Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU-R 7. ÁGÚBT 1988 ÚE fiEI/HI IWirMyND/iNNA Stjúpan skinnlausa. „Hellbound: Hellraiser 11“ er fram- haldsmynd hrollvekjunnar „Hell- raiser" eftir breska rithöfundinn og leikstjórann Clive Barker, sem sýnd var í Regnboganum og fæst á myodbandaleigum. Unnið hefur verið að þvíaf kappi að kvikmynda framhaldsmyndina hjá Pinewo- od-kvikmyndaverinu í Bretiandi en Barker leikstýrir ekki sjálfur eins og fyrri myndinni heldur Tony nokkur Randel. „Hellbound" er hans fyrsta mynd. Annars eru flestir þeir sem komu við sögu fyrri myndarinnar í þessari. Af upprunalega leikara- liðinu ér Andrew Robinson sá eini sem ekki snýr aftur. Clare Higgins leikur sem fýrr sjúpmóðurina en í þetta sinn skinnlausa á milli lifs og dauða, blóðþyrsta eins og Drakúla því blóöið færir henni líf. Higgins hefur ekki áöur veriö orð- uð við hrollvekjur. „Þaö er blóðið sem áhorfendur rnuna," segir hún, „blóðið og hvernig ég pírði augun rétt áður en ég lamdi einhvern í hausinn með hamrí." Tvær nýjar persónur gegna mikilvægu hlutverki í nýju mynd- inni; hinn illa þenkjandi Dr. Chann- ard (Kenneth Cranham) og hin dularfulla Tiffany (nýliðinn Imogen Boorman). Og hinir lítt heillandi senobítar (vítisjöflarnir) mæta að sjálfsögðu aftur til að tryggja fólki áframhaldandi vítiskvalir. Saga nýju myndarinnar hefst tveimur stundum eftir að „Hellra- iser“ lýkur. Kirsty Cotton (Ashley Laurence), stjúpdóttir Higgins, hefur verið flutt á Channardstofnunina sem er geðsjúkraspitali. Það ætti engum að koma á óvart sem fylgdust með r^unum hennar í húsinu á Ludovico-stræti að taugar hennar séu ekki ( besta lagi. Nokkrum dögum eftir að hún er lögð inn sér hún skilaboð til sín skrifuð með blóði á vegg sjúkastofunnar: Hjálpaðu mér, ég er í Víti. Það má vera að pabbinn sé formlega dáinn en Kirsty verður að leggja í ferðalag oní völundarhús Heljar að frelsa sálu hans. Á meðan er Dr. Channard heillaður af hinu undarlega boxi sem var upphafið að draugaganginum og vítiskvölum handhafa þess. Hann safnar þeim (til eru fieiri en eitt) og stefnir sjálfur á ferðalag útí hin ystu myrkur. Myndin veröur frumsýnd í september, réttu ári eftir að „Hellraiser" var frumsýnd en framhaldsmynd- Vítisdjöfl- arnir snúa aftur; úr„Heltrais- er ll“. Roman Polanski: „Hvað er ekki klisja?" Harrison Ford leikur aðalhlutverkið { nýjustu mynd Polanskis, „Frantic", sem sýnd er í Bíóborginni um þessar mundir. Kristin Scott Thomas brosir hér f hlutverki Brendu sem heldur fram hjá manni sínum. Saga um kokkálað- an eiginmann Breski rithöfundurinn Evelyn Waugh nýtur enn mikillar hylli rúm- um tuttugu árum eftir dauða sinn, enda samdi hann margar stórkost- legar skáldsögur, sumar meira að segja ódauðlegar. Hver man til dæmis ekki eftir „Brideshead Revis- ited" eða Ættaróðalinu, framhalds- myndaflokknum frábæra sem ríkis- sjónvarpið sýndi vorið 1983? Hann var byggður á sögu Evelyn Waugh. Leikstjóri framhaldsmyndaflokks- ins, Charles Sturridge, hefur nýlega sent frá sér kvikmyndina „A Hand- ful of Dust" sem hann byggir á sam- nefndri sögu Waugh. Sú bók nýtur nokkurrar sérstöðu í ritsafni höfundarins, því hana skrif- aði hann stuttu eftir að hann skildi við fyrstu konu sína; réttara væri að segja, eftir að fyrsta konan fór frá honum. Þannig var að konan hélt fram hjá Waugh mesta part hjúskaparins og það hafði djúp og varanleg áhrif á Waugh, sem var annars vanur að sjá alla hluti í skop- legu Ijósi. Waugh var ekki eins bitur og kímnigáfa hans fékk vel að njóta sín. Kvikmyndin hefur fengið mjög góða dóma víðast hvar, enda þótt allir viti að það er ekkert áhlaupa- verk að gera góða og sannverðuga kvikmynd eftir vandaðri skáldsögu. Charles Sturridge skrifaði kvik- myndahandritið sjálfur, ásamt Tom Sullivan, og Stewart Granger, en hann vann einnig að „Brideshead Revisited". Leikararnir eru hvorttveggja ný- liðar og gamlir refir leiklistarinnar. James Wilby leikur Tony (en fyrir- myndin er vitanlega Waugh sjálfur), konu hans leikur Kristin Scott Thomas, en hjónadjöfulinn leikur Rupert Graves. Þessi leikarar hafa sést í breskum sjónvarpsmyndum þótt ungir séu, en hafa lítið fengið að spreyta sig á kvikmyndum fyrr en nú. Áf þekktari leikurum í auka- hlutverkum skal nefna Angelica Huston (sem er írsk en ekki bandarísk), Judi Dench, og Alec Guiness, en hann leikur