Morgunblaðið - 16.10.1988, Page 16

Morgunblaðið - 16.10.1988, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 Þorbjörg Daníelsdóttir Lútersk hjónahelgi Nafnið „hjónahelgi" vísar ann ars vegar til námskeiðs fyrir hjón sem stendur yfír eina helgi, frá föstudagskvöldi til sunnudags- kvölds, og hinsvegar vísar það til helgi hjónabandsins, þess að hjóna- bandið er helg stofnun. Námskeiðið er ætlað hjónum sem vilja styrkja samband sitt, gera það nánara og kærleiksríkara. í þægilegu umhverfí, fjarri heim- ili og skyldustörfum, er hjónum gefinn kostur á að íhuga afstöðu sína til sjálfs sín, til makans og til Guðs. Með aðstoð leiðbeinanda og skipulega uppbyggðs prógramms er þátttakendum hjálpað til að end- urmeta þessa þætti lífs síns og skoða þá út frá nýjum sjónarhom- um. Það eru engin aldurstakmörk. Á hjónahelgi hafa verið nýgift hjón, hjón sem hafa verið gift í meira en 50 ár og allt þar á milli. Nám- skeiðinu er ekki ætlað að vera meðferðarprógram eða úrlausn djúpstæðra vandamáta. Það er ætl- að hjónum sem vilja læra enn frek- ar að leggja rækt við ást sína og samband sitt við makann. Saga og útbreiðsla samtakanna Lútersk hjónahelgi er íslenska heitið yfír það sem á ensku er kall- að Lutheran Marriage Encount- er. Samtökin eiga uppruna sinn á Spáni um miðjan 6. áratuginn og undir leiðsögn sr. Gabriels Calvos var fyrsta Marriage Encounter námskeiðið haldið, þá fyrir kaþólsk hjón. Síðan hafa yfír 2 milljónir hjóna um allan heim tekið þátt í slíku námskeiði. Árið 1975 var fyrsta námskeiðið haldið fyrir lút- ersk hjón í Ameríku og þaðan barst hreyfingin hingað og 1985 var fyrsta hjónahelgin haldin hér á landi. Frá og með því hafa verið haldin átta lútersk námskeið og stendur það níunda yfír einmitt þessa helgi. Ennfremur hafa verið haldin þrjú kaþólsk námskeið. Þijátíu hjón rúmast á hverri helgi og er Iangur biðlisti fyrir hveija. Tengihjón eru Guðný Hallgríms- dóttir og Bjöm Haraldsson, Borg- arhrauni 20, Grindavík og sími þeirra er 92-68341 og gefa þau upplýsingar varðandi námskeið og skráningu. Fundum gleði og hamingju sem við vorum löngu búin að tína Guðrún Eyjólfsdóttir og Þór- ólfúr Meyvantsson höfðu verið gift í 38 ár þegar þau fóru á sína hjónahelgi fyrir réttu ári. „Við fórum af því að sonur okk- ar og hans kona voru búin að vera á hjónahelgi og það var svo augljós breyting á þeim, þau báru hana bókstaflega utan á sér.“ Það er Guðrún sem hefur orðið. „Eftir svona langt hjónaband, þar sem kannske hefur gengið á ýmsu, er hætt við að sambandið byggist orð- ið mest á vana. Við vorum vaxin hvort frá öðru og vorum búin að tína þeim tilfinningum sem í upp- hafí tengdu okkur saman. Á hjóna- helginni týndum við saman brot af þessum gömlu tilfinningum. Við lærðum að nálgast hvort annað að nýju. Við urðum skotin og næm hvort fyrir öðru. Okkur tókst að tala um hluti sem við höfðum í mörg ár ekki getað talað um án þess að lenda í orðasennu. Við fundum gleði og hamingju sem við vorum löngu búin að tína. Við fórum ekki á hjónahelgina með það í huga að leysa öll okkar vandamál, en prógrammið og leið- beinendumir hjálpuðu til við að ná fram því besta sem í okkur bjó og gera okkur opin fyrir góðum áhrif- um. Það sem mig undraði mest var að við skyldum ennþá eiga þessar góðu tilfinningar innifyrir og að það skyldi vera hægt að fá þær fram. Eg hélt að ég ætti ekki eftir að vera fær um að sýna svona mikla hlýju eins og ég hef getað síðan við vorum á helginni." Það var svo yndislegt að fínna bréf á koddanum