Morgunblaðið - 18.08.1988, Qupperneq 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988
Embættinu hefur ekki enn
borist skattaframtal yðar
fyrir árið 1987 ...
Stundum segi ég við sjálfa
mig: Ég Vildi að hann sýndi
meiri ábyrgð.
HÖGNI HREKKVÍSI
„és HEÍ.P AO tíáPSé,.E''yFIR HM.C’Í
Er ekki dyggð að spara?
Nýlega birtist í Velvakanda bréf,
þar sem segir frá manni, sem tók
fyrir fjórum árum lán að upphæð
1,5 milljón króna í formi skulda-
bréfa. Nú séu eftirstöðvar þess 2,4
milljónir, þótt afborganir hafi alltaf
verið greiddar.
Nú veit ég ekki til hvers lánið
var tekið, en hafi það farið til kaupa
á húseign hefur hún væntanlega
hækkað um dtjúgan skilding í krón-
um talið, en hafí það farið í atvinnu-
rekstur, sem einhver glóra var að
leggja út í, hefur hann væntanlega
skilað einhverjum arði. Tölur, sem
eru þannig settar fram, segja oft
harla lítið, — að minnsta kosti ekki
alla söguna.
En nú ætla ég að segja aðra
sögu. Ég vildi sýna fyrirhyggju og
hafði fyrir allmörg^um árum nurlað
saman nokkru fé (líklega samsvar-
andi 1,5 milljón á verðgildi ársins
1984). Síðan æxlaðist það svo, að
ég lánaði manni þessa peninga,
gegn greiðslu í skuldabréfí (óverð-
tryggðu, annað þekktist ekki þá).
Bréfíð skyldi greiðast á 10 árum.
En skjótt skipast veður í lofti. Verð-
bólgan tók á skrið. Sá sem lánið
fékk átti hús sitt skuldlaust eftir
árin 10, en afborganimar og vext-
imir, sem ég fékk hefðu ekki gert
meira en að duga fyrir útidyrahurð-
inni.
Ég gafst þó_ekki upp og reyndi
enn, þegar sparifé var orðið verð-
tryggt, að öngla einhveiju saman
til elliáranna. Nú skilst mér, að
hörð hríð sé gerð að þessari inneign
minni. Verðtrygginguna eigi að af-
nema og leggja skatta á vextina,
þótt ég hafí þegar greitt að fullu
tekjuskatt af þeim auram, sem í
bankann fóm.
Ég er nú orðinn of gamall til að
standa í einhveijum stórræðum til
þess að vernda þennan „ellilífeyri"
minn og geri því eins ráð fyrir því,
að ég verði sviptur honum öðm
sinni, ef skuldakóngamir ná sínu
fram. En ekki kæmi mér óvart þó
aðrir, sem em meiri bógar en ég,
reyndu að krafsa í bakkann, tækju
peninga úr banka og seldu skulda-
bréfín og festu allt í steinsteypu.
Gmnar mig að þá gæti svo farið,
að enginn þyrfti að rífast um láns-
fé, — það væri einfaldlega ekki til.
Nei, hér er aðeins eitt ráð sem
dugir, og það er að verðbólgunni
verði náð niður. Verðbólgan er sá
draugur, sem veldur öllu þessu
„misgengi", sem talað er um. Hana
þurfum við að losna við númer eitt,
tvö og þijú, — ásamt því að auka
ekki erlendar skuldir, heldur leggja
kapp á að grynnka á þeim.
Ég held að þetta sé almennt við-
urkennt og þeir stjómmálamenn,
sem ekki hafa þor til að ráðast
gegn þessum meinum, vegna há-
værra radda sérhagsmunapotara,
ættu að sjá sóma sinn í því að fá
sér aðra vinnu. Alþingismenn em
kosnir til að stjóma og það eiga
þeir að gera, láta samviskuna ráða
og standa og falla með gerðum
sínum.
Skattborgari.
