Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 B 15 „Nútíð, fortíð og framtíð sjávai*útvegsinsw — segir SigurÖur Sverrir Pálsson hjá Lifandi myndum um efni heimildarmyndarinnar Úr myndasafni Byggðasafns Vestfjarða Þetta glæsilega fley fer trúlega á flot á ný í febrúarmánuði, er tökur hefjast í verstöðinni í Bolungarvík. Viðfangsefnið er útgerð á íslandi frá upphafi, hvorki meira né minna“ sagði Sigurð- ur Sverrir Pálsson, hjá Lifandi myndum, er hann var inntur eftir söguþræði kvikmynd- arinnar, sem verður að^ hluta til tekin í verstöðinni í Ósvörinni. „Þetta verða eiginlega tvær fimmtíu mínútna myndir," bætti hann við til útskýringar. „Fyrri hlutinn verður sögulegs eðlis og þar kemur verbúðin svo sannar- lega að góðum notum. Við tökum fyrir árabátaútgerðina og reynum síðan að gera grein fyrir þróun- inni í skipakosti og öðru, sem þessu tengist." „Seinni hlutinn fjailar svo um nútímann" upplýsti hann. „Við fylgjumst með einum báti og smátrillu frá Vestmannaeyjum í heilt ár. Inn í þetta fléttast eðli- lega útgerðarmenn, sjómenn og starfsmenn frystihúss. Við bytj- uðum að kvikmynda síðastliðinn vetur og linnum ekki látum fyrr en í mars á næsta ári. Sjávarút- vegurinn hefur nefnilega ótal hlið- ar. Við höfum nú þegar farið til Póllands og fylgst þar með leng- ingu á íslenskum togara svo og á fiskmarkaðina í Grimsby, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Aðspurður kvað Sigurður Sverrir töluvert um leikin atriði í myndinni. „í sögulega hlutanum neyðumst við náttúrulega til að setja allt á svið og fáum þá til liðs við okkur menn og konur, sem kunna handbrögðin, sem notuð voru hér á árum áður. Við erum líka búnir að fá gamlan bát, sem við sjósetjum þegar tökur hefjast, en trúlega verður það einhvem tímann í febrúar," sagði hann. „Myndin er bæði ætluð sjónvarpi og sem fræðsluefni í skólana. Ég hugsa að Reykvíkingar komi líka til með að hafa, öðrum fremur, gaman af henni. Við reynum þama að sýna sjávarútveginn í einhvers konar samhengi út á hvað hann gengur frá upphafi til enda.“ Karlmennska og þrautseigja Til róðra í Bolungavík var valið hraustasta fólkið og þangað dugði ekki að senda neinar- liðleskjur. Það var keppikefli allra hraustra unglinga í Inn-Djúpinu að komast sem háseti í gott skiprúm í Bolungavík. Þaðan bárust margar sagnir með útróðrarmönnum, og Bolungavík ljómaði sem jarðnesk paradís fyrir hugskotssjónum ungl- inganna ..." „...Allir strákar í minni sveit, Ögursveitinni, litu svo á, að það væri svipað að fara til róðra í Bol- ungavík og í víkingu. Þangað var að sækja fé og frama, karlmennsku og þrautseigju ...“ Úr bókinni „Gullkistan“, endur- minningum Arna Gíslasonar arinnar, hér fyrir vestan, í framtíð- inni. Áhugi unga fólksins er því fyrir hendi, það vantar ekki. Sjálfur er ég nú orðinn 78 ára gamall og ætti ef til vill að fara að setjast í helgan stein. Einhverra hluta vegna get ég samt ekki hugsað mér að hætta. Maður verður að hafa eitt- hvað að gera, ekki satt,“ spurði hann, leit síðan á úrið sitt og lyfti brúnum. Næstum því samstundis reis hann á fætur og gerði sig líklegan til brottfarar. „Svona er hann,“ sagði Ólafur, „alltaf með hugann við vinnuna. Bolvikingar jafnan búið við kvennaríki Við ákváðum að slást í för með Sveini og skoða þessa margum- ræddu verstöð í