Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988
Arborgarsvæðið:
Atvinnuástand íjafiivægi
nema í Þorlákshöfh
Selfossi.
JAFNVÆGI virðist ríkja í atvinnumálum á Árborgarsvæðinu ef
undan eru skildar uppsagnir Meitilsins hf. í Þorlákshöfii. Þar
missa um 100 manns atvinnuna. Að mati starfsfólksins í viðtölum
við fréttaritara blaðsins er ekkert annað framundan hjá því en
atvinnuleysi. Lítið sem ekkert atvinnuleysi er nú á Árborgarsvæð-
inu og á öðrum þéttbýlisstöðum en í Þorlákshöfii hefúr ekki orð-
ið vart aukinnar eftirspurnar eftir atvinnu.
Staðan í atvinnumálum á Ár-
borgarsvæðinu er hvergi eins al-
varleg og í Þorlákshöfn. Þar hefur
til þessa verið eftirspum eftir
vinnukrafti og ný fyrirtæki verið
sett á stofn. Unnið er af krafti við
frágang á nýju frystihúsi sem taka
mun til starfa fljótlega. Þrátt fyr-
ir það er ekki búist við að allir
þeir sem missa vinnuna hjá Meitl-
inum hf. fái vinnu í Þorlákshöfn.
Á öðrum þéttbýlisstöðum á Ár-
borgarsvæðinu ríkir jafnvægi. í
Hveragerði er jöfn og stöðug at-
vinna. sem byggist að mestu á
þjónustustörfum. Eitthvað er um
að fólk þaðan hafi sótt vinnu til
Þorlákshafnar.
Á Selfossi er atvinnuástand
gott og fáir á atvinnuleysisskrá.
Slátrunin sem er um það bil að
ljúka hefur tekið til sín nokkuð
af fólki og hugsanlegt að það vanti
atvinnu þegar slátrun og það sem
henni fylgir er yfirstaðið. Haf-
steinn Stefánsson hjá verkalýðs-
félaginu Þór sagði að þrátt fyrir
góða stöðu nú væri ástæða til svol-
ítillar svartsýni þar sem ekki væri
víst hvað tæki við þegar slátrun
lyki. Hann sagði og að ekki hefði
orðið vart við neinn samdrátt í
byggingariðnaði.
Á Eyrarbakka og Sokkseyri
ríkir jafnvægi í atvinnumálum.
„Það er þó stutt í dauðann," sagði
einn viðmælenda á Stokkseyri og
vísaði til erfiðleika í fiskiðnaðinum.
Ekki hefur á þessum stöðum orðið
vart mikillar ásóknar fólks utan
staðanna i atvinnu.
— Sig. Jóns.
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggl á veðurspá kl. 16.15 í gær)
I/EÐURHORFUR í DAG, 28. OKTÓBER
YFIRLIT í GÆR: Austur við Noreg er 980 mb lægð á leið austur
en 1.030 mb hæð yfir Grænlandi og hæðarhryggur á Grænlands-
hafi þokast aust-suðaustur. Við strönd Grænlands, vestur af ís-
landi, er að myndast dálítið lægðardrag. Víða verður talsvert frost
í nótt en á morgun fer að hlýna, fyrst vestanlands.
SPÁ: Á morgun verður vestan- og suðvestanátt um land allt, víðast
gola eöa kaldi. Um vestanvert landið verður skýjað og dálítil súld
eða rigning á víð og dreif, en léttskýjað að mestu austanlands. Hiti
2 til 4 stíg vestanlands, en 0 til 3ja stiga frost austanlands.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestlæg átt, víðast frostlaust og
heldur hlýnandi. Dálítil slydda eða rigning um sunnan og vestan-
vert landið en úrkomulitið norðaustanlands.
HORFUR Á SUNNUDAG: Snýst aftur í norðlæga átt og kólnar í
bili, má víða búast við næturfrosti. Dálítii él norðaustanlands en
léttir til sunnanlands.
TAKN:
•Q ► Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* r *
' * r * Slydda
/ * /
* *
* * * * Snjókoma
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V Él
= Þoka
— Þokumóða
’, 5 Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
[~<^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 i gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti +2 *1 voSur snjóélð lóttskýjað
Bergen 10 rigning -
Helsinki vantar
Kaupmannah. 14 skýjað
Narssarssuaq +1 alskýjað
Nuuk 3 rigning
Osló S lógþokublettir
Stokkhólmur 5 rigning
Þórshöfn 6 skúr
Algarve 22 þokumóða
Amsterdam 18 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjéó
Chicago 6 skýjað
Feneyjar 13 þokumóða
Frankfurt 14 skýjað
Glasgow 12 skúr
Hamborg 18 léttskýjað
Las Palmas vantar
London 15 skýjað
Los Angales 16 mistur
Luxemborg 16 skýjað
Madrtd 18 mistur
Malaga vantar
Mallorca 24 hálfskýjað
Montreal 4 skýjað
New York 6 heiðskirt
París 17 skýjað
Róm 21 þokumóða
San Diego 17 skýjað
Winnipeg +1 snjókoma
Morgunblaðið/Bjami
Á myndinni sjást nokkrir fiindargesta á vetrarfiindi SIR og SIH.
Vetrarfiindur raf-
og hitaveitumanna
VETRARFUNDUR Sambands
íslenskra rafveitna og Sambands
íslenskra hitaveitna hófst á Hótel
Sögu í gær og stendur funduriim
í tvo daga.