einmana sérvitring sem heldur til úti í skógi. Þeir sem þekkja bækur Evelyns Waughs og kunna að meta húmor hans ættu að geta glaðst enda þótt bókin komist aldrei öll til skila. Vítiskvalir II: Til heljar Roman Polanski var beygður eft- ir frumsýninguna á „Sjóræningjun- um“, myndinni sem hann var fjögur löng ár að gera. Myndin kostaði meira en þrjátíu milljónir dala og fékk einstaklega neikvæða gagn- rýni víðast hvar og aðsóknin var vægast sagt dræm. En Polanski hefur komist í hann krappan áður; líf hans allt hefur verið flótti undan dauðanum, allar götur síðan hann ólst upp í Póllandi á stríðsárunum, þar til konan hans var myrt á hroða- legan hátt. Svo að Polanski var fljót- ur að jafna sig þegar maður á veg- um Warner-kvikmyndaversins setti sig í samband við hann og bauð honum samning. Þessi maður heitir Thom Mount. Hann spurði Polanski hvort þeir ættu ekki að gera mynd saman. Polanski sló strax til, því hann langaði mikið til að gera sannkallaða spennumynd, helst í París. Thom Mount skrifaði Polanski bréf og spurði hvers konar spennumynd hann langaði að gera, svo Polanski svaraði bréflega: „Mig langar að gera mynd um Ameríkana sem kemur til Parísar ásamt konu sinni. Og konan hverfur." Mount svaraði að bragði: „Frábært! En hvað svo?“ Því svaraði Polanski með því að skrifa undir samning við Warner. Og svo hófst hann handa við „Frantic", sem sýnd er í Bíóborg- inni. Polanski skrifar öll kvikmynda- handrit í náinni samvinnu við félaga sinn, Gérard Brach. Samvinna þeirra hefst alltaf á því að Polanski kemur með frumhugmyndina; síðan segir hann söguna í grófum drátt- um og Brach punktar allt hjá sér. Að því loknu skrifar Brach ítarlegt handrit sem Polanski fer yfir og bætir við eða strokar út. Polanski hafði nokkra leikara í huga meðan hann vann að handrit- inu. Fyrri reynsla hafði kennt honum að það er vonlaust að hafa einn ákveðinn leikara í huga, því slík óskhyggja gengur aldrei upp. Pol- anski viðurkennir að hann langaði mikið til að fá Dustin Hoffman, en féll síðan frá þeirri hugmynd, því aðalpersóna myndarinnar átti að vera frekar venjuleg. En það var alger tilviljun að Harrison Ford varð fyrir valinu. Hann var staddur í París ásamt konu sinni, Melissu Mathi- son, en hún starfar á vegum Spiel- bergs. Polanski hitti Ford og sagði honum frá handritinu. Það leið ekki langur timi þar til Ford hafði sam- band við Polanski og féllst á að leika aðalhlutverkið. Polanski lýsti því eitt sinn yfir að markmið mynda sinna væri að gera hið ósennilega sennilegt. Og sú stefna nýtur sín einmitt mjög vel í „Frantic". Það kom honum því mjög á óvart að margir bandarískir gagn- rýnendur skyldu ráðast á hann fyrir að skjóta hátt yfir markið hvað raun- sæi varðar. Hann segist hafa lagt sig í líma við að halda sig innan ákveðinna marka, enda telur hann að „Frantic" sé erfiðasta handritið sem hann hefur skrifað á ferli sínum. Mörgum, ekki síst gagnrýnend- um, hefur orðið tíðrætt um Hitch- cock þegar þeir hafa fjallað um „Frantic". Þegar franski blaðamað- urinn Jean-Claude Loiseau spurði Polanski hvort Hitchcock hefði haft einhver sérstök áhrif á hann sem kvikmyndaleikstjóra, svaraði Pol- anski því til að hann hefði alla sína tíð litið upp til Hitchcocks, og hrein- lega dýrkað margar myndir hans. En tók það skýrt fram að það væri ekki tilgangurinn að herma eftir gamla kallinum, aðeins læra af snilld hans ekki síður en mistökum. „Hvað er ekki klisja!" hrópar Polanski þegar hann er minntur á það að „Frantic" flokkist undir spennumynd, og að þeir sem geri spennumyndir eigi það á hættu að falla fyrir klisjunum. „Það hljómar ef til vill asnalega í eyrum margra," heldur hann áfram, „en það er ein- mitt klisjan sem er svona spenn- andi við kvikmyndina. Við Harrison Ford ræddum oft saman um kvik- myndir almennt, meðan við unnum að „Frantic", og við urðum sam- mála um að það skemmtilegasta við þetta allt saman væri bara að búa til bíó. Svo einfalt er það. Kannski er það barasta klisja að herma eftir lífinu. En lífið kemur fólki misjafnlega fyrir sjónir. Það sem er merkilegt í mínum aug- umereftilvillnauða- ómerkilegt fyrir aðra. Helsti vandi minn sem leikstjóri er að framkalla þennan margumtalaða veruleika. Og ég tel mig hafa staðið mig ansi vel hingað til." Roman Polanski leikstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.