Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Noregur: Atvinnuleysi eykst og gjald- þrotamálum Qölgar Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritar Morgnnblaðsins í Noregi. AFLEIÐINGAR efnahagsaðgerða norskra stjórnvalda á síðasta ári eru nú að koma í ljós í norsku efnahagslífi. Utanríkisverslun landsins er nú 10% minni en í fyrra og atvinnuleysi eykst stórlega. Búist er við að allt að 100.000 Norðmenn verði atvinnulausir í vetur. Verðfall á olíu og hrunið á kaup- hallarmörkuðum haustið 1987 hef- ur haft alvarlegri afleiðingar fyrir Norðmenn en aðrar Evrópuþjóðir. Þar við bætist að mörg fyrirtæki og einkaaðilar verða nú að standa skil á óhagstæðum lánum sem veitt voru um miðjan níunda áratuginn. Að meðaltali verða tíu fyrirtæki eða einstaklingar gjaldþrota á degi hveijum í Noregi. Verslun er einnig í mikilli lægð í Noregi og hefur bflasala ekki ver- ið minni lengi. Fyrir tveimur árum seldust 167.000 nýir bílar árlega í Noregi en í ár er reiknað með að aðeins 70.000 bflar seljist. Fjöldi atvinnugreina á í miklum fjárhagserfiðleikum og á það ekki síst við um bankastarfsemi. Bank- amir hafa tapað gífurlegum fjár- hæðum sem þeir hafa lánað til fyrir- Færeyjar: Verkföll hjá útvarpinu Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Síðastliðinn föstudag fóru tmflunum á dagskrá flestir starfsmenn hjá færeyska útvarpinu, alls 20 manns, í verk- fall. Aður höfðu þeir sent lands- stjórainni bréf þar sem þeir mót- mæltu áformum um skipulags- breytingar hjá útvarpinu. Starfs- mennirair kröfðust þess einnig að Jógvan Arge, dagskrárstjóri, yrði rekinn. Starfsmennimir kvarta yfir því að landsstjómin hafi reynt að draga samningaviðræður um skipulags- breytingar á langinn. Landsstjómin hafði áður lagt til að Arge yrði lækkaður í tign og gerður að frétta- stjóra. Komið yrði á fimm deildum; fréttadeild, dagskrárdeild, tækni- deild, leiklistardeild og loks sameig- inlegri bama- og : unglingaþátta- deild. Stjómandi dagskrárdeildar yrði næstráðandi hjá útvarpinu. Starfsmenn samþykktu tillöguna en stjóm útvarpsins með föður Arg- es, Niel Juel Arge útvarpsstjóra í broddi fylkingar neitaði að sam- þykkja breytingar á stöðu Jógvans Arge. Síðan hefur staðið í stappi milli deiluaðila. Verkfallið hefur valdið miklum útvarpsins. Einn af starfsmönnum þess, er ekki vildi láta nafns síns getið, sakaði í blaðaviðtali Jógvan Arge um vald- níðslu og skipulagsleysi. Arge hefur svarað því til að ekki hafi allir starfsmenn tekið þátt í verkfallinu og hægt verði að halda í horfinu um hríð. Hann segist ekki munu sætta sig við áðumefndar manna- breytingar. tækja og einstaklinga síðastliðið ár og á þessu ári. Fjárhagsstaða stærsta banka Noregs, Den norske Creditbank, er svo slæm að ákveðíð hefur verið að segja upp þriðjungi starfsfólks bankans. Rúmlega 1.200 starfsmenn bankans munu því hverfa frá störfum. Hið slæma efnahagsástand kem- ur einnig við kaunir norskra dag- blaða því að auglýsingatekjur blað- anna hafa minnkað. Undanfama daga hafa tvö stór dagblöð í Noregi hætt að koma út. Osloavisen, sem hóf göngu sína fyrir átta mánuðum, varð fyrst til að leggja upp Iaupana en eigendur blaðsins, Schibsted- félagið, sem einnig á dagblöðin VG og Aftenposten, töpuðu 60 milljón- um króna (tæpum 420 milljónum ísl. króna) á útgáfu blaðsins. Á þriðjudag varð málgagn Verka- mannaflokksins, Vestfold Arbeider- blad, gjaldþrota. Atvinnuástand var með ágætum í Noregi frá árinu 1984 og skráð atvinnuleysi aðeins 2% af mannafla undanfarin ár. En nú kemur það til með að aukast. í vetur er búist við 3% atvinnuleysi og svartsýnar raddir gera ráð fyrir að það nái 5% í vetur. Í nokkmm landshlutum, til dæmis í Norður-Finnmörku og austurhluta Agder, hefur skráð at- vinnuleysi þegar náð fimm prósent- Reuter Ataturks minnst Klulckan 9.05 námu vegfarendur á Galata brúnni í Istanbúl staðar í eina mínútu þegar þess var minnst víða um landið að 50 ár era liðin frá dauða Mustafa Kemals Ataturks, sköpuðar Tyrklands nútímans. í fyrsta sinn frá árinu 1938 var ekki um opinberan sorgardag að ræða í Tyrklandi. Yfirvöld afléttu áfengisbanni sem verið hefúr í gildi á þessum degi og kvikmyndahús og skemmti- staðir voru opnir. I baksýn er Yeni Cami (Nýja moskan). Jarðhræringiim linnir ekki í Kína Vmnuborð og vagnar i í;.' ipí Iðnaðarborð, öllsterkog stillanleg. Meðog án hjóla. Hafðu hvern hlut við hendina, það léttir vinnuna og sparartímann. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVEfíSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 Tala látinna nálgast 1000 Peking. Reuter. TALA látinna á jarðskjálfta- svæðunum í suðvesturhluta Kina nálgast nú eitt þúsund. Allar horfiir eru á því að jarðhræring- ar haldi áfram næstu tvo mán- uði. Sterkur jarðskjálfti reið yfir strandhérað Suður-Kína i gær sem er þriðja landsvæðið þar sem jarðhræringa verður vart í þess- ari viku. Jarðskjálftinn í Yunnan-héraði á mánudag var 7,6 stig á Richter- kvarða og björgunarmenn hafa ekki enn tölur yfír alla þá sem hafa far- ist í afskekktum bambuskofaþorp- um nálægt búrmísku landamærun- um. Um 200.000 manns eru nú heimilislausir og óttast er að far- aldrar breiðist út. Fréttastofan Nýja Kína sagði að björgunarstarf gengi erfíðlega vegna þess hve landslag er fjöllótt og skógi vaxið á þessum slóðum. Skriða féll á 900 m kafla á þjóðveg sem tengir Lancang-sýslu við um- heiminn og vatnsból hafa spillst. Óttast er að kólera og blóðkreppu- sótt breiðist út. Talsmaður kínverska almanna- varnaráðuneytisins sagði á þriðju- dag að vitað væri að 939 hefðu farist en kínversk dagblöð segja að tala látinna sé 689. Að sögn emb- ættismanns hjá Sameinuðu þjóðun- um er vitað að 2.800 manns hafa slasast í jarðhræringunum. í gær greindi kínversk útvarps- Skólastúlkur leita í húsarústum að bókum sínum. Reuter stöð frá því að skjálfti hefði fundist í Guangxi-héraði við strönd Suður- Kína. Skjálftamiðjan var úti á hafi en jarðhræringar fundust á 700 km löngu landssvæði. Fréttastofan Nýja Kína hafði það eftir jarðslqálftafræðingi ríkis- stjómarinnar, Chen Yong, að senni- legt væri að annar kippur, um 6 stig á Richterskvarða, fylgi í kjöl- farið á næstu dögum og jarðhrær- ingum myndi ekki linna í Kína næstu tvo mánuði. Um tvö hundruð skjálftar hafa riðið yfir Lancang-sýslu í Yunnan- héraði frá því á mánudag. Indíánar fá greiddar bætur 6.500 indíánum bætur að upphæð u.þ.b. 200 milljónir dollara (um 9,2 milljarðar ísl. kr.) og eignarrétt á 41.400 ferkílómetmm í Yukon, sem er þekkt fyrir gullæðið í Klondike. Samningurinn krefst formlegrar samþykktar Kanadastjómar og hér- aðsstjómarinnar í Yukon og þrettán indíánaættflokka, sem em fjórð- ungur íbúa á þessum slóðum. Vancouver. Reuter. TALSMAÐUR Indiána í Norður- Kanada sagði siðastliðinn mið- vikudag, að þeir hefðu gert sögu- legan samning við kanadisku stjóraina sem leyfir þeim að halda aldagömlum rétti á landi þeirra. Viðmælandi Reuters-fréttastof- unnar sagði að samningurinn færði Noregur: Bannað að flytjaút þungt vatn? Ósló. Reuter. NORSK stjórnvöld hafa í hyggju að stöðva útflutning þungs vatns, sem unnt er að nota við framleiðslu kjarnorkuvopna. Að und- anfórnu hefur komið á dag- inn, að sumar þungavatns- sendingar til annarra landa hafa hafnað annars staðar en í fyrstu var ætlað. Thorvald Stoltenberg ut- anríkisráðherra skýrði frá þessu á þingi í gær og sagði, að alþjóðlegar samþykktir um bann við sölu þungs vatns hefðu ekki komið í veg fyrir hana og þyrfti því að herða þær og allt eftirlit. Norska stjórnin er nú að reyna kom- ast að því hvernig þungt vatn, sem selt var til ísraels og Rúmeníu, hafi verið notað og þá hafa Indveijar verið beðnir að upplýsa hvers vegna þungavatnssending til Vest- ur-Þýskalands skaut upp koll- inum í Bombay. ísraelar gera hvorki að játa né neita, að þeir eigi kjam- orkuvopn og hafa ekki enn gefið Norðmönnum fullnægj- andi svar við fyrirspuminni um þunga vatnið. Þá neita Rúmenar að hafa selt þunga vatnið, sem þeir keyptu frá Noregi, til ísraels. 1 i\iý 3r rétti tíminn til að versla Fyrir vini og ættingja ERLENDIS Við höfum mikið úrval af vandaðri ullarvöru. Pökkum og tryggjum kostnaðarlaust. Höfum einnig til sölu hið vinsæla bókaljós „Litia ljósálfSnnu. Opnunartími mán. - fös. frá kl. 9~18, lau. frá kl. 9-13. \ Hilda Ltd. MCELAND Hilda hf.f Borgartúni 22, sími 91-681699.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.