Morgunblaðið - 18.08.1988, Qupperneq 51
MORÖUNÖLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988
51
Regína J. Erick-
son — Minning
Regína Jóhanna Erickson fæddist
í Winnipeg, Kanada, 19. maí 1898
og dó í júní sl. í Minneapolis í Banda-
ríkjunum.
Foreldrar hennar, hjónin Þórður
Helgason frá Brúarfossi í Mýrar-
sýslu og Halldóra Geirsdóttir, fædd-
ust bæði hér á landi, en fluttu vest-
ur á unglingsaldri með íjölskyldum
sínum. Þau hófu búskap árið 1897
í Winnipeg en þegar Regína var
fjögurra ára fluttu þau norður í
Nýja-ísland og kölluðu bæ sinn
Laufás, því að Halldóra var komin
af séra Gunnari Gunnarssyni að
Laufási í Suður-Þingeyjarsýslu. Á
efri árum settust þau Halldóra að
í Vancouver á vesturströnd Kanada
og völdu sér íbúðarhús þar sem
sást bæði til fjalla og sjávar því að
það minnti þau á íslenska staðhætti.
Á íslandsferðum sínum ræktaði
Regína frændskapinn við Laufás
meðal annars með því að vitja stytt-
unnar af Tryggva Gunnarssyni í
alþingishússgarðinum, „heilsa upp á
Tryggva," eins og hún komst að
orði.
Regína giftist liðlega tvítug, árið
1919, William (Eiríki Vilhjálmi)
Erickson, syni íslenskra hjóna í
Svold í N-Dakota, Bandaríkjunum.
Þau William áttu fyrst heima í
Winnipeg en fóru á kreppuárunum
miklu í atvinnuleit til Tvíburaborg-
anna í Minnesota í Bandaríkjunum
og ílentust þar. William gegndi her-
þjónustu í fyrri heimsstyijöldinni en
vann síðan við húsbyggingar og í
byggingarfyrirtækjum, bæði í
Winnipeg og Minneapolis, þangað
til hann varð bráðkvaddur í júlí
1946, tæplega 52 ára. Hann var
ölum sem til þekktu mikill harm-
dauði.
Böm þeirra Regínu em tvö,
Halldóra Guðrún (Dóra), fædd
1920, og Harold Hannes, fæddur
1923. Kona Harolds er af enskum
ættum en Dóra giftist Vilhjálmi
Þórlákssyni Bjamar úr Reykjavík,
síðar bókaverði við Fiske-safnið í
Comell-háskóla í Bandaríkjunum (d.
1983).
Á stríðsámnum 1939-1944 og
síðar fjölgaði mjög þeim sem fóm
héðan til náms í Bandaríkjunum.
Vestur-íslendingar tóku námsfólk-
inu opnum örmum og á heimili
Regínu og Williams í Minneapolis
komu margir þeirra um helgar og
á hátíðum þó að þar byggju aðeins
einn til tveir að staðaldri. Regína
útbjó og bar fram veitingar, oftar
en ekki pönnukökur. Húsbóndinn
fór með hópinn niður í kjallara, spil-
aði á grammófón og stjórnaði dansi.
Húsráðendur gengu ríkt eftir að
gestir sýndu hver öðmm kurteisi
þó að þeir væm ósammála í stjóm-
málum og enginn fékk að vera utan-
veltu eða einmana á þeirra heimili.
Ég kynntist þeim hjónum er ég
kom til Bandaríkjanna árið 1945 til
að læra heimilisfræði við Minne-
sota-háskóla og bjó hjá þeim fyrstu
vikumar. Á þeim tíma vom tvær
aðrar íslenskar stúlkur til húsa hjá
Regínu og William. Dóttirin Dóra
var á fömm til íslands að giftast
unnusta sínum Vilhjálmi, og sonur-
inn Harold var enn í herþjónustu.
Er ég fluttist frá þeim til að búa
nær skólanum var mér sagt að halda
húslyklinum svo að ég þyrfti ekki
að sitja á tröppunum ef ég kærhi
þegar enginn væri heima.
