Morgunblaðið - 18.08.1988, Side 38

Morgunblaðið - 18.08.1988, Side 38
Utgerðarfélag Akureyringa: Fjórtán sóttu um fram- kvæmdastj órastöðuna Sjö umsækjendur óskuðu nafnleyndar Fjórtán umsækjendur sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf. í stað Gísla Konráðssonar, sem lætur af störfum eftir næsta aðalfund félagsins í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi til starfa um áramót. Sjö umsækjendanna óskuðu nafnleyndar, en hinir sjö eru As- geir Amgrímsson skrifstofumaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, Elvar Einarsson starfsmaður hjá KASK, Höfn í Homafírði, Finn- bogi Alfreðsson forstöðumaður Framleiðni í Reykjavík, Guðmund- ur Reykjalín framkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands, Seltjam- amesi, Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, Halldór Ámason framkvæmda- stjóri Ríkismats sjávarafurða og Róbert Guðfínnsson framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma á Siglufírði. Sverrir Leósson stjórnarform- aður ÚA sagði í samtali við Morg- unblaðið að ákvörðunar væri að vænta um eða upp úr næstu mán- Stjörnu- sumar 88 á Akureyri Útvarpsstöðin Stjarnan mun um helgina verða með útsend- ingar frá Akureyri. Útsending- arbíll Stjömunar, sem nefndur hefur verið Reikistjarnan, verð- ur í bænum og sjá dagskrár- gerðarmenn Stjömunnar sjá um sérstaka dagskrá eftir há- degi á laugardag og sunnudag. Á morgun laugardag hefst dag- skráin klukkan 13 með úti- skemmtun þar sem meðal annars verður keppt í pokahlaupi, kappáti og knattspymuþraut. Gunnlaugur Helgason mun sjá um dagskrána til klukkan 16 en þá tekur Bjami Haukur Þórsson við. Um kvöldið verður tekið við kveðjum og óska- lögum frá Akureyringum. Á sunnudag verður samtengd út- sending frá Akureyri og Reykjavík og verður fylgst með Reykjavík- urmaraþoninu og sagt frá úrslitum þess. (Úr fréttatilkynningu). Nýnætursala á Akureyri Ný nætursala opnar á Akur- eyri aðra nótt. Það er veitinga- staðurinn Uppinn við Ráðhú- storg sem hyggst opna nætur- söluna og verður hún opin til að byija með frá kl. 3-5 utn helgar. í kjölfar þessa hyggst Uppinn he§a næturheimsendingaþjónustu um helgar og einnig stendur til að auka fjölbreytni í réttum því samfara. Nætursalan opnar í fyrsta sinn aðfaranótt laugardags kl. 3 og verður í anddyri veitinga- staðarins. Ætlunin er að selja piz- zur, samlokur og gosdrykki. Piz- zumar verða afgreiddar hvort heldur í sneiðum eða í heilu lagi til viðskiptavina. aðamófeum. Stjórnin hefði komið saman í gær til að opna umsóknar- bréfín, en menn væru enn ekki famir að ræða um hugsanlegan arftaka Gísla. Stjóm ÚA skipa auk Sverris, Halldór Jónssón fram- kvæmdastjóri FSA, Þóra Hjalta- dóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands, Pétur Bjamason framkvæmdastjóri ístess og Sig- urður Jóhannesson hjá KEA. ÚA er almenningshlutafélag með um 770 hluthafa. Akureyrarbær er þeirra stærstur með yfír 70% hiutabréfa. KEA á 9% auk fjölda Akureyringa, sem eiga hlutabréf í fyrirtækinu. Gísli Konráðsson hefur séð um fískvinnsluna í landi, en hinn fram- kvæmdastjóri ÚA, Vilhelm Þor- steinsson, hefur jafnan séð um útgerðarhlið fyrirtækisins. Strandgata/Glerárgata: Ekið á vegfarend- ur á gangbraut KEYRT var á tvo vegfarendur, 51 árs konu og 10 ára telpu, er voru á leið yfir gangbraut á mótum Strandgötu og Glerárgötu um klukkan 13.30 í gær. Grunur leikur á að bilun hafi verið í hemlabúnaði bifreiðarinnar, sem var jeppi af gerðinni Wagoneer. Felix