Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 25
B 25 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 Góður matur á Gleym-mér-ei Kæri Velvakandi. Mér er það sönn ánægja að vera velvakandi og benda samferða- mönnum mínum á matsölustað hér í borg, sem hefur komið mér skemmtilega á óvart fyrir vægast sagt góðar veitingar á verði sem er mjög sanngjamt. Ég er að tala um Brauðstofuna Gleym-mér-ei Nóatúni 17. Ég skrepp þangað iðu- lega í hádeginu og fæ mér samloku og kaffi. Brauðið er gott heilhveiti- brauð og sneiðamar stórar og þykk- ar. Rækjumar eru bústnar og stór- ar, ilmandi ferskar og mjög rausn- arlega skammtaðar á brauðið. Auk þess er svo heilt, niðursneitt, harð- soðið egg og majónes eftir smekk. Með samlokunni fæ ég mér ijúk- andi kaffi, mátulega sterkt og gott. Húsakynnin eru smekkleg og snyrtileg og þjónað er til borðs. Framkoma starfskvennanna er þægileg og heimilisleg. Þær koma með nýlagað kaffí og bjóða ókeypis ábót. Þetta er minn hádegismatur, létt- ur og heilsusamlegur, allavega er hráefnið fyrsta flokks. Það orkar víst tvímælis hvort blessað kaffið sé heilsusamlegt, en það er gott og örvandi. Fyrir þetta borga ég 220 krónur og það þykir mér líka gott. Athugasemd við skrif um Reykjavíkur- lögregluna Til Velvakanda. Það er einkennileg staðreynd að einn maður skuli sérhæfa sig í því að deila á Reykjavíkurlögregluna. Nú síðast deilir hann á Jón Péturs- son formann Lögreglufélags Reykjavíkur. Ég get sagt þessum nafna mínum, Þorgeiri Þorgeirs- syni, að þó undantekningar séu þar til þá er Reykjavíkurlögreglan raun- verulega frekar meinlaus. Séu borin saman viðskipti lögreglunnar við fjöldann síðastliðin 50 til 60 ár, þá hefur lögreglan hlotið þar meira tjón en vissar manneskjur innan flöldans. Hvers konar lögreglu vill þessi nafni minn eiginlega hafa? Kannski eins og í Chile eða Suður- Afríku. Mér þykir það ótrúlegt. Hann á að beina spjótum sínum að sakadómi, dómsmálaráðuneytinu og hæstarétti. Þá munu spjótin hitta í mark. Ég undirritaður hef orðið illilega fyrir barðinu á dómskerfínu. Hefði einn kvenmaður hjá borgarfógeta- embættinu, ásamt geðlækni og ágætum lögfræðingi ekki veitt mér aðstoð þá væri ég mannréttindalaus enn í dag, en rangfærsla dómskerf- isins gagnvart mér náði yfír 19 ár. Þannig enda ég þessa grein. Þorgeir Kr. Magnússon. Ég sé að þær bjóða líka upp á snittur og alvöru smurt brauð, sem er svo listilega og lystilega gert, að það er algjört augnayndi. Ég freistaðist til að fá mér nokkrar snittur um daginn. Ein var með síld, önnur með laxi og sú þriðja með hangikjöti og satt best að segja Heiðraði Velvakandi. Af illri nausyn sting ég niður penna. Það má segja að mælirinn sé fullur svo út úr flóir. Ég er einn af þeim þjóðfélagsþegnum sem til- heyrir þeim hópi, sem kallast ellilíf- eyrisþegar, og er svo óheppin að hafa aldrei getað eignast íbúð. Áður fyrr var ekki svo mikill vandi að vera leigjandi. Þá gat fólk búið hjá sama húseiganda árum saman í sátt og samlyndi, svo framarlega sem engin lög væru brotin. En nú er öldin önnur því nú þarf leigjandinn að borga árið fyrirfram, svo framarlega sem íbúðin er leigð svo lengi. Oftar en ekki er aðeins leigt til nokkurra mánaða í senn en engan langar til að flytja oft á ári. Síðan er leigan svo há, að eng- inn afgangur er til að lifa af fyrir þá, sem hættir eru að vinna, og allir vita að ellilífeyririnn er ekki himinhár. Og þá er ekki annað að gera en snúa sér til ellimáladeilda félagsmálastofnana með læknis- vottorð og umsókn um