Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Úrslit þing- og ríkis- stj órakosninganna í Bandaríkjunum Hér fara á eftir úrslitin í þing- og ríkisstjórakosningunum, sem fram fóru á þriðjudag í Bandaríkjunum. í fulltrúadeildinni í Washington sitja 435 þingmenn og er kjörtíma- bil þeirra tvö ár. 100 þingmenn, tveir frá hveiju ríki, sitja hins veg- ar í öldungadeildinni. Kjörtímabil þeirra er sex ár en kosið er um þriðjung þingsætanna á tveggja ára fresti. Þrátt fyrir ósigur Mich- aels Dukakis, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forseta- kosningunum unnu demókratar sigur í kosningunum til þingsins. Þeir bættu við sig tveimur mönn- um í Öldungadeildinni og hafa nú 12 sæta meirihluta í deildinni. í Pulltrúadeildinni bættu demó- kratar við sig sjö mönnum og hafa mikinn meirihluta þar. Ríkisstjóra- kosningar fóru fram í 12 ríkjum og bættu demókratar við sig tveimur ríkisstjórum. Bandaríkjaþing Hór sést hvaöa breytingar uröu á Bandarlkjaþingi eftir kosningarnai á þrlöjudag. Oldungad Fulltrúad * Repúblikanar 46 44 Repúblikan. 177 173 Demókratar 54 56 Demókrat. IIUIII Fjöldi öldungadeildarþingmanna, eftir flokkum Ath: Ekki er gertráö fyrir þingmönnum úr öörum flokkum Helmildlr: Chlcago Tribuna, Congrasslonal Quarterly Fjöldi ríkisstjóra í Bandaríkjunum, eftir flokkum Ath.: Ekki gert ráö fyrir einum óháöum rlkisstjóra, kjörnum áriö 1974. Halmild: Chlcago Trlbune. Fjöldi demókrata og repúblikana í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings Helmlld: Chlcago Tribune. Reuter Hermenn og brynvagnar gæta hliða Siderugica Nacional stáliðjuversins en þar kom til verkfalla síðast- liðinn mánudag. Þrír verkfallsmenn létust og 30 slösuðust þegar hermenn hófu skothrið á þá á miðviku- dag. Brasilía: Þrír deyja í verkfedls- átökum í stáliðjuveri Sao Paulo. Reuter. HUNDRUÐ manna herlið hóf skothríð á stáliðnaðarmenn í gær sem hófii verkfall siðastliðinn mánudag í Sao Paulo í Brasilíu. Sjónarvott- ar sögðu að þúsundir stáliðnaðarmanna hefðu barist við hermenn og herlögreglu með prikum. Þrír verkfallsmenn létust á miðvikudag og 30 særðust í átökunum sem urðu í stáliðnaðarveri Siderugica Nacional-fyrirtækisins í Volta Redonda í Rio de Janeiroríki. 600 hermenn og herlögreglu- menn réðust til atlögu við nokkur þúsund verkfallsmenn sem höfðu sest að í stáliðnaðarverinu, sögðu sjónarvottar. Verkamennimir hófu verkfall síðastliðinn mánudag og krefjast þeir hærri launa og betri starfsskilyrða. Þetta er I fyrsta sinn frá því að borgaraleg stjóm tók við völdum I Brasilíu fyrir þremur árum að átök milli verkfallsmanna og hersins leiðir til dauðsfalla. Talsmaður Sid- erugica Nacional, Eduard Gangana, sagði að hermenn hefðu hafíð skothríð en sagðist ekki vita hvem- ig dauða verkfallsmannanna bar að. „Hermennimir neyddust til að beita valdi til að komast inn í stáliðjuve- rið.“ Hann sagði ennfremur að síðasti verkfallsmaðurinn hefði ákveðið að yfírgefa stáliðjuverið í friðsemd í gærmorgun. Átökin í stáliðjuverinu, sem er það stærsta í Suður-Ameríku með um starfsmenn, koma í kjölfar sam- komulags sem ríkisstjómin, at- vinnurekendur og nokkur verka- lýðsfélög hafa gert með sér og miða að því að bæta slæman efnahag landsins. Verðbólga í Brasilfu er yfír 700% á ári og stjómmálaskýrendur hafa löngum varað við alvarlegum átök- um í brasflska þjóðfélaginu. Yfír milljón íbúar í Rio de Ja- neiro hafa ekki afnot af rafmagni vegna verkfalla verkamanna í raf- orkuverum. Einnig er skortur á gasi í borginni vegna verkfalls dreifíngaraðila. Varaflugvöllur á Grænlandi: Heimasljómin fer fram á undirbúningskönnun Segir Motzfeldt ekki hafa farið út fyrir valdsvið sitt á fundi í Kaupmannahöfli Jyllands-Posten. DANSKA dagblaðið JyHands-Postenskýrði frá því á miðvikudag að utanrikismálaráð grænlensku heimastjórnarinnar hefði fjallað um samþykki formanns stjórnarinnar, Jonathans Motzfeldts, við þvi að kannaðir verði möguleikar þess að leggja varaflugvöll fyrir Atlantshafsbandalagið (NATO) í Meistaravík á Austur- Grænlandi. Völlurinn á að geta komið í stað Keflavíkurflugvallar þegár hann lokast vegna veðurs og í öðrum neyðartilvikum; far- þegavélum verður leyft að nota hann að vild. Á fundi nefhdarinn- ar var samþykkt samhljóða að Motzfeldt hefði ekki farið út fyr- ir valdsvið sitt er hann samþykkti könnunina á fundi sínum í Kaupmannahöfh með Uffe EUemann-Jensen, utanrikisráðherra Danmerkur, í síðustu viku. Mikið hefur verið fjallað um fund ráðamannanna tveggja í grænlenskum fjölmiðlum og var haft eftii* leiðtoga IA, sem er rót- tækur, vinstrisinnaður smáflokk- ur, að Grænland væri ekki til sölu. Margir grænlenskir stjóm- málamenn velta þó mjög fyrir sér efnahagslegri hlið málsins. Hætta er talin á því að Bandaríkjamenn yfírgefí flugvöllinn í Syðri- Straumfírði þar sem hann hafi vart lengur hemaðarlega þýðingu. Hins vegar er völlurinn afar mikil- vægur fyrir samgöngur á Grænl- andi; um 70.000 farþegar fara árlega um hann en talið er það myndi kosta heimastjómina sem svarar nokkrum milljörðum ísl.kr. á ári að reka völlinn. í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hefur mjög verið um það rætt í fjölmiðlum að beiðni NATO um varaflugvöll á Grænlandi sé í reynd fram komin til að þrýsta á íslendinga. „Það á að nota Meistaravík til að fá íslendinga aftur niður á jörð- ina. Meistaravík er þannig í sveit sett að hún hentar alls ekki [fyrir varaflugvöll]," segja heimildar- menn í Nuuk. Meistaravík er um 900 km frá Keflavík og þangað er aðeins hægt að sigla tvo mán- uði á ári. Ein flugbraut er fyrir á staðnum. í nokkur ár hafa verið til umræðu áform um að leggja varaflugvöll á íslandi en þegar Alþýðubandalagið varð aðili að ríkisstjóm í september setti það sem skilyrði að allar áætlanir um frekari hemaðarframkvæmdir yrðu lagðar á hilluna. Þar með hófst umræðan um Meistaravík, að sögn Jyllands-Posten.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.