Jósafatsson, aðstoðar- mönnum, en bifreiðimar voru mik- varðstjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að báðir vegfarendurnir hefðu verið fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Konan mun hafa verið alvarlega slösuð, en barnið eitthvað minna. Telpan leiddi hjól yfír gangbrautina. Þá varð harður árekstur um kl. 16.00 á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu. Engin slys urðu á ið skemmdar. Önnur bifreiðin ók suður Glerárgötu og hin kom aust- ur Þórunnarstræti. Umferðarljós eru á gatnamótunum svo að önnur bifreiðin hlýtur að hafa verið brot- leg. Ekki mun þó fullljóst vera hvor þeirra mun hafa ekið yfir á rauðu ljósi. Önnur bifreiðin var fólksbifreið en hin vöruflutn- ingabíll. Morgunblaðið/Rúnar Þór Alvarlegt slys varð í umferðinni á Akureyri í gær er keyrt var á tvo vegfarendur á leið yfir gangbraut. Hér er lögreglan að ræða við vitni og hjól ungu telpunnar liggur skemmt í kantinum, Verkmenntaskólinn á Akureyri: Brautskráir 10 siúkraliða TÍU sjúkraliðar voru braut- skráðir frá Verkmenntaskó- lanum á Akureyri í fyrradag. Þá höfðu þeir lokið 34 vikna starfsnámi á sjÚKrahúsum auk fimm anna bóklegu námi. Baldvin Bjamason skólameist- an útskrifaði sjúkraliðana og sagði meðal annars við tækifæ- rið að útskrift nemenda í ágúst- mánuði væri sannarlega óvana- legt því á sumrin forðuðust íslenskir nemendur skólana eins og heitan eldinn. „Raunar er það sér-íslenskt fyrirbrigði að hafa sumarfrí jafnlöng og raun ber vitni eða í þijá til þrjá og hálfan mánuð og mun það vera arfur frá þeim tíma þegar nemendur urðu sjálfir að afla sér fjármuna til þess að eiga þess kost að . h Morgunblaðið/Rúnar Þór Tíu sjúkraliðar útskrifuðust frá Verkmenntaskólanum. Lengst til vinstri á myndinni er Margrét Pétursdóttir kennslustjóri heilbrigðissviðs og henni næstar eru: Sigrún Þórisdóttir, Bryndís Dag- bjartsdóttir, Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, Rósa Osp Ásgeirsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir, Sigrún Hreiðarsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Steinborg Hlín Gísladóttir, Sólveig Hallfríður Sveinsdóttir, Elísabet Gestsdóttir og Baldvin Bjarnason skólameistari. komast í skóla. Ýmsir hafa bent á að það væri slæm hýting á húsakosti að láta skólana standa auða allt sumarið, engum til gagns og einnig hefur það verið orðað að stúdentar útskrifíst að jafnaði einu ári yngri á hinum Norðurlöndunum heldur en hér á landi. Ég álít hins vegar að það sé ungu fólki margfalt holl- ara að kynnast atvinnulífi þjóð- arinnar með beinni þátttöku í störfum til lands og sjávar held- ur en að spara sér eitt ár á tímum hækkandi meðalaldurs hjá þjóð- inni. En þegar betur er að gáð er þessi tími mjög við hæfí til að útskrifa nemendur. Síðsumarið og haustið er einmitt tími full- þroskans í náttúrunni allt í kring um okkur. Ef litið er til himins má sjá fuglana í æfingum, til þess að standast þá þrekraun að fljúga yfír úthöf. Ef litið er til jarðarinnar má víða sjá þroskaða ávexti sumarsins í formi beija eða garðávaxta tilbúna til þjón- ustu við herra jarðarinnar," sagði skólameistari i ræðu sinni. Fram kom að allt frá því að fyrstu sjúkraliðamir útskrifuð- ust við VMA, hefur sá siður hald- ist að Gideon-félagið hefur gefið þeim öllum eintak af Nýja testa- mentinu. Fyrir hönd VMA þakk- aði Baldvin þá gjöf og óskaði jafnframt nýju sjúkraliðunum velfamaðar í starfí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.