litla og pena bráðnuðu þær í munninum eins og sælgæti. Ég óska aðstandendum Brauð- stofunnar Gleym-mér-ei til ham- ingju með góðan veitingastað og þakka_fyrir mig. íbúð á góðu verði. En viti menn, þá kemur nú fyrst áfallið. Þau svör sem fólkið fær eru ekki mjög traust- vekjandi. Sagt er að fleiri hundruð manna séu á biðlista eftir íbúð og vonlaust sé að fá úrlausn á næstu árum. Svo mörg eru þau orð. Og nú spyr ég; er það veijandi fyrir borgina með Davíð Oddsson í broddi fylkingar, að hér sé ekki til húsa- skjól fyrir það fólk, sem búið er að ala allan sinn aldur hér og borga sínar skyldur og skatta til sam- félagsins og ala upp stóran hóp af bömum án meðgjafar, að því sé samasem úthýst úr þjóðfélaginu? Er ekki þarna einhver brotalöm, því peningar virðast vera nógir til samanber ráðhúsið við Tjömina. Það er kominn tími til að snúa þess- ari þróun við. Enginn skyldi fagna því að verða gamall í þessu íslenska velferðarþjóðfélagi, sem byggt er upp á peningavaldi, klíkuskap og séra Jónum. 5742-0618. Anægður hádegisgestur. Leigumarkaður- inn í lamasessi Töfradýrð sólseturs f DAGVIST BARIVA HEIMAR Holtaborg — Sólheimum 21 Fóstrur og starfsfólk óskast í heilar og hálfar stöður á leikskólann Holtaborg. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 31440. VESTURBÆR Hagakot — Fornhaga Skóladagheimilið Hagakot óskar að ráða stuðningsfóstru nú þegar, eða frá 1. septem- ber. Upplýsingar gefur forstöðumaður Steinunn Geirdal í símum 27290 eða 27683. Valhöll — Suðurgötu 39 Dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39 óskar að ráða 4 deildarfóstrur eða annað uppeldis- menntað starfsfólk nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 19619. HRAUNBÆR Rofaborg — Skólabæ 2 Starfsfólk óskast á dagh./leiksk. Rofaborg. Vinnutími eftir hádegi. Upplýsingar hjá forstöðumanní í síma 672290. AUSTURBÆR Nóaborg — Stangarholti 11 Ráðskona sem býr til góðan heimilismat, ósk- ast nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig vantar starfsmann til aðstoðar í eld- húsi. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 29595. Til Velvakanda. Ýmsir eru þeir staðir á höfuð- borgarsvæði, sem hafa upp á heill- andi útsýn að bjóða. Einn þeirra er Borgarholtið, þar sem stendur Kópavogskirkjan. Þaðan er fagurt til allra átta. Fjöllin rísa hvert við annað „sem risar á verði“ í norðri, austri og suðri, en í vestri er Faxa- flóinn fagurglitaður þegar logn er um allan sjó og sólin varpar geisla- stöfum sínum um land og haf og glæðir allt æðri ljóma. En langfegurst fínnst mér að standa á Borgarholtinu þegar sólin er að kveðja um lágnættið að lokn- um erli dags. Þá er heillandi að horfa á birtublik þau og fjölbreytta litadýrð, sem hún varpar á neðsta hluta himins og á Snæfellsjökulinn og önnur nálæg fjöll, sem baðast rósagliti hennar er hún smáhverfur bak við þau, og varpar gullnum geislastöfíim hátt á himin svo hann sýnist allur loga í yfiijarðneskum litaljóma, fjölbreytilegri en nokkur málari gæti eftir líkt. En sjón er sögu ríkari. Enginn getur notið þessara himnesku töfra nema koma sjálfur á Borgarholtið um sólsetursbil í björtu veðri og horfa með eigin augum og opnum huga á þúsundstrengja litatóna sól- setursins óviðjafnanlega, sem heilla hlýtur hveija næma mannssál og lyfta henni upp frá amstri dagsins í átt til fegurðar, meiri og æðri þeirri, sem við hversdagslega höfum af að segja. Ingvar Agnarsson. DRÁTTARVÉUN -súmestselda ISTÉKK, Lágmúla 5. S. 84525.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.