Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
9
1,2,3, 5 eöa 7 dagar.
GUSGOW-
VERBI
GIASGOW-
Bráöskemmtileg aðferð til að búa sig undir jólin.
Brottför: 14/11,16/11,18/11, 20/11, 23/11.
Heimkoma: 15/11, 18/11, 19/11, 20/11,
22/11, 24/11, ,26/11.
Dæmi um verð:
1 dagur kr. 12.950,-
2 dagar kr. 14.560,-
3 dagar kr. 15.900,-
5 dagar kr. 18.900,-
7 dagar kr. 21.900,-
Verö miöast viö gistingu og morgunverð í tvíbýli á
Hospitality Inn og að ferðin sé staögreidd.
Aukagjald fyrir einbýli er kr. 850,- á dag.
Flugvallarskattur er ekki innifalinn.
Fardu nýja leið í þetta sinn.
Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða,
Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni, umboðs-
menn um land allt og ferðaskrifstofurnar.
Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.
FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAL
FERÐASKRIFSTOFAN
poiafi/s saga
UTSYN Samvinnuferdir - Landsýn
FLUGLEIDIR
Ólafur Hannibalsson ritar grein í
síðasta tölublað tímaritsins Heims-
myndar, þar sem hann fjallar um
viðhorf í stjórnmálum og efnahags-
málum. Hann kemst m.a. að þeirri
/ niðurstöðu, að fjölmiðlar hafi breytt
O minniháttar efnahagserfiðleikum í
djúpstæða efnahags- og stjórn-
málakreppu. í Staksteinum í dag
er vitnað til þessarar greinar.
Gamalkunnur
vandi
Ólafur Hannibalsson
segir f grein f Heims-
mynd um viðhorf f
stjómmálum og efiia-
hagsmálum: „En hver er
vandinn sem við er að
gifma nú? Mjög hefiir á
það skort f fjölmiðla-
moldviðri síðustu daga
og vikna að skýrt og
greinilega hafi komið
fram hver vandinn er,
hvaða úrræði hver
stjómarflokkanna hefur
lagt fi-am til lausnar hans
og hvað þær tillögur hafa
í for með sér fyrir fyrir-
tækin og heimilin, nái
þær fram að ganga. Það
em Qölmiðlarnir ekki
hvað sfst sem snúið hafa
minniháttar efiiahags-
erfiðleikum upp f 4júp-
stæða efhahags- og
stjómmálakreppu. Mál-
efnalegur ágreiningur.
hefur verið persónugerð-
ur og magnaður upp f
fjandskap milli þriggja
helstu foringja fyrrver-
andi ríkisstjómar, sem
þvf miður hafa verið §öl-
miðlunum eftirlátanleg
verkfeeri f viðleitni þeirra
til að krydda „gúrkutfð-
ina" með fréttum af
hverju stómpphlaupinu á
feetur öðm.
Vandinn er f sjálfu sér
gamalkunnur. Hækkandi
verð á fiamleiðsluafurð-
nm okkar erlendis losar
um allar hömlur innan-
lands. Hækkandi verði á
vörum og þjónustu er
velt út f verðlagið. Allir
keppast við að koma
skyndigróðanum fyrir f
varanlegri verðmætum.
Við það tekur byggingar-
iðnaðurinn slfkan Qör-
kipp að vinnuafl innan
hans er nánast á upp-
boði. Aðrar stéttir gera
kröfur um að fylgja f
kjölfarið. Útflutningsat-
vinnuvegimir fylgja með
f dansinum svo lengi sem
svigrúm er til hækkana
erlendis. Verðið nær
hámarki þar, viðvörunar-
raddir fara að heyrast
frá útflutningsfyrirtækj-
unum, sem enginn tekur
mark á, enda þau alþekkt
fyrir „barlóm“. Fiskverk-
unarfólk dregst aflnr úr
f launum samanborið við
aðra og krefet réttar
sins. Þegar svo verður
verðlækkun erlendis,
sama hversu smávægileg
hún er, skellur á kreppa
f þessum atvinnugrein-
um.“
Pólitískt
glappaskot
Sfðan segir Ólafur
Hannibalsson: „Það er
búið að liggja fjóst fyrir
allt þetta ár að miklir
erfiðleikar blöstu við f
útflutningsgreinunum.
