Morgunblaðið - 18.08.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.08.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 Jfavgii Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Viðey og Reykjavík Reykjavíkurborg hélt upp á 200 ára afmæli sitt fyrir tveimur árum, 18. ágúst 1986. Borginni bárust góðar gjafir af þessu tilefni. Sverrir Hermanns- son, þá menntamálaráðherra, afhenti borginni til eignar óg ráðstöfunar eignarhluta íslenzka ríkisins í Viðey og Við- eyjarstofu. Jafnframt var borg- inni afhent Viðeyjarkirkja til varðveizlu. Borgaryfirvöld hafa síðan fært þjóðinni sönnur á að hér var hyggilega ráðið. Á af- mæli borgarinnar í dag, tveimur árum eftir að borgin tók við Viðeyjarstofu og Viðeyjar- kirkju, er lokið endurbyggingu þessara merku og söguríku mannvirkja. Líklegt er talið að byggð hafi hafízt í Viðey skömmu eftir landnám. Eyjan hefur efalaust heyrt til landnámi Ingólfs Am- arsonar sem og allt núverandi höfuðborgarsvæði. Hún fær síðan sérstakan virðingarsess í fslandssögu með stofnun Við- eyjarklausturs 1225 eða 1226. Ógmundur Pálsson, síðasti kaþ- ólski biskupinn í Skálholti, var ábóti í Viðey 1515-1521. Sá atburður, tengdur klaustrinu, sem bezt hefur greypst í sögu þjóðarinnar og hugi fólksins, er Viðeyjarför Jóns Hólabiskups Arasonar og sona hans 1550, þegar hann náði klaustrinu úr höndum konungsmanna. Fram til siðaskipta tengist saga Viðeyjar trúariðkun og auðsöfnun. Eftir siðaskiptin lækkar hagur hennar um sinn. Hún verður eins konar hjáleiga frá Bessastöðum. Þar rís þó „fátæktarspítali“, kostaður af konungseignum, sem fluttur er í Gufunes 1752. En vegur Viðeyjar rís á ný. Árið 1751 er Skúla Magnús- syni, landfógeta, heimiluð ábúð í Viðey. Hann telst til gagn- merkari íslendinga, fyrr og síðar, og er almennt viður- kenndur sem „faðir Reykjavík- ur“. Hann reisir embættisbú- stað, Viðeyjarstofu, í eynni og situr staðinn með reisn. Viðeyj- arstofa er í dag elzta steinhús í landinu — og reyndar elzta hús á íslandi í upprunalegu formi. Viðey var um tíma embættis- setur hins æðsta framkvæmda- valds í landinu. Ólafur Stefáns- son, stiftamtmaður, ættfaðir Stefánunga, settist þar að 1793. Hann lét af embætti 1806 en bjó í Viðey til 1812. Eftir hans dag fær sonur hans, Magnús Stephensen konferensráð og dómstjóri í Landsyfirréttinum, eyna til ábúðar. Hann flytur prentsmiðju til Viðeyjar 1819 sem var staðsett þar til ársins 1844. Viðey er í eign Stephen- senættarinnar til 1903. Það ár eignast Eggert Briem, land- búnaðarfræðingur, eyna og hef- ur þar búskap. Næsti kapituli í sögu hennar tengist miklum umsvifum „Milljónafélagsins“ svokallaða. Eyjan gengur síðan kaupum og sölum, en Ingibjörg og Stephan Stephensen gefa þjóðkirkjunni Viðeyjarkirkju 1961. Árið 1968 eignast íslenzka ríkið Viðeyjarstofu og aðliggjandi land. Árið 1983 kaupir Reykjavíkurborg megin- hluta eyjarinnar — og fær eign- arhluta ríkisins að gjöf 1986, sem fyrr segir. Svo sem sjá má af framan- greindu rís Viðey hátt í íslands- sögu. Saga hennar tengist þó einkum sögu höfuðborgarinnar. Skúli Magnússon, landfógeti, „faðir Reykjavíkur“, reisir setur sitt í Viðey. Og þar er hann grafínn. Þegar eyjan var færð til lögsagnarumdæmis Reykja- víkur 1978 var „faðir Reykja- víkur loks kominn til Reykja- víkur eða öllu heldur Reykjavík til hans“, eins og segir í yfirlits- grein í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag. í dag, á afmæli Reykjavíkur- borgar, fögnum við endurbygg- ingu Viðeyjarstofu og Viðeyjar- kirkju. Hér hefur verið vel að verki staðið. Reykvíkingar mega vel við una þann stórhug og þá ræktarsemi við sögu borg- ar og þjóðar sem framkvæmd- imar í Viðey bera glæsilegan vott um. Davíð Oddsson, borg- arstjóri, hefur enn einu sinni sýnt, að hann er einhver mesti framkvæmdamaður, sem setið hefur í embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Það vekur óneit- anlega eftirtekt, að það gerist á tveimur árum undir forystu borgaryfírvalda, sem ekki var hægt að gera á tæpum tveimur áratugum undir forystu ríkisins. Enn eru í Viðey verk að vinna, ekki sízt á sviði fomleifafræð- innar. Máske verður reist „sögualdarklaustur” í eynni áð- ur en langir tímar líða? Og mik- ils er um vert að Reykvíkingar og landsmenn allir hafí aðstöðu til að sækja þessa söguríku ey heim — og aðgang að fögru útivistarsvæði. Morgunblaðið ámar Reyk- víkingum heilla með borgaraf- mælið og framkvæmdimar í Viðey. Jarðvegsvísindamenn frá Texas: Mesta samfellda gróð- ureyðingin er á íslandi Hægt að jafna gróðureyðingu