Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 6

Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Ræðst í verkefiii sem aðrir leggja ekki í SVERRIR Kristinsson á og rekur eina stærstu fasteignasölu á landinu og stýrir framkvæmdum Hins íslenska bókmenntafélags, sem er eitt elsta félag á landinu. Þá hefur hann um árabil rekið umfangsmikla bókaútgáfu á vegum eigin forlags, Lögbergs. Hann hefur ráðist í Qölmörg stórvirki, meðal annars gefið út fomhandrit ljósprentuð, Guðbrandsbiblíu, Skálholtsbók, sögu fomleifarannsókna í Skálhoiti, röð listaverkabóka með verkum íslenskra listamanna og nú síðast þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu og Konungsbók Eddukvæða. Hann er áhugamaður um varð- veislu fomminja og stjómar- maður í félaginu Minjar og saga. Auk þess safnar hann listaverkum af miklum móð, les mikið og á gott bókasafn. Manninn þekkja hins vegar ekki margir. Lítið hefur borið á honum í fjölmiðlum og af- rekalista hans er ekki að finna i Æviskrám samtíðarmanna. Sverrir er haldinn geysilegum áhuga á bókmenntum og listum. Þau stórvirki í bókaútgáfu, sem hann hefur ráðist í, em fremur gerð af eldmóði en í gróðaskyni. Út- gáfa af þessu tagi er ákaflega sér- stök og mjög dýr,“ segir Þórólfur Halldórsson, sem er meðeigandi Sverris í fasteignasölunni Eigna- miðluninni. „Það er óhætt að full- yrða að hann hafí unnið verk sín af lítillæti og hann er ekkert fyrir það að berast á.“ Aðrir, sem þekkja Sverri, taka í sama streng og segja að hann mikl- ist ekki af verkum sínum. Til dæm- is hafí menn í mörg ár verið búnir að tala um nauðsyn þess að gefa fomhandrit út ljósprentuð á íslandi og mikið verið velt vöngum og málin. Það er mjög skemmtilegt að vinna fyrir hann vegna þess hvað hann leggur mikinn metnað í verkin og kastar ekki til höndum. Þótt hann sé með sérfræðinga með sér er hann sjálfur á kafí í því að tryggja að prentgæði, pappír og fleira slíkt sé í fullkomnu lagi og eftir hans höfði." Sverrir hefur stundað fasteignasölu í yfir 20 ár. „Þar koma fram sömu per- sónueinkennin hvað varðar nákvæmni og festu,“ segir Þórólfur. „Hann vill að allt sé í góðu lagi og eftir settum reglum og tilskildum form- úlum.“ Þorgeir segir að Sverrir hafi ekki stóran hóp starfs- fólks í kring um sig hjá Lögbergi, heldur vinni hann ótrúlega mikið í fyrirtækinu sjálfur. „Hann gefur einkum út stærri verk og vandaðri og leggur því ekki megin- áherslu á jólamarkaðinn, heldur verk sem eru sígilt innlegg i menninguna og seljast á löngum tíma,“ segir Þó- rólfur. Sverrir hefur um næstum tveggja áratuga bil verið bókavörð- ur Hins íslenska bókmenntafélags, en sú staða jafngildir starfí fram- kvæmdastjóra. Sigurður Líndal, forseti Bókmenntafélagsins, segir að störf hans þar hafí einkennst af frábærri umhyggju og óeigin- gimi fyrir félagið. Sverrir var feng- inn til starfans vegna áhuga síns á bókum og útgáfu. „Sá áhugi kemur alveg frá hjartarótum," seg- ir Sigurður. Sverrir er feikna athafnasamur maður. Reyndar hætti hann lög- fræðinámi áður en prófi var lokið vegna þess hvað hann var þá orð- inn umsvifamikill. Sverrir Kristinsson, fasteignasali og bókaútgefandi. SVIPMYND efíir Ólaf Stephensen skrafað án þess að úr yrði, en Sverrir undið sér í það orðalaust og tekist vel. „Hann ræðst í verkefni, sem aðrir útgefendur myndu aldrei leggja í. Það eru þá rit, sem honum fínnst merkileg og eiga erindi á markaðinn. Að þessu leyti er hann