Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Krafta- Jackson fer á kreik Kvikmyndir Weathers og Vanity í myndinni um Krafta-Jackson. Arnaldur Indriðason í greipum óttans („Action Jackson“). Sýnd í Bíóhöllinni. Bandarísk. Leikstjóri: Craig R. Baxley. Framleiðandi: Joel Silver. Helstu hlutverk: Carl Weathers, Vanity, Craig T. Nelson og Sharon Stone. Carl Weathers leikur „Action Jackson" (Krafta-Jackson á íslensku) í samnefndri mynd sem sýnd er í Bíóhöllinni og minnir mest á gömlu svertingjahasar- myndimar sem óðu hér um kvik- myndahúsin á miðjum áttunda áratugnum og voru um hetjur eins og Slaughter og Shaft og Kleópötru Jones. Núna er það LAction Jackson“ og þótt hasar- Iinn sé meiri í dag og myndimar séu hraðari, sleipari og smartari er gamli B-mynda-stíllinn ósvik- inn. Það þarf ekki nema fimm mínútur til að sjá að við erum á kunnum slóðum hörkutólamenn- ingarinnar. Ekkert er gert til að koma manni á óvart, formúlunni er fylgt út í æsar með regluleg- um bílaeltingaleikjum og spreng- ingum. Persónumar eru eins staðlaðar og söguþráðurinn og endalokin eins augljós og hlöðu- dyr í tveggja metra fjarlægð. Jackson er þessi velkunna lögga hasarmyndanna sem á að baki útistöður við yfírmenn og ónýtt hjónaband en hann er bestur í iiðinu og barátta hans við spill- inguna er mjög hatrömm og per- sónuleg. Carl Weathers fer létt með að sýna nauðsynlega karl- mennsku en það er samt alltaf meira gaman að Craig T. Nel- son, sem silfurhærður leikur ill- mennið af sérstökum óþokka- skap. Það vantar ekki að hasarinn er oft vel útfærður og handritið er blandað kaldhæðnislegri kímni eins og siður er núorðið — hvom tveggja em einkenni fram- leiðandans Joel Silver sem full- komnaði blönduna í hinni frá- bæm „Die Hard“ (sýnd í Bíó- borginni) með óstöðvandi hasar og eiturbeittri fyndni — en„Acti- on Jackson" líður mjög fyrir lé- legt handrit og ófrumlega leik- stjóm, sem missir oft,sjónar af aðalatriðinu, sérstaklega um miðbikið. Söngkonan Vanity leikur t.d. tilvonandi kæmstu Jacksons og hún fær að syngja tvö heil lög sem klippt em inní myndina úr algjöm samhengi við atburðarásina. „Action Jackson" er formúlu- afþreying í meðallagi. Þið hafið séð þær mýmargar svona áður og eigið sjálfsagt eftir að sjá þær miklu fleiri. Athugasemd Hafnarfirði, 7. nóvember 1988. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar í Reykjavík, báðir aðalstjómarmenn í fangahjálpinni Vemd, óska birtingar á eftirfar- andi: Vegna umræðna og umfjöllunar á opinbemm vettvangi um málefni fangahjálparinnar Verndar, álita- mál sem uppi hafa verið í samtök- unum og hlutdeild okkar undirrit- aðra í því sambandi, viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Við, undirritaðir, höfum um ára- bil átt sæti í aðalstjóm fangahjálp- arinnar Verndar og reynt eftir mætti að leggja þeirri mikilvægu starfsemi lið. Starfsemi Verndar á að miða að því að aðstoða fanga og fyrmm fanga á hvem þann hátt sem unnt er, auk þess að auka skilning almennings á nauð- syn víðtækrar fangahjálpar. Margt hefur áunnist í þessum málum á langri leið. Enn er þó ýmislegt ógert og mikilvæg verk- efni framundan á vettvangi fanga-, hjálparinnar Verndar. Af þeim sökum hefur okkur þótt það miður að uppi em deilur um form og forystu hjá Vernd; ágreiningur sem varð á aðalfundi samtakanna og vaxið hefur í kjöl- far hans. Hvomgur okkar átti þess kost að sitja umræddan aðal- fund. Þegar hins vegar var til okkar leitað og við beðnir að leita sátta hjá deiluaðilum og reyna að koma starfsemi Vemdar á vitræn- an gmndvöll á nýjan leik, þá hlut- um við að verða við slíkum óskum. Því miður hafa tilraunir í þá vem ekki tekist. Þrátt fyrir ítrek- aðar óskir okkar hefur formaður Vemdar ekki ljáð því máls að við fengjum tækifæri til að ræða við framkvæmdastjóm Verndar um stöðu mála. Þetta er undarleg af- staða. Um það tjáir þó ekki að fást. Hins vegar er ljóst að tilraun- ir okkar til að koma á sáttum inn- an Verndar ná ekki fram að ganga. Það er deginum ljósara, þegar við aðalstjórnarmenn Vemdar um langt árábil og engir hlutdeildarmenn í aðsteðjandi deilumálum, náum ekki einu sinni eyram framkvæmdastjómar, hvað þá meir. Við lítum því svo á að sátta- tilraunum af okkar hálfu sé lokið. Það er okkar einlæga ósk að fangahjálpin Vemd komist í gegn- um þau innanmein er nú hetja á og afleiðingar þeirra verði ekki Þrándur í Götu framtíðarinnar í starfsemi samtakanna. Er það von okkar að Vemd eflist við raunir þessar og muni um ókomna tíð vera skjól þeirra ógæfusömu manna og kvenna er komast á svig við lög samfélagsins. Með vinarkveðjum til allra hlut- aðeigandi, Guðmundur J. Guðmunds- son, Guðmundur Árni Stefáns- son. / /I/HÓIŒIJS þOrsc/bhé Brautarholti 20, símar: 23333 & 23335. Á stuðvaktinni niðri: Benson Skyldi Lykla-Pétur mæta??? 20ára + 700 kr. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.