Að hagræða hlutunum
Þetta er eitt af slagorðum stjórn-
málamannanna. Og svo að tala um
að þjóðin verði að spara, og eiga
þeir þá við alia aðra en sjálfa sig.
Ennþá eitt er, að spara verði í ríkis-
geiranum og um leið fara öll ráðu-
neytin 100% fram úr áætlun. Er-
lendum lántökum á að fækka, og
stilla á „ferðamannastraumnum" á
vegum ríkissjóðs í hóf.
En hvaða hóf það er skilur eng-
inn. Það er talað um hóf á hlutunum
en áttavitinn segir allt annað. Menn
eiga að kunna sér hóf í drykkju,
þ.e. allir nema þeir sem kunna ekki
með áfengi að fara. Ríkið þarf að
græða á brennivínssölunni, og því
er hamast við að setja upp
brennivínsútsölur og veita vínveit-
ingaleyfi út um allar trissur. Þetta
er það sem á valdsmannavísu er
kallað að hafa hóf á hlutunum.
Gróði ríkisins af áfengissölunni
birtist glögglega í starfsemi sjúkra-
húsa, sem fara fram úr öllum fjár-
lögum og lögum, í fjölgandi af-
vötnunarstofnunum og lögregluliði,
sem á að passa hóflegheitiná hlut-
unum. Svo verða viðskiptin liðugri
og hagstæðari ef tappinn er tekinn
úr flöskunni, og á því getur ríkið
grætt með íjölgandi gjaldþrotum
og öðru slíku hóflegu.
Og það má ekki gleyma því, að
fjölgun bifreiða er nauðsyn, því það
þykir ekkert tiltökumál þótt klessu-
keyrðum bifreiðum fari fjölgandi
og þá þarf að bæta við í þeirra stað.
Á þessu græða svo bifreiðaumboðin
og fólkið í umferðinni. Þetta er
mjög einfalt, og alltaf vex
brennivínsgróðinn og ríkið græðir
á því að veita áfengi í veislum. Bind-
indi og bönn eru bara tímaskekkja.
Kristindómur og trú yfírleitt er
nútímamanninum að litlu gagni og
hana þarf að athuga með breyttum
tíma til hagræðis í veraldarvolkinu.
Þetta hlýtur hver og ■ einn að
skilja og eitt er víst, að breytingam-
ar em miklar frá því maður var
bam. Nú er það Bakkus konungur
sem ræður ferðinni í heiminum og
honum lúta bæði háir og lágir og
láta hann píska sig áfram. „Já, það
er nú meiri breytingin," sagði bles:
suð konan við mig á dögunum. „í
ungdæmi mínu var talað um
brennivínsberserki og vom þeir ekki
margir, en fór mikið fyrir þeim. í
dag er talað um áfengissjúklinga,
ja, öllu fer aftur.“
Árni Helgason.
Víkyerji skrifar
Mikið er rætt um efnahagsmál
um þessar mundir og þá með-
al annars hvernig afla skuli ríkis-
sjóði tekna. Skattheimta er vinsæl
leið til þess, en stundum innheimt-
ist skatturinn illa. Eftir að stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp,
hefur borið á því að samfara stað-
greiðslu, reynist mörgum erfítt að
greiða vangoldna skatta. Sú hug-
mynd hefur komið fram, að ríkis-
sjóður falli frá töku dráttarvaxta,
allt að milljarði króna, í þeirri von
að skuldirnar innheimtist betur með
því móti. Hvort af þessu verður eða
ekki, er óljóst. Hugsanlega getur
þessi aðferð borgað sig fyrir ríkis-
sjóð, en að mati Víkveija, sem eins
og líklega flestir skattgreiðendur,
hefur greitt skatta sína skilvíslega,
felur þessi hugmynd ekkert annað
í sér en stórlega mismunun skatt-
greiðenda. Það getur ekkert rétt-
lætt það, að þeir, sem ekki greiði
skatta sína á tilskildum tíma, eigi
að fá einhveija niðurfellingu á upp-
söfnuðum kostnaði og um leið raun-
lækkun skattanna. Liggi ríkissjóði
mjög á því að fá skatta greidda,
hlýtur það að vera réttmætari að-
ferð að gefa staðgreiðsluafslátt. Sú
aðferð hefur gengið of lengi, að
þeir, sem ekki geta staðið í skilum,
einhverra hluta vegna, njóti fyrir
vikið betri kjara en þeir, sem borga
skuldir sínar á réttum tíma.
