Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 25
 9,9pr íT3aM3VðM ir HUÐACTOTPÖ'í .QTPfAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 rðum útlönd geta þar að auki gert mikið gagn með því að laða erlent áhættufé og erlenda sérþekkingu og tækni að innlendum atvinnu- rekstri. Hlutabréfamarkaðurinn íslenzki mun því væntanlega renna stjrrkri stoð undir atvinnulífíð í landinu, nái hann fullum þroska. III Það er með ólíkindum, að eftir- spum fyrirtækja og einstaklinga eftir dým lánsfé skuli hafa verið jafnmikil upp á síðkastið og raun ber vitni. Enginn veit með vissu, hvemig á því stendur. Flestir lán- takendur hljóta að gera sér grein fyrir þeim vaxtakostnaði, sem íjár- skuldbindingar þeirra fela í sér fram í tímann. Sumir lántakendur eygja kannski von til þess, að þeir geti einhvem veginn komið fjármagns- kostnaðinum yfír á aðra, annað hvort á eigin viðskiptavini með því að hækka verð á vöm, þjónustu eða vinnu á innlendum markaði eftir föngum eða þá á almenning með því að fá ríkisstjómina til að fella gengi krónunnar, útvega ný lán eða prenta peninga. Aukin verðbólga er lántakendum yfírleitt í hag vegna þess, að raunvextir á ftjálsum markaði lækka venjulega með vax- andi verðbólgu að öðm jöftiu, hvort sem full verðtrygging fjárskuld- bindinga er við lýði eða ekki. Fyrirhyggjuleysi í fjárfestingu og rekstri margra fyrirtækja að und- anfömu hefur ekki einskorðazt við óhóflega ásókn í lánsfé. Reynslan hefur sýnt vinnuveitendum það með ámnum, að þeim er yfirleitt óhætt að skrifa undir næstum hvaða kaup- samning sem er, því að ríkisvaldið grípur í taumana með gengisfell- ingu eða öðmm ráðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja, ef boginn er spenntur of hátt við samningaborðið. Launþegar hafa líka komizt að raun um það, að þeim er sömuleiðis nokkum veginn á landinu og eftir því sem fært þykir og tekið tillit til atvinnustarf- semi í fjórðungnum. Einnig er lagt til að menntamálaráðuneytið geri sérstakar ráðstafanir til að fá fag- menntað fólk til starfa í skólum innan fjórðungsins. Ákvarðanir um jarðgöng og brýr í skýrslunni segir að brýn nauð- syn sé á að ákvarðanir verði teknar um framtíðarskipulag samgangna á Vestfjörðum, einkum hvað varðar jarðgangna- og brúargerð, enda er það forsenda þess að hægt sé að , ráðast í skynsamlega áætlunargerð i á öðmm sviðum. Það er eðlileg for- 1 senda fyrir gerð jarðgangna milli Þorvaldur Gylfason „Langvarandi verð- bólga hefiir skekkt undirstöður atvinnu- lífsins í landinu með því að beina ^árfestingu að óarðbærum fram- kvæmdum og með því að halda hlífiskildi yfir óhagkvæmum rekstri. Ríkisvaldið hefur iðu- lega varpað Qárhags- vanda fyrirtækja yfir á almenning með því að prenta peninga eða fella gengi krónunnar í stað þess að knýja fyrir- tækin til nauðsynlegrar hagræðingar og end- urnýjunar.