Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
Stefnumót
við framliðna
Fyrsti nóveraber á dagatali Frakka heitir „Toussaints", allra heil-
agra messa, og 2. nóvember, sem einu sinni hét „La féte des
morts“, hátíð dauðra, hefiir núna fengið nafhgiftina „Dfunts“ eða
hinir framliðnu, (kannski vegna þess að orðið dauði þykir ekki
viðeigandi á almanaki almennings í dag.) Þessar tvær tölur renna
saman í eitt í hugum flestra Frakka og talað er almennt um La
Toussaints.
Þaueru
að koma...
Já, þau eru að koma. Fyrsti sunnudagur í aðventu var á sunnu-
daginn var og skreytingar komnar í búðarglugga, jólasveinn sem
kinkar kolli eins og íslendingur sem er að koma heim frá útlönd-
um, svo snúið sé við líkingunni hans Péturs Gunnarssonar í útvarp-
inu um daginn. Og þeir sem hafa tíma til að vera heima hjá sér
eru búnir að búa til aðventukransana, sem ég held að sé sænskur
siður eins og Lúsían og glöggið.
Skólamir gefa frí í viku í kring-
um þessa daga og þar eð þetta
er fyrsta fríið eftir sumarfríið langa
fara þeir Parísarbúar sem geta leyft
sér þann munað burtu úr mengaðri
borginni niður að sjó eða út í sveit.
Samkvæmt fréttunum er þetta sú
helgi sem flest dauðaslys verða á
þjóðvegum landsins. Þess vegna
ákvað sjónvarpsstöð nr. 2 að efna
til viku upplýsingaherferðar undir
merki hvíta fánans (sem ökumenn
voru vinsamlega beðnir um að festa
á farartækin) til þess að auka að-
gæslu í umferðinni og vinna gegn
þessum geigvænlega slysafjölda.
Frakkar eru jú gjamir á að setjast
undir stýri eftir að hafa drukkið
hálfan eða jafnvel heilan lítra af
rauðvíni við matarborðið.
En hvað er svo sem merkilegt
við þessa daga? Jú, þá lifna kirkju-
garðar landsins við og verða fjöl-
sóttustu staðimir ásamt þjóðvegun-
um og breytast á örskömmum tíma
í fegurstu blómagarða. Allir sem
eiga horfinn ástvin eða flölskyldu-
meðlim í þessum grafreitum þyrp-
ast þangað með blóm í fangi á
stefnumót við hinn framliðna. En
þó enginn bíði manns er heimsókn-
in samt þess virði þvi margir „búa“
í slíkum bústöðum að furðu sætir.
Þeir gætu þess vegna tekið þar á
móti §ölda gesta úr öðrum heimi
því slík eru stórhýsin eða réttara
sagt grafhýsin.
I skoðanakönnun sem var gerð
hér kom í ljós að 3A aðspurðra sögð-
ust tala til hinna framliðnu einu
sinni á ári. Ég ákvað að reyna líka
og fór í Pére Lachaise kirkjugarðinn
sem er sá þekktasti hér í borg og
heilsaði þar upp á nokkrar slokkn-
aðar stjömur sem ég kannaðist við,
Géricault, David, Seurat, Bizet, In-
gres, Proust, Colette og fleiri, en
ég fékk engin svör. Kannski vom
þau upptekin vegna mikils gesta-
gangs þessa dagana.
Gráleitur köttur stökk allt í einu
fram fyrir fætuma á mér og byrj-
aði að krafsa í jörðina, skaust síðan
Hór hvílir Géricault.
upp á næstu gröf og skimaði í allar
áttir eftir fuglum. Það var svo sem
nóg líf þama þó grátvíðirinn sem
þeir þijóskast við að gróðursetja
deyi nú unnvörpum. Grátstyttumar
góndu á mig og eirgrænu engla-
bömin flissuðu og ulluðu framan í
mig ... Hvað er Eros að gera þama
á umráðasvæði Thanatosar? varð
mér þá áð orði. Ég tók líka eftir
því að ýmislegt er gert til þess að
þeim sem eftir lifa fínnist hinir
framliðnu vera þama holdi klæddir
ennþá, eins og t.d. grafskriftin
„Hér hvílir" vottar um. Ljósmynd-
imar, bijóstmyndimar og lágmynd-
imar á sumum gröfunum minna
okkur á nálægð hins látna og
marmarinn og granítið setja okkur
í tengsl við eilífðina. Þannig verður
líklega sársaukinn — hið óþolandi
hugarangur vegna ástvinamissis —
efniskenndari og bærilegri fyrir
okkur hin.
