Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 6. JANÚAR 1989
Nýjar tölur Þjóðhagsstofiiunar:
Samdráttur og við-
skiptahalli meiri
en áður var talið
Verðbólgan verður 10% í ár en ekki 6%
Þjóðhagsstofnun telur að
landsframleiðsla dragist saman
um 4,5% á árunum 1988 og '89,
en ekki um 3%, eins og talið var
í þjóðhagsáætlun í nóvember.
Viðskiptahallinn á næsta ári er
talinn verða 14 milljarðar króna,
en ekki 11,5 milljarðar. Þjóð-
hagsstofnun gerir nú ráð fyrir
heldur meiri verðbólgu á þessu
ári en hún gerði í þjóðhagsáætl-
un vegna 5% gengisfellingar
krónunnar. Hækkun fram-
færsluvísitölu er nú áætluð
9-10% frá upphafi til loka árs í
stað 6% áður og hækkun á með-
alverði erlends gjaldeyris er nú
talin verða 12% á milli ára, en
ekki 7%.
Þetta kemur fram í vinnuskjali
frá Þjóðhagsstofnun til fjárveit-
inganefndar, en nú er unnið í stofn-
uninni að gerð endurskoðaðrar
þjóðhagsspár, sem væntanlega
verður birt síðar í þessum mánuði.
Samkvæmt þessum tölum var sam-
dráttur í landsframleiðslu árið
1988 2,5% en ekki 1,5%; í fjárfest-
ingu 4% en ekki 3%; í útflutningi
6% en ekki 1%; og í innflutningi
var 3% samdráttur en ekki 2%
aukning, eins og spáð var í nóvem-
ber síðastliðnum.
Stofnunin spáir einnig meiri
samdrætti á þessu ári en hún gerði
í þjóðhagsáætlun. Nú er því spáð
að aflaverðmæti dragist saman um
7% í stað 4,5%, vegna skerðingar
þorskafla um 15.000 tonn, og að
þetta hafi þau áhrif að lands-
framleiðsla dragist saman um 2%
en ekki 1,5%.
Gengisfellingin kemur afkomu
botnfískvinnslu í svipað horf og
hún var í byijun september, að
mati Þjóðhagsstofnunar. Botnfisk-
veiðar eru hins vegar reknar með
verulegum halla um þessar mundir.
Töluverðir óvissuþættir eru inni
í þessum tölum, til dæmis eru líkur
á hækkandi verði á sjávarafurðum,
en töluverð hætta talin á áfram-
haldandi falli dollarsins. Þá er bent
á að lok verðstöðvunar í febrúarlok
og nýir kjarasamningar geti raskað
forsendum spárinnar verulega.
Morgunblaðið/RAX
Frá fundi borgarstjóra og slökkviliðsstjóra í gær. Á myndinni sjást þeir Jón G. Tómasson borgarrit-
ari, Davíð Oddsson borgarstjóri, Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri og Rúnar Bjarnason slökkviliðs-
stjóri.
Bruninn að Réttarhálsi 2:
Tjón borgarinnar á bil-
inu 60 til 100 milljónir
- segir Davíð Oddsson borgarstjóri
TJÓN Reykjavíkurborgar vegna
brunans að Réttarhálsi 2 í fyrra-
dag er að líkindum 60 til 100
milljónir króna, að mati Davíðs
Oddssonar borgarstjóra. Davíð
sagðist telja, að slökkviliðið hefði
Ríkissjóður:
Hallinn 6,6
milljarðar
í nóvember
NÝJAR tölur frá Þjóðhagsstofn-
un sýna halla ríkissjóðs vera
6.571 milljón króna i lok nóvem-
ber 1988.
Þessi halli nemur 11,6% af tekj-
um ríkissjóðs og um 2,6% af lands-
framleiðslu. Fjárlög fyrir árið 1988
gerðu ráð fyrir 26 milljóna króna
tekjuafgangi, en endaalegar tölur
um afkomu ríkissjóðs á árinu ættu
að liggja fyrir fljótlega.
gert sitt besta í viðureigninni við
eldinn og það væri ábyrgðarhluti
að reyna, að óathuguðu máli, að
koma ábyrgðinni á tjóninu á það.
