Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Mti iu mAV 'D lt inn að finna kvittunina. Ég fór svo með hana til lögfræðingsins. Þar var krafan að vísu þegar dreg- in til baka en alls ekki beðist af- sökunar á mistökunum eða þeim óþægindum sem ég varð fyrir af þessu. Ég vil benda fólki á að halda kvittunum sem þessum til haga því þeir sem standa að inn- heimtunni virðast ekki telja sér skylt að hafa hirðu á þessum hlut- um.“ Gullúr Kvengullúr fannst í Esjubergi fyrir skömmu og getur eigandi vitjað þess í afgreiðlunni þar. Þessir hringdu . . Ljósin í ólagi A.J. hringdi: „Mér ofbýður dálítið hversu mörgum bílum maður mætir sem ' hafa ljósin ekki í lagi og er þetta enn meira áberandi núna eftir að farið er að skyggja síðdegis. Margir bílar eru eineygðir og aft- urljósin eru ekki í lagi á fjölda bíla. Ég er ekki að hvetja til að ökumenn séu endilega eltir uppi og sektaðir en það þyrfti að benda þeim á að koma þessu í lag hjá sér. Ljósin eru mikilvægt öryggis- atriði og þýðingarmikið að þau séu í lagi.“ Of hægur akstur Stefán hringdi: „Það er mikið talað um hrað- akstur en sjaldan minnst á að of hægur akstur getur líka verið hættulegur. Sumir ökumenn tíðka að aka löturhægt og fjöldi öku- manna tekur áhættu með því að komast framúr þeim. Það ætti að sekta menn fyrir slíkan hægakst- ur. Þá er orðið áberandi hversu margir bílar eru eineygðir í um- ferðinni og virðist ekkert gert í því máli. Einnig stunda sumir að hafa einungis stöðuljósin á að deginum og virðast komast upp með það.“ Undarlegar innheimtuaðgerðir Sigurður hringdi: „Mig langar til að vekja at- hygli á undarlegum innheimtuað- gerðum hjá skrifstofu lögfræðings hér í bæ. Ég fékk harðorða kröfu frá lögfræðingnum þar sem ég var krafínn um greiðslu á stöðu- mælasekt er ég hafði fengið fyrir tæplega þremur mánuðum. Reiknaðir höfðu verið dráttar- vextir og var þetta orðin töluverð upphæð. Ég mundi eftir því að ég hafði greitt sektina á sínum tíma og var svo einstaklega hepp- Breyting- ar og náttúru- hamfarir Kæri Velvakandi. Undanfarin ár hafa stórir samn- ingar verið gerðir milli stórveldanna í austri og vestri. Nú á dögum er mönnum ljóst að slíkir samningar geta haft verulegt gildi fyrir mann- kynið því mistök geta leitt til mik- illa náttúruhamfara. Sögur fara af miklum náttúruhamförum í fyrnd- inni, þegar heimsflóðið mikla gekk yfir jörðina. Um þær hamfarir eru til sögur ýmissa þjóða um víða ver- öld. Það var þá þegar Guð kom til Nóa og aðvaraði hann um aðsteðj- andi hættu, hinar miklu náttúru- hamfarir. Guð vildi þarna bjarga mannkyni jarðarinnar, sem við höfum byggt í þúsundir ára, því sköpun sína vildi hann varðveita og Noi trúði Guði. í dag stendur mannkynið enn einu sinni á miklum tímamótum, því framundan eru miklar breytingar sem ’óðum styttist í og margir menn eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir þessar miklu breytingar, sem verða munu bæði á jörðinni sjálfri og lýsa sér í náttúruhamförum og þrengingum og hörmungum, sem þó munu verða mannkyninu til mik- illar blessunar eftir á. Éinnig verður um stórkostlega hugafarsbreytingu að ræða og er hún þegar farin að sjást hjá ýmsum mönnum. Þessi hugarfarsbreyting kemur gjarnan fram í auknum skilningi á því að mannkynið er „eitt". Einstaka menn eru farnir að tala um einingu mannkynsins. Þeir sýna með þess- um skilningi aukinn þroska. Þeir geta sett sig í spor annarra, glaðst með réttlátum gleðjendum og syrgt með syrgjendum. Þeir geta fundið til með öðrum og hafa ávallt hug- föst