landsins við Kenýa, Kamerún og Súdan þar sem beit er stjórnlaus Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, dr. Edward C. A. Runge, dr. Larry P. Wilding og Ólafur Arnalds. Selfossi. AÐ MATI tveggja prófessora, dr. Larry P. Wilding og dr. Edward C. A. Runge, frá Texas-háskóla eru á íslandi verstu tilfelli sam- felldrar gróðureyðingar miðað við 20 lönd sem þeir hafa til sam- anburðar. Þeir segja skilyrði til uppblásturs góð hér á landi, vatnsrof og gosáhrif samfara stuttum gróðurtíma, léttum jarð- vegfi og ofbeit. Hvað gróðureyð- ingu vegna ofbeitar snertir þá segja þeir að einna helst megi jafna íslandi við Kenýa, Kamer- ún og Súdan þar sem engin stjórn er á beit og þróun á gróðurfari stöðugu í átt til eyðimerkur- ástands. Prófessorarnir em hér í boði Landgræðslunnar, Rann- sóknarstofnunar Iandbúnaðarins og landbúnaðarráðuneytisins. Landgræðslan fékk prófessorana til ráðlegginga og aðstoðar við skipulagningu baráttunnar viðjarð- vegseyðingu hér á landi. „Eitt af þeim sviðum sem við höfum mikinn áhuga á er að flokka landsvæði á íslandi með tilliti til hættu á upp- blæstri sem væri einn liður í að skipuleggja landbúnað og haga honum í samræmi við landgæði," sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri sem var í Texas í mars síðastliðnum að kynna sér starfsaðferðir og vinnubrögð vísindamanna í Texas við flokkun jarðvegs. „Við teljum að Landgræðslan hafí ómetanlegt gagn af samstarfí við Texas-háskólann. Þeir eru svo óendanlega langt á undan í skil- greiningu á jarðvegsvandanum og meðferð á landi. Þó aðstæður hér séu nú kannski öðruvísi en í Texas þá sjá þeir á margan hátt sambæri- leg einkenni uppblásturs. Álag af Háskólinn: völdum þurrka í Texas á gróður er ekki ósvipað og hér er af völdum kulda og þurrka,“ sagði Sveinn. Vísindamennirnir hafa undan- famar tvær vikur ferðast um landið pg kynnt sér ákveðin svæði. Tveir íslendingar eru við nám í háskólan- um í Texas, Ólafur Arnalds, sem leggur stund á jarðvegsfræði og vinnur hér að verkefnum varðandi jarðvegseyðingu, og kona hans, Ása Aradóttir, sem er við nám í plöntu- vistfræði með áherslu á íslenska birkið. Þörf á virkri beitarstjórnun Þeir Larry og Edward eru sam- mála um að þörf sé á mjög virkri beitarstjórnun og benda á dæmi frá Nýja Sjálandi þar sem hjarðirnar eru girtar af svo þær fari ekki í gróður sem er í mikilli hæð og því viðkvæmari. Þeir telja gróðureyð- inguna mesta við Mývatn, þar sem mjög biýnt sé að auka þátt köfnun- arefnisbindandi plantna í upp- græðslunni. „Hinu viðkvæma vistkerfi íslands er hættara við jarðvegseyðingu en nokkrum öðrum stað sem ég hef séð,“ sagði Larry P. Wilding. Þetta væri þó misjafnt eftir svæðum. Hann kvaðst óvíða hafa kynnst rofabörðum eins og hér væru. Voð- inn væri alltaf vís ef gróðurhulan rofnaði og vindurinn næði tökum á jarðveginum. Hann sagði að erfítt væri að draga ályktanir af þeim jarðvegssýnum sem tekin hefðu verið vegna skorts á góðum jarð- vegskortum af landinu. Landsvæðin væru það ólík. Þeir Edward og Larry hafa mik- inn áhuga á þeim jarðvegssýnum Tæknigarður rís TÆKNIGARÐUR, bygging fyr- ir rannsóknir og þróunarstörf á ýmsum tæknisviðum, rís nú á Háskólalóð milli Suðurgötu og Dunhaga í Reykjavík. I Tækni- garði verður aðstaða fyrir ein- staklinga og fyrirtæki á tækni- og tölvusviði. Þar verður Reiknistofnun Háskólans einnig til húsa á miðhæð og hluti starf- semi Raunví sindastofnunar Há- skólans. Tæknigarður verður þijár hæðir og er grunnflatarmál hússins 867 fermetrar, alls verða hæðimar 2.601 fermetri. 1.500 fermetrar verða leigðir einstaklingum og fyr- irtækjum til rannsókna og þróun- arstarfsemi á sviði hugvits- og tækniiðnaðar. Reynt verður að laga stærð húsnæðis að þörfum hvers leigutaka og er fyrirhugað að leigugjald taki mið af markaðs- verði leigu fyrir iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæðis í höfuðborginni. I Tæknigarði verður margvísleg ByKgringf Tæknigarðs er nú vel á veg komin. Húsið verður fullbyggt í nóvember í haust. þjónusta við leigutaka svo sem sameiginleg símaþjónusta, funda- aðstaða og matstofa. Þeir aðilar sem koma sér upp rannsókna- og vinnuaðstöðu í byggingunni geta tengst tölvum og tölvuneti Há- skóla Islands. Ragnar Ingimarsson, formaður Tæknigarðs hf., sagði að hlutverk Tæknigarðs væri, auk þess að hýsa framangreinda starfsemi Háskólastofnana, að veita fyrir- tækjum og einstaklingum aðstöðu I I 1 1 I TÆKNI- GARÐAR VR-II VerklracOihi Raunvisindahus SUOURGAT A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.