Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 18
/
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
Fullveldisdagnr —
Hve margir enn?
FULLVELDISDAGURINN. Aftnælishátíð. Sjötíu ár síðan famenn
þjóð fagnaði sigri. Það var harður vetur. Heimsstrið og þrengingar
í landsverslun og útflutningi. í tæpa öld hafði frelsisheljur i fátæku
landi dreymt stóra drauma. Þær héldu fámenna héraðsfúndi og
sóttu Þingvelli heim. Sendu bænarskrár og yfirlýsingar til konungs.
Sátu á Alþingi annað hvert ár í fáeinar vikur. í litla sal Lærða skól-
ans voru líflegar umræður. Foringinn frá Kaupmannahöfn flutti
andblæ nýs tíma. Bændahöfðingjar og sýslumenn voru margir fúllir
efa. Gat fámenn þjóð við nyrsta haf gert sér vonir um fúllveldi og
fijálsan rétt? Höfðu ekki aldir einokunar og nýlendudrottnunar
gert útaf við þrótt íslendinga?
0
Ar eftir ár, áratug eftir áratug
birtu þeir greinar, gáfu út blöð
og tímarit, héldu fundi og rituðu
bænarskrár. Talað orð, penninn og
prentvélin — sú eina sem lengi var
í landinu — voru þeirra vopn. Gaml-
ar lögbækur voru grundvöllur bar-
áttunnar. Hugsjónin var sá kraftur
sem blés eldi í glæðurnar þegar þær
virtust nánast kulnaðar.
Fullveldisdagurinn. Fyrsti des-
ember. NÚ er kraftaverkið orðið
hversdagslegt. Önn dagsins orðin
svo mikil að fáir gefa sér tíma til
að minnast og fagna. Hátíðahöldin
nánast engin. Ys og þys á götum
og í verslunum. Fullveldi og sjálf-
stæði bara orð í litlum tengslum
við verkefni dagsins. Samt sýnir
sagan að þau eru á engan hátt sjálf-
gefin. Baráttan hefur verið hörð.
Lengi vel voru íslendingar
minnsta ríki veraldar. Fátækir
bændur og sjómenn í harðbýlu
Iandi. Öld eftir öld aðeins um sjötíu
þúsund manns. Iitil þorp. Af-
skekktar byggðir í dölum. Aðeins-
fáein skip á ári hveiju frá erlendum
höfnum. Harðæri og drepsóttir.
Samt þraukaði þjóðin. Viljinn var
sterkur. Krafturinn mikill.
Enn erum við vissulega smáir á
mælikvarða heims-
þjóða. En sjötíu
ár hafa orðið tími
mikilla umskipta.
Við erum nú í
fremstu röð velferð-
arríkja veraldar.
Heilsugæsla og
menntakerfi eru til
fyrirmyndar. Aðeins
fáeinar þjóðir stand-
ast þar samanburð
við okkar Igör. Fjöl-
miðlun flytur okkur
daglegar fréttir á
við það besta sem
gerist hjá stórþjóð-
um. Bflar og sjón-
varpstæki, símar og
ísskápar, ferðalög
og uppþvottavélar,
— íjöldinn á hvem
mann með því mesta í heimi.
Láfsþægindin eru orðin daglegt
brauð hjá flestum. Fátækt fyrri alda
sem betur fer efniviður sagnfræð-
inga.
Fyrirhöfn og erfíðleikar fyrri ára-
tuga eru fallin í gleymskunnar dá.
Þannig gleymist amstrið sem betur
fer hjá flestum. Engu að síður er
hollt að minnast að oft hafa óveð-
ursský skapað dimmu á miðjum
degi. Kreppan mikla fyrir fimmtíu
árum var Islendingum eins og öðr-
um þjóðum ærið erfiði. Atvinnuleys-
ið var harður húsbóndi. Matur af
skomum skammti á þúsundum
heimila. Markaðir lokuðust og verð
á útflutningi féll ár
frá ári. Fyrirtæki
strönduðu og
byggðarlögin voru
sum að missa alla
von. En dagur rís
ætíð í kjölfar nætur.
Og glaðir í huga
gengu menn til
nýrra verka.
Síðan kom
heimsstríð á ný.
Okkur er tamt að
kenna það við
gróðatíma. Menn
gleyma þá oft óviss-
unni og hörmungun-
um, þjáningum
þeirra sem biðu milli
vonar og ótta meðan
hildarleikurinn mikli
var háður á völlum
HVGSAD
VPPHÁTT
í dag skrifar Ólafur
Ragnar Grímsson
formadur Alþýdu-
bandalagsins.
meginlandsins og úthöfum.
Að stríði loknu var lýðveldið unga
á hættubraut. Erlendir togarar fóm
helgreipum um fískimiðin. Útfærsla
landhelginnar varð brýn nauðsyn.
Bretar létu herskip gæta fornra
réttinda. Mörkuðum var lokað. Út-
flutningsbann skapaði nýjar þreng-
ingar. Evrópa var í rúst. Heimurinn
í sárum. Samt hófu íslendingar á
ný merki sóknar og baráttu. Sigur
vannst og nýr dagur rann bjartur
í kjölfar nætur.
Enn á ný eru tímar erflðir. í
góðæri síðustu ára var eytt og só-
að. Stjórnvöld skorti dug og kjark
til að horfast í augu við nauðsynleg
verk. I stað þess að safna forða var
lausnin fólgin í aukningu erlendra
skulda og gífurlegum halla í rekstri
ríkissjóðs. Verslunarhallir risu vítt
og breitt um höfuðborgina, ný
glæsihótel buðust ferðamönnum,
flugstöðin líktist músteri guðs,
Seðlabankinn byggði sjálfum sér
klettaborg. Allt þetta og annað eins
fyrir erlend lán eða gervifé. Mistök-
in eru hrikaleg. Óstjómin dýrkeypt.