Um þessar mundir vann Regína
við færiband í verksmiðju ásamt
heimilisstörfum og hún saumaði
mikið, bæði á sjálfa sig og fjölskyld-
una.
í Nýja-íslandi hafði hún vanist
algengum sveitastörfum. Hún kunni
að kemba ull og spinna og gera
skyr og slátur. Stundum gaf hún
okkur heita lifrarpylsu í kvöldmat-
inn.
Eftir að hún varð ekkja, rifjaði
hún upp vélritun og skrifstofustörf
sem hún hafði lært í Success Busi-
ness College í Winnepeg og unnið
við á yngri ámm. Hún fékk starf
sem læknaritari í heilsuverndarstöð
ríkisháskólans. Þar líkaði henni
mjög vel og eftirfarandi frásögn í
bréfi frá henni í október 1975 sýnir
að samstarfsfólkinu líkaði við hana.
Hún var komin á eftirlaun en átti
erindi í heilsuvemdarstöðina og var
svo óheppin að detta „kylliflöt á
hart steinstrætið" þegar hún steig
úr úr vagninum. Með hjálp tveggja
vegfarenda komst hún þó á leiðar-
enda „og læknamir vom allir að
stumra yfir mér þangað til ég gat
farið heim.“
Skömmu eftir þetta atvik fór
heilsu hennar að hraka og minnis-
leysi háði henni mjög síðustu árin.
Hún átti íbúð í sama húsi og sonur
hennar og með hjálp fjölskyldu hans
gat hún verið heima hjá sér löngu
eftir að hún varð sjúklingur.
Regína skrifaði nærri stafrétta
íslensku. Bréfin vom þéttskrifuð,
báðum megin á fremur þunnan
pappír.
Hún var meðalmanneskja á vöxt,
kvik og létt í hreyfingum og bar
höfuðið hátt, fríð, brosleit og hlátur-
mild. Hversdagslegir hlutir vom
skemrfitilegir og spennandi í návist
hennar.
Regína kom hingað til lands árin
1949,1968 og síðast á elllefu hundr-
uð ára afmæli íslandsbyggðar,
1974. Þá fór hún, með föðurfólki
sínu á Þingvallahátíðina 28. júlí og
gladdist innilega að sjá Dóm, Vil-
hjálm og börn þeirra þrjú þar sem
þau gengu með Vestur-íslendingum
og landsmönnum fylktu liði inn á
hátíðarsvæðið til að hylla landið og
votta því virðingu. Hún kom aftur
til Reykjavíkur úr þessari ferð um
lágnættið, örþreytt en geislandi af
fögnuði og sagði við mig: „Þetta
var himneskur dagur. Ég vildi að
þú hefðir verið með mér.“
Regínu þótti vænt um Kanada
og hélt reglulegu bréfa- og síma-
sambandi við frændur og vini þar
og skiptist á heimsóknum við þá.
Hún var líka dyggur bandarískur
þegn og tók nærri sér þegar banda-
rískum stjómvöldum var hallmælt á
alþjóðavettvangi. Hún ásakaði sjálfa
sig sem hluta af hvíta meirihlutan-
um þegar árekstrar urðu milli hvítra
og svartra í heimalandi hennar. Þá •
hafði hún sterkar taugar til „gamla
landsins“ og lagði sig fram um að
efla tengsl Islendinga austan hafs
og vestan.
Allir sem áttu hana að vini geta
yljað sér við minningar um góða og
skemmtilega konu. Uppáhaldssagan
hennar Regínu var af tveim náms-
mönnum nýkomnum að heiman.
Þeir spurðu hana hvar húsbóndinn
væri. „Hann fór á show,“ (kvik-
myndasýningu) svaraði Regína. „Á
sjó?“ segja þeir báðir mjög undrandi
á svip. I sömu andrá verður þeim
öllum ljós misskilningurinn. Þá var
hlegið dátt og alltaf síðan þegar
atvikið var rifjað upp.
Megi gæfa fylgja afkomendum
Regínu.