“ óhætt að fara fram á næstum hvaða kaup sem er. Verklýðsfélög og sam- tök vinnuveitenda hafa í reynd ver- ið leyst undan eigin ábyrgð á afleið- ingum kjarasamninga. Launþegar og vinnuveitendur hafa næstum aldrei þurft að súpa seyðið af óraun- hæfum kjarasamningum, heldur þéttbýlisstaðanna á norðanverðum Vestfjörðum að öll opinber þjónusta verði endurskipulögð með tilliti til þeirrar breyttu aðstæðna sem slík samgöngubót skapar. Þarna má telja meiri samnýtingu í efstu bekkjum grunnskóla, í heilsugæslu, sundlaugum og íþróttahúsum. Skipulag hafnarframkvæmda á norðanverðum Vestfjörðum þarf að taka mið af jarðgöngum. Þá skapa þau forsendur fyrir víðtækri endur- skipulagningu í atvinnulífinu með sameiningu eða auknum samrekstri fyrirtækja. Áfram verði unnið að því að bæta akvegakerfíð milli byggðar- laga, að teknu tilliti til jarðgangna. Leitast verði við að framkvæmdir I í vegagerð falli að þeim byggða- hefur ríkisvaldið axlað ábyrgðina og veitt fjárhagsvanda fyrirtækj- anna út í verðlagið með peninga- prentun og gengisfellingu. Verk- lýðsfélögin hafa þá iðulega heimtað kauphækkun í skaðabætur og þannig koll af kolli. Þannig hefur ríkisvaldið átt mikinn þátt í víxlhækkun kauplags og verðlags gegnum tímann. IV Ríkisstjómin reyndi að vísu að komast hjá þessum vanda 1983 með því að lýsa því yfir, að launþeg- ar og vinnuveitendur yrðu sjálfir að bera ábyrgð á afieiðingum kjara- samninga eftirleiðis og una þeim. Skilaboðin voru skýr. Ef kauplagi væri engu að síður hleypt fram úr . greiðslugetu fyrirtækjanna, gætu einhver þeirra neyðzt til að hætta rekstri. Starfsmenn þessara fyrir- tækja myndu þá þurfa að flytjast í önnur störf. Og þeir bæm sjálfir ábyrgð á raskinu, að svo miklu leyti sem kaupkröfur þeirra sjálfra hefðu riðið baggamuninn. Vitneskju laun- þega og vinnuveitenda um sjálfs- ábyrgð þeirra við kjarasamninga var þannig ætlað að tryggja það, að launakostnaði og þar með verð- bólgu væri haldið í skefjum. Þessi stefna var skynsamleg, svo langt sem hún náði. Henni fylgdi samt sá vandi, að atvinna hefði getað brugðizt, hefði launakostnað- ur hækkað of mikið þrátt fyrir yfír- lýsingu ríkisstjórnarinnar. Ef ríkis- stjómin hefði reynt að halda kaup- kostnaði innan hóflegra marka með því að hóta hegningu (til dæmis með því að lýsa því yfír, að gengis- felling kæmi alls ekki til greina að loknum samningum), hefði hún þá átt að beita hegningunni, ef hótun- in hefði ekki hrifíð? Því er ekki auðvelt að svara, sérstaklega þegar kauphækkun eins hóps launþega er í þann veginn að kosta aðra hópa vinnuna, eins og hæglega getur gerzt við núverandi skipan mála á íslenzkum vinnumarkaði, þar sem samið er um kaup og kjör í hverri atvinnugrein og ekki í hveiju fyrirtæki. Við þau skilyrði getur það verið erfítt fyrir stjóm- völd að halda að sér höndum og vísa ábyrgðinni á launþega. áformum sem ákvarðanir era tekn- ar um. Stöðnun í hús- byggingum í húsnæðiskafla tillagna Byggða- stofnunar kemur eftirfarandi m.a. fram: Vandi landsbyggðarinnar felst einkum í því að víðast hvar er markaðsverð íbúðarhúsnæðis lægra en byggingarkostnaður. Við slíkar aðstæður er þess ekki að vænta að einstaklingum þyki væn- legt að ráðast í íbúðabyggingar. Hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum eru hins vegar önnur sjónarmið ráðandi. Fyrirtækin era oft með mikið fjármagn bundið í atvinnu- tækjum en búa við viðvarandi skort Hingað til hafa íslenzk stjómvöld alltaf látið undan launþegum og vinnuveitendum, þegar á hefur reynt, enda er verðbólguvandinn óleystur enn. Ríkisstjómir ýmissa annarra Evrópuríkja hafa hins veg- ar látið sverfa til stáls á vinnumark- aði á þessum áratug með þeim árangri, að verðbólga