Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 4. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgxmblaðsins Atburðurinn á Miðjarðarhafí: Skyndifundur í öryggisráðinu Sameinuðu þjóðunum, London, Washington. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fund- ar í gærkvöld til að ræða þann atburð, sem varð á Mið- jarðarhafi í fyrrdag, þegar Bandaríkjamenn skutu niður tvær líbýskar herþotur. Ætl- uðu sjö hlutlaus ríki að leggja fram ályktun um málið en seint í gærkvöldi höfðu ekki borist fréttir af umræðunum. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá því í gær, að myndbands- vélar í bandarísku orrustuvél- unum sýndu, að önnur líbýska herþotan að minnsta kosti hefði verið búin eldflaugum og hefði því ekki verið um að ræða óvopnaðar eftirlits- flugvélar eins og Líbýumenn héldu fram. I bréfi, sem bandarísk yfirvöld sendu forseta öryggisráðsins í fyrradag, segjast þau hafa rétt til samkvæmt alþjóðalögum að verj- ast yfirvofandi árás og Dan How- ard, talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins, sagði á frétta- mannafundi í gær, að fram kæmi á myndbandi, að önnur líbýska flugvélin, og líklega báðar, hefði verið búin ijórum sovéskum eld- flaugum. Sagði hann, að banda- rísku vélamar hefðu margbreytt um stefnu en þær líbýsku jafnan elt þær og kvað hann bandarísk heryfirvöld furða sig á þessu því að hingað til hefði líbýski herinn ávallt snúið flugvélum frá þegar ljóst var, að þær væru komnar inn í ratsjárgeisla bandarískra her- skipa. Sovétmenn hafa verið mjög harðorðir í garð Bandaríkjamanna vegna atburðarins á Miðjarðarhafi og sögðu í gær, að þeir hefðu gerst sekir um „kaldrifjað morð“ með því að ráðast á „óvopnaðar eftirlitsflugvélar". Talsmenn ara- baríkjanna eru flestir sama sinnis en sumir hafa þó hvatt hlutaðeig- endur til halda ró sinni og hrapa Reuter. ekki að neinu. Vestur-Evrópuríkin fara sér hægar í yfirlýsingum og að sumu leyti vegna ótta Spán- veija og ítala við hugsanlegar hefndaraðgerðir Líbýumanna. Sjá „Bretar segjast.. .“á bls. 20. Lestarslys í Júgóslavíu Belgrað. Reuter. SJO menn létust og meira en 130 slösuðust í tveimur járnbrautar- slysum í Júgóslavíu i gær. Slysin urðu bæði með þeim hætti, að jámbrautarlest var ekið á bifreið á mótum akvegar og braut- arteina. Varð vörubifreið fyrir ann- arri en langferðabifreið fyrir .hinni. Unnu björgunarmenn að því í gær- kvöld að ná fóltei út úr annarri lest- inni og var búist við, að tala látinna ætti eftir að hækka. Reuter Flóttafólk á fjöllum Ekkert lát er á átökunum milli Azera og Armena og hafa nú tug- þúsundir manna flúið frá þeim héraðum, sem um langan aldur hafa verið byggð fólki af báðum þjóðunum. Myndina tók sovéskur hermað- ur af fjölskyldu.osem lagði á sig erfiða ferð yfir fjöllin á flótta frá Nagomo-Karabakh, héraði, sem Azerar ráða en er að mestu byggt Armenum. Vopnasölumálið tekur nýja stefiiu: Helstu ákærur á hend- ur North felldar niður? Washington. Reuter. Sérstakur saksóknarí í vopnasölumálinu, sem svo hefur verið kall- að, lagði í gær til, að felld yrðu niður þijú helstu ákæruatriðin á hendur Oliver North, fyrrum ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í öryggis- málum. Hefiir hann með þvi tekið tillit til fiillyrðinga stjórnvalda um, að ríkisleyndarmálum yrði óhjákvæmilega ljóstrað upp við réttar- höld. Lawrence Walsh saksóknari fór fram á það við dómarann, sem fer með málið, að sleppt yrði ákæram um, að North hefði brotið lög með því að skipuleggja vopnasöluna til Irans og fjárveitingu til skæraliða í Nicaragua; að hann hefði gefið rangan vitnisburð og samþykkt ólöglega uppsetningu öryggisnets umhverfis heimili sitt. Þrátt fyrir þetta á North yfir höfði sér allt að 60 ára fangelsi og þriggja milljón dollara sekt verði hann fundinn sekur um önnur ákæraatriði. Fyrir viku gáfu