Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
259. tbl. 76. árg.
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Grænlafidliy J,
\ f Island
Olfusklp sekk-
ur, 27 saknab
Noröur-
Atlants-
haf
Nyfundnaland
Fundur Gorbatsjovs
og Bush í uppsiglingu?
Búdapest. Reuter.
GENNADÍJ Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagðist í gær ekki útiloka fund George Bush og Míkhaík Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga áður en hinn fyrrnefiidi tekur við embætti
forseta Bandarikjanna 20. janúar.
„Við erum þeirrar skoðunar að
ekki ætti að gera ónauðsynlegt hlé
á viðræðum leiðtoga risaveldanna,"
sagði Gerasímov. „Við erum núna
að velta því fyrir okkur hvort tíminn
fram að 20. janúar sé slíkt ónauð-
synlegt hlé.“
Gerasímov neitaði að segja til um
hvar og hvenær næsti leiðtogafund-
ur gæti átt sér stað og ekki er held-
ur ljóst hvort Ronald Reagan, frá-
farandi forseti Bandaríkjanna,
myndi taka þátt í fundinum.
Sjá fréttir af úrslitum þing-
og ríkisstjórakosninganna í
Bandaríkjunum á bls. 20.
Erfið
sljórnar-
mynduní
Færeyjum
FÓLKAFLOKKURINN, stærsti
Qokkurinn á færeyska Lög-
þinginu eftir kosningarnar á
þriðjudag, hefúr tekið frum-
kvæðið í stjórnarmyndunarvið-
ræðum. Flokkurinn hóf fyrst
viðræður við jafiiaðarmenn en
Atli Dam, lögmaður og leiðtogi
þeirra, hefúr lýst sig andvígan
stjórn þar sem FólkaQokkurinn
og Kristilegi fólkaQokkurinn
kæmu saman. Leiðtogar Fólka-
Qokksins hyggjast þvínæst
ræða við formenn annarra
Qokka.
Úrslit kosninganna eru túlkuð
þannig að mjög erfitt verði að
mynda nýja samsteypustjóm en
stjóm Jafnaðarflokksins, Þjóð-
veldisQokksins og Sjálfstýris-
Qokksins missti meirihluta sinn í
kosningunum. Pauli Ellevsen,
formaður Sambandsflokksins,
sagði í útvarpsviðtali í gær að
hann sæi fyrir sér fjögur mismun-
andi stjömarmynstur. í fyrsta lagi
samstarf Fólkaflokksins, Sam-
bandsflokksins og Sjálfstýris-
flokksins. Það væri sama stjórn
og árin 1980-84 og hefði 17 þing-
menn af 32. Skilyrði fyrir þátttöku
Sambandsflokksins er þó að hann
fái lögmannsembættið. Annar
möguleiki felst í stjóm þeirra
flokka sem vilja sjálfstæði Fær-
eyja. Það era Fólkaflokkurinn,
Þjóðveldisflokkurinn, Sjálfstýris-
Qokkurinn og Kristilegi fólka-
Qokkurinn, sem samanlagt hafa
18 þingmenn.
Þriðji möguleikinn er stjórn
FólkaQokksins, SambandsQokks-
ins og ÞjóðveldisQokksins en
sterkasta stjómin yrði að mati
dagblaðsins Dimmalætting stjóm
SambandsQokksins, Jafnaðar-
Qokksins og ÞjóðveldisQokksins
en hún hefði 20 þingmenn af 32
innan sinna vébanda.
Krístalsnæturinnar minnst í V-Þýskalandi:
Afsagnar þing-
forseta krafist
Hneykslaðir þingmenn yfírgáfii þing-
sali undir ræðu Philipps Jenningers
Bonn. Reuter. Daily Telegraph.
PHILIPP Jenninger, forseti þings Vestur-Þýskalands, olli miklum
pólitiskum óróa og almennri hneykslan þegar hann hélt ræðu í þinginu
í gær í tilefiii þess að fimmtiu ár eru liðin frá Kristalsnóttinni, mestu
ofsóknum nasista á hendur gyðingum fyrir stríð. Um það bil fimmtiu
þingmenn yfírgáfú þingsalinn i mótmælaskyni undir ræðu Jenningers
og voru menn úr öllum flokkum sammála um að þvi fyrr sem Jenning-
er segði af sér því betra.
Jenninger er einn af áhrifamestu
stjómmálaleiðtogum Kristilegra
demókrata, stærsta flokks Vestur-
Þýskalands, og hefur verið nefndur
sem hugsanlegur arftaki Helmuts
Kohls kansiara. Jenninger var eini
ræðumaðurinn við minningarathöfn-
ina og kom ræða hans flatt upp á
viðstadda því hún nálgaðist það að
vera réttlæting á nasismanum og var
full af orðatiltækjum sem rekja má
til hugmyndafræði Þriðja ríkisins.
Sagði hann m.a. að Þjóðveijar
hefðu sætt sig við Hitler því hann
hefði gert landið að stórveldi eftir
niðurlægjandi ósigur í fyrri heims-
styrjöldinni. „Arin milli 1933 og
1938, skoðuð úr íjarlægð með fullu
tilliti til þess sem á eftir fylgdi, eru
heillandi vegna þess að í sögunni
fínnast vart hliðstæður stjómmála-
legra sigra Hitlers á þeim árum,“
sagði Jenninger. Þegar hann velti
fyrir sér orsökum Kristalsnæturinnar
sagði hann: „Hvað gyðinga varðar,
höfðu þeir ekki hreiðrað um sig í
óverðskulduðum sessi?.. . Áttu þeir
ekki jafnvel ráðningu skilda? Var
ekki áróður nasista, burtséð ffá fár-
anlegum stóryrðum, sem ekki þarf
að taka alvarlega, f samræmi við
grunsemdir og sannfæringu manns?"