XXX
Alltaf dettur mönnum eitthvað
í hug. Ný bylgja gengur um
þessar mundir yfir Bandaríkin, en
það er sala segulbandsspóla með
ýmsum skáldverkum á. Eru þær
einkum notaðar í bílum þar vestra,
en líklega eyðir engin þjóð jafn-
miklum tíma í akstur og þarlendir.
í grein í nýútkomnu.. Urvali segir
frá þessu og ánægju ýmissa við-
mælenda greinarhöfundar. Sagt er
frá því að hægt sé að fá mikinn
fjölda bókmenntaverka með þessum
hætti, bæði klassískra svo men
Moby Dick Hemians Melville og
léttmetis. Hér á landi hefur efni sem
þetta ekki verið áberandi. Spólur
eru að sjálfsgöðu til með bamaefni
og ýmsum náttúrulýsingum, en tón-
listarspólurnar hafa vissulega vinn-
inginn hér, eins og víðast annars
staðar. Víkveija líst vel á þessa
hugmynd að vestan og finnst hún
miklu fysilegri kostur til afþreying-
ar í akstri en tónlistin, sem oft á
tíðum virðist þurfa að spila svo
hátt venjulegu fólki ofbýður. Það
hlýtur að vera mikill munur á því
að aka eftir Fljótshlíðinni og hlusta
á einhvem af hinum ágætu leikur-
um okkar lesa kafla úr Njálu eða
hlusta á þungarokk.
XXX
Annað slagið berast okkur frétt-
ir af því að ákveðnir hópar,
sem kenna sig við dýravemd, bijót-
ist inn á tilraunastofur lækna og
hleypi þaðan út dýrum, sem notuð
em við ýmsar læknisfræðilegar
rannsóknir. Þetta fólk telur tilraun-
imar misþyrmingu á dýmnum og
notkun þeirra ónauðsynlega. Lækn-
ar em yfírleitt á annarri skoðun og
segja að tilraunir, sem gerðar hafí
verið á dýmm, hafí tvímælalaust
orðið til þess að bjarga fjölda
mannslífa og flýta fyrir þróun
ýmissa rannsókna og lyfjafram-
leiðslu. Líklegast þykir Víkveija að
læknamir séu ekki haldnir sérstök-
um kvalalosta og noti dýrin til að
fá honum svalað, heldur séu þeir
ekki aðeins dýravinir, heldur einnig
mannvinir og geri sitt bezta til að
hlú að mannfólkinu. Öfgar, á hveiju
sem þær byggjast, þjóna engum
tilgangi öðmm en varpa rýrð á
það, sem byggt er upp af kost-
gæfni og verður ekki haggað með
haldbæmm rökum. Við hljótum að
trúa því að hámenntaðir vísinda-
menn viti hvað þeir em að gera,
metum framlag þeirra til læknis-
fræðinnar um leið og við höfnum
öfgunum.
XXX
ann 11. september næstkom-
andi verður hlaupið í þágu
bama um allan heim. íslendingar
taka þátt í hlaupinu og leggja þann-
ig sitt að mörkum til að gera bág-
stöddum börnum víða um heim til-
verana léttbærari en ella. Framtak
þetta er til fyrirmyndar og aðferðin
táknræn, því skokkið er ein af þeim
leiðum, sem velmegunarþjóðimar
nota gjaman til að losa sig við auka-
kílóin. Um leið og við erum minnt
á líkamlegt ástand okkar, leggjum
við þeim, sem era vannærð og heim-
ilislaus, lið. Sjálfra sín vegna og
annarra hefðu því æði margir
ástæðu til að taka þátt í heims-
hlaupinu 1988.