Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 1

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 1
112 SIÐUR B/C/D 279. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 19888 Prentsmiðja Morgrinblaðsins Halda enn til í herstöðinni Buenos Aires. Reuter. PRESTUR sem ræddi við fréttamenn í gær eftir að hafa verið meðal 400 uppreisn- armanna í Campo de Mayo, stærstu her- stöð Argentínu, sagði að þeir væru stað- ráðnir i að berjast til síðasta blóðdropa. Skömmu áður hafði herinn lýst því yfir að uppreisnin, sem hófst á föstudag undir forystu Mo- hameds Ali Seinaldin, hefði verið bæld niður. Mengunarhætta orðum aukin? í NOREGI sem og víðar hefur nokkuð verið rætt um meng- unarhættuna, sem sumir telja geta staf- að frá laxeldisstöðv- unum, en norski fiskifræðingurinn Jan Aure telur, að burtséð frá nokkurri hættu á stað- bundinni mengun sé mengunarhættan almennt mjög litil. Kom þetta fram í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren nú fyrir skemmstu. Aure segir, að þegar sildin hafi verið mest hafi stofh- inn talið 10 milljónir tonna og hafi þá að sumu leyti háft slæm áhrif á um- hverfið. Laxeldið við Noreg er nú kom- ið í 80.000 tonn og Aure segir, að þótt sú tala sé tvöfölduð til að taka tillit til mengunar frá fóðrinu sé enn langt i land með að mengunin verði sú sama og af síldinni. Steikin eldri en áður var talið London. Reuter. LJÓST þykir, að maðurinn hafi farið að nota eldinn miklu fyrr en áður var talið eða fyrir hálfri annarri milljón ára. Breska visindatímaritið Nature skýrði frá þessu í gær og segir, að þetta hafi komið fram við fornleifa- uppgröft í Suður-Afríku. Fundust þar í helli brunnar beinaleifar ýmissa dýra og má af aldri þeirra ráða, að menn hafi verið komnir upp á lag með að steikja sér kjöt til matar hálfri milljón ára fyrr en áður var haldið. Morgunblaðið/Þorkell ISLIPPNUM ísraelar ætla að framselja sovésku flugræningjana Jerúsalem. Reuter. " ÍSRAELAR ætla að afhenda Sovétmönnum mennina fimm, sem neyddu i fyrradag áhöfn sovéskrar flutningaflugvélar til að fara með þá til Tel Aviv. Var þetta haft eftir tals- manni ísraelska utanrikisráðuneytisins, Alon Liel, sem sagði, að sovésk stjórnvöld hafa farið fram á, að mennirnir yrðu framseldir og hefði verið ákveðið að verða við þvi þótt ríkin hefðu ekki með sér gagnkvæman fram- salssamning. Flugræningjamir, fjórir karlmenn og ein kona, vora vopnaðir skammbyssum og riffli en afhentu vopnin og gáfust upp strax við komuna til ísraels. Vora þeir auk þess með mikið af pen- ingum í fóram sínum. Sagan hófst með því, að fólkið náði á sitt vald skólabíl með 30 börnum, sem það hótaði öllu illu fengi það það ekki flugvél til að flytja Flugræningjarnir fimm á Ben- Gurion-flugvelli eftir að þeir gáfust upp. Fyrir framan þá eru tveir sekkir fiillir af rúblum. sig úr landi. Varð ísrael fyrir valinu vegna þess, að fólkið hélt, að andkommúnísk ríkisstjórn hefði komist þar til valda að loknum kosningunum 1. nóvember sl. Israelska lögreglan yfirheyrði flugræningjana í alla fyrrinótt en talsmaður hennar sagði, að þeir hefðu gefið heldur raglingsleg svör við flest- um spurningum. Þó kom það fram hjá þeim, að þeir hefðu krafist flugvélarinnar til að komast úr landi með féð, tvær milljónir rúblna, sem ekki er vitað hvort þeir stálú eða fengu í lausnargjald fyrir börnin. Flugræningjamir virðast hafa misskilið ástandið í ísraelskum stjórnmálum. Litlu hægri- flokkamir styrktust að vísu í kosningunum en ný stjórn hefur enn ekki verið mynduð. Yitzhak Shamir, leiðtogi Likudflokksins og núverandi forsætisráðherra, hefur auk þess mikinn áhuga á bættum samskiptum við Sovétmenn. EIN f SORG OG GLEÐI MULRONEY

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.