Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 10

Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 Um ábyrgð stjórnarandstöðu í þetta fjárlagafrumvarp sem neinu nemi. Til þess þarf breytta stefnu í efnhagasmálum. Önnur lönd — aðrar hefðir eftir Birgi Isleif Gunnarsson Undanfamar vikur hafa í fjöl- miðlum orðið allmiklar umræður um ábyrgð stjórnar og stjómarand- stöðu á Alþingi og hvemig afmarka eigi hlutverk hvors aðila um sig. Dæmi um slík skrif er Reykjavíkur- bréf Morgunblaðsins 10. des. sl. og af sama toga er einnig greinargerð Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur úr Borgaraflokki, þegar hún gerði á Alþingi grein fyrir því hversvegna hún snerist á sveif með ríkisstjóm- inni og greiddi skattafrumvörpum hennar atkvæði nú fyrir jólin. Allt gefur þetta tilefni til nokkurra hug- leiðinga um ábyrgð stjómar og stjómarandstöðu. Mikill aðstöðumunur Fyrst nokkur orð almennt um málið. Ríkisstjóm er mynduð til að stjóma landinu. Hjá okkur gildir