Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988
„ er e.kJci reiSur Ég v/íl barrv
íá. vitcÁ VivwB þií» íktt \Ji& m«5
, þríburar.' '*
*
Ast er...
. .. þegar bæði hjörtun
slá sem eitt.
TM Reg. U.S. P«t Off.—aU riflhu r**«rv*d
• 1987 Los Angsta T«n«« SyndicsU
TV
Er hægt að kveikja á þessu ????
án þess að komi íþrótta-
fréttir?
HÖGNI HREKKVÍSX
/, pETTA ER GREIUIUE-GA EKKI LVKU.OR£>lE>.''
Meira af upplýsinga-
útvarpi Umferðarráðs
Til Velvakanda.
Mig langar til þess að lýsa yfir
þakklæti fyrir ágætar upplýsingar
og þarfar ráðleggingar, sem við
ferðalangar fengum að njóta um
verslunarmannahelgina. Á þessum
síðustu og verstu tímum veitir ekki
af öllum þeim áróðri, _sem hægt er
að koma á framfæri. Ég tók einnig
eftir því, að þetta beina útvarp
Umferðarráðs var sent út á öllum
útvarpsrásunum í einu þannig að
að allir hlustendur fengu að njóta
góðs af, án tillits til þess á hvaða
stöð þeir voru að hlusta þá stundina.
Ég vildi gjarnan heyra oftar í
upplýsingaútvarpi Umferðarráðs,
en ekki bara um verslunarmanna-
helgina eins og verið hefur. Gaman
væri að fá svar vjð því hvort það
væri mögulegt. Ég hafði einnig
gaman af að heyra til Jónasar og
fjölskyldu aftur, en mikið skelfing
var mikill auglýsingabragur á þátt-
unum. Ég hefði heldur viljað hafa
þættina í sama dúr og gömlu þætt-
ina, þar sem Jónas og hans fólk
var fyrst og fremst að tala um
akstur og umferð. En tilgangurinn
er góður og það er fyrir mestu.
Með kveðju,
Útvarpshlustandi.
Þessir hringdu . . .
Embættistakan ekki sýnd
beint
María hringdi:
„Hvers vegna var embætti-
stöku forsetans ekki sjónvarpað
beint? Nú eru íþróttir og hljóm-
leikar sýndir beint, en ekki emb-
ættistakan að nýafstöðnum
kosningum. Þetta er ekki beint
lítilsvirðing, en það er eins og
fólki komi þetta ekki við.“
Reiðhjóli stolið
Fyrir um það bil þrem vikum
síðan var Kalkoff drengjáreið-
hjól tekið, þar sem það lá við
göngustíg við Stekkjabakka.
Hjólið er rautt að lit með BMX
púðum á stöng og stýri, skreytt
með límmyndum. Eigandinn, 7
ára gamall drengur, skildi hjólið
þar eftir í stutta stund á meðan
hann fór yfir í Mjóddina og það
var horfið þegar hann kom til
baka. Þeir sem geta gefið upp-
lýsingar um reiðhjólshvarfið eru
vinsamlegast beðnir að hafa
samband í síma 76923.
Sólgleraugu í óskilum
Vönduð sólgleraugu í brún-
leitri umgjörð fundust fyrir utan
Domus medica 3. ágúst síðast-
liðinn. Upplýsingar í síma
686174.
Yíkverji skrifar
Ritstjórum Morgunblaðsins hef-
ur borist bréf frá Heimi Páls-
syni, sem Víkveiji telur ríka ástæðu
til að birta. Bréf Heimis fer hér á
eftir og þarf ekki að hafa um það
fleiri orð.
XXX
eykjavík 22. júlí 1988.
Gamanbréf til kunningja
minna og samverkamanna í mál-
garðinum Matthíasar Johannessen
og Styrmis Gunnarssonar.
Heilir og sælir.
í Morgunblaðinu ykkar, sem þið
kallið stundum „blað allra lands-
manna" stóð á sunnudaginn var
ágætis ferðasaga eftir greindan pilt
sem á Sturlungaöld hefði verið kall-
aður höfðingjasonur og hinn ágæsti
maður. Hann sagði frá reiðtúr
sínum og annarra og komst svo að
orði um viðurgeming við hestana:
Hestasveinamir og mæmar tóku
svo út úr þeim og beisluðu aðra.