Á sameiginlegum fundi SÍR og
SÍH í gær fluttu þeir Aðalsteinn
Guðjónsson, formaður SÍR, og Ing-
ólfur Hrólfsson, formaður SÍH,
ávarpsorð, en að því loknu voru flutt
erindi. Guðjón Magnússon, starfs-
mannastjóri, og Þórsteinn Ragnars-
son, innheimtustjóri Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, fluttu erindi um orku-
reikninga og bætta þjónustu; Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri,
flutti erindi um áhrif yfirvalda á
orkuverð og Kristján Haraldsson,
orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða
flutti erindi um samrekstur hita-
veitna og rafveitna.
lfyrir hádegi í dag verður haldinn
fundur SÍH, og á honum mun Hrefna
Kristmannsdóttir, deildarstjóri á
Orkustofnun, flytja erindi um út-
fellingar í hitaveitum; Albert Al-
bertsson, framkvæmdastjóri tækni-
sviðs Hitaveitu Suðurnesja, flytur
erindi um strompgufuvirkjun í
Svartsengi og Franz Árnason, hita-
veitustjóri Hitaveitu Akureyrar, flyt-
ur erindi um heitavatnsmæla á Norð-
urlöndum.
I hádeginu flytur Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra, ávarp.
Eftir hádegið verður fundur SÍR
haldinn. Á honum flytur Þorsteinn
Siguijónsson, verkfræðingur hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, erindi
um smásölugjaldskrá; Ingi R. Helga-
son, forstjóri Brunabótafélags ís-
lands, flytur erindi um sjónarmið
tryggingarfélaga til rafmagnseftir-
lits og Tryggvi Þór Haraldsson,
deildarverkfræðingur, flytur erindi
um íjargæslukerfi Rafmagnsveitna
ríkisins.
Fundi SÍR lýkur með því að fjall-
að verður um það sem efst er á
baugi í raforkufyrirtækjum hér á
landi.
DUlons-gin á markað
„DILLON lávarður11 heitir ný
íslensk gin-tegund, sem Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins hóf að
tappa á flöskur í gær. Nafiiið og
skjaldarmerkið á merkimiðunum
á flöskunum er fengið að láni frá
Dillons-ættinni í Englandi.
Dillons-ættin tengist íslandi í
gegnum Arthur Edmond Denis Dill-
on, enskan lávarð sem kom til lands-
ins sumarið 1834 og geta menn lesið
sér til um helstu æviatriði hans á
gin-flöskunum frá ÁTVR. Hann átti
hér ástarævintýri og eina dóttur með
frú Siri Ottesen, en hvarf af landi
brott eftir ársdvöl. Hann reisti hús
á Suðurgötu 2, sem síðar var flutt á
Árbæjarsafn og ber nafn hans enn
og er kallað Dillons-hús. Fyrir
skömmu kom Henry Benedict Char-
les Dillon, 22. lávarður ættarinnar
hingað til lands ásamt móður sinni
í boði ÁTVR.
Þórir Jóhannsson GK:
Fer trúlega á veið-
ar eftir hálfan mánuð
- segir Matthías Ingibergsson skipstjóri
„ÉG VONAST til að búið verði að
ganga frá frystibúnaðinum í Þóri
Jóhannssyni GK eftir hálfan mán-
uð og þá fer hann á veiðar,“ sagði
Matthías Ingibergsson, skipstjóri
og einn af eigendum bátsins, í
samtali við Morgunblaðið.
Krafa um löghald í bátnum var
Stofiifundur
félags for-
eldra fíkni-
efiianeytenda
FÉLAG foreldra og annara
aðstandenda ungra fíknicfna-
neytenda, verður stofiiað laugar-
daginn 29. október kl. 14 í húsa-
kynnum Krisuvíkursamtakanna
Þverholti 29.
Félagið hyggst m.a. þrýsta á
stjórnvöld að gera þegar í stað raun-
hæfar ráðstafanir til að koma á fót
sérstökum og alhliða meðferðar-
stofnunum fyrir ungmenni sem háð
eru fíkniefnum, eða eiga við alvar-
lega misnotkun þeirra að stríða.
lögð fram á þriðjudaginn og náði hún
fram að ganga, að sögn Adolfs J.
Berndsens stjórnarformanns skip-
asmíðastöðvarinnar Mánavarar á
Skagaströnd. „Við getum ekki ráð-
stafað bátnum að eigin vild og þurf-
um að fá veðleyfi hjá Mánavör og
undirverktökum við smíði bátsjns til
að fá lán hjá Byggðasjóði. Ég sé
hins vegar ekki ástæðu til að vera
að því og sé ekki annað en að þetta
séu hefndarráðstafanir af hálfu
Mánavarar og undirverktakanna,"
sagði Matthías Ingibergsson.
----------» ♦ ♦
Brældi á
loðnumiðum
Skammvinn bræla hamlaði
loðnuveiðum á miðvikudag, en þá
tilkynnti aðeins eitt skip um afla.
Síðdegis í gær var veðrið að
ganga niður og búizt við veiði í
nótt.
Fá skip voru á miðunum í gær,
en fór fjölgandi og verða þau líklega
orðin nálægt 20 í dag. Má því búast
við góðri veiði í vikulokin.