Fast gengi samfara stór-
felldri verðbólgu innan-
lands var aðeins mögu-
legt meðan verð fór
hækkandi erlendis og við
gátum flutt verðbólguna
út. Gripið var til „lftilla"
gengisfellinga f febrúar
og maí. Samtfmis knúði
láglaunafólk fram kaup-
hækkanir til samræmis
við aðrar stéttir án þess
að innstæða væri fyrir
S:im hjá fyrirtækjunum.
Uum hefði þó átt að
vera jjóst að með aðgerð-
um stjómvalda f febrúar
og maí var vandanum
I aðeins skotið fram á
haustið. Það var póUtfskt
giappaskot. Með því
blandaðist þessi vandi
útflutningsgreinanna
saman við þann vanda
skila hallalausum Qár-
lögum. Vandi útflutn-
ingsgreinanna er fyrst
og fremst misgengi inn-
an þjóðfélagsins: Þessar
greinar geta ekki velt
verðbólgunni yfir f verð-
lag framleiðslu sinnar
nema á meðan markaðs-
verð þeirra fer hækkandi
erlendis, en allar aðrar
greinar framleiðslu og
þjónustu velta sfnum
hækkunum yfir á herðar
viðskiptavinarins innan-
lands.“
Hin hefð-
bundna leið
Loks segir Ólafur
Hannibalsson: „Hin hefd-
bundna fslenska leið til
að leysa þennan vanda
er gengisfelling, það er
verðhækkun erlendra
gjaldmiðla. Með þvf er
ætlunin að Qölga krónun-
nm, sem útflutnings-
greinar fá f sinn hlut, það
er verðmæti eru flutt frá
íSBMP
launafólki og öðrum
greinum, fyrst og fremst
til fiskvinnslunnar. Þetta
gerist þó þvf aðeins að
kaupið hækki ekki að
sama skapi, heldur sitji
launafólk uppi með sama
krónufjölda en f verð-
minni krónum. Kaup-
mátturinn er þannig
feerður niður, en mis-
munurinn á að renna til
útflutningsgreinanna.
En þessi leið virkar ekki
lengur nema að hluta
eftir að verðtrygging
Qárskuldbindinga var
tekin upp. Krónan er f
raun ekki lengur gjald-
miðill þjóðarinnar heldur
er lánskjaravísitalan sá
mælikvarði sem gildi
peninga er mælt á. Hér
á árum áður minnkuðu
skuldir manna líka við
gengisfellingu. Menn
borguðu að visu sömu
upphæð í krónutölu, en
nú f verðminni krónum.
En áhrif gengisfellingar-
innar ganga nú inn f láns-
kjaravísitöluna og skuld-
urum er gert að greiða
höfuðstól skulda sinna f
sömu verðmætum og
þegar til þeirra var stofii-
að. Þvf gagnar gengis-
felling ekld lengur til að
flytja raunveruleg verð-
mæti á milli greina. Hún
er nánast bara leið til að
lækka kaupið og liðka
með þvf reksturinn f
framtfðinni. Erlendar
skuldir hækka að sjálf-
sögðu, innlendar skuldir
lfka vegná lánskjaravisi-
tölunnar, erlendar
rekstrarvörur hækka og
innlendar lfka sem nem-
ur þætti innflutts hráefii-
is í þeim. Þvf eru nú uppi
háværar kröfiir um af-
nám lánskjaravísitöUmii-
ar eða breytingar á
henni, sem gæfi stjóm-
málamönnum vald til að
liafa áhrif á hvað hún
mælir og hvernig (sem
er náttúrlega það sama
og að afiiema hana).
Þetta er f rauninni krafa
um afturhvarf tilífyrra
ástands gengisfellinga
og skuldauppgjafii, sem
svo rækilega og eftir-
minnilega hafði siglt f
strand fyrir tæpum ára-
tug, 1979.“
Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptuiii,
Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í
útibúum bankans um land allt.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld
þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs-
ávöxtun er nú 8,5—8,75% umfram verðtryggingu. Kndursölutrygginj
bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Endursöluþöknun er
aðeins 0,4%. Bankabréf Landsbankans eru eingrciðslu-
bréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,-
og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf
bera almenna sparisjóðsvcxti þar til greiðslu er vitjað.