sérstakur í bókaútgáfunni, segir Þorgeir Baldursson, forstjóri prent- smiðjunnar Odda, þar sem bækur Lögbergs eru prentaðar. „Sverrir er með áreiðanlegri mönnum sem ég hef átt viðskipti við,“ sagði Þorgeir Baldursson. „Hann vill hafa allt eins vel úr garði gert og kostur er, en engu að síður passar hann vel upp á fjár- Verð á loðnulýsi fer lækkandi ytra Fituinnihald loðnunnar óvenju lítið „ VERÐ á Ioðnulýsi fer lækkandi og nú feest svipað verð fyrir það í dollurum og á sama tíma í fyrra, 325 dollarar eða um 14.700 krónur fyrir tonnið. Verð á loðnumjöli hefur haldist nokkuð stöðugt að undanf- örnu, 9,50 dollarar fyrir prótíneininguna eða um 30.200 krónur fyrir tonnið en það má búast við að það falli einnig á næstunni því Suður- Ameríkumenn hafa selt mikið magn af fiskimjöli að undanförnu fyrir lágt verð. Hins vegar hefur lítið verið selt af loðnuafurðum að undanf- örnu,“ sagði Jón Olafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fisk- mjölsframleiðenda, í samtali við Morgunblaðið. Menn búast við að lýsisverðið hækki aftur eftir áramótin og halda því að sér höndum með sölu á lýsi núna,“ sagði Þórhallur Jónasson rekstrarstjóri síldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði. „Fituinnihald loðn- unnar er óvenju lélegt núna miðað við árstíma en það er venjulega mest í nóvember. Fituinnihaldið er 15 til 16% en var 16 til 18% á sama tíma í fyrra. Skýringin liggur ef til vill í því að loðnan hafi ekki nógu mikið æti og það hefur verið óvenju mikið smátt í því sem hefur borist á land að und- anfömu. Nú fást 25.000 til 28.000 króna skilaverð fyrir tonnið af loðnu- mjöli og um 13.000 króna skilaverð fyrir tonnið af loðnulýsi. Hráefnis- verðið er trúlega um 3.700 krónur að meðaltali á Norður- og Austurl- andi og hækkun á því hefur skilað sér svo að segja eingöngu til útgerð- arinnar," sagði Þórhallur Jónasson. „Meðalhráefnisverð á suðvestur- hominu er um 4.000 krónur. Það kom upp spenna að standa við fyrir- framsamninga og hráefnisverðið hef- ur rokið upp úr öllu valdi. Það er komið upp fyrir það að hægt sé að reka verksmiðjurnar á núllinu," sagði Jón Ólafsson. í nóvember í fyrra fengust 7,50 til 8 dollarar fyrir prótíneininguna af loðnumjöli og um 330 dollarar fyrir tonnið af loðnulýsi. í júnílok í sumar fengust allt að 9,90 dollarar fyrir prótíneininguna af loðnumjöli og 475 dollarar fyrir tonnið af loðnu- lýsi. Þeir sem gerðu fyrirframsamn- inga um kaup á lýsi fyrir há verð í sumar hafa hins vegar komið sér undan þessum samningum þegar menn hafa ekki haft lýsi upp í samn- ingana vegna lélegrar loðnuveiði," sagði Jón Olafsson. Habitat flytur í Miklagarð ÁKVEÐIÐ hefiir verið að KRON taki við rekstri verslunarinnar Habitat af Kristjáni Siggeirssyni hf. og verður verslunin opnuð í mun stærra húsnæði í marsmán- uði næstkomandi í Miklagarði við Sund. Samkvæmt upplýsingum þeirra Hjalta Geirs Kristjánssonar, framkvæmdatjóra Kristjáns Sig- geirssonar hf. og Þrastar Ólafsson- ar, stjómarformanns KRON, varð samkomulag milli fyrirtækjanna um að KRON yfírtæki rekstur Habitat á íslandi. Fram að þeim tíma verður verslunin í fullum rekstri Kristjáns Siggeirssonar hf. að Laugavegi 13, á sama stað og hingað til. Dauðastríð og íramhaldslíf FLEST hefur fallið í skuggann af hrikalegri afkomu fiskvinnslu og fiystingar á liðinni viku, en ýmislegt annað þvælist þó fyrir stjórnarherrunum. Þar má nefiia ágreining um ýmis tekjuöflunarfriimvörp, ákvörðun um framhaldslíf Arnarflugs, og hvort afskrifa beri a.m.k. 110 milljónir króna. Loks stökkva sljórnarherramir út og suður, norður og niður, þegar rætt er um byggingu varaflugvallar. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir einfaldlega að það verði enginn varaflugvöllur byggður f tíð þessarar ríkisstjórnar, „Það er alveg ljóst að það verður ekkert farið f svona ágreiningsmál í þessari ríkisstjórn. Því verður enginn varaflugvöllur byggður. Ég trúi þvf ekki að nokkur maður vilji setja fiármuni f slíka framkvæmd nú, eins og efiiahagsástand þjóðarinnar er,“ segir forsætisráðherra. Varaflugvallarmálið er nú í hönd- um Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra, en hann er talinn ætla að fara sér hægt, og undirbúa málið vel á bak við tjöldin, þannig að bygging varaflugvallar fáist samþykkt. Einkum mun hann hafa í hyggju að ræða við Steingrím nokkum Sigfússon, samgönguráð- herra, og gefa honum kost á að láta af andstöðu sinni, sem er mjög hörð. Andstaða samgönguráðherra við byggingu slíks flugvallar, í eigin kjördæmi, Norðurlandskjördæmi eystra, mun leggjast afskaplega illa í marga íbúa þess. Þegar að staðarv- ali kemur er líklegast að Aðaldalur verði ofan á. Það þarf því ekki að ■■ DAGBÓKmm STfÓRNMÁL eftir Agnesi Bragadóttur verða ofverk utanríkisráðherra að snúa Þingeyingnum. Kratar og sjálf- stæðismenn eru sama sinnis í vara- flugvallarmálinu, svo og borgara- flokksmenn, þannig að málið sem slíkt hefur tryggan þingmeirihluta. En alþýðubandalagsmenn eru harðir á móti slíkri byggingu og framsókn- armenn munu margir hvetjir fylgja þeim að málum, en Framsóknar- flokkurinn er klofínn í afstöðu sinni. hvort þurfí ríkið að afskrifa skuldir Amarflugs við ríkissjóð, vegna ríkis- ábyrgða, breyta þeim í víkjandi lán (sem er lán þar sem aðrir kröfuhafar hafa forgang) eða að breyta skuldun- um í hlutafé ríkisins. Hér er um nálægt 110 milljónir króna að ræða. Stjómarandstaðan leggur á það mikla áherslu að bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar verði afgreidd, áð- ur en fjárlögin verða endanlega af- Sá klofningur er talinn meginástæða þess að Steingrímur Hermannsson fór með veggjum í þessu máli og beitti sér ekki í utanríkisráðherratíð sinni, þar sem klofningurinn innan flokksins hefði þar með opinberast. Forsvarsmenn Amarflugs gengu á fund forsætisráðherra á föstudags- morgun. Niðurstaða þess fundar var sú að í næstu viku verður haldinn fundur fulltrúa Arnarflugs, Flugleiða og stjómvalda, þar sem möguleiki á einhvers konar samstarfi félaganna verður ræddur. Forsætisráðherra sagði að afloknum fundinum á föstu- dagsmorgun að hann vildi fyrst sjá hver niðurstaða yrði af þeim viðræð- um, áður en hann gerði upp hug sinn til þess hvort rétt væri að ríkið gerð- ist hluthafí í Amarflugi. „Ég vil hafa tvö flugfélög í landinu, en ég tel að mikið og gott samstarf á milli þeirra sé mjög æskilegt," segir Steingrím- ur. Hann segir jafnframt að annað greidd, en eins og vitað er, hefur ríkisstjómin ekki meirihlutá' í neðri deild Alþingis. Stjómarliðar reyna á hinn bóginn að komast hjá því í lengstu lög að láta greiða atkvæði um bráðabirgðalögin í neðri deild. Leita þeir ljósum logum að „hulduat- kvæðinu" en árangurslaust hingað til. Kannski. að Parísarleikur Alberts Guðmundssonar verði til þess að bjarga þeim fyrir hom, um stundar- sakir?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.