Anna Gísladóttir
Egill Sigurðsson,
Alafossi — Minning
Fæddur 30. október 1904
Dáinn 9. ágúst 1988
Lækkar lífdaga sól, löng er orðin mín ferð,
fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þeim frið, gleddu og bless-
aðu þá
sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Egill Sigurðsson fæddist að Arn-
arstöðum í Helgafellssveit þann 30.
október 1904. Að Álafossi í Mos-
fellssveit kom hann 1. október
1928, þá tæplega 24 ára gamall.
Þar vann hann óslitið allan sinn
starfsaldur eða í tæp 55 ár, nær
alltaf sem kembimaður, nema
síðustu árin var hann í léttri vinnu
á pijónastofunni. Mun fátítt ef ekki
einsdæmi að maður vinni jafnlengi
hjá sama fyrirtæki. Trúmennska
hans og húsbóndahollusta var ein-
stök.
Egill lenti í alvarlegu bílslysi á
leið sinni í vinnu í apríl 1983. Datt
víst fáum í hug að hann ætti aftur-
kvæmt eftir það. En með fádæma
hörku tókst honum að koma sér á
fætuma á nýjan leik, sem má telj-
ast kraftaverk. Hann fékk sér meira
að segja nýjan bíl, og keyrði í heim-
sóknir til kunningjanna þó á tveim
hækjum væri. En heilsunni hrakaði
smátt og smátt, enda aldurinn orð-
inn hár. Á dvalarheimili aldraðra á
Hlaðhömrum, þar sem hann bjó
seinustu árin, naut hann góðrar
aðstoðar, sem gerði honum kleift
að vera heima þar til í maí sl. að
hann varð að leggjast inn á sjúkra-
hús, og þar lést hann 9, ágúst sl.
Til síðasta dags var Egill andlega
hress. Hann var hafsjór af fróðleik
frá gamalli tíð, og víðlesinn. Oft
var gaman að spjalla við hann um
liðna tíma. Sérstaklega varð honum
tíðrætt um gömlu góðu dagana á
Álafossi, þegar allur bragur var þar
eins og á stóru heimili undir stjórn
Siguijóns Péturssonar og Sigur-
bjargar konu hans. Ekki var hann
sáttur við allar þær breytingar, sem
orðið höfðu á starfseminni seinustu
árin, og taldi gamlar dyggðir eins
og sparsemi og nýtni ekki lengur í
hávegum hafðar.
Egill var prýðilega hagmæltur,
og hafði yndi af vel kveðnum vísum.
Leirburður og nútíma „atóm“skáld-
skapur átti ekki upp á pallborðið
hjá honum. Hann var líka mikill
bridsspilari, en ekki þótti heiglum
hent að spila svo að honum líkaði.
Egill kvæntist ekki né eignaðist
böm. í gegn um tíðina eignaðist
hann marga góða vini meðal sam-
starfsfólksins á Álafossi. Að öllum
öðrum ólöstuðum má segja að Bene-
dikt ívarsson, sem allir þekkja sem
Bent, hafi reynst honum sem besti
sonur. Egill talaði oft um það, og
var honum innilega þakklátur.
Og nú er komið að kveðjustund.
Við fylgjum honum síðasta spölinn
vestur á bemskuslóðirnar, þar sem
hann verður lagður til hinstu
hvíldar, og þökkum honum sam-
fylgdina. Bræðmm hans og öðrum
vandamönnum flytjum við samúð-
arkveðjur.
Hulda og Dísa
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Fyrsta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 30. ágúst nk.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka lestrarhraða sinn, hvort
heldurervið lesturfagurbókmennta eða námsbóka.
Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali
lestrarhraða sinn í öllu lesefni.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓUNN
UMBERTO GINOCCHIETTI
Tískusýning
í Blómasal á morgun
á íslenskum fatnaði.
Módelsamtökin sýna ullarlinuna '88 i hádeginu alla föstu-
daga frá Rammagerðinni, Hildu, Fínull, Álafossi
ásamt skartgripum frá
Jens Guðjónssyni gullsmiö.
Vikingaskipiö er hlaöið islenskum úrvalsréttum
alla daga ársins.
Sjávarréttahlaðborö á aðeins 995 kr.
Borðapantanir í síma 22321.
HÚTEL
LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
eioissl