Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 12

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 BLAÐAMAÐUR MORGUNBLAÐSINS FYLGIST MEÐ AFHENDINGU EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNANNA AÐ TJALDABAKI eftir Önnu Bjarnadóttur AP Danski leikstjórinn Bille August. Tók við verðlaununum úr hendi leikkonunnar Joan Collins, sem er bresk, þótt frami hennar byggist mest á leik í bandarísku sápuóperunni Dynasty. — Mikið uppi- stand varð þegar útvega þurfti stjörnunni borðherra við hæfi. Yerðlaunastyttan sem sigurvegarar evr- ópsku kvikmynda- verðlaunanna hlutu er kölluð Felix. Lista- maðurinn Markus Lúperz gerði hana. Hún er 50 sm há og tæp 10 kíló. Fólk greinir á um hvort hún sé falleg. Berlínarbúar sem spurðir voru sögðu flestir að hún væri ljót en hún leynir á sér og listamennimir sem fengu hana virtust allir kunna að meta hana. Þó stóðu tvær í reiðileysi innan um tóm glös og flöskur á laugar- dagsnótt eftir kvöldverð sem borg- arstjórinn bauð til á Intercontinen- tal-hótelinu eftir verðlaunaafhend- inguna. Vonandi hefur eigendun- um ekki þótt þær of ljótar til að ■ taka með heim. . Joan Collins var víðþekktasta stjaman í Berlín. Það vildi svo óheppiiega til að bandarískur her- foringi sem átti að sitja hjá henni í boðinu komst ekki. Dóttir hans og eiginkona mættu án hans. En það var ekki hægt að láta sætið hjá Joan standa autt. Það varð að fínna karlmann sem hún þekkti til að sitja hjá henni. Umboðskona hennar bað um Richard Attenbor- ough, samkvæmt fyrirmælum, en prótokolmeistarinn þvertók fyrir það. Þá var óskað eftir Ben Kings- ley. Sama svar. Joan varð að sætta sig við Anthony Hopkins. Herfor- ingjadóttirin fékk sætið hans. Offullirtil að þekkja Hopkins Hopkins er vingjamlegur mað- ur. Hann sagðist hafa dvalið á ís- landi í þrjá daga fyrir nokkmm ámm. „Eg var á leiðinni til Banda- ríkjanna og ákvað að sjá mig um á íslandi. Það vom nöturlegir dag- ar. Veðrið var svo leiðinlegt og það var svo dimmt að ég gat sama og ekkert skoðað mig um.“ „Þekktu íslendingar þig?“ „Nei, þeir vom of fullir til þess. Ég hef sjaldan séð eins margt dmkkið fólk saman komið og á hótelinu þar sem ég bjó.“ Hann mundi ekki hvaða hótel þetta var. Kvikmyndastjömumar bjuggu á Kempinski-hótelinu í Berlín. Það er við Kurfúrstendamm, fínustu götu borgarinnar, rétt hjá Theater des Westens, þar sem verðlaunaaf- hendingin fór fram. Eiginhandar- áritunarsafnarar stóðu dag og nótt við hótelið og blaðamenn vöktu yfir hveiju spori stjamanna. Collins hélt blaðamannafund og sagði fátt markvert nema hvað hana hefði lengi langað til að sjá Berlín og að hún væri svona sæt og falleg af því að hún borðar holla fæðu. Hún komst í bíltúr um borgina. Einn af sex sérskipuðum öryggisvörðum hennar úr breska hemum í Berlín sagði að bara einn Ijósmyndari hefði elt hana — sá komst í feitt þar — og hún væri mestagæðasál. Arthúr inni í skáp Arthúr Björgvin Bollason, full- trúi íslenska ríkissjónvarpsins á staðnum, sagði að Collins hefði verið eina stjaman sem gjörbreytti textanum sem hún átti að segja við verðlaunaafhendinguna. „Hún óx í áliti við það hjá mér, blessuð. Þetta var svo hræðilegur texti sem hún átti að lesa.