lögfræðingar Norths út stefnu á hendur þeim Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, George Bush verðandi forseta, Ge- orge Shultz utanríkisráðherra og öðram háttsettum mönnum og North hefur gefið í skyn, að hann muni ekki skirrast við að skýra frá ríkisleyndarmálum við réttarhöldin. Vegna þessa telur ríkisstjórnin rétt- arhöldin geta skaðað bandaríska hagsmuni. Svona er nú umhorfs í Sýrlandi enda er landið alsnjóa aldrei þessu vant. Sumir láta þó ótíðina ekkert á sig. Meðan foreldrarn- ir veigja undir könnunni bregða börnin á leik. A Ovenjulegir kuldar í Miðausturlöndum Nikósiu. Reuter. Óvenjulegir kuldar eru nú í Miðausturlöndum og mikil fann- koma hefur valdið ófærð og umferðaröngþveiti. í Khur-eyðimörk- inni i íran hefur snjóað í fyrsta sinn í hálfa öld og i ísrael hafa orðið verulegar firostskemmdir á grænmetisekrum. Líbanir unnu við það í gær að ryðja veginn til Sýrlands þrátt fyrir mikið hríðarveður og Jórdan- ir urðu að skjálfa sér til hita í fyrrinótt þegar frostið fór niður í 15 stig. Víðast hvar í þessum heimshluta hefur hitinn verið að minnsta kosti 5 gráðum fyrir neð- an meðallag um nokkra hríð og sums staðar, til dæmis á Kýpur, hefur rignt meira en um áratuga- skeið. I ísrael hafa orðið miklir skaðar á grænmeti og var haft eftir embættismanni, að allt grænmeti, sem ræktað væri undir beram himni, væri ónýtt. Moskva: Viðskipta- stríð innan Comecon? Moskvu. Reuter. Sovétmenn neituðu því í gær, að horfur væru á viðskiptastríði milli aðildarrikja Comecon, Efiiahagsbandalags Austur- Evrópuríkja, þrátt fyrir þá ákvörðun þeirra að takmarka verulega útflutning á ýmsum neytendavarningi, allt frá kavíar til sjónvarpstækja. Áður hafa Austur-Þjóðveijar, Pólveijar og Tékkóslóvakar gripið til sömu ráða og er ástæðan mikill vöru- skortur í ríkjunum. Vítalíj Bojarov, aðstoðaryfirmað- ur sovésku tollgæslunnar, sagði á fréttamannafundi í gær, að það væri rangt að líkja þessum ráðstöf- unum við viðskiptastríð en viður- kenndi þó, að þær væra ekki í sam- ræmi við áætlanir um aukin við- skipti milli Comecon-ríkjanna. Sagði Bojarov, að hér væri um að ræða tilraun til að hindra, að nauð- synjavörar, sem skorti í Sovétríkj- unum, yrðu fluttar til annarra Aust- ur-Evrópuríkja. Ferðamenn, sem koma til Sovét- ríkjanna frá öðram kommúnista- ríkjum, kaupa þar gjarna ýmislegt, sem skortir í þeirra eigin landi, og nefndi Bojarov dæmi um það. Sagði hann, að maður nokkur hefði haft með sér úr landi 3.500 sápustykki. Þar að auki er greitt fyrir varning- inn í rúblum en ekki í erlendum gjaldeyri. Af þessu tilefni hafa fjöl- miðlar á Vesturlöndum minnt á, að þar geisi einnig viðskiptastríð, milli Evrópubandalagsins og Banda- ríkjanna, en það snýst hins vegar um að reyna að selja sem mest, ekki sem minnst. Dollarinn hækkar en olía lækkar London, New York. Reuter. GENGl dollarans hækkaði nokkuð í gær en olíuverðið lækkaði aftur á móti. Stafar það af því, að aðild- arríki OPECs, Samtaka olíuút- flutningsríkja, slógu sjö ára gam- alt met í olíufiramleiðslu í desem- ber. Ýmislegt varð til að ýta undir doll- arann, meðal annars atburðurinn úti af Líbýuströndum, heilsa Japanskeis- ara og líkur á vaxtahækkun vestra. Fengust í gær 1,79 vestur-þýsk mörk fýrir hvern dollara og 125,50 japönsk jen. Olíuframleiðslukvótar OPEC-ríkj- anna vora lækkaðir um áramótin og líklega vegna þess reyndu þau að framleiða sem mest fyrir þann tíma. Talið er, að hráolíubirgðir séu nú á bilinu 150 til 300 milljónir fata en það samsvarar næstum sex daga olíunotkun á allri heimsbyggðinni. Þegar fréttist, að Bandaríkjamenn hefðu skotið niður tvær líbýskar her- þotur, hækkaði Norðursjávarolían í verði í London en lækkaði síðan aft- ur. í gær fór hvert fat á 15,70 doll- ara, 15 sentum minna en á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.