Ég er svo einfaldur í sálinni að
ég var dálitla stund að skilja frammi
fyrir hverskonar heimstíðindum ég
stæði þegar ég las þessa merkilegu
orðmynd af því sem í nf.et. heitir
mær. Svo skildi ég að nú var þrí-
heilagt og höfðu birst þrenn tíðindi
samt eins og segir á fomum bókum.
Primo — það er í fyrsta lagi —
var hér staðfest að ekki er lokið
garðyrkjunni sem forðum hófst með
fjólupabba og Sigurður heitinn orti
um að „bláfjólur eru í blaði Týra“.
Secundo — það er í annan stað
— hafði beygingaflokkur, sem á
síðustu öldum hefur aðeins talið tvö
orð og heitir á máli Heuslers (eins
og við Matthías lærðum í háskóla)
„Wurzelnomina", stækkað um 50%.
Málsmetandi málverðir höfðu
reyndar óttast um örlög þessa beyg-
ingaflokks eftir að fleiri og fleiri
fóru að tala um rollur og beljur í
staðinn fyrir ær og kýr. Það munar
því ekki smálítið um aukninguna.
Tertio — það er í þriðja lagi —
hafði sannast að málbreytingar lúta
einatt náttúmlögmálum með ein-
hverjum hætti. Hér hafði nafnorðið
„mær“ skipt um beygingaflokk og
færst í flokk með merkingarskyld-
um orðum og mátti nú segja að
loks væri kvenkynið sameinað í ein-
um flokki — sem hér með er lagt
til að heiti einfaldlega kvenflokkur.
Eru þá í honum þijú orð: ær, kýr
og mær (að fornu hefði sýr, þ.e.
gylta, líka gist þennan flokk).
Nú þykir mér engar heimildir um
mál nokkurs virði nema þær séu
rímaðar. Þetta lærðum við Matthías
báðir hjá Halldóri Halldórssyni og
ég þó einkum hjá Hreini Benedikts-
syni sem skrifað hefur innblásnar
greinar um rím fomskáldanna. Ég
hef því, ykkur til lofs og dýrðar,
blaðinu ykkar líkasvo og höfundi
ferðasögunnar, sett saman vísukom
þau (með liðstyrk fyrri skálda) sem
hér fara á eftir og er ein vísa til
að rímbinda hvert fall eintölu og
fleirtölu af nýyrðinu í kvenflokkn-
um. Vísumar eru sorglegar eins og
vísur eiga að vera og ykkur er heim-
ilt að gera við þær það sem þið viljið.
Fyrst var þetta:
Nf.et.
Daglangt hefur drengurinn
dorgað með bæði færin
uns burtu er flúinn fiskurinn
og farin að sofa mærin.
Þf.et.
Ekkert fékk hann í aðra hönd
allur tekinn að blána
og leiddist bið á lífsins strönd
langaði sárt í mána.
Þgf.et.
Allur sveinninn iðar hér
ólgar og kvelst af þránni
til að gleyma og gamna sér
í glöðum leik hjá mánni.
Ef.et. með stúf.
Ekki er fagurt útlitið
né ástarstjaman skær:
Drengur mun ekki finna frið
í faðmi þessarar mær.
Og svo kvað hann:
Nf.flt.
Kvölda tekur, sest er sól,
senn ég rek upp tærnar,
kemur ei meir á kvíaból
kýmar, féð og mærnar.
Þf.flt.
Senn er komið sólarlag
sofnaðar á mér flæmar.
Líður á þennan dýrðardag.
Drottinn blessi mæmar.
Þgf.flt.
Bráðum verður komið kvöld,
kólnar mér ört á tánum;
dagsbirtunnar dvína völd;
Drottinn hjálpi mánum.
Ef.flt.
Dregur nú af mér, Drottinn minn,
dofna ég milli tánna;
einatt skríður eyminginn
upp í ból til mánna.
Bið ég svo góðar vættir að geyma
ykkur, ritstjórana, og hjálpa ykkur
við blómaræktina.
Bestu kveðjur,
Heimir Pálsson.