hefur rénað mjög í Evrópulöndum, en atvinnu- leysi hefur jafnframt vaxið vera- lega. Það er að sönnu álitamál, hversu góð býti það hafa verið og hvort ríkisstjómir þessara landa áttu raunverulega annarra kosta völ, en það er önnur saga. Hér á landi ríkir þó allt annað atvinnu- ástand en í flestum Evrópulöndum að því leyti, að þrálát mannekla er landlæg hér, þótt hún hafi minnkað nokkuð síðustu mánuði. Það er þess vegna ólíklegt að mínum dómi, að aukið aðhald í efnahagsmálum hér hefði nokkum atvinnuleysisvanda í for með sér. V Hvers vegna heldur verðbólgan áfram ár eftir ár, án þess að ríkis- valdið taki á sig rögg og uppræti þennan ófögnuð, eins og hver ríkis- stjómin á eftir annarri hefur sagzt mundu gera? Þessu er erfítt að svara. Einn möguleikinn er sá, að áhrifamiklir stjómmálamenn telji verðbólguna ekki vera svo alvarlega meinsemd, þegar öllu er á botninn hvolft, að það sé vert að ógna sérhagsmunum þeirra, sem streitast gegn aðhaldi í efnahagsmálum. Þessari skoðun kann að hafa vaxið fiskur um hrygg, eftir að verðtryggingu ýmissa tegunda sparifjár var komið á, jafnvel þótt sparifé haldi áfram að rýma veralega á óverðtryggðum bankareikningum. Hitt stendur eft- ir, að verðbólga hefur skekkt undir- stöður efnahagslífsins með því að hlaða undir óarðbæran atvinnu- rekstur. Verðbólga dregur auk þess næstum öragglega úr hagvexti óg rýrir lífslqör almennings til fram- búðar að sama skapi, jafnvel þótt íslendingar búi yfirleitt við ágætan efnahag af öðram völdum. Það er umhugsunarvert, að vöxt- ur þjóðarframleiðslu á mann á Is- landi síðan 1950 hefur verið 1% hægari á ári að meðaltali en í Nor- á vinnuafli. Mörg fyrirtæki hafa því byggt eða keypt húsnæði fyrir starfsmenn. Fyrirtæki víða á lands- byggðinni era því reiðubúin að fjár- festa í íbúðarhúsnæði ef hægt er að ijármagna slíkt. Sömu sögu er að segja um sveitarfélögin. Lífeyris- sjóðir hafa sýnt áhuga á að fjár- magna íbúðabyggingar á starfs- svæði sínu með milligöngu Bygg- ingasrsjóðs ríkisins. Það er því ljóst að hagsmunir þessara þriggja aðila fara saman. Framkvæði í þessu máli getur ef vel tekst til haft vera- leg margföldunaráhrif á það fjár- magn sem í boði verður. , Lítil Ijárfesting í nýbyggingum er merki þeirrar stöðnunar í hag- vexti sem óhjákvæmilega fylgir fólksfækkun á landsbyggðinni. Hætta er á vítahring sem leiðir til vaxandi hnignunar í atvinnulífí og fólksflótta sem ekki er í neinu sam- ræmi við þá efnahagslegu mögu- leika sem fyrir hendi era á lands- byggðinni. I framhaldi af þessu er lagt til að í fyrstu verði einkum lögð áhersla á að leysa úr vanda þeirra staða þar sem fyrir hendi er næg atvinna en skortur á íbúðar- húsnæði fyrir fólk sem er með eðli- legar tekjur en vill ekki fjárfesta í ótta við að íjárfestingin skili sér ekki. Ljóst er að fara verður með gát við val á stöðum því offramboð á litlum markaði rýrir verð á þeim eignum sem fyrir era nema atvinnu- líf á staðnum sé í þeim mun örari vexti. í lok húsnæðiskaflans segir að samþykkt hafi verið að veita lán til byggingar 48 almennra og tveggja félagslegra kaupleiguíbúða á Vest- fjörðum og vart sé ástæða til að ráðast í frekari framkvæmdir á því sviði. Vestfj arðaáætlunin var kynnmt á Fjórðungsþingi Vestfírðinga á ísafírði í haust og rædd í stjóm Byggðastofnunar fyrir skömmu. 