Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Aðstaða fyrir skautafólk verður bætt á Rauðavatni. Aðstaða bætt fyrir skauta- fólk á og við Rauðavatn Á næstu dögum bjrrja starfs- menn íþróttavalla Reykjavíkur að bæta aðstöðu fyrir skauta- fólk á og við Rauðavatn. Lýsing verður bætt til muna og bíla- stæði lagfierð. Að sögn Jóhannesar Óla Garð- arssonar vallarstjóra þarf einnig að dýpka vfkina þar sem fólk hefur einkum farið á skauta. Við þá vík á einnig að bæta lýs- ingu stórlega. Til stóð að dýpka víkina fyrr í haust á meðan yfir- borð vatnsins var lægra en það er nú. Umhverfismálaráð hefur nú gefið grænt ljós á breytingarn- ar og því ætti að vera hægt að hefjast handa á næstunni. Til þess að freista þess að fá slétt og gott svell í víkinni verður útbúin ejrja úti fyrir henni þannig að víkin lokist betur og lygnara verði í henni. Starfsmenn íþrótta- valla vonast til að með þessu verði einnig auðveldara að komast að til að þrífa svellið. Endurgreiðsla á uppsöfiiuðum söluskatti: Fiskeldisstöðvarnar fá tvö til þrjú prósent af rekstrarkostnaði ÁK VEÐNAR hafa veríð reglur um endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti fískeldisstöðva og loðdýraræktenda frá árunum 1986 og 1987. Sveinbjörn Eyjólfsson deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu segir að greiðslur söluskattsins farí eftir fjárveitingum, en reynt verði að greiða fyrsta hlutann sem fyrst. Ársþing KSÍ: 8 milljóna króna tap Selfossi. „VIÐ þurfúm að draga saman seglin, það er um líf eða dauða að tefla,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Knatt- spyrnusambands íslands, á árs- þingi sambandsins, sem haldið er á Selfossi nú um helgina. Tap á rekstrí KSÍ er rúmlega átta milljónir króna á árínu. Fram- kvæmdastjóri sambandsins, Sig- urður Hannesson, sagði starfí sínu lausu á sfjórnarfúndi á fostudag. Erfið fjárhagsstaða var helsta umræðuefnið á þinginu í gær, laugardag. Helstu skýringuna sagði Ellert B. Schram vera að þrír leikir hefðu verið leiknir er- lendis í heimsmeistacakeppninni, en aðeins einn heima. Þessi út- koma sýndi hve dýrt það er, að taka þátt í slíkum keppnum. Hann sagði að staðan væri vissulega slæm, en nú væri aðeins leikhlé, seinni hálfleikur yrði leikinn næsta sumar, en þá verða fleiri heima- leikir. Tekjur KSÍ voru um 40 milljónir króna á árinu. Ellert sagði að uppsögn fram- kvæmdastjórans væri í fullu sam- ráði á milli hans og stjómar KSÍ og væri liður i að draga saman reksturinn. Stjóm KSÍ verður kjörin í dag og þá lýkur þinginu. — Sig-Jóns. Reykjanesbraut: Tveir út af vegna hálku TVEIR bílar fóru út af Reykja- nesbraut á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og eru óhöppin rakin til mikillar hálku. Ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki. Um kl. 21 á föstudagskvöld valt bíll á Reykjanesbraut, skammt sunnan Hafnarfjarðar. Ökumaður og farþegar voru flutt- ir á slysadeild, en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Aðfaranótt iaugardags missti annar ökumað- ur stjóm á bíl sínum á svipuðum slóðum og hafnaði bíllinn utan vegar. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Ekki næst í Asmund EKKI hefúr tekist að ná tali af Ásmundi Stefánssyni forseta Alþýðusambandsins til þess að fá álit hans á nýjustu upplýsing- um um stöðu sjávarútvegfyrir- tækja og viðbrögðum ráðherra við þeim. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur sagt að launakostnaður þjóðarbúsins væri of mikill og fram kom að laun vega mun þyngra í efnahagskerf- inu hér heldur en í nágrannalönd- unum. Steingrímur sagðist telja að yfirborganir væru að jafiiaði um 20% og að þeim yrði að linna. Morgunblaðið gerði ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við forseta ASÍ í gær og fyrradag beint og með skilaboðum en án árangurs. Söluskattur til fiskeldis verður endurgreiddur sem hlutfall af rekstrarkostnaði fyrirtækjanna. Uppsafnaður söluskattur 1986 er 15,9 milljónir og 1987 er hann áætlaður 35-40 milljónir. Mat- fiskeldið fær endurgreidd 2,9% af rekstrarkostnaði bæði árin, seiða- eldið 2,4-2,5%, hrognaframleiðslan 2,4% árið 1986 og 2,1% 1987 og hafbeitin 2,1-2,2%. Loðdýraræktin fær í sinn hlut 11,8 milljónir vegna 1986 og 16,5 milljónir vegna 1987. Ekki liggur fyrir hvað söluskattur beggja grein- anna er mikill á árinu 1988. Þessum upphæðum er deilt niður á hvolpa- Bankaútkall SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór í gærmorgun mikinn þegar boð- unarkerfí í Vegamótaútibúi Landsbankans að Laugavegi 7 fór í gang. egar á staðinn var komið voru engir sviðnir seðlar, heldur aðeins hreingemingamenn, sem höfðu í ógáti ert skynjara og sett kerfíð af stað. Hólar: Dómkirkjan í notkun á ný Hóladómkirkja verður tekin f notkun á ný í dag eftir endurbygg- ingarstarf frá síðustu áramótum. Þá var kirkjan gerð nær fokheld en síðan hefúr endurreisnarstarf- ið fe-ið fram. Hátíðahöld verða að Hólum í dag og hefjast þau með hátíð- armessu kl. 13.30. Þar mun herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, prédika og lýsa blessun. Pyrir altari þjóna séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup, séra Hjálmar Jónsson pró- fastur, séra Sigurpáll Óskarsson og séra Dalla Þórðardóttir. Nú er lokið endurreisn Hóladóm- kirkju innan dyra fyrir utan viðgerð á Hólabríkinni, en í tilefni af 70 ára afmæli fullveldis íslands hefur ríkis- stjóm íslands ákveðið að kosta það sem á vantar í viðgerðinni á Hólabríkinni. §ölda þessi ár. Refabændur fá 102 krónur á hvolp vegna 1986 og 120 kr. vegna 1987. Minkabændur fá 60 kr. á hvolp vegna 1986 og 70 krónur vegna 1987. Bóndi sem fær 600 refahvolpá á ári fær rúmar 60 þúsund kr. endurgreiddar fyrir fyrra árið og rúmar 70 þúsund kr. seinna árið. Ósk Flying Tigers um flugleyfi: Myndu kaupa eldsneyti fyr- ir 300 miUjónir króna árlega MEÐ auknum samgöngum verður heimurínn sífellt „minm“ og möguleikar á verzlun og viðskiptum við fjarlæg lönd aukast að sama skapi. Skrífleg umsókn frá flutningarísanum Flying Tigers um lendingaleyfi og leyfi til fragtflutninga milli Asíu og Evrópu um Island liggur nú þjá samgönguráðherra og verður lögð fyrir flugráð i þessari viku. Fullvlst er talið að leyfi til millilendinga fáist svo og leyfi til fragtflutninga milli íslands og Asíu. Vafi leikur hins vegar á leiðinni milli Islands og annarra Evrópu- landa, þar sem Flugleiðir eiga þar hagsmuna að gæta. Mál þetta snýst um hundruð mifljóna í veltu og tugi í tekjur á hveiju ári. Til dæmis má áætla beinar tekjur ríkisins vegna lendingagjalda og fleirí þátta um 60 mifljónir á ári og sala eldsneytis gæti num- ið um 300 miiyónum króna. Það er því mikið í húfí, en jafnframt mikilvægt að Flugleiðir og Arnarflug berí ekki skarðan hlut frá borði. Afstaða Flugleiða er ekki fylli- lega ljós í þessu máli, en stjórnendur þeirra segjast tilbúnir til viðræðna við Flying Tigers. Burt Hubbs, yfirmaður Evrópu- deildar Flying Tigers, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hann óskaði samvinnu við Flugleiðir og hann teldi möguleika þeirra á auknum fragtflutningum vaxa verulega, fengi félag hans leyfí til flutninga á þessum leiðum. Verulegur flutningur á ýmiss kon- ar varnmgi er | milli Evrópu og Asíu og pólleiðin erhagkvæmfyr- ir þá. Komi Fly- ing Tigers til Keflavíkur með mikið af þessum vamingi, á enn eftir að dreifa honum til Norðurlandanna. Eftir þeirri flugleið sækist Flying Ti- gers ekki, heldur London og Frankfurt, svo flutningar til Norð- urlandanna myndu að minnsta BAKSVIÐ eftir Hjört Gíslason kosti falla Flugleiðum í skaut. Austurleiðin er hins vegar mun ljósari. Flugleiðir eru ekki á þeirri leið, enda má segja að hún hafi nánast verið okkur lokuð. í Japan er stærsti fiskmarkaður heims og hvergi er greitt jafnhátt verð fyr- ir fiskinn og þar. Með Asíufluginu opnast þessi markaður fyrir ís- lendinga og ætti það að geta breytt miklu. Stopult flug og tak- mörkuð flutningageta hefur til þessa komið í veg fyrir reglulegt flug með ferskan fisk í verulegum mæli héðan til annarra landa. Japanskir kjöt- ■■■■■■^H kaupmenn hafa lýst áhuga á kaupum á um . þremur tonnum af svokölluðum pístólum, sem eru afturpartar af feitum hrossa- lqötsskrokkum, á viku hverri á haustmánuðum. Þá eru taldir ein- hveijir möguleikar á sölu íslenzks lambakjöts tíl Japans, einkum vegna þess að það er laust við hormóna. Ný-Sjálendingar einoka þennan lambakjötsmarkað og við þá er erfitt að keppa í verði, en takist að sýna fram á að gæði íslenzka kjötsins séu meiri, ætti að vera möguleiki á einhverri lambakjötssölu þangað austur. Þá má ekki gleyma því að flutnings- kostnaður á vamingi ættuðum að austan ætti að lækka við það að með hann verður flogið beint. Flying Tigers munu þurfa mikla þjónustu hér, koma upp skrifstofu, kæligeymslu og ann- arri aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Þar munu þeir einnig kaupa ýmsa þjónustu af Flugleiðum, kaupa eldsneyti fyrir hundruð milljóna árlega og veita nokkrum fjölda fólks vinnu. Mjög mikilvægt virð- ist vera að stjómendur Flugleiða og Flying Tigers ræði saman og komist að samkomulagi, sem auki möguleika Flugleiða og komi þannig báðum aðilum að gagni. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í veði fyrir alla aðila þessa máls og bylting í samgöngum getur verið framundan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.