Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 31 Minning: Gunnjóna S. Jens- dóttir (Nunna) Hinsta kveðja til ömmu Að kvöldi hins 17. nóvember síðastliðins lést á Hrafnistu í Reykjavík amma okkar, Gunnjóna Sigrún Jensdóttir, Nunna. Amma fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12. febrúar 1899. Var hún fjórða elst af 11 systkinum, sem öll eru burtu gengin með henni. Foreldrar hennar voru Jens A. Guð- mundsson, búfræðingur og síðar kaupmaður á Þingeyri og Margrét Magnúsdóttir, ljósmóðir. Amma giftist afa okkar, Guðmundi Einars- syni, 17. júní 1920 og hófu þau búskap sinn á Þingeyri, þar sem þau sáu um þjónustu Pósts og síma, jafnframt sem þau önnuðust af- greiðslu erlendra skipa. Þeim varð tveggja barna auðið. Anna, sem er búsett í Bandaríkjun- um, og Jens, starfandi flugumferð- arstjóri í Reykjavík. Árið 1936 fluttust þau alfarin búferlum til Reykjavíkur. Fyrir okkur, barnabörnin hennar, var hún amma litla fínlega góða konan, sem fygldi okkur fyrstu spor ævinnar. Þótt við systkinin eigum sameiginlegar minningar um ömmu, ná þær mislangt aftur í tímann og tengjast mismunandi skeiðum í ævi hennar. Hið elsta okkar man hana nánast í blóma lífsins, sem eiginkonu og húsmóður á stóru heimili, fyrst á Túngötu 2 og síðar í Lönguhlíð 13 í Reykjavík. Þar bjuggum við sem ein stór fjöl- skylda, þar til Guðmundur afi lést árið 1958. Þá skildu leiðir og amma flutti á Bárugötu 11 í Reykjavík, þar sem hún bjó í lítilli íbúð á efri hæð. Sjómannablaðið Víkingur hafði þá aðstöðu í þessu húsi, en bróðir ömmu, Guðmundur Jensson heitinn, veitti því forstöðu í þá daga. Bárugata 11 var í hugum okkar systkinanna spennandi undraheim- ur og eigum við margar minningar tengdar ömmu í þessu húsi og finnst okkur, enn þann dag í dag, að Bárugata 11 og amma tengist óijúfandi böndum. Áttum við systk- inin margar spennandi og skemmti- legar heimsóknir til ömmu í þetta hús, með sínum löngu og þröngu göngum, skotum og krókum, sem mátti nýta til ýmissa leikja. Þrátt fyrir gamansemi barnæskunnar ber þó hæst í minningunni, að í ömmu áttum við trúnaðarvin, sem alltaf var aflögufær um góð ráð og hugg- un, þegar á þurfti að halda. Hún var glaðlynd kona, full af umburð- arlyndi og hafði einstakt lag á að beina sjðnum okkar á hinar björtu hliðar lífsins. Hjá henni breyttist sorg, hryggð og grátur í bjartsýni og hlátur. Ömmu var einstaklega annt um allt sitt samferðafólk og var óþreyt- andi að segja okkur frá foreldrum sínum, systkinum og öðru nánu vanda- og vinafólki á þann hátt, Blómastofa FnÖfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld ti! Kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tiiefni. Gjafavörur. að frásagnirnar urðu ávallt skemmtilegar. Aldrei talaði amma illa um nokkurn mann, enda átti hún enga óvini. Á heimili foreldra okkar byrjaði engin stórhátíð, fyrr en amma var komin, og kom öllum í hátíðarskap með sínu milda brosi. Á þessum árum vann amma á Café Höll í Austurstræti og átti margar ferðir um oft glerhált og dimmt Fischersund. Amma fluttist á Hrafnistu í Reykjavík árið 1977, langt á átt- ræðisaldri og átti þá eftir að gleðja okkur og banabarnabömin sín í mörg ár enn. Þá var sjón hennar mjög farin að daprast og háði það henni mikið síðustu árin, en reisn sinni og tíguleikahélt hún alla tíð. Fyrir okkur, barnabörnin hennar, er með ömmu gengin stór mann- eskja, sem skildi eftir sig spor í þeim, er hana þekktu. í hjörtum okkar hefur hún skapað sér ævar- andi sess. Megi algóður guð veita henni verðskuldaðan frið um eilífan aldur. Með versi Matt. Joch. viljum við þakka ömmu fyrir samvemna. - Ég hefi þekkt marga háa sál ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matt. Joch.) Jenni, Gunnjóna og Gummi Með þessum ljóðlínum Guðmund- ar E. Geirdal, vildi ég mega þakka Nunnu tengdamóður minni sam- fylgdina. Nú drúpa í skuggum þau sjónarsvið, er svipur þinn lýsti yfir. En minningar blika að baki þér, þó brattann ei lengur klifír. til heljar-garða þó gengin sért, þinn göfugi orðstír lifir. Marta Erfidrykkjur í hlýju og vinalegu l? ^ umhverfi. Salir fyrir 20-250 manna hópa í Veitingahöllinni og Domus Medica. || ■■■ ■■■■■■ ■■ # m £ ^ S: 685018-33272. Framleiðuin allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um 9£ S.HELGASON HF 81STEIHSMIOJA ■■ SKEMMUVEGI 48-SÍMI 76677 Ljosker álelði S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677 Skór m/stóltó Stærðir: 3ó-4ó Verð frá kr. 5.400,- Skór m/stáltá Stærðir: 36-41 Verð kr. 5.660,- Barnamokkasínur Litir: Blátt, brúnt, grænt Stærðir: 24-34 Verð kr. 2.3 l 0,- Lakkskór Litir: Rautt, hvítt, svart Stærðir: 22-27 Verð kr. 1.690,- Loðfóðraólr barnakuldaskór Litir: Grænt, lilla Stærðir: 22-34 Verðkr. 1.580,- Mjög vönduð kúrekastígvél Stærðir: 36-46 Litir: Brúnt og svart Verðkr. 7.850,- Póstsendum Mjög mikið úrval af dömu- og herraskóm, m.a. skór m/kúlutá. Skóbúdin MÍLANÓ Laugavegi 20, 101 Reykjavík, sími 10655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.