Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 Séra Helgi Hróbjartsson kristniboði í Senegal. Helga Hróbjarts- son kristniboða í Senegal Séra Helgi Hróbjartsson var lengi kristniboði i Eþíópíu, vígðist prestur til Hríseyjar- prestakalls árið 1984 og er nú kristniboði í Senegal. Hann starfar í Nioro, 250 km austur af Dakar. Kristniboðsstöðin er rekin af Norðmönnum og þar starfa 6 kristniboðar að kristni- boði meðal múhameðstrúar- manna. Breyttar aðferðir í kristniboði Kristniboð byggist sem áður á boðun Guðs orðs, læknishjálp og kennslu, segir séra Helgi. En nú er það breytt frá því sem áður var, af því það tengist lika þróun- arhjálp. Við erum að bora eftir vatni og höfum öll tæki til þess. Þróunarhjálp erýmist neyðarhjálp eða langtímahjálp. Þegar borað er eftir vatni er það langtímahjálp og breytir lífi fólksins algjörlega og til frambúðar. Norðmenn styðja þetta starf á vegum Norad, sem er þróunar- samvinnustofnun Noregs. Þeir styðja þannig kristniboðið um all- an heim af því að þeir sjá að það fer vel með peningana. Kristni- boðar vinna af hugsjón en fá lág laun sjálfir. Stöð fyrir fatlaða og lamaða Samstarfsmaður séra Helga og borgað það, sem sett er upp fyrir læknishjálp á ríkissjúkrahúsunum og er vísað frá af þeim sökum, leitar oft tii kristniboðsins. Herdís María græðir sár, sem fólk hefur kannski haft í 10 ár, og hún hef- ur lag á að uppörva fólk á einstak- an hátt með vinsemd sinni. Mikill mismunur á umhyggju í landi múhameðstrúarmanna nokkrir ungir menn frá Nioro. er samverjahugsunin, svo við höldum okkur að biblíulega orða- lagi, í lágmarki. í svona stóru og mannmörgu landi eins og Seneg- al, þykir það stórmerkilegt að ókunnugt fólk skuli vera að sækj- ast eftir því að hjálpa manneskj- um, sem það veit ekkert um. Það er oft sagt við okkur á kristniboðs- stöðinni: Hvers vegna hafið þið áhuga á okkur, .bláókunnugu fólki? Eg get sagt þér sögu af höfð- ingjanum í einu þorpinu, sem við komum til. Okkur var sagt að hann væri veikur og við fórum til hans, tvær hjúkrunarkonur voru með mér. Þær skoðuðu hann og gáfu honum lyf og ráð til að ná bata. En þegar við komum næst var hann enn veikari. Við spurðum hvort við mættum biðja fyrir hon- um. Við báðum og fundum hvað mikil helgi og friður hvíldi yfir A DROnTNSMGI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson Þorbjörg Daníelsdóttir Hvers veg*na berið þið umhyggju fyrir bláókunnugu fólki? Rætt við séra staðnum. Höfðinginn bað okkur að tala við fólkið í þorpinu og við höfðum helgistund á torginu, sungum, báðum og töluðum. Við þrengjum aldrei boðun okk- ar upp á nokkra manneskju. Við höldum ekki samkomur fyrr en við höfum komið nokkrum sinnum í þorpið og kynnzt fólkinu. Þegar við svo komum í næsta skipti í þetta þorp var höfðinginn orðinn heill heilsu og fólkið spurði, eftir sínum hugsanagangi, hvort við værum nýir töframenn. Það var undrandi á því að við skyldum bera umhyggju fyrir því, blá- ókunnugu fólki. Það á að boða kristna trú Kristið fólk spyr okkur kristni- boða oft hvers vegna við séum að boða þessu fólki kristna trú, hvers vegna við látum það ekki í friði með sína eigin trú. Þau, sem spyija svona, vita ekki hvað þau eru að segja. Þau vita ekki hvað þeirra eigin kristna trú býður upp á og hafa enga hugmynd um hvað múhameðstrúin boðar. Þau geta ekki ímyndað sér hvað það