Það er dálítið merkilegt að bera
saman aðdraganda jólanna nú og
fyrir örfáum árum þegar ég var
yngri en ég er. Ég man þá tíð að
það þótti ganga guðlasti næst að
nefna jól fyrir desemberbyijun.
Opinber tilkynning um að jólin
væru í nánd kom á hveiju ári í
útvarpsfréttinni um að nú væri
jólasveinninn kominn í glugga
Rammagerðarinnar. Svo varð að
líða dijúgur tími uns öðrum leyfð-
ist að nefna jól. Núna heyrði ég
fyrstu jólaauglýsingamar fyrst í
október og má vera að þær hafí
byijað fyrr.
Skammdegið boðar komu hát-
íðarinnar. Einhvem veginn fínnur
maður þetta á sér þegar líður að
mótum nóvembers og desembers.
Jafnvel þótt stúlkumar mínar í
öðmm bekk b hafí fært mér ný-
útspmngna stjúpmóður í hlýind-
unum um daginn fann ég þennan
sama dag jólin nálgast. Það hefur
ef til vill verið vegna þess að
Hallgrímur og fólkið hans í
Kjarnaskógi byijaði að selja greni
niðri í göngugötu, sem Láms á
bókasafninu kallar ævinlega Bót-
ina, á föstudaginn fyrir aðventu-
byijun. Hallgrímur sagði mér að
þetta væri forskot, sem stafaði
af því að nú þyrftu allir að búa
til kransa. Hann væri því aðeins
að selja greinar en færi svo að
selja tré viku af desember eða
svo. „Ég held að engin þjóð sé
eins vandlát á jólatré og Islend-
ingar,“ sagði hann. „Þau verða
að vera þráðbein og þétt og jafn-
falleg allan hringinn." Það hefði
því ekki þýtt að bjóða okkur það
sem Danir kölluðu„ljótasta jólatré
í heirni" og settu upp í miðborg
Hafnar. Þeir fengu að vísu' fjöl-
Ný villa Reagans er
ekki af verri endanum
HÚSSflHSflK
okkar á milli. ..
■ AUSTURRÍSKT fyrirtæki
varð að afturkalla kvennærföt,
sem það hugðist selja i Egyptal-
andi, eftir að egypskir lærifeður
kvörtuðu undan þeim. Þau voru
skreytt versum úr Kóraninum.
Egypska utanríkisráðuneytið
blandaði sér í málið og aust-
urríska verslunarráðið krafðist
þess að fyrirtækið afturkallaði
nærfötin og bæðist afsökunar.
■ FIMMTÁN ára stúlka, Erin
Chase, hefúr verið valin til að
tala rullu Charlies Brown í nýj-
asta sjónvarpsflokknum um Smá-
fólkið. Hingað til hafa ellefú
strákar farið með hlutverkið.
Jafúrétti kynjanna ræður þó ekki
valinu heldur hrein forsjálni.
Stúlkur ættu að tolla lengur í
starfinu af því að þær fara ekki
í mútur.
■ SVISSNESKIR veiðimenn
vara sig liklega á að elta hund-
ana sína alveg blint héðan í frá.
í haust leiddi veiðihundur eig-
anda sinn yfir landamæri Sviss
og inn í Ítalíu. Þar var kappinn
grípinn og mátti dúsa í fangelsi
eina nótt. Hann var sakaður um
að koma ólöglega inn f landið og
vera vopnaður.
■ KONU nokkurri, sem sat á
salerninu i lest á leið frá Sviss
til Vestur-Þýskalands, brá held-
ur f brún þegar maður datt ofan
úr loftinu. Hann var frá Srí
Lanka og hafði faiið sig í rými
á milli loftplötu og þaks Iestar-
innar. Loftplatan hélt í sjö
klukkustundir en brotnaði á
óþægilegum tíma fyrír konuna.
