Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Skáldsaga til styrktar Seljakirkju SELJAÚTGÁFAN hefiir gefið út bókina Leyndarmálið í Engi- dal eftir Hugrúnu. Ágóði af Hugrún. útgáfiinni rennur til Seljakirkju í Reykjavík. Þetta er 30. bók Hugrúnar, en eftir hana hafa komið út sjö ljóðabækur, fimm skáldsögur, fimm smásagnabækur, tvær ævi- sögur og 11 bama- og ungl- ingabækur. Leyndarmálið í Engidal er kynnt á bókarkápu sem „spenn- andi saga um ástir og örlög“. Sag- an var skrifuð á árunum 1986 og 1987. „Þetta er spennusaga, sem fjallar um mannlífíð og öll þau umbrot, er því fylgja." Bókin er 140 blaðsíður. Kápu- mynd er eftir Sveinbjöm Einars- INNLENT BÓNUSTALA: 28 Vinningstölurnar 5. nóv. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.882.920,- Fimm tölur réttar kr. 5.094.750,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 561.232,- skiptast á 2 vinn- ingshafa, kr. 280.616,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 968.058,- skiptast á 117 vinningshafa, kr. 8.274,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.258.880,- skiptast á 4.706 vinnings- hafa, kr. 480,- á mann. Leiðrétting í auglýsingu frá Lottóinu, sem birtist sl. þriðjudag, var sagt, að tvöfaldur vinningur yrði dreginn út á morgun. Svo er ekki. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Morgunblaöið/Júlíus Höfúndar og aðstandendur verkanna sem Stofnun Árna Magnússonar gefiir út. F.v. Bjarni Einarsson, Sverrir Tómasson, Jónas Kristjánsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Ólafúr Halldórsson og Stefán Karlsson. Stofnun Arna Magnússon- ar gefíir út fjórar bækur STOFNUN Arna Magnússonar kynnti fyrir skömmu Qórar bækur sem stofhunin hefúr gefið út. Færeyinga sögu með inngangi og í útgáfú Ólafs Halldórssonar, doktorsritgerð Sverris Tómassonar, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum, Sturlustefhu, safh ritgerða um Sturlu Þórðarson í ritstjóm Jónasar Kristjánssonar og Guðrúnar Ásu Grímsdóttur og Mælt mál og fora fræði, safii ritgerða eftir Bjaraa Einarsson. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Áma Magnús- sonar, kynnti bækumar og sagði það hlé sem orðið hefði á bókaútg- áfu stofnunarinnar stafa af nýj- ustu tækniframförum, þ.e. tölvu- væðingu stofnunarinnar. Nú væri henni lokið og útgáfan hafin á ný af fullum krafti. Bók Sverris Tómassonar, For- málar íslenskra sagnaritara á mið- öldum, fjallar um áhrif mælskulist- ar og erlendra mennta á íslenskar fombókmenntir. Sverrir kannar hvemig mælskulistin mótaði skoð- anir höfunda á miðöldum um form- gerð verka og stfl. Vitneskju um viðhorf miðaldahöfunda sækir Attavilla í frétt á blaðsíðu tvö í gær um samning íra og Breta um land- gmnnsmörk sín á milli kemur fram áttavilla. Þar er sagt að mörkin séu á Irlandshafi og suð- og norð- vestan írlands, þar átti auðvitað að standa suð- og norðaustan ír- lands. Þá er Rockall að sjálfsögðu norð-vestur af írlandi en ekki norð-austur eins og sagði í frétt- inni. Eru lesendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Sverrir í formála sagnaritaranna sjálfra, en um það bil 50 slíkir em varðveittir. Þeir elstu frá 12. öld, en yngstir em tveir formálar ridd- arasagna frá 15. öld. Ritið Formálar íslenskra sagna- ritara á miðöldum er doktorsrit- gerð höfundar sem hann varði 2. júlí sl. og voru andmælendur Bjami Guðnason, prófessor og dr. Jakob Benediktsson. Verkið skipt- ist í tvo meginkafla, þar sem rakt- ir eru venjubundnir efnisþættir formálanna. Þar er m.a. fjallað um tilefni ritunar, hveijir hvöttu rithöfunda til dáða og hvert var markmið þeirra með bókunum. Stærsti kafli verksins lýsir því hvemig rithöfundar litu á efnivið sinn, lýstu stíl sínum og fæmi. í lok verksins er fjallað um sagna- skemmtun og vettvang hennar. í formála sínum að Færeyinga sögu lýsir Ólafur Halldórsson að- draganda að útgáfu verksins sem var nokkuð langur og segir síðan m.a. „Megintilgangur þeirrar út- gáfu Færeyinga sögu er hér birt- ist er að gera grein fyrir varð- veislu textans og ferli í handritum, en í öðru lagi að skyggnast um eftir þeim efniviði sem höfundur sögunnar hefur haft í höndum er hann setti hana saman.“ Sturlustefna er safn ellefu rit- gerða sem samdar voru til þess að minnast sjö hundruð ára ártíðar Sturlu Þórðarsonar sagnaritara (1214-1284). Höfundar ritgerða í bókinni eru tíu og sjá sumir Sturlu sem drottinssvika en aðrir sjá hann héraðsfrelsishetju. Sumir leita stafsetningar Sturlu og aðrir fyrir- mynda verka hans og ýmist em fundin teikn um friðarbæn eða hefndaróp í íslendinga sögu hans, sem er mesta sagan í Sturlungu- safninu. Ritstjórar Sturlustefnu eru Jónas Kristjánsson og Guðrún Ása Grímsdóttir. Dr. Bjami Einarsson varð sjö- tugur á sl. ári og af því tilefni hefur Stofnun Áma Magnússonar gefíð út úrval greina hans undir titlinum Mælt mál og fom fræði. Rannsóknir fombókmennta skipa þar veigamikinn sess, en einnig eru í ritinu greinar um ömefni, málvöndun, Jónas Hallgrímsson, Halldór Laxness o.fl. Ritstjóri var Sigurgeir Steingrímsson. Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Frumflutn- ingur á org- elverki ORGELTÓNLEIKAR verða í Dómkirkjunni laugardaginn 12. nóvember kl. 17.00. Marteinn H. Friðriksson frumflytur „Stál- ræðu“, fantasíu fyrir orgel eftir Atla Ingólfsson, og leikur einnig verk eftir Mendelssohn, Brahms, Þorkel Sigurbjörnsson og Bach. Sunnudaginn 13. nóvember kl. 17.00 verða aðaltónleikar Tónlistar- daganna. Tónleikamir verða í Há- teigskirkju og á efnisskrá er „Saint Nicolas“ eftir B. Britten. Flytjendur eru Louis Devos frá Belgíu, Dóm- kórinn í Reylqavík, Skólakór Kárs- ness, stjómandi Þórunn Bjöms- dóttir, og félagar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni. Stjómandi er Johan Du- ijck frá Belgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.