Og nú er komið að skuldadögum.
Verðfall erlendis og afli fer minnk-
andi. Fjárfestingin hefur reist fyrir-
Verðfall vegna aukins framboðs:
Áhyggjur Breta vegna
íslenskra „undirboða“
VERÐFALL varð á óunnum fiski
í Bretlandi í liðinni viku vegna
aukins framboðs en samráðsnefnd
um útflutning á óunnum fiski
ákvað að takmarka ekki söluna í
þessari viku.
Togaraeigendur og fiskkaupítienn
í bænum Lowestoft á austur-
strönd Englands hafa áhyggjur af
íslensku „undirboði" á óunnum físki
í Bretlandi, sérstaklega þofski og
kola, að sögn breska tímaritsins Fish
■ Trader. Það segir að mikið framboð
af físki frá íslandi í Grimsby og
Hull að undanfömu hafí valdið verð-
lækkun á breskum físki.
„Ég held að engum hafí dottið í
Bátar frá Höfii
í söluferðum
Höfn, Hornafirði.
HVANNEY SF seldi 34 tonn af
fiski í HuII fyrir skömmií.
Meðalverð var um 70 kr/kg.
Þórhallur Daníelsson SF var á
sama tima í Englandi en
innanbæjar verkalýðsvandræði í
Grimsby ollu því að ekki fékkst
landað úr honum þegar til stóð.
Söluferðir hafa verið tíðar í haust
og sennilega mun meira um
siglingar en í annan tíma. Fiskiðja
* kaupfélagsins hefur ekkert fryst
| undanfarið nema síld, svo það er
‘ ef til viil ekki um margt annað að
• ræða en að sigla. Erlingur og Garð-
ey eru svo til nýkomin úr siglingu,
> Vísir selur í byijun desember og
Freyr seldi í Englandi í vikunni.
- JGG
hug að það yrði selt svona mikið
magn í Bretlandi í vikunni," sagði
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fulltrúi hjá
LÍÚ. „Það var verið að tala um treg-
veiði og kvótaleysi. Ég rek þetta of-
framboð fyrst og fremst til stöðu
fískvinnslunnar. Ef rekstrargrund-
völlur hennar yrði lagfærður myndi
framboðið minnka. Það virðist ekki
vera neinn vilji fyrir því að vinna
fisk héma núna,“ sagði Vilhjálmur.
Reglum um leyfi til sölu
á óunnum físki breytt
Landssamband íslenskra útvegs-
manna hefur breytt reglum um sölu
á óunnum fiski úr fiskiskipum í
Bretlandi og Vestur-Þýskalandi.
Umsóknarfrestur um leyfí til sölu
í Vestur-Þýskalandi fyrstu fimm
mánuði næsta árs og í Bretlandi í
janúar og febrúar næstkomandi
rann út á fímmtudaginn, að sögn
Kristjáns Ragnarssonar.
Kristján sagði að regluma: hefðu
verið þannig að LÍÚ hefði á fímmtu-
dögum veitt leyfi til sölu 5 vikum
siðar. Þeir fengu leyfí sem fyrstir
komu á skrifstofur LÍÚ til að sækja
um þau og því mynduðust biðraðir
á skrifstofunum. Hann sagði að
þetta hefði verið óþolandi fyrir-
komulag.
Hann sagði að óvissan á Bret-
landsmarkaði væri ekki eins mikil
og á vestur-þýska markaðinum og
því hefðu menn einungis þurft að
sækja um leyfí til sölu í Bretlandi
fyrstu tvo mánuði næsta árs. Hann
sagðist vonast til hægt yrði að
hliðra til þannig að framboðið yrði
nokkuð jafnt. Það gengi hins vegar
ekki að hafa óheftan útflutning á
óunnum físki í gámum.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð sungu í Logalandi undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur.
Tónlistarfélag Borgarfjarðar:
Þorgerður stjórnaði söng tveggja kóra
Hvannatúni í Andakíl.
ANNAÐ verkeftii
Tónlistarfélags BorgarQarðar
á þessum vetri var söngur
Hamrahlíðarkórsins og Kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð
undir stjórn Þorgerðar
Ingólfedóttur
Undirtektir áheyrenda í Loga-
landi voru frábærar þegar
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnaði
af sinni alkunnu snilld söng kó-
ranna sunnudaginn 20. nóvember.
Kóramir sungu ýmist sameigin-
lega, sér, blandaðir að hluta eða
sem tveir kórar á tveimur stöðum
í húsinu í senn.
Á efnisskránni voru ijölbreytileg
verk, þjóðdansar, lofsöngur, kór-
þáttur úr Magniflcat eftir Bach,
fomir gyðingasöngvar, verk eftir
Pál ísólfsson og nútímaverk eftir
Þorkel og Atla Heimi. Verkið Ek
Wiwar flutti Hamrahlíðarkórinn
nú opinberlega í annað sinn.
Það var mat manna að þetta
hafí verið frábær söngskemmtun
og einstakur tónlistarviðburður í
Borgarfírði. Hafi Tónlistarfélagið
þökk fyrir framtakið og sérstakar
þakkir til allra kórfélaga og Þor-
gerður Ingólfsdóttir fyrir komuna
og verið velkomin aftur í Borgar-
flörð.
- D.J.