Ósvörinni. „Við erum alveg sannfærðir um að Þuríður blessunin heldur vemdar- hendi sinni yfir þessu framtaki okk- ar,“ sagði Ólafur, er verstöðin blasti við. „Það er sama hvaða vandamál hafa komið upp, þau hafa öll ein- hvem veginn leyst af sjálfu sér. Ég hugsa að þessu kjarnakvendi hafi nefnilega þótt dulítið vænt um verbúðina sína og endurreisnin henni því þóknanleg. Hér nam hún land, lifði og dó — eða öllu heldur varð að steini,“ sagði hann og benti upp í fjall. „Þuríður breyttist í þenn- an klett þarna eftir áflog við Þjóð- ólf bróður sinn. Um sig miðja ber hún víst breitt gullbelti og þann dag, sem einhver finnur lykilinn að beltinu því ama, mun gullkista mik- il koma í ljós,“ upplýsti Ólafur. „Kannski þama sé komin lausnin á efnahagsvanda þjóðarinnar. Ég held þeir ættu að hefja skipulagða lyklaleit þeir kumpánar, Jón Bald- vin og Jón Sig,“ bætti hann við og hló. „Þuríður hafði nú sjálf ágætt viðskiptavit," skaut Sveinn inn í. „Hún var í raun fyrsti skattstjórinn hér á landi. Af einstakri útsjónar- semi setti hún Kvíarmið og heimt- aði kollótta á af hverjum þeim bónda, sem veiddi innan hennar landhelgi," sagði hann. „Já,“ sam- sinnti Olafur, „við Bolvíkingar höf- um alla tíð búið við mikið kvenna- ríki.“ Er fjármál bar á góma lá beint við að spyrja hvemig fjármögnun þessa framtaks væri háttað. „Við, bæjarbúar, viljum að sjálfsögðu halda fullri reisn í þeim efnum,“ fullyrti Ólafur. „Við komum til með að leggja fram eins mikið og okkur er unnt. Hinu er ekki að neita að bæjarfélag okkar er lítið og því munum við leita til félagasamtaka, útvegs- og útgerðarmanna, svo og sjómanna sjálfra. Einnig vonum við að um einhverja opinbera styrki verði að ræða, enda er hér um sögu- lega arfleifð allrar þjóðarinnar að ræða," sagði hann. „Við höfum orð- ið varir við lifandi áhuga Bolvíkinga og annarra varðandi þessa endur- byggingu og við berum það mikið traust til ungmennanna að við treystum þeim til að leyfa þessu svo að standa í friði." Gömlu, „góðu“ dagarnir Er við röltum um svæðið og velt- um fyrir okkur lífsháttum fyrri kynslóða bar að garði Hálfdán Éin- arsson, skipstjóra. „Ég hlakka mik- ið til að sjá þetta rísa hér,“ upp- lýsti hann, „enda reri ég héðan á yngri árum. Ég man vel eftir ver- búðinni, hjallinum og spilinu. Þrátt fyrir að eitthvað hafi dofnað yfir stöðinni uppúr aldamótum, þá var nefnilega róið héðan fram til 1930, en þó einkum á vorin,“ bætti hann við. „Þá var unnið í skorpum og meðan vertíðin stóð yfir sváfu menn ekki meira en tvo tíma á sólar- hring.“ - „Já, það hefur sko lygilega margt breyst á þessum fáu árum,“ samsinnti Ólafur. „Sjómenn sofa ekki lengur á hörðum flölum, heldur í dúnmjúkum og rándýrum rúmum, — rúmum, sem kosta jafnmikið og ágætir bílar.“„Nú, eða launin," sagði Hálfdán. „í kringum 1930 höfðu sjómenn ekki í sig að éta og ég man að það var auðvelt að fá fullhrausta menn í vinnu gegn lof- orði um nægan mat. Mér er sem ég sjái menn semja þannig í dag.“ „Jæja,“ sagði Sveinn, „en samt eru menn nú síkvartandi. Fólk talar um kreppu, skort og fátækt — en svo eiga flestar fjölskyldur tvo bíla og togarar koma drekkhlaðnir í land eftir þriggja daga útivist. Ég á nú dálítið bágt með að skilja svona hallæri, það segi ég satt...