn þeirra var frábær.
Mörg hundrað manns komu á tón-
leikana og allir voru yfir sig hrifn-
ir. Segðu Jóni Stefánssyni söng-
stjóra að allir bíði eftir annarri
heimsókn Kórs Langhotskirkju til
Vínar.“
Mitt í spjallinu hringir síminn
hjá Schubrig. Austurrískir sjón-
varpsmenn biðja hana að finna
fyrir sig heimilisfang íslenska
Ríkissjónvarpsins. „Þetta er dæmi-
gert,“ segir Schubrig. „Það er mik-
ið hringt út af svona málum og
ég þarf að vera vel inni í því sem
er að gerast á íslandi t.il að geta
svarað spurningum sem þessari.
Þetta er mikið starf en ég hef
gaman af því.“
Þó Schubrig sé orðin 65 ára
gömul og komin á eftirlaun fyrir
5 áram er hún hvergi nærri iðju-
laus. „Ég hef mikið að gera og
ekki bara í sambandi við ísland.
STUNDUM gera
gamansamir íslendingar
grín að því að útlendingar
megi vart stíga fæti sínum
á landið án þess að hljóta
nafnbótina íslandsvinir.
Ef frægur útlendingur á
hér stutta viðdvöl og lætur
hafa eftir sér falleg orð í
blöðum um landið þá er
hann umsvifalaust
dæmdur maður um alla
framtíð. Dæmdur til að
vera kallaður íslandsvinur
þegar á hann er minnst í
fjölmiðlum.
Raunverulegir
íslandsvinir eru þó
vissulega til. Víða um
heim er fólk sem ber
sterkar taugar til landsins
og færir margar fórnir til
að geta orðið Islendingum
að liði. Einn þessara
íslandsvina er konsúllinn
okkar í Vínarborg,
Cornelia Schubrig.
Skilaðu
Ég þarf að sinna bömunum mínum
og fjölmörgum vinum mínum. Enn
er ég að garfa í viðskiptum þó
sonur minn sé að fullu tekinn við
rekstri byggingafyrirtækisins. Ég
verð að hafa mikið áð gera, það
er nauðsynlegt fyrir mig að vera
alltaf á ferðinni."
Margir sækja um landvist-
arlejrfi á íslandi
Að sögn Schubrig er mikið um
að fólk sæki um landvistarleyfi á
íslandi. „Mikill fjöldi fólks vill flytja
til íslands. Sérstaklega er mikið
um Tyrki, Pólveija og jafiivel
Egypta sem sækja um þetta en
því miður er þetta oft fólk sem
vill bara búa á íslandi og ekki
vinna. Stundum vill þetta fólk nota
ísland sem stökkpall í önnur lönd.
Oft kemur fólk með sérfræðiþekk- •
ingu til mín og notar það sem rök-
semd fyrir umsókn sinni um land-
vistarleyfí. Við þetta fólk segi ég
að það geti dvalist á íslandi í þrjá
mánuði eins og aðrir ferðamenn
og á þeim tíma reynt að sannfæra
íslenska ráðamenn um ágæti sitt.
Ég held að íslendingar ættu að
fara varlega í að veita mörgum
útlendingum landvistarleyfí. Aðrar
þjóðir hafa fallið í þessa gryiju og
oft hafa af því hlotist mjög slæm
vandamál, ekki síst fyrir útlending-
ana sem erfítt eiga með að samlag-
ast nýjum þjóðfélögum.
Hefur oft ferðast
. til Islands
Schubrig hefur oft komið til ís-
lands. Hún hefur ferðast um landið
þvert og endilangt og sennilega séð
meira af því en margir íslendingar.
„Ég hef komið níu sinnum til
íslands. Ég hef leigt bíl eða ferð-
ast með vinum mínum. Stundum
hef ég líka farið í rútuferðir. Ég
er því búin að sjá mikinn hluta af
landinu.
Landið ykkar er frábært og ég
held að allir sem þangað ferðast
hljóti að hrífast af því og þjóðinni
sem þar býr. Þið eigið besta loft
í heimi, besta vatn í heimi og besta
mat í heimi. Sérstaklega er ég
hrifín af lambakjötinu og fískinum
enda fær maður sjaldan góðan fisk
í Austurríki."
Af þeim stöðum sem Schubrig
hefur heimsótt á íslandi er hún
sérstaklega hrifin af Vestmanna-
eyjum. „Eftir gosið 1973 sendi
maðurinn minn flugvél fulla af
blómum til Vestmannaeyja. Þau
vora gróðursett á sérstökum stað
sem var kallaður Vínargarðurinn.
Fyrir nokkrum áram er ég var á
ferð í Vestmannaeyjum sá ég að
blómin gróa fremur hægt. Mér
líkar vel í Vestmannaeyjum og
þegar ég hætti að vinna ætla ég
að flytja þangað og opna Vínar-
kaffihús," segir Schubrig og hlær.
Skilaðu kveðju
til Islands
Siðast kom Schubrig til íslands
fyrir tveimur áram og ferðaðist
þá meðal annars til Akureyrar og
Vestmannaeyja.
„Mig langar til íslands í sumar
en ég veit ekki hvort ég kemst.
Ég veit af fólki sem er að koma
frá íslandi til Vínar seinna í sumar
og mér finnst ég geti varla farið
héðan vitandi þetta. Ég vil hafa
allt á hreinu varðandi konsúlatið.
Skilaðu kveðju minni til íslands
og ég vona svo sannarlega að ég
komist þangað í sumar!"
Nú er mál til komið að kveðja
þessa merkilegu konu sem eytt
hefur dagstund í spjall við íslend-
ing á ferð í Austurríki. Að lokum
fylgir hún blaðamanni að dyram
lestarinnar sem flytur hann til
Vínarborgar og veifar brosandi er
lestin heldur af stað.
Þetta var lærdómsrík ferð. Nú
er blaðamaður öllu fróðari um
sanna íslandsvini og hann gerir
sér betri grein fyrir því en áður
hve Island á gott að eiga slíka vini
í útlöndum.
TEXTI:
HELGI ÞÓR INGASON.