Þórólfúr: „Við skrifuðumst lengi vel á eftir helgina og sögðum hvort öðru það sem okkur bjó í bijósti, meira en við hefðum kannski getað sagt í töluðum orð- um. Eg vinn vaktavinnu, og það Sunnudagur: Mánudagnr: Þriðjudagur: Miðvikudagur: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur: 20. sunnudagur e. trín. Matt. 21,33—44. Róm. 16,1—27. Verið vitrir í því sem gott er. Sálm. 79. Hjálpaþú oss, Guð hjálpræðis vors. Sálm 80. Guð, snú oss til þín aftur. Sálm. 81. Opna munn þinn, að ég megi fylla hann Sálm. 82. Rís upp, ó Guð, dæm þú jörðina. Sálm 83. Lát þá komast að raun um, að þú einn ert Drottinn. var svo yndislegt að fínna bréf á koddanum þegar ég kom heim af næturvöktum. Ég lagði svo mitt bréf á koddann hjá konunni, sem hún las þegar hún vaknaði." Guðrún: „Við höfum átt yndislegar stundir, eins og þessa góðu morgna, þegar við vorum ein og gátum talað saman og nýtt pró- grammið svo vel. Það sem ekki síst gefur okkur hamingju núna, er að sjá gleðina í andlitum bam- anna okkar yfír því hvað við erum ánægð hvort með annað og eigum auðvelt með að láta það í ljós. Nú njóta þau þess að koma og vera með okkur, því þau vita að þau hitta aldrei illa á. Við eigum 5 böm og 9 bamaböm og þeim þyk- ir svo gaman og gott að koma sam- an, enda er oft létt og skemmtilegt hjá okkur um helgar. Umbreytingin er svo mikil að það yljar okkur ósegjanlega." Mikilvægl hvað allt var óvænt Þórólfúr: „Það sem ég held að hafi skipt mjög miklu máli fyrir okkur á hjónahelginni, var hvað allt var óvænt. Ef við hefðum vitað fyrirfram í hvetju prógrammið fólst, þá er hætt við að við hefðum sitt í hvom lagi verið búin að plana hvemig við ættum að bregðast við og kannske verið búin að byggja upp einhvem vamarvegg. En af því að allt var svo óvænt og sam- viskusemin var svo mikil, gerðum við allt sem okkur var sagt að gera og bókstaflega opnuðum hjörtu okkar fyrir öllu saman. Þetta var eins og opinberun fyrir manni.“ Guðrún: „Ég var jákvæð þegar ég fór, en hafði tekið þá afstöðu að þetta myndi verða sá vendi- punktur sem gerði út um það, hvort síðari hluti æfí okkar og hjóna- bands yrði góður eða ekki. I dag þykir mér óskaplega gaman að lifa og ég veit að við eigum eftir að eiga dýrmæta tíma saman.“ Hélt ég þyrfti að standast eitthvert krossapróf Hjördís Birgisdóttir og sr. Guðmundur Karl Ágústsson eru þriðju prestshjónin sem verða virk innan samtakanna. Þau fóru á sina hjónahelgi í mars siðastliðið vor og höfðu þá verið gift í 11 ár. Þau eiga þijú börn. Ég spurði sr. Guðmund Karl hvort hann héldi að prestar hefðu einhverjar efasemdir gagnvart þessum samtökum, þótt þeir vissu að þau væru byggð á kristilegum grunni. „Já, ég er ekki frá því, prestum fínnst þeir eigi að vita svo mikið um svona mál. Það er hluti af þeirra starfi að fást við hjónabands- vandamál. Þeir þurfa að setja sig inn í vandann og reyna að leita sátta milli hjóna sem vilja skilja. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra. Það er líka boðið upp á alls konar námskeið fyrir presta þar sem þeim er kennt að bregðast við hinu og þessu sem varðar aðra en þá sjálfa. Þess vegna held ég að þeir séu svolítið á varðbergi þegar þeir eiga að fást við sín eigin vanda- mál og tala um þau. Sjálfur var ég mjög tregur til að fara á hjóna- helgi og var með ótal afsakanir fyrir því að fara ekki. Ég hélt að ég yrði spurður út um hitt og þetta og þyrfti jafnvel að standast eitt- hvert krossapróf. En strax fyrsta kvöldið komst ég að raun um að sá ótti var aigjörlega ástæðulaus. Maður var bara að vinna í sjálfum sér og þurfti ekki að tjá sig fyrir neinum öðrum en maka sínum. Þetta var samt ekkert auðvelt, en gaf mjög góðan árangur.