25 egi. Þvílíkur munur hleður utan á sig með tímanum. Þjóðartekjur okk- ar íslendinga væra rösklega 40% hærri en þær era nú, ef við hefðum náð sama hagvexti á mann og Norð- menn 1950-86. Þjóðartekjur okkar væra þá ekki milljón á mann eins og nú, heldur ríflega 1,4 milljónir króna á mann. Það munar um minna. Og Norðmenn hafa ekki aðeins búið við mun meiri hagvöxt á mann en við, heldur margfalt minni verðbólgu, næstum ekkert atvinnuleysi og blómlega byggð um Noreg allan. Reynsla Norðmanna staðfestir það, að mikil verðbólga er með engu móti nauðsynleg til þess að halda fullri atvinnu, öram - hagvexti og heilbrigðu jafnvægi í landsbyggð. Það er þvert á móti hægt að færa þung rök að því, að verðbólgan á íslandi sé völd að þessum mun á hagvexti þar og hér að miklu leyti. Þetta má ráða af því meðal annars, að hagvöxtur á mann hér heima var miklu hægari verðbólguárin 1973-86 en 1950-73, en hagvöxtur á mann jókst hins vegar aðeins lítillega í Noregi eftir 1973 þrátt fyrir mikinn búhnykk vegna hækkunar olíuverðs. Við þetta bætist það, að áfram- haldandi halli á viðskiptum við út- lönd eykur erlendar skuldir íslend- inga í sífellu. Skuldabyrði þjóðar- innar þyngist því smám saman. Ef viðskiptahallinn verður áfram um 4% af þjóðarframleiðslu og fram- leiðslan heldur áfram að vaxa um 4% á ári að meðaltali, svo sem ver- ið hefur þennan áratug, þá mun skuldabyrðin tvöfaldast sjálfkrafa á næstu 30 áram að öðra jöfnu. Ef svo fer, munu erlendir lánardrottn- ar hirða þriðju hverja krónu af út- flutningstekjum okkar eftir 30 ár, en ekki sjöttung eins og nú. Þá verður skuldabyrði íslendinga orðin jafnþung og hún er nú meðal sumra skuldugustu þjóða heims, fátækra þjóða, sem ramba á gjaldþrots- barmi. Allt ber að einum branni. Getur nokkram manni blandazt hugur um nauðsyn þess að ná verð- bólgunni og viðskiptahallanum nið- ur í eitt skipti fyrir öll? Höfúndur er hagfræðiprófessor við Háskóla. íslands. Fækkar meina- tæknum vegna eyðniáróðurs?: A erfitt með að trúa því -segir Ólafiir Ólafsson ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir að hann eigi erfitt með að trúa því að hræðslan við eyðnism- it hafi haft þau áhrif að dregið hafi úr aðsókn nemenda í meina- tæknanám. Morgunblaðið hefúr greint frá þvi að aðeins fjórir nemendur hófii nám í meina- tækni í haust og haf þeir aldrei verið færri. Er mest var sóttu um hundrað nemendur um þetta nám að hausti. Ástæður þessarar litlu aðsóknar nú eru sögð vera lág laun og hættan á eyðnismit- un. „Ég útiloka ekki að í einstaka tilfellum hafí hættan á eyðnismitun þau áhrif að nemendur vilja ekki fara í þetta nám. En almennt séð tel ég að lág laun og mikið vinnuá- lag hafí mun meir að segja,“ segir Ólafur Ólafsson. Ólafur bendir á að starfsfólk í heilbrigðisstéttum sé yfírleitt mjög vel upplýst um hættuna af eyðni. Þá hafa verið haldnir margir fundir með öryggisnefnd meinatækna og áðstafanir gerðar á vinnustöðum þeirra til að auka öryggi á þeim. Hann nefnir einnig sem dæmi að aðsókn í nám í heilbrigðisgeiranum hafí stöðugt minnkað undanfarin 5-8 ár, bæði vestanhafs og austan og hafi sú þróun hafist áður en eyðniumræðan hófst að ráði. Frá ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.