Undir lok ræðunnar höfðu 30
þingmenn jafnaðarmanna, sex þing-
menn Ftjálsra demókrata og flestir
þingmanna græningja yfirgefíð
salinn. Meðal þeirra sem sátu náfölir
undir ræðu þingforsetans var Heinz
Galinski, leiðtogi gyðingasamfélags-
ins í Vestur-Þýskalandi.
„Eg yfírgaf þingfund í hræðilegu
uppnámi," sagði Hildegard Hamm-
Braecher, þingmaður Fijálsra demó-
krata. „Mér leið mjög illa undir þess-
ari málsvörn nasismans," bætti hún
við. Þingflokkur jafnaðarmanna
sendi Jenninger bréf þar sem „notk-
un nasistaorðalags" var mótmælt og
hann sakaður um „hneykslanlega
smekkleysu". Jafnaðarmenn töldu að
Jenninger hefði ekki ætlað sér að
réttlæta gyðingaofsóknir með ræðu
sinni en með klaufalegu orðavali og
með því að reyna að setja sig í spor
forfeðra sinna hefði hann skotið
langt yfír markið.
Heimsráð gyðinga sendi þýskum
stjómvöldum harðorð mótmæli í gær
vegna ræðu Jenningers. Helmut Kohl
ráðfærði sig við samflokksmenn sína
í gærkvöld um hvað til bragðs skyldi
taka eftir ræðu þingforsetans sem
átti að vera hámark minningarat-
hafna vegna Kristalsnæturinnar.
Reuter
Um það bil fimmtíu þingmenn yfirgáfú þingsal í Bonn í Vestur-
Þýskalandi í gær í mótmælaskyni við ræðu Philipps Jenningers þing-
forseta.
Ungveijaland:
Ríkisstjórnin undir-
býr fjölflokkakerfi
Búdapest. Reuter.
UNGVERJUM verður heimilað að stofiia stjórnmálaflokka samkvæmt
nýju stjórnarfrumvarpi sem afgreitt verður frá þingi landsins í næsta
mánuði, að þvf er Kalman Kulcsar, dómsmálaráðherra Ungverja-
lands, sagði í gær eftir fund í ríkisstjórn landsins. Kommúnistaflokk-
ur Ungveijalands hefúr verið eini leyfilegi flokkur landsins frá árinu
1948.
„Framvarpið um félagafrelsi felur
í sér að einstaklingar og lögaðilar
megi stofna stjómmálaflokka,
verkalýðsfélög, hagsmunasamtök og
annan félagsskap," hefur ungverska
fréttastofan MTI eftir Kulcsar. Ann-
að lagaframvarp er í bígerð sem
ákvarða á hlutverk stjómmálaflokka
og verður það hluti af nýrri stjómar-
skrá sem á að vera tilbúin árið 1990.
„Samþykki þingið lögin þá má túlka
það sem viðurkenningu á fjölflokka-
kerfí,“ sagði Kulcsar við fréttamenn.
Hann sagði að framvarpið hefði ver-
ið til almennrar umræðu í landinu
undanfama mánuði og hefðu hvorki
meira né minna en 50 þúsund manns
gert athugasemdir við upphaflega
útgáfu þess.
Vestrænn stjórnarerindreki í
Búdapest sagði að þessi tilkynning
væri Jákvæð og spennandi" en
bætti því við að rétt væri að bíða
og sjá til með framkvæmdina. Hann
sagði að ekki væri ljóst hvort allir
þeir sjálfstæðu hópar og samtök sem
skotið hafa upp kollinum að undan-
fömu fengju að stofna stjómmála-
flokka. Slíkir hópar hafa blómstrað
síðan Karoly Grosz, forsætisráð-
herra, tók við flokksformennsku af
Janos Kaaar í maí síðastliðnum. Þar
á meðal er Lýðræðisbandalagið,
samtök menntamanna, sem boðað
hefur framboð í þingkosningum árið
1990. Stjómvöld hafa lagt blessun
sína yfír starfsemi bandalagsins en
eru ekki eins sátt við Samband ungra
lýðræðissinna, FIDESZ, og Samtök
um fijálst framtak, sem saman-
standa af nokkram þekktum andófs-
mönnum.
Ahafhar Odyssey saknað
Reuter
27 manna áhafnar breska olíuskipsins Odyssey er saknað. Skipið, sem áður hét Oriental Phoenix,
bratnaði i tvennt í ofeaveðri og í því kviknaði 900 mílur austur af Nýfimdnalandi. Að sögn björgun-
arsveitarmanna leggur 10 mílna langa olíubrák frá skipinu en 1 milljón tunna af hráoliu var um borð
í skipinu. Af skipveijum á Odyssey voru 15 Grikkir og 12 frá Hondúras. Skipið, sem var 65.000
lestir, var á leið frá Hjaltlandi til Nýfúndnalands þegar neyðarkall barst frá því á miðvikudag.
Þetta er í annað skipti á þessu ári sem olíuskip ferst á hafinu milli Nýfúndnalands og Bretlandseyja.
í april brotnaði griskt olíuskip í tvennt á svipuðum slóðum og fórust 29 manns með því.