“ Er við kvöddum þá félaga í fjör- unni var langt liðið á daginn. Veðr- ið var líka heldur leiðinlegt, rigning og rok. Þeir hleðslumenn létu þó engan bilbug á sér finna — heldur hömuðust þeir við að endurreisa mannvirki Þuríðar sundafyllis, landnámsmanns. í beljandi rigning- unni stóð bæjarstjórinn líka eftir ásamt félögum sínum, niðursokkinn í samræður um liðna tíð. „Ég skil þetta ekki, manni fínnst að nú ættu allir að vera ánægðir, en það er alltaf verið að telja fólki trú um að það hafí það svo slæmt — það er meinið." Setningabrot á borð við þessi fylgdu okkur upp á veg. Þeg- ar upp í bílinn var komið var ekki laust við að ég efaðist, eitt andar: tak, um sannleiksgildi orðanna „í þá gömlu, góðu . ..“ Morgunblaðið/Sverrir „Við erum sannfærðir um að Þuríður vakir yfir okkur hér.“ Hópurinn samankominn. Talið frá vinstri: Philippe Ricart, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, Fróði Oddsson, Hálfdán Einarsson, skipstjóri, Guðmundur Óli Kristinsson og fremstur stendur Sveinn Einarsson frá Hrjót. Bæjarstjórinn og byggingameistarinn. Ólafur Kristjánsson og Sveinn Einarsson frá Hrjót. sjálfsögðu þátt í því, eins og aðrir. Þegar ég var sex ára var ég svo sendur með kaffíbrúsa til hans í réttina. Þegar ég komst á leiðar- enda hitti ég þar fyrir annan mann, sem var önnum kafinn við að hlaða. Ég man að ég fylgdist grannt með því hvernig hann tók smásteina og mokaði svo mold að, þrýsti á og þétti. Ég var viss um það þá að þetta hlyti að vera á fárra manna færi. Atvik þetta festist síðan í huga mér, enda dáðist ég mjög að manninum. Svo fór líka að lokum að þessi maður kenndi mér að hlaða,“ sagði Sveinn. „Það var hinsvegar ekki fyrr en ég hætti búskap fyrir tuttugu árum, sem ég fór að nýta mér þessa kunn- áttu að gagni,“ hélt Sveinn áfram. „Þá vantaði mig atvinnu, svo ég fór að skera út og búa til minjagripi margs konar. Auk þess fór ég að dunda mér við að hlaða veggi og tók að mér nokkur verkefni. Eg hef unnið töluvert við Árbæjarsafnið í Reykjavík, lagað þar skrúðhúsið, túngarðinn, kirkjuna og fjárhúsið, svo dæmi séu tekin. Þar er alltaf nóg að gera. Yfírleitt vinn ég þetta allt saman í höndunum, þó svo ein- stöku sinnum nýti ég mér nútíma- tæknina, svo sem kranabíl og gröfu," sagði hann. „Annars virðast öll þessi tæki lítið flýta fyrir. í gamla daga tók það sko engin tutt- ugu ár að byggja hús, eins og nú er algengt. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var til að mynda byggður á einu sumri árið 1930 og ekki flæktust vélamar fyrir mönn- um þar, svo mikið er víst.“ Sveinn kvað marga unga menn hafa sýnt hleðslunum áhuga. „En,“ sagði hann í vamaðartón, „ ... menn verða að hafa ánægju af því, sem þeir em að gera. Ann- ars kemur ekkert af viti út úr því. — Og þegar hleðslumar em annars vegar þá verða peningasjónarmiðin að víkja. Þau em slæm. Þetta er eitt af því, sem ekki er hægt að gera eingöngu fyrir aurana,“ bætti hann við. „Eg hef alltaf haft mjög gaman af því, sem ég hef verið að fást við, og svo hef ég verið það heppinn að með mér hafa unnið góðir menn. I mörg sumur vann Friðrik Lúðvíksson t.d. mér við hlið. Nú er hann hættur. Dóttursonur minn, Fróði Oddsson, hefur hins- vegar verið með mér nú í sumar og svo er ég með einn Bolvíking í læri, Guðmund Óla Kristinsson. Hann mun sjá um viðhald verstöðv-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.