Morgunblaðið - 16.10.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 16.10.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐE), SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER' 1988 B 7 Þær lögðu lyklqu á leið sína og stönsuðu á gamalkunnu veitinga- húsi úti á landi. Þar beið þeirra matur sem þeim þótti harla fagur á diskunum en skammtamir fjarskalega smáir. Þær höfðu ekki uppburði í sér til að biðja um meira og var ekki boðið uppá það. Hins vegar tóku þær ljósmyndir af litlu skömmtunum og höfðu á orði að bagalegt væri að þær hefðu gleymt að taka með sér stækkunarglerin sin. Kvenfélag í annarri sveit lagði einnig land undir hjól pg brá sér á suðurslóðir. Stjóm kvenfélagsins hafði pantað mat fyrir hópinn á ákveðnu veitingahúsi. En veður var slæmt og færð léleg svo bflnum seinkaði. Konumar fóm alls staðar sem unnt var út til þess að hringja og láta vita af seinkuninni en náðu aldrei sambandi því álagið á síman- um hjá veitingahúsinu virtist vera mikið. Loks komu þær á áfangastað og gerðu vart við sig. Þá snéri starfsfólkið uppá sig og sagði að þeim hefði seinkað um heila klukku- stund og því hefði mat þeirra verið fleygt en þær þyrftu að borga hann eigi að síður. Konumar vom alls ófúsar að borga og sögðust marg- oft hafa reynt að hringja en allt kom fyrir ekki. Lyktir urðu þær að konumar óku banhungraðar á braut og keyptu sér mat á öðram stað. Af tileftium sem þessum snéri gár- ungi einn sunnanlands gömlum húsgangi: Togarinn er róinn langt út á sjóinn að sækja okkur fískinn sera kemur ekki á diskinn, rafabelti og höfuðkinn, þetta gefur guð minn verðbólgunni í skoltinn sinn. Með tilliti til alls þessa væri kannski ekki úr vegi að láta fylgja hér með nokkuð stytta lýsingu á miðdegisverðarboði sem Henry nokkur Holland sat hjá Ólafí Steph- ensen stiftamtmanni í Viðey árið 1810. „Fyrst var borin fram stór skál með sagósúpu og var okkur veitt ríkulega af henni. Því næst var hryggjarsteik á borð borin, en henni fylgdi sykmð eggjakaka. Að loknum þeim rétti hófst mikilvæg athöfn. Inn var borinn silfurbikar mikill, skreyttur allt um kring með smá silfurskjöldum, en á skildina vom letmð nöfn stiftamtmanns, konu hans og allra bama þeirra." Úr þessum bikar barmafullum urðu Holland og félagi hans að drekka og aðrir þeir sem við borðið sátu og ef einhver frávik urðu var hegn- ingin sú að hinn brotlegi varð að drekka aukabikar og skemmti þá húsráðandi sér vel. „Að lokinni þessari drykkju vora borin inn tvö föt með kökum úr sagóhlaupi, sem beinlínis syntu í ijóma." Sfðan var dreypt á víni og eftir það gengu menn út til að skoða kýr stiftamt- manns og útihús hans. Þegar inn var komið á ný var borið fram- kaffí. „Nú hugðum við að lokið væri áti og drykkju. En okkur til undranar og skelfíngar var þá bór- in inn skál ein mikil full af heitu púnsi. Var okkur ekki sleppt fyrr en hún var tæmd til hinsta dropa," segir Holland að lokum. Með því að birta þennan útdrátt úr bók Hollands er ég ekki að ætl- ast til að íslenskir gestgjafar og veitingamenn fari beinlínis að for- dæmi Stephensens stiftamtmanns hvað snertir viðurgjöming gesta. Hins vegar má kannski eitthvað á milli vera, ofgnótt eða „skreytt níska" eins og konan frá Þýska- landi kallaði það. Erlendis er það til að nánasarlegar veitingar séu bomar fram á fínum veitingahús- um. En þá er oftast ekki síður ver- ið að selja fólki eindæma glæsilegt umhverfí og það að vera samvistum við allskyns stertimenni t.d. úr kvik- myndaheiminum. Slíku er ekki til að dreifa hér í sama mæli. Þó menn vilji kannski gjaman vera grannir og „lekkerir" þá vilja flestir ugg- laust heldur halda í við sig heima en svelta sig á veitingahúsum fýrir háar fjárhæðir. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir 50 nemendur í Tónlistarskóla Dalasýslu Búðardal. KENNSLA hófet í Tóniistarskóla Dalasýslu 1. október. Nemendur verða í kringum 50 og kennt verður á þremur stöðum S sýsl- unni eins og undanfarin ár, í Saurbæjarhreppi, Laugarskóla og í Búðardal. Kennarar verða þeir sömu og unnið hafa við skólann sl. tvö ár. Auk skólastjóra, Kjartans Eggerts- sonar, eru þar Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Halldór Þórðarson. Nú hefur Tónlistarskólinn fengið rýmra og betra húsnæði í Dalabúð svo aðstaða öll hefur batnað og má segja að hún sé viðunanleg en það má geta þess að kennaralið skólans er nægjusamt og gerir fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Kristjana HÖRPUDISKAR 4 STK. kr. 352,- STÁLPOTTAR frá kr. 1.257,- ÁHALDASETT FYRIR ÖRBYLGJUOFNA BÖKUNARFORM frá kr. 66,- SKURÐARBRETTI frá kr. 400,- kr. 357,- SALATÁHÖLD kr. 146,- BRAUÐKÖRFUR frá kr. 70,- HRAÐSUÐUPOTTUR FYRIR ÖRBYLGJUOFNA kr. 612,- HNÍFAPÖR FYRIR 4 kr. 2.005,- ELDFÖST FORM frá kr. 559,- KRAUMÍSVÉL kr. 2.512,- kr. 2.125,- HÚSA SMIÐJAN SKÚTUVOG116 SÍMI 6877 00 (>sU4?SIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.