Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 64
upplýsingar
^ um vörur og
þjónustu.
V .. Y'
Sl
urn
HRESSANDI.
FRÍSKA BRACÐ
FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1988
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
Morgunblaðið/Einar Falur
LOKASNYRTING FYRIR HA TIÐIVIÐEY
Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í óða önn að leggja lokahönd á
framkvæmdir í Viðey og snyrta til, er ljósmyndara Morgunblaðsins
bar að garði í gær. Viðgerðir hafa staðið yfir frá því ríkisstjórn ís-
lands gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu, Viðeyjarkirkju og það land
sem byggingunum fylgdi á 200 ára afmæli hennar. í dag, á 202 ára
afmæli borgarinnar, verður haldin sérstök opnunarhátíð í Viðey. Hefst
hún í kirkjunni með því að biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson,
leggur blessun sína yfir viðgerðimar. Séra Þórir Stephensen, staðar-
haldari í Viðey, prédikar. Síðan verður opnunarhátíð Viðeyjarstofu þar
sem m.a. verður ljóðalestur og flutt stutt ávörp.
Sjá forystugrein á miðopnu
Landsbankinn ákveður að
minnka útlán á næstunni
STJÓRN Landsbankans hefur
ákveðið að draga úr útlánum eins
og unnt er, en þó þannig að áfram
verði veitt reglubundin afurða-
og rekstrarlán til fyrirtækja í öll-
Krafla:
Hálfnað að
bora holu 24
VINNA við borun holu númer
24 við Kröflu gengur vel.
Verkið er nú um það bil hálfn-
að og er áætlað að því ljúki
um næstu mánaðamót. Virkj-
unin verður gangsett fyrir
helgina, en hún hefur ekki
verið í gangi i sumar.
Hafíst var handa við að bora
holu 24 þann 4. ágúst og hefur
nú verið borað niður á 400 metra
dýpi. Búið er að fóðra holuna
og er hún nú tilbúin fyrir áfram-
haldandi borun. Hinrik Ami
Bóasson stöðvarstjóri í Kröflu-
virkjun segir, að næsti áfangi
holunnar verði svokölluð
vinnsluhola. Borað verður niður
á 1.000 til 1.200 metra dýpi.
Þessi hola er boruð til að afla
lágþiýstrar gufu, sem farið var
að skorta.
um atvinnugreinum, svo og lán
til einstaklinga eftir reglum bank-
ans þar að lútandi. ÖHum útibús-
stjórum bankans hefur verið til-
kynnt þessi stefna með bréfi og
þeir jafnframt boðaðir til fundar
með bankastjórninni í Reykjavík
föstudaginn 26. ágúst næstkom-
andi.
Að sögn Björgvins Vilmundarson-
ar bankastjóra er um að ræða tíma-
bundnar ráðstafanir, sem rekja má
til slæmrar lausafjárstöðu bankans.
„Við köllum saman okkar útibús-
stjóra til fundar til að ræða þessi
mál frekar og til að kanna með hvaða
ráðum er hægt að bæta lausaíjár-
stöðu bankans,“ sagði hann.
Lausafjárstaða bankans er svo slæm
sem raun ber vitni þar sem innlán
hafa aukist mun minna á þessu ári
en áætlað var. Björgvin sagði að
Ásókn út-
lendinga
í störf hér
UM 1000 atvinnuleyfi hafa verið
gefin út sjö fyrstu mánuði ársins
til útlendinga, en undanfarin ár
hafa að meðaltali verið veitt um
1200 leyfi á ári og hefur sú tala
verið nokkuð stöðug undafarin
ár, að sögn Óskars Hallgrímsson-
ar hjá Félagsmálaráðuneytinu.
Er hér þvi um umtalsverða aukn-
ingu að ræða á atvinnuleyfum til
útlendinga.
Framlengingar á leyfum eru inni
í þessum tölum, en þess ber að geta
að Norðurlandabúar þurfa ekki at-
vinnuleyfí hér á landi. Óskar bjóst
við að framlengingar á atvinnuleyf-
um vegi nokkuð þungt í þessum
tölum. Félagsmálaráðuneytið veitir
atvinnuleyfí lengst til eins árs.