Morgunblaðinu reyndist ekki
unnt að ná sambandi við Rúnar
Bjarnason slökkviliðsstjóra
vegna þessa máls í gær.
„Það kemur alltaf upp þegar
bruni á sér stað, að þá mæta sjálf-
skipaðir sérfræðingar og vilja hafa
vit fyrir slökkviliðinu," sagði Dayíð
Oddsson borgarstjóri í samtali við
Morgunblaðið. „Það er vitað að það
geta orðið brunar sem slökkviliðið
ræður ekki við og þess vegna hefur
verið lögð mest áhersla á að á
slíkum stöðum séu aðstæður þannig
að þær hefti útbreiðslu elds, s.s.
með brunaveggjum og úðakerfum.
Ég held að slökkviliðið hafi gert
það sem í þess valdi stóð við þenn-
an bruna og harma fréttaflutning
Stöðvar 2 þar sem einhver ósýnileg-
ur sjálfskipaður sérfræðingur
reyndi að gera slökkviliðsmennina
og búnað þeirra sem tortryggileg-
asta.“
Borgarstjóri sagði engan vafa á
því að Slökkvilið Reykjavíkur væri
best búna slökkvilið landsins sem
ynni að almennum slökkvistörfum.
Það hefði heldur aldrei staðið á
borginni að búa það þeim bestu
tækjum sem völ væri á hveiju sinni.
„Auðvitað má segja að ef allt liðið
hefði getað komið á augabragði
hefði getað farið betur en til þess
er auðvitað engin von þar sem ein-
ungis fjórðungur liðsins er á vakt
í einu.“
•
Hann sagði, að það væri ábyrgð-
arhluti þegar reynt væri að koma
að óathuguðu máli ábyrgðinni af
tjóni sem þessu yfir á slökkviliðið.
Það hefði gert sitt ýtrasta til að
bjarga því sem bjargað varð þó aldr-
ei væri hægt að fullyrða að hver
einasta ákvörðun sem tekin hefði
verið í hita augnabliksins hefði ver-
ið rétt.
Davíð sagði að byggingin hefði
verið tryggð hústryggingu eins og
önnur hús í borginni; tuttugu og
fímm milljónir væru í áhættu borg-
arinnar, 150 milljónir greiddust af
endurtryggingum en tjón umfram
það myndi lenda á hústryggingum
og borgarsjóði. Þar sem tjónið væri
upp á tvö til þijúhundruð milljónir
væri ljóst tjón borgarinnar vegna
brunans gæti verið á bilinu 60 til
100 milljónir króna. Heildariðgjöld
hústrygginga í borginni væru innan
við eitt hundrað milljónir og þessi
bruni myndi því verða borginni
kostnaðarsamur.
Davíð Oddsson átti síðdegis í gær
fund um brunann að Réttarhálsi
2, með þeim Rúnari Bjamasyni
slökkviliðsstjóra og Hrólfí Jónssyni
varaslökkviliðsstjóra. Eftir fundinn
sagði Davíð, að farið hefði verið
yfír málið og væru orsakir brunans
nú taldar kunnar. Sagði hann að
niðurstöðumar yrðu kynntar borg-
arráði í dag. Ekki reyndist unnt að
ná í Rúnar Bjamason vegna máls-
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra:
Plastpokamir ekki
seldir í vínbúðum
Tap Sambandsftysti-
húsa meira en hjá SH
Frekari lækkun vaxta brýnasta verkefhið nú
STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir að frekari
lækkun vaxta sé brýnasta en jafiiframt erfiðasta verkefiiið í fyrir-
huguðum efnahagsaðgerðum ríkisstjórarinnar. Hann sagði að leng-
ing lánstima og lækkun vaxta skiluðu meiri árangri en bein gengis-
felling, en útilokaði ekki frekari gengislækkun samhliða þeim að-
gerðum og hagræðingu í sjávarútvegi. Steingrímur sagði að af-
koma frystihúsa á vegum Sambandsins væri verri en hinna sem
eru innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og helsta skýringin
væri sú að fyrrnefndu húsin seldu meira á Bandaríkjamarkað.
