Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 10

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 10
10 MORGUNBLABIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 FORSETIISLANDS, FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR í SAMTALIVIÐ MORGUNBLAÐIÐ eftir Agnesi Bragadóttur mynd Rognar Axelsson „VÁTS MAÐUR! Ég sé forsetann!“ Og enn hærra: „Jibbí! Hún vinkaði til mín!“ Röddin tilheyrir litlum polla, sem hefur gert sér lítið fyrir og klifrað upp á glugga forsetaskrif- stofunnar í stjórnarráðinu, til að reyna að koma auga á sjálf- an forsetann, Vigdísi Finnbogadóttur. Ætlunarverk sveinsins unga tókst og hlaut hann vink forsetans að launum, áður en hann hljóp brott ásamt vinum sínum — sjálfsagt hetja mikil í vinahópnum uppfrá þessu. Vigdís brosir umburðar- lyndu brosi, þar sem hún situr gegnt mér og segir: „Nei, þetta gerist nú ekki oft, en það kemur fyrir. Það sem mér þykir einna vænst um í þessu landi er hvað krakkarnir eru góðir við mig.“ Hvar í heiminum gæti slíkt gerst nema á Islandi? Og hvar í heiminum fengi gluggagægirinn óskamm- feilni aðrar eins viðtökur frá æðsta embættismanni þjóðar- innar? í vikunni kom út bók Steinunnar Sigurðardóttur, um forsetann: „Ein á forsetavakt“ og þá bók og ýmislegt annað frá því ári sem brátt er liðið, hefur forsetinn fallist á að ræða við mig. IGDÍS, ERTU ANÆGÐ MEÐ BÓKINA OG hvernig tilfinning er það fyrir þig að sjá í bókarformi þá daga sem Steinunn lýsir í lífi þínu? „Mér finnst bókin bráðvel skrifuð og ég er alltaf ánægð með góðan texta.“ Vigdís hugsar sig lítillega um áður en hún heldur svari sínu áfram. Brosir og segir síðan: „Nú, ég viknaði nú aldrei, þegar ég las hana, en ég skellti nokkrum sinnum upp úr og þar af leiðandi hlýtur einhvers staðar að vera í henni eilítið spaug. Að öðru leyti las ég hana eins og hverja aðra bók, sem mér lék nokkur forvitni á að lesa til enda.“ — Áttir þú náið samstarf við höfundinn, á meðan hún aflaði sér efniviðar í bókina? „Já og nei. Steinunni var boðið að fylgja mér eftir, án þess að við værum í rauninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.