“ Margt sem kom á óvart Hjördís svarar spumingu minni um hvort þau hefðu haft einhveijar sérstakar væntingar til námskeiðsins. „Vinir okkar höfðu farið á hjóna- helgi og þau höfðu sagt okkur hvað þar færi fram, svona eins og leyfí- legt er að segja. Það sem þau sögðu vakti áhuga okkar. Við vissum að þetta er engin hjónabandsmeðferð eða sálfræðiaðstoð, heldur til að dýpka sambandið milli hjóna og kenna þeim samtalstækni. Mér fannst líka áhugavert að vera heila helgi í burtu frá heimilinu og eiga að einbeita mér einungis að mann- inum mínum og sambandi okkar. En ég komst að raun um að þetta er engin afslöppun, heldur hrein vinna. Þótt við hefðum vissa hugmynd um hvers við mættum vænta, var mjög margt sem kom okkur á óvart. Við lærðum þarna nýtt form á tjáskiptum sem gaf mjög góða raun. Við tjáðum okkur mikið skrif- lega og það er að mörgu leyti auð- veldara að tjá sig á blaði heldur en í samtali, því þá getur maður feng- ið að tala út án þess að gripið sé fram í fyrir manni eða maður sett- ur út af laginu á annan hátt. Spum- ingalistamir og það efni sem Ieið- beinendumir höfðu fram að færa hjálpuðu líka mjög mikið til, því þar var komið inn á ýmislegt sem við hefðum líklega ekki annars haft hugsun á.“ Áframhaldandi starf mikilvægt Guðmundur Karl: „Helgin sjálf var mjög merkileg reynsla, en áframhaldandi starf ekki síður mik- ilvægt. Við höfum verið í mjög duglegum og samrýndum hópi, 6 hjón sem hittast reglulega og vinna að áframhaldandi prógrammi. Sá trúnaður og einlæga vinátta sem skapast innan svona hóps er óskap- lega þýðingarmikið. Mér finnst pró- grammið í heild ákaflega vel upp byggt og vel úthugsað í öllum atrið- um.“ Á námskeið í Bandaríkjunum Þið voruð valin til að fara á námskeið í Bandaríkjunum, hvernig var sú reynsla? Hjördís: „Við vorum fyrst í Kanada í eina viku á móti fyrir fólk sem hafði verið á hjónahelgi. Það var óskaplega gaman að vera með þessu fólki sem var á öllum aldri, en náði samt mjög vel sam- an. Prógrammið var létt og skemmtilegt og það var unnið dálí- tið í hópnum, sem alls ekki var gert á sjálfri hjónahelginni. Síðari vikan var í Columbus, Ohio. Það námskeið var byggt upp svipað og hjónaheigin, nema hvað það var farið dýpra í hlutina og meira lagt upp úr því að deila með hópnum. Þama voru 30 hjón, flest víðs veg- ar frá Ameríku, en þrenn hjón voru frá Ástralíu, þrenn frá Finnlandi, ein frá Noregi og við frá íslartdi. Seinna námskeið var ætlað verð- andi leiðbeinendum." Mikilvæg' boðunarleið Mynduð þið hvetja önnur þjón til að fara á hjónahelgi? Guðmundur Karl: „Þeir sem vilja gera gott hjónaband betra eiga að fara á svona námskeið, því makinn á það skilið. Þetta er mjög dýrmæt reynsla sem flest hjón ættu að öðlast.“ Hjördís: „Þegar ég hef hugsað um þetta eftirá, með hjónabandið í brennidepli, hefur mér orðið ljóst að ég sé margt í nýju ljósi og að hversdagslegir hlutir hafa öðlast nýtt gildi. Okkur fínnst þessi hreyfíng líka svo mikilvæg boðunarleið til trúar. Við þekkjum fólk sem hefur fundið Guð og öðlast trú gegnum þetta starf og því hefur skilist að Guð lætur sér annt um einstaklinginn og samband hans við aðra. Þama koma hjónin bæði og stíga þetta skref saman og þau skref sem síðar verða stigin verða svo miklu auð- veldari af því að þau em stigin saman.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.