Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Knivman 900 Reykjaætt á Skeiðum Pér er óhætt að treysta eldhúshnífunum frá Knivman. Þeir hafa oftar en einu sinni hlotiö viöurkenningu sænsku neytendasamtakanna fyrirgæöi og endingu. yy\ /HIKLIG4RDUR Fer inn á lang flest heimili landsins! Békmenntir Sigurjón Björnsson Reykjaætt á Skeiðum. Niðjatal Eiriks Vigfussonar bónda og dbr. á Reykjum og kvenna hans Ingunnar Eiríksdóttur og Guð- rúnar Kolbeinsdóttur. Áki Pét- ursson, Kristin Grímsdóttir og Þorsteinn Jónsson tóku saman. íslenskt ættfræðisafii. Niðjatal VI, 2. Ritstjórn: Þorsteinn Jóns- son. Sögusteinn — bókaforlag. Reykjavík, 1988, bls. 365—709. Á útmánuðum þessa árs kom út 2. bindi Reykjaættarinnar og voru þá ekki nema fáeinir mánuðir liðnir frá útkomu 1. bindis. Rösklega var því að verið. Gert er ráð fyrir að niðjatal þetta verði í fimm bindum alls. Eins og að ofan getur var Eirík- ur Vigfusson (f. 1757) tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann tvær dætur: Ingibjörgu og Katrínu, en með seinni konunni átta böm: Vig- fus, Kolbein, Ingunni, Loft, Margréti (dó ung), Sigríði (dó ung), Hilaríus (dó ungur) og Eirík. Fyrsta bindi lauk með niðjatali Eiríks Magnússonar og hefst því 2. bindið á Magnúsi (eldra) Magn- ússyni og niðjum hans. Hann átti fáa afkomendur. Margrét Magnús- dóttir sem giftist Einari Magnús- syni bónda á Miðfelli í Hmna- mannahreppi átti hins vegar all- margt niðja. Má meðal þeirra nefna Einar fv. rektor Menntaskólans í Reykjavík. Helgi Magnússon varð bóndi í Birtingaholti í Hrunamanna- hreppi. Kona hans var Guðrún Guð- mundsdóttir frá Birtingaholti. Þau áttu 13 böm og er ættleggur frá sex þeirra. Mun það vera ein grein Birtingaholtsættar. Margir niðja þeirra urðu þjóðkunnir. Má þar nefna bræðuma Ásmund Guð- mundsson biskup og Helga banka- stjóra, bræðuma Magnús Helgason skólastjóra Kennaraskóla íslands, Ágúst í Birtingaholti og síra Kjart- an í Hruna. Þá er og Jóhann Briem listmálari af þessum meiði. Ingunn Magnúsdóttir giftist Þórami Ama- syni bónda á Stóra-Hrauni. Þau áttu 10 böm og eru niðjar frá fímm þeirra. Eitt bama þeirra var hinn litríki og kunni klerkur síra Ami Þórarinsson, en frá honum er fjöl- menni komið. Sigurður Magnús- son bjó á Kópsvatni í Hrunamanna- hreppi og var kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur frá Kópsvatni. Þau eign- uðust nokkra niðja og var einn þeirra Sigurður Skúlason magister. Magnús Magnússon (yngri) var síðast kennari í Hnappadalssýslu og kvæntur Katrínu Jónsdóttur frá Kópsvatni og er frá þeim allnokkur niðjafjöldi. Einn sona þeirra var Helgi Magnússon kaupmaður í Reykjavík. Þá er Magnús G. Jóns- son dósent sonarsonur Magnúsar. Sigríður Magnúsdóttir átti þrjú böm en ekkert þeirra átti afkom- endur. Þar lýkur niðjatali hinna tveggja dætra Eiríks Vigfússonar og fyrri konu hans. Urðu þær að sönnu kynsælar, því að þegar þeirri niðja- talningu lýkur em aðeins tæpar 100 bls. eftir af 2. bindi. Vigfús Eirfksson var elstur af seinni konu bömum Eiríks. Hann bjó á föðurleifðinni Reykjum á Skeiðum og átti Ingibjörgu Gísla- dóttur frá Árhrauni. Böm þeirra vom sjö, en einungis þijú þeirra eignuðust niðja. Um það bil síðustu 50 bls. þessa bindis em upphaf að niðjatali Kol- beins Eiríkssonar sem var næst- elstur seinni konu bamanna. Kol- beinn bjó fyrst á Hlemmiskeiði og síðar á Húsatóftum í Skeiðahreppi. Hann var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Solveig Vigfúsdóttir bónda á Ejalli Ófeigssonar. Tengd- ust þar með Reykjaætt og Pjallsætt sem er kunn og fjölmenn ætt. Sol- veig og Kolbeinn áttu þijú böm: Eirík, Guðrúnu og Jón. Seinni kona Kolbeins hét Sigríður Einars- dóttir frá Laxárdal í Hmnamanna- hreppi, en ekki er þess getið hér hvort þau áttu böm. Öðm bindi lýkur mitt í niðjatali Eiríks Kolbeinssonar. Hann átti sjö böm. Hið elsta þeirra dó ung- bam, en frá því næstelsta, Kol- beini, em niðjar sem hér em tald- ir. Þriðja bamið átti ekki afkomend- ur. Mun 