Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 7
88fif mo'MjnbEaðið, tnmip. -jgiQ a. mviuoHOM SUNNUDAGUR 7. AGUST 1988 7 Notkun vermi- ljómunar til ald- ursgreiningar Vísindi Sverrir Ólafsson A undanfömum árum og ára- tugum hafa vísindamenn þróað hugvitsamlegar aðferðir til að ald- ursgreina foma muni sem eru áhugaverðir fyrir nútíma fom- leifafræði. Þekktust á meðal al- mennings er án efa geislakolsað- ferðin svokallaða, en hún byggist á því að mæla geislavirkni kolefn- issamsætunnar Ci4 í trjám, bein- um, ösku eða öðru lífrænu efni. Þar sem vitað er hvemig geisla- virknin rýmar með tímanum er hægt að áætla aldur viðkomandi hluta með því að bera geislavirkni þeirra saman við geislavirkni lífræns efnis í dag. Þessi aðferð er ekki alveg gallalaus, þar sem einungis er hægt að beita henni á menjar sem hafa að geyma tals- vert magn kolefnis og eins og aðrar aldursgreiningaraðferðir er nákvæmni hennar takmörkuð. Aldursgreiningaraðferð sem nokkuð hefur rutt sér til rúms á undanfömum árum byggist á svo- kallaðri vermiljómun. Efnafræð- ingurinn Robert Boyle lýsti verm- iljómun í grein sem hann birti fýrir rúmum 300 ámm, en það var ekki fyrr en eftir 1953 að vísindamenn við Wisconsin- háskólann bentu á að hægt væri að nota vermiljómun til aldurs- greiningar. Síðan hefur þekking manna á fyrirbærinu. aukist og notkun þess til aldursgreiningar í fomleifafræði ogjarðfræði hefur tekið stórstígum framfömm. Vermiljómun er eiginleiki gler- og kristalkenndra efna að senda frá sér ljós ef þau em hituð upp í 200—450°C. I slíkum efnum em ytri rafeindir nokkurra atóma í nánd við kristalveilur í örvuðu ástandi. Við upphitun tapar efnið orku, en hún ummyndast í ljós sem efnið sendir frá sér. Styrkur ljóssins er háður fjölda kristalveila sem margar hverjar em til komn- ar vegna álags sem efnið hefur orðið fyrir af völdum geislavirkra ísótópa sem í því em. Eldri efni hafa orðið fyrir meiri geislaáreitni en yngri efni og þar af leiðandi er vermiljómun þeirra meiri. Það er þessi gmndvallarstaðreynd sem notkun vermiljómunar til aldurs- greiningar byggist á. Einn jákvæðasti eiginleiki vermiljómandi efna, sem gerir þau sérstaklega vel hæf til aldurs- greiningar, er tilvist sk. „núll- punktsviðburða" sem eyða heild- aráhrifum geislavirkni fyrri tíma og því marka þeir upphafspunkt nýs tímaskala. Annað mikilvægt atriði er tilvist geislavirkra efna, eins og úrans og þóríns, sem búa yfír helmingunartíma sem er langur í samanburði við þau tíma- bil sem fomleifarannsóknir ná tii. A jörðinni hefur mikið magn ver- miljómandi efna orðið til fyrir mörgum milljónum ára. Efni þessi eru annaðhvort í jarðlögum eða gömlum hlutum og verkfærum og því er hægt að nota vermiljómun þeirra til aldursgreiningar á hvoru tveggja. Viðburðir sem helst geta um- kvarðað tímaskalann eru eldur, bæði af manna og náttúru völd- um, og eins áhrif sólarljóssins, ef viðkomandi efni kemst í beina snertingu við það. Eldur sem kveiktur hefur verið af manna- völdum getur því markað upphaf tímaskala sem er gagnlegur til aldursgreiningar fomra byggða- svæða. Mæling á vermiljómun hefur reynst vel til aldursgrein- ingar á ýmsum pottkenndum ílát- um frá því á steinöld. Þessi að- ferð er sérlega hagstæð þegar um er að ræða illa farin eða grófgerð flát sem eru ekki einkennandi fyr- ir það tímabil sem þau vom gerð á. Vermiijómandi efni hafa einnig reynst mjög gagnleg til áætlunar þeirrar geislavirkni sem ákveðin svæði hafa orðið fyrir af sérstök- um ástæðum, eins og til að mynda japönsku borgimar Hirosihma og Nakasakí af völdum kjamorku- sprengjanna sem varpað var á þær í síðari heimsstyijöldinni eða Nevada-svæðið þar sem Banda- ríkjamenn hafa sprengt flestar tilraunakjarnorkusprengjur sínar. Hér er helst um margskonar múr- steina og flísar að ræða sem hafa verið notaðar til byggingar húsa og annarra mannvirkja á svæðinu. Ef aldur byggingarefnisins er þekktur er hægt að áætla þau geislaáhrif sem það hefur orðið fyrir yfir ævina. Allar viðbótar- skemmdir, sem koma fram í auk- inni vermiljómun, eru líklega til komnar vegna áhrifa kjarna- sprengjanna. Japanir, ásamt vísindamönnum frá mörgum öðrum löndum, hafa stundað umfangsmiklar rann- sóknir á þessu sviði og hafa með- al annars gert nákvæmar mæling- ar á vermiljómun múrsteina sem voru í mismunandi fjarlægð frá miðpunkti sprengjanna sem sprungu yfír borgunum tveimur. Niðurstöður þeirra benda eindreg- ið til þess að geislavirknin á svæð- inu hafi verið talsvert meiri en venjulega hefur verið gert ráð fyrir. Þetta er í samræmi við ný- legar niðurstöður sem hafa fund- ist með öðrum aðferðum. Sem stendur er lágmarksóvissa vermiljómunar til aldursgreining- ar 5% af mældum tíma og því geta aðrar aðferðir, eins og geisla- kolsaðferðin, stundum boðið upp á meiri nákvæmni. Vermiljómun hefur reynst best til aldursgrein- ingar hluta frá jámöld og miðöld- um og hún hefur reynst mjög gagnleg til flokkunar gripa og verkfæra frá þessum tíma. Telja má víst að með auknum rannsókn- um á þessu sviði muni hlutur ver- miljómunar til aldursgreiningar gamalla menja stóraukast á kom- andi ámm. aaaa DRÁTTARVÉLAR Mest seldar í V-Evrópu G/obusp LÁGMÚLA 5. S. 681555. ÍSÍ: Ragnar Arn- alds sæmdur heiðursorðu RAGNAR Arnalds alþingismaður og fyrrverandi fjármálaráðherra var sæmdur heiðursorðu íþrótta- sambands íslands á fundi fram- kvæmdastjórnar sambandsins 28. júlí síðastliðinn. Sveinn Bjömsson forseti sam- bandsins flutti ávarp við afhending- una og sagði meðal annars að Ragnar hefði ávallt sýnt áhuga og skilning varðandi íþróttamálefni í þingmannsstörfum sínum og sem ráðherra. Ragnar var á yngri ámm keppnismaður í sundi. (Úr fréttatilkynningu) Við afhendingu orðunnar; Ragnar Arnalds alþingismaður og Sveinn Björnsson forseti íþróttasambandsins. A HRINGFERÐ UM LANDIÐ Innréttingahúsið hf. stendur fyrir sýningarferð um landið. Til sýnis verða eldhús-, bað- og fataskápar frá HTH og heimilistœki frá Blomberg. Glœsilegur sýningarbíll með uppsettum innréttingum fer um landið og hefur stutta viðdvöl á hverjum stað, þaðer því mikilvœgtað leggja vel á minnið hvenœr hann er í nágrenni þínu. Verið velkomin. lin. VIÐKOMUSTAÐIR: BORGARNES ÓLAFSVÍK STYKKISHÓLMUR BLÖNDUÓS SAUÐÁRKRÓKUR AKUREYRI ÓLAFSFJÖRÐUR DAlVÍK AKUREYRI 11. ÁG. 10.00-13.00 11. ÁG. 16.00-18.00 11. ÁG. 20.30-22.00 13. ÁG. 16.00-20.00 14. ÁG. 13.00-18.00 15. ÁG. 13.00-22.00 16. ÁG. 11.00-13.00 16. ÁG. 14.00-16.00 16.ÁG. 18.00-22.00 HUSAVIK EGILSSTAÐIR ESKIFJÖRÐUR BÚÐIR DJÚPIVOGUR HÖFN HORNAFIRÐI VÍK I MÝRDAL HVOLSVÖLLUR HELLA ÞORLÁKSHÖFN VESTMANNAEYJAR SELF0SS 17. AG. 13.00-21.00 18. ÁG. 14.00-22.00 19. ÁG. 11.00-19.00 19. ÁG. 15.00-17.00 19. ÁG. 19.00-21.00 20. ÁG. 13.00-19.00 21. ÁG. 12.00-14.00 21. ÁG. 16.00-18.00 21. ÁG. 19.00-21.00 22. ÁG. 11.00-13.00 22. ÁG. 18.00-22.00 23. ÁG. 16.00-19.00 SJA AUGLYSINGAR A HVERJUM STAÐ UM TÍMASETNINGU, EINNIG TILKYNNINGAR í ÚTVARPI. innréttíngahúsíð Háteigsvegi 3, Reykjavik. Síml 27344 Blownlierq r, Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.