■ AÐ undantörnu hefúr veríð
nokkuð um að fiskveiðiskipum á
Suðumesjum hafa farið i yfir-
halningu. Ein af þeim breyting-
um sem gerar hafa verið á flest-
um þessara skipa er að þau hafa
verið lengd að aftan og settur á
þau skutur líkt og á skuttogur-
um. Sjómennimir vom fljótir að
finna nafn á þessu nýja fyrir-
bærí og nú tala þeir um að þessi
eða hinn báturinn sé kominn með
„rassgat“.
Frá Sveinbimi I. ~
LPS HHSBfS LI L Ir
Samkvæmt dagatalinu er komið
haust í Suður-Kalifomíu. Gróð-
ur og veðurfar ber þess þó lítil
merki. Háir pálmar standa eins og
risavaxnar grænar fífur upp úr lág-
reistum húsaþyrpingum og krakkar
á stuttbuxum hamast í fótbolta og
öðrum íþióttum í iðjagrænum
skemmtigörðum. Enn þó má merkja
að hafgolan hér við ströndina er
svalari en endranær.
Hér um slóðir vakti það athygli
varðandi nýafstaðnar forsetakosn-
ingar að Dukakis hafði víða vinn-
inginn í Norður-Kalifomíu og eins
í Los Angeles-borg sjálfri, en Bush
hafði þó sigur í þessu stóra og fjöl-
menna ríki. Er álitið að það hafí
ekki síst verið vegna mikils stuðn-
ings f Óskalandi iðnrekenda hér
fyrir sunnan, Orange county. Þar
búa meira af jakkafataklæddum
aukakflóum en annars staðar í
heiminum og þar er hið uppruna-
lega Disneyland.
En nú em kosningarnar afstaðn-
ar og fiölmiðlamir bytjaðir að
hneppa öðrum hnöppum. Þó er
sífellt verið að spá í og gaumgæfa
allar gerðir Bush til að reyna að
sjá hvort hann er eitthvað annað
og meira en „dæet-Reagan“, eða
létt-Reagan, eins og einhver komst
að orði um daginn.
Eins og í öðmm ríkjum var kosið
um ýmislegt fleira en bara forset-
ann. Þar á meðal tóku kjósendur
afstöðu til einna fimm eða sex til-
lagna um tryggingamál. Meðal
þeirra var tillaga númer 103, sem
m.a. kveður á um það að trygging-
ariðgjöld skuli þegar lækkuð um
tuttugu prósent. Þessi tillaga var
studd af neytendasamtökum sem
blöskrar sú staðreynd að meðalfíöl-
skylda hér eyðir meira fé í trygging-
ar en nokkuð annað, ef frá er talið
fæði og húsnæði. Að meðaltali fara
fímmtán af hveijum hundrað dölum
ráðstöfunartekna fólks í trygging-
ar, enda lagaskylda að tryggja hús
og bíla og nánast lífsnauðsyn að
kaupa heilsutryggingar, þar eð al-
mannatryggingar em af skomum
skammti.
Tryggingafélögin bmgðust auð-
vitað ókvæða við og hófu miklka
herferð gegn þessari tillögu í sjón-
varpi og öðmm fjölmiðlum og létu
sig ekki muna um að eyða í því
augnamiði 70 miHjónum dollara,
eða sem svarar u.þ.b. þremur mill-
jörðum íslenskra króna. En viti
menn. Það dugði ekki
til. Tillagan var sam-
þykkt naumlega.
En tryggingafélög-
in vom með annað
tromp á hendi. Þau
kærðu málið á þeim
forsendum að tillagan
fæli í sér eignaupp-
töku sem bryti í bága
við stjómarskrána og
þar til úr því fæst
skorið verður að fresta
framkvæmdinni.
Það er margt sem
vekur furðu manns í
þessu sambandi. Það
er til dæmis skrýtið
að ríkisþing Kali-
fomíu í Sacramento skuli ekki hafa
getað tekið á þessum málum sjálft.
Margir telja reyndar að ástæðumar
þess séu einfaldlega þær, að marg-
ir þingmennimir séu hreinlega fjár-
hagslega háðir tryggingafélögun-
um (þetta er auðvitað bara fallegra
orðalag, en að segja að þeim hafi
verið mútað). Hvað sem því líður
þá hefur Ríkisþingið altént vísað
þessu erfiða máli til dóms kjósenda,
í nokkurs konar þjóðaratkvæða-
greiðslu og maður hefði haldið að
sá dómur hlyti að vera endanlegur,
en svo er sem sagt ekki. Nú fer
málið fyrir dómstóla. Þetta ferli
vekur óneitanlega nokkuð áleitnar
spumingar um áhrif almennings
annars vegar, en auðmagns hins
vegar, í lýðræðissamfélagi. Nú er
að bíða og sjá hvað setur.