hin fleygu orð: Allt sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra. Þetta eru viss þroskamerki, mað- urinn er kominn af villimennsku- stiginu þegar hann er farinn að ala með sér slíkar hugsanir. Hann er auðmjúkur, miskunnsamur, vitandi um einingu og bræðralag allra íbúa alheimsins og tilbúinn að eiga við þá samskipti eftir árþúsunda útlegð á þessari válegu plánetu sem senn mun verða hættulaus á ný þegar stríðsvinda mannshugans lægir og eyðandi haturslogar hjartans deyja út. í dag er þorri manna fullur af metorðagirnd, stolti, metingi, fíkn í efnisleg gæði og eigingirni sem eru meðal frumstæðustu og villi- mannlegustu hvata í samfélagi ábú- enda þessarar jarðar. Guð vill ekki þetta ástand. Hann og annað mann- kyn annarra plánetna bíða breyt- inganna sem eru framundan þegar við, mannkyn þessarar jarðar, verð- um tekin í sátt. Því mannkynið, maðurinn, er eitt og því fyrr sem allir eða nógu stór hópur manna skynjar það og skilur og breytir samkvæmt því má búast við batn- andi heimi. Einar Ingvi Magnússon Síðdegisfundur ÁÆTLANAGERÐ FYRIRTÆKJA Stjómunarfélag íslands mun efna til síðdegisfundar um áætlanagerð fyrirtækja í fundarsal félagsins, Ánanaustum 15, miövikudaginn 16. nóvember nk., og hefst hann kl. 16.00. Fyrirlesari á fundinum verður Ron Sandler, rekstrarráðgjafi. Ron Sandler er framkvæmdastjóri fyrirtækisins O.C. Sandler Association í London, en það fyrirtæki sérhæfir sig i ráðgjöf um áætlanagerð og stefnumótun. Ron Sandler hefur starfað sem rekstrarráðgjafi í 12 ár, fyrst sem fram- kvæmdastjóri Boston Consulting Group í Los Angeles í Bandarikjunum og siðarsem framkvæmdastjóri hjá Booze Allen & Hamilton i Lundúnum. Þátttaka í fundinum verður takmörkuð og eru þátttakendur beðnir um að tilkynna þátttöku til skrifstofu Stjórnunarfélags íslands i síma 621066. A Stjórnunarfélag íslands 5 Ananaustum 15 Simi: 6210 66 SjÖLUFÓLK OSKAST SALA OG DREIFING JÓLAKORTA SPOEX Óskum eftir fólki á öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins til aö dreifa og innheimta jólakort hjá félagsmönnum SPOEX. Jólakortin eru einnig til sölu á frjálsum markaði. Mjög góð sölulaun. Hafið samband við skrifstofu SPOEX Baldursgötu 12 Reykjavík. Sími 25880 eftir hádegi alla virka daga. STYÐJIÐ GOTT MÁLEFNI. ÖKKLASKÓR Verð kr. 1.995, Stærðir: 36-41 - Litur: Svart - Efni: Skinn toetJ| ^1212 KRINGWr KI5IM0NM S. 689212 Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur SKORIBÍN VELTUSUND11 LjóðaArbók AB: Fróðleg1 ritdeila Til Velvakanda. Fróðleg ritdeila er nú hafín í Mbl. um Ljóðabók, sem AB gaf út sl. vor. Þar segir Guðmundur Guðmund- arson hispurslaust skoðun sína á bókinni og birtir nokkur sýnishorn af efni hennar máli sínu til stuðn- ings. Sjá Mbl. 5. okt. bls. 39. Svar kom frá ritnefnd Árbókar AB 13. okt. bls. 16. Nefndin er að vonum ósátt við umsögn Guðmund- ar. Lítið fer þó fyrir rökum um ágæti téðrar bókar en því meira ber á vafasömum fullyrðingum um vanþekkingu Guðmundar á bók- menntum. Nú hefur Guðmudnur sent rit- nefndinni kveðju sína í annað sinn í Mbl. 26. okt. Kemur hann þar með fleiri ljóðadæmi og ítrekar fyrr- nefnda umsögn. Margir bíða með nokkurri vænt- ingu eftir nánari rökum og útskýr- ingum frá ritnefnd á efni Ljóðabók- ar, sem er næsta torráðið almenn- um lesendum. E.E. Opið daglega frá kl. 13-14, laugardaga frá kl. 10-20. Félagsnúmer Fram er 108. Símaþjónusta í síma 680342. 5 nn þjónusta. Aðstoð við útfærslu á kerfum. Framheimilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.