Jóhann Jóhannsson hjá Utlend-
ingaeftirlitinu sagði að ásókn útlend-
inga í störf hérlendis ákvarðaðist
fyrst og fremst af ástandinu á vinnu-
markaðinum. Þegar mikil atvinna
er hér er mikil ásókn í störf, en
minni þegar atvinnuleysis gætir.
Breskir ríkisborgarar eru flestir
erlendra starfsmanna á íslandi, þá
koma Þjóðveijar og Bandaríkja-
menn. Einnig er hér margt um Astr-
alíubúa og Ný-Sjálendinga í fisk-
vinnslustörfum og við Blönduvirkjun
vinna 35 Júgóslavar.
þessi samdráttur í útlánum muni
ekki skaða þau fyrirtæki sem eru í
viðskiptum við bankann, þau fái eft-
ir sem áður sín reglubundnu rekstr-
arlán og eigi það jafnt við um fyrir-
tæki í öllum atvinnugreinum. „Þetta
er ekki mikil breyting frá því sem
verið hefur en við höfum ákveðið
að stíga aðeins á bremsuna og sjá
hvort ekki rætist úr hjá okkur,"
sagði Björgvin Vilmundarson.
Jafn mörg
gjaldþrot
nú og allt
síðasta ár
BEIÐNIR um gjaldþrotaskiptí
eru jafn margar það sem af
er þessu ári og allt árið í fyrra.
Fjöldi gjaldþrota hefur meira
en þrefaldast á fjórum árum,
frá 1983 til 1987. Þetta kom
fram í máli Ragnars Hall skipt-
aráðanda, á fjölsóttum morg-
unverðarfundi Verslunarráðs
íslands á Hótel Sögu í gær.
Ragnar kvaðst telja að ger-
breyta þyrfti ákvæðum laga um
greiðslustöðvun, ef hún ætti að
bera tilætlaðan árangur. Auka
þyrfti möguleika lánardrottna á
að hafa áhrif á hvort greiðslu-
stöðvun væri veitt og hvemig
staðið yrði að málum skuldarans.
Sjá nánar bls. B1 og B2.
Ráðgjafanefnd ríkisstj órnarinnar sammála um hliðarráðstafanir:
Hugmyndir um hækkun
vaxta á húsnæðislánum
SAMSTAÐA er í ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar um tillögur að hlið-
arráðstöfunum með væntanlegum efnahagsaðgerðum, að sögn Einars
Odds Kristjánssonar, formanns nefndarinnar. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru þar á meðal tillögur um hækkun húsnæðislána-
vaxta til samræmis við markaðsvexti, hallalausan rekstur ríkissjóðs,
stöðvun uýrra erlendra lántaka, og takmörkun á lánsheimildum fjár-
festingarlánasjóða atvinnuveganna.
„Nefndin er sammála um að grípa
þurfí til aðgerða í peningamálum,
sem eru til mikilla muna róttækari
en tíðkast hafa áður,“ sagði Einar
Oddur. „Þetta eru samdráttarað-
gerðir, sem eiga við allt efnahagslíf-
ið, jafnt ríkisfjármálin sem atvinn-
ulífíð sjálft og ekkert er undanskil-
ið,“ sagði hann. Nefndi hann niður-
skurð á heimildum til erlendra lán-
taka og aðhald í útgjöldum ríkis-
sjóðs.
Einar Oddur var spurður hvort
ætlunin væri að leggja til hækkun
húsnæðislánavaxta vegna þenslu-
áhrifa þess að stór hluti fjár lífeyris-
sjóðanna er lagður í húsnæðiskerfið
á niðurgreiddum vöxtum og hækkar
þannig annan fjármagnskostnað.
„Það deilir enginn um það, það eru
bara staðreyndir sem liggja á borð-
inu,“ sagði hann.
Nefndarformaðurinn sagði að í
dag væri vonast til þess að ljúka
þeim þætti nefndarstarfsins, sem
sneri að tillögum um aðgerðir til að
bæta eiginfjárstöðu fyrirtækja. „Við
reiknum með að skila tillögum okkar
í einu lagi um næstu helgi," sagði
hann.
Sjá Af innlendum vettvangi
á blaðsíðu 27