Á dögunum tóku Reagan-hjónin
þátt f skóflustungu:athöfn vegna
byggingar bókasafns í nafni forset-
ans hér í Simi-dalnum. Þau munu
svo flytja hingað alkomin í lok jan-
úar næstkomandi, þegar Bush tek-
ur við forsetaembættinu. Þau hafa
fest kaup á ansi myndarlegu húsi
í Bel Air-hæðunum, að verðmæti
u.þ.b. 100 milljónir íslenskra króna.
Fyrir eiga þau, sem kunnugt er,
búgarð hér fyrir norð-
an, skammt frá Santa
Barbara.
Af öðrum málum
sem hafa verið ofar-
lega á baugi hér að
undanfömu má nefna
kappleik tveggja há-
skólaliða í banda-
rískum fótbolta. Var
allmikið í húfí, því
keppt var til úrslita
um sigur í Kyrrahafs-
deild háskólaliða og
þátttöku í svokölluð-
um Rose-bowl-
úrslitaleik, sem fram
fer á hvert, milli
tveggja efstu vesturr-
íkjaliðanna, annan dag í nýári. Það
sem gerði svo útslagið um mikil-
vægi leiksins var sú staðreynd að
þar áttust vð hinir fomu fjendur
hér í Los Angeles, UCLA (Univer-
sity of Califomia, Los Angeles) og
USC (University of Southern Cali-
fornia). Þegar lið þessara tveggja
stóru og virtu háskóla mætast er
alltaf eins og gervöll tilvera þeirra
sé í húfi, rétt eins og þegar Lund-
únaliðin í Englandi em að keppa
innbyrðis, eða þegar Valur og KR
takast á í Reykjavík.
USC-liðið var sterkara á pappím-
um fyrir leikinn, en varð fyrir því
áfalli að lykilmaður þess lagðist í
rúmið með mislinga þegar aðeins
þrír dagar vom til stefnu. Allt var
í óvissu fram á síðustu stundu.
Hann lék þó með á laugardaginn
og leiddi sína menn til sigurs. Loka-
tölumar urðu 31:22. En keppnin
milli UCLA og USC heldur þó
áfram, því hún nær langt út fyrir
allar íþróttir. Milli þessara skóla
ríkir líka mjög hörð, en óformleg
samkeppni í öllum greinum vísinda,
fræða og lista og þeirri keppni lýk-
ur seint.
Þó vart sé komið merkjanlegt
hausthljóð í vindinn, hér við hvítar
sandstrendur Kyrrahafsins, er
árstíminn ótvírætt gefínn til kynna
af öðram „thanksgiving“-hjátíðin
er nú eftir þijá daga og jólagjafa-
auglýsingar em þegar famar að
sjást í sjónvarpi og blöðum.
Á „thanksgiving" er þess minnst
í Bandaríkjunum hvemig innfæddir
réttu pílagrímunum svokölluðu
hjálparhönd þegar mikið lá við, vet-
urinn eftir komu hinna síðarnefndu
til landsins á skipinu Mayflower frá
Englandi árið 1620 og eins fyrstu
uppskemnnar á kornökram þeirra.
Þá eta menn kalkúna og minnast
alls þess sem þeir geta verið þakk-
látir fyrir. Eitt af því sem þeir geta
verið þakklátir fyrir er að dagurinn
skuli ekki haldinn hátíðlegur fyrr á
árinu, því samkvæmt bandarískri
hefð hefst jólavertíðin af fullum
krafti strax að lokinni þessari hátíð,
og til marks um það hve guðs-
þakkarvert það er að hátíðin er í
lok nóvember, en ekki til dæmis í
ágúst, nægir að segja að hið
íslenska jólaauglýsingaflóð af bók-
um og hvers kyns varningi er hreinn
bamaleikur hjá því sem fólk má
þola af hálfu kaupahéðna í þessu
víðfeðma landi fyrir hátíðimar.
Tll Bel Air fyrir 100
milljónir.