“ Vinnuaðstaða Arthúrs þetta verðlaunakvöld var síst til fyrir- myndar. Hann mátti dúsa í þijá tíma inni í loftlausum, dimmum klefa, sem minnti á skáp eða kam- ar, og stara á athöfnina á sjón- varpsskermi. Enda var hann das- aður á eftir. Megnið af öðrum fréttamönnum horfði á athöfnina á sjónvarps- skermum á leikhúsganginum. Sal- urinn var alltof lítill til að rúma alla sem vildu komast inn. Það er Bernardo Bertolucci. ítalski Oscars-verðlaunaleikstjórinn, bætti enn við í verðlaunasafnið í Berlín og starfsbróðir hans, Islandsvinurinn Wim Wenders, gerði það sömuleiðis. Nastassia Kinski. Fór nánast á taugum þegar hún afhenti öðrum íslandsvini, sænska meistaranum Ingmar Bergman, verðlaun fyrir framlag hans til evrópskrar kvikmyndagerðar. Bergman sagði við blaða- mann Morgunblaðsins að leikstjóri í skugga hrafnsins, Hrafn Gunnlaugsson, byggi yfir miklum hæfileikum dæmi um slæmt skipulag sem setti svip á þessa fyrstu evrópsku kvik- myndahátíð. Annars eru samkundur eins og þessi fyrst og fremst tækifæri fyr- ir fólkið í „bransanum“ til að hitt- ast, sýna sig og sjá aðra. Ben Kingsley gekk hjá skömmu eftir að Richard Attenborough hafði upplýst blaðamenn um að hann kæmi til greina í tveimur myndum sem Attenborough er að undirbúa, meðal annars sem Charlie Chaplin í mynd um hann. Kingsley var sagt frá þessu og hann rauk strax að tala við leikstjórann. Það urðu með þeim fagnaðarfundir en ekk- ert ákveðið á staðnum. Kingsley var í sjö manna nefnd sem sá 24 myndir á fjórum dögum og dæmdi þær. Hann sagðist vera StirA og óskipulögð verðlaunaafhending. Lifnaði við þegar ítölsku stjömumar Marcello Mastroianni og Giuletta Masina (eiginkona Fellinis) komu á sviðið. með auman rass og rauð augu eftir það. Hann taldi „í skugga hrafnsins" magnaða mynd. „Það er mikil tilfinning fyrir tímabilinu í henni og karakteramir eru mjög sterkir." Augun í honum eru ótrú- leg og hann er sannarlega með bein í nefinu. Ljósmyndara varð á að taka mynd af honum þegar var verið að púðra hann fyrir sjón- varpsviðtal. Kingsley leyndi því ekki að honum fannst það bæði frekt og þreytandi. Franska leikkonan Isabelle Huppert var formaður dómnefnd- arinnar. Grimmdin og ofbeldið í íslensku myndinni kom henni á óvart. „Ég hef alltaf hugsað um ísland sem friðsælt land, einhvers konar fjarlægt draumaland. En myndin sýnir allt annað. Það er athyglisvert að íslenska og norska myndin gerast báðar fyrir hundr- uðum ára. Landslagið í íslensku myndinni var stórkostlegt. Nú langar mig að sjá ísland." Sterk vél í gömlum vagni Ingmar Bergman er líklega virt- asti kvikmyndagerðarmaður Evr- ópu. Hann er orðinn gamall maður og á erfitt með gang. Einkaþota var send eftir honum svo að hann kæmi á hátíðina. Hann dvelst helst alltaf á einkaeyjunni Farö í Svíþjóð. Hrafn Gunnlaugsson og Daniel Bergman voru úti á Tempel- hof-flugvelli þegar hann kom. Völl- urinn er lítið notaður nú orðið. Speer teiknaði flugstöðvarbygg- inguna fyrir Hitler. Hún er risa- stór, drungaleg og í niðurníðslu. Þangað inn gekk gamli maður- inn með Ingrid, konu sinni, og brosti góðlátlega við blaðamönn- um. Svo birti yfír honum og hann rak upp undrunar- og gleðióp: „Nei!“ Hann hafði komið auga á leikstjóra „I skugga hrafnsins". Hann faðmaði Hrafn að sér og síðan son sinn. Bergman sagði blaðamönnum að það hefði þegar verið hreyfing íyrir stofnun samtaka evrópskra kvikmyndagerðarmanna í Berlín árið 1925. „En svo skall striðið á og eftir það vantaði menn fé og kraft. Síðan hefur þetta ekki tek- ist.“ Hann bindur vonir við að átak- ið í Berlín nú beri betri árangur. Hann sagðist ekki lengur stunda kvikmyndagerð samkvæmt lækn- isráði. „Vélin í mér gengur eins og í þotu en vagninn sem hann knýr er orðinngamall." Hann sagðist horfa mikið á gamlar kvikmyndir á vetuma í einkakvikmyndahúsi sem hann hefur innréttað í hlöðu á eyjunni sinni. „En ég hef bara séð íslensku myndina af þeim sem eru til um- ræðu hér í Berlín." Hann vildi ekki tjá sig sérstaklega um hana. „Það væri ekki réttlátt. En ég veit að leikstjóri hennar býr yfir miklum hæfileikum og gerir stórkostiega hluti.“ 4 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.