Athugun endurskoðenda á
þijátíu frystihúsum leiddi í ljós að
þau skiluðu að jafnaði um 7-8%
hagnaði fyrir fjármagnskostnað og
afskriftir. Afkoman var þó mjög
mismunandi, allt frá 22% hagnaði
í um 8% tap. Heildarvelta húsanna
30 er 11 milljarðar, skammtíma-
skuldir um 7,5 milljarðar og
langtímaskuldir um 8,5 milljarðar.
Steingrímur sagði að gengis-
felling ein og sér dygði lítið þegar
skuldastaðan væri jafn slæm.
Hann sagði að tölur sem Þjóð-
hagsstofnun hefur reiknað út
sýndu hve vaxtalækkun og lenging
lánstíma skiptu miklu máli. Þar
kemur meðal annars fram að 15%
gengisfelling ein og sér myndi
koma fjárþörf sjávarútvegsins nið-
ur í rúmlega 6% á þessu ári, en
myndi eyða henni með öllu ef raun-
vextir væru færðir niður í 4% og
afborgunartími langtímalána yrði
tvöfaldaður.
Steingrímur sagðist geta tekið
undir það með sumum atvinnurek-
endum að það væri ekkert óeðlilegt
þó að vextir yrðu neikvæðir í
skamman tíma á meðan verið væri
að vinna sig út úr vandanum. Vext-
ir af sparifé gætu ekki verið nei-
kvæðir þegar til lengri tíma væri
litið, en engin þjóð í heiminum
héldi uppi 4-5% raunvöxtum á
sparifé.
Steingrímur sagðist vonast til
að frumvarp um hagræðingarátak
í sjávarútvegi, þar sem meðal ann-
ars er gert ráð fyrir mikilli fækkun
fiskiskipa, lægi fyrir þegar Alþingi
kemur saman 31. janúar.
PLASTPOKAR eru ekki seldir i vínbúðum ÁTVR. „Við erum
andvígir því að fólk fari með töskur og poka inn í sjáJfgreiðslu-
verslanirnar og verðum því að leggja til einhveijar umbúðir utan
um það sem fólkið kaupir,“ sagði Höskuldur Jónsson forstjóri þeg-
ar hann var spurður um ástæðu þess.
Höskuldur sagði að Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins væri nú að
bjóða út framleiðslu á umbúðum
og væntanlega yrðu auglýsingar á
plastpokunum.
Fólk hefur tekið þvi misvel að
þurfa að greiða fyrir plastpoka í
matvöruverslunum. Fyrst reynir
þó á þessa nýju stefnu kaupmanna
í dag þegar margir gera stórinn-
kaup fyrir helgina. Guðmundur
Viðar Friðriksson verslunarstjóri
hjá Hagkaup í Skeifunni sagði í
gær að flestir viðskiptavinir versl-
unarinnar hefðu hingað tel tekið
þessu vel. Þeir óánægðu kæmu
með töskur eða poka með sér og
svo væru plastpokamir mun betur
nýttir en áður. Þá eru þess dæmi,
að viðskiptavinir biðji um pappa-
kassa fyrir vörumar en Guðmund-
ur sagði að ekki væri aðstaða til
þess í verslununum að láta alla
hafa kassa.
Viðurkenndi misþyrm-
ingn á þremur kindum
MAÐUR á miðjum aldri hefiir
viðurkennt innbrot í fjárhús við
Lónsbrú á Þorláksmessu og að
hafa misþyrmt þremur kindum
í húsinu.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur haft mál þetta til með-
ferðar og leiddi rannsókn hennar
til handtöku viðkomandi í gær.
Hann játaði á sig verknaðinn eftir
yfírheyrslur.
Sami maður játaði í gær á sig
svipaðan verknað frá því fyrir
rúmu ári.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri staðfesti í gær að maður hefði
játað á sig verknaðinn, en varðist
allra frekari frétta af málinu.