er að búa við trú, sem býður ekki þá umhyggju, sem kristin trú býður. Múhameðstrú gefur hjartanu heldur engan frið af því að hún er fyrir utan manninn. Við kynn- umst ekki Guði föður okkar nema fyrir Jesúm Krist, son Guðs, eins og við lesum í Matt. 11.27. Safnaðarstarf og lestrarskólar Starf mitt í hópi kristniboðanna á kristniboðsstöðinni er að bera ábyrgð á öllu safnaðarstarfínu. Mikill hluti af starfí raínu er stjórnun, 2 prédikarar starfa með mér og 2 aðrir aðstoðarmenn. Nú um páskana tóku 14 manns skím. í múhameðstrúarlandi er það stór hópur. Ég er núna að gefa út helgisiðabók fyrir starfið og byggi á reynslu minni frá Eþíópíu. Lestr- arskólaherferð er einnig komin af stað í rtokkrum þorpum. Hug- myndin er að færa allt yfír á mál þeirra innlendu. Það er nýtt. Áður var allt ritað mál á frönsku. Mál- ið, sem við notum, wolof, er eitt af 5 málum, sem em viðurkennd sem aðalmál í landinu. Fyrir 3 mánuðum kom Nýja testamentið út á wolofmáli. Það er þýtt af enskura kristniboða, sem vann við þýðinguna í 10 ár. Nú njótum við þess starfs í okkar starfí og safn- aðarfólk okkar getur lesið Nýja testamentið á sínu eigin máli. Við emm líka að byggja upp stöð fyrir fatlað og lamað fólk. Norad styður það starf líka og önnur norsk hjálparst'ofnun sömu- leiðis. Það er Strömmestiftelsen, sem er sjálfstæð hjálparstofnun og líkist hjálparstofnunum kirkn- anna. Strömme var norskur prest- ur, sem vann að því að afla ýms- um góðum málefnum fylgis og fjár og gekk svo vel að þessi stofn- un vinnur nú um allan heim. Bygging stöðvarinnar er komin svo langt að á þessu ári verður lokið við fyrsta áfangann. Fyrsti hópurinn er kominn inn, það em 30 fatlaðir og starfsfólkið sem hefur þá sérþjálfun, sem þarf til að annast þá. Lífíð og sálin í þessu starfi verður norskur kristniboði, sem heitir Herdís María Petersen. Hún hefur sérstaklega góð tök á þessu starfí. Fólk, sem getur ekki ERU ÖLL TRÚARBRÖGÐ JAFN GÓÐ? ★ Á að reka kristniboð meðal heiðingja- þjóða? ★ Er orðið heiðingjaþjóð úrelt? Em engin trúarbrögð heiðin? Em kristnar þjóðir ekki til? ★ Er kristin trú aðeins ein af mörgum leið- um til Guðs? ★ Alkirkjuráðið og Lúterska heimssam- bandið hafa lagt mikla áherzlu á við- ræður við önnur trúarbrögð á undan- fömum 10 ámm. Þessar viðræður hafa verið umdeildar og verða enn umdeild- ari á næstu 10 ámm. ★ Emilio Castro framkvæmdastjóri Al- kirkjuráðsins segir að samskipti okkar við fólk af öðrum trúarbrögðum hvetji okkur nú til róttækra spurninga um það hvernig við sýnum trú okkar og bemm henni vitni. Þetta er mikill hvati til endurlífgunar, enduruppgötvunar og endurnýjunar trúar okkar og vitnis- burðar um hana í heiminum. Okkur er þröngvað til að leita til róta okkar eig- in trúar. Kristin trú er trú á Jesúm Krist og vitnisburður okkar er um það, sem Guð hefur gert í honum. Þegar við mætUni sannfæringu annarra verð- um við að vera-viss um okkar sannfær- ingu. Við wjrðum að lifa trú okkar og vitna uni liana í samfélagi við fólk annarra trúarbi'agðu og í þeim sam- skiptum verður að ríkja gagnkvæmt traust og Wðurkenning. SÚ mest selda íS TÉKK, Lágmúla 5. S. 84525. Grægum Græoum ÁTAK (LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVlK SlMI: (91)29711 Hlauparelknlngur 261200 Búnaðarbanklnn Hallu ro «o , w ftj E “ *©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.