3. bindi Reykjaættar hefl- ast á §órða bami Eiríks Kolbeins- sonar, Jakobi og niðjum hans. Eins og 1. bindi þessa niðjatals er þetta veglega úr garði gert. Myndefni er mikið, bæði myndir af fólki, bústöðum þess svo og öðm sem efninu er tengt. Uppsetning er að sjálfsögðu öll með sama hætti og áður. Virðist ágætlega og smekklega að verki staðið. Smá- vægilegrar ónákvæmni varð ég þó var við á stöku stað, t.a.m. í bók- stafamerkingu (sbr. bls. 474, 478, 646). Þá bregður fyrir að vanti ár- töl (t.a.m. dánard. og ár á bls. 658), en þetta em þó smámunir sem litlu skipta. Prófarkir em ágætlega lesn- ar að því er virðist. Ætthnýsnum mönnum er mikill fengur að þessu riti og þykir mér því líklegt að þeir vonist eftir því að greiðlega miði með framhaldið. Egill Skallagrímsson Bókmenntir Jenna Jensdóttir Egill. Höfúndur: Torfi Hjartarson. Námsgagnastofiiun 1988. Mynd- ir: Sami. Undanfarið hefur Námsgagna- stofnun sent frá sér bókaflokk er nefnist „óskabækur". Aftan á bóka- spjöldum stendur m.a.: „Ætlaðar bömum sem geta lesið stuttan og hnitmiðaðan texta." Það er því ljóst að þær em fyrst og fremst ætlaðar yngstu lesendunum. Lítil saga um Egil Skallagríms- son tilheyrir þessum óskabóka- flokki. Stuttur texti er settur upp f ljóðformi á aðra blaðsíðu hverrar opnu, en myndir gerðar af höfundi textans em á hinni blaðsíðunni. Augabrúnir og tunga Egils fá OPNUM I DAG t w NYJA SNYRTIVORUVERSLUNINYJUM GLÆSIBÆ. ALLT NÝJAR VÖRUR. DÖMUROGHERRAR VERIÐ VELKOMIN. GLÆSIBÆR í LEIÐIf rækilega umfjöllun á nokkmm síðum í þessari litlu bók. „Auga- brúnimar hétu ekki neitt en þær vom frægar í sveitinni." Önnur gat farið hátt upp á enni meðan hin fór niður á kinn. Egill gat líka rekið tunguna alveg upp í nef. „Oftast rak hann hana framan í pabba sinn." Mamma Egils var hrifin og hló mikið. Hún vissi af þessum tökt- um drengsins að hann yrði bæði skáld og víkingur. Skallagrímur hló næstum aldrei, en hann hafði frá- bæran skalla, sem reyndar lýsti Agli alla leið til veislunnar á Álpta- nesi, þegar hann fékk ekki að fara þangað með öðmm gestum. Enda „rak veislan upp stór augu“ þegar drengurinn kom. „Þú verður víkingur," sagði móð- irin þegar Egill rak tunguna beint framan í pabba sinn. Og Skalla- grímur sagði: „Já, hann er frekur, hlunkurinn." Sagan Egill endar á þessum setn- ingum: „Egill Skallagrímsson var enginn venjulegur hlunkur, það máttu vera viss um.“ (Hlunkur = stirðbusi, óskemmtileg persóna.) Höfundur segir léttilega frá. En þau atriði úr Egilssögu er hann dregur fram, einangrar og breytir með fyndni sinni, em síst til þess fallin að leiða yngstu lesendurna inn í þann tæra sagnaheim sem íslend- ingasögumar birta og okkur ber öllu öðm fremur að virða. Myndir í bókinni em margar athygli verðar. Þeim er mikill vandi á höndum er taka að sér að flytja þessi and- legu auðæfi þjóðarinnar til vaxandi kynslóða, með sínum hætti á sínu máli. Oft tekst höfundum vel til. Mjög góðir þættir em nú í bama- tíma Ríkisútvarpsins sem ná bæði eyrum og skilningi ungra hlustenda. Óskabók er stórt orð, sem felur f sér frjálsa ákvörðun einstaklings- ins, og þá líka ungra lesenda til þess að taka sér í hönd bók sem þeir sjálfir kjósa. Þetta orð hlýtur að verða viðkvæmt í meðferð Náms- gagnastofnunar sem gefur út nán- ast allt lestrarefni í skólana fyrstu ár nemenda þar. Með þeirri stýringu em lagðar nokkrar hömlur á þau tækifæri sem ungir lesendur fá til þess að leita bóka sjálfir á skóla- söfnum. En þar er einnig að finna úrvalsbækúr handa ungum lesend- um, frá 'hinum ýmsu forlögum. Bækur sem eiga það sameiginlegt að seiða bömin til sín, auka lestrar- löngun og þroska persónulegt mat bamanna sjálfra á góðum bók- menntum — óskabækur. IZUMI STÝRILIÐAR Allar stærðir fyrir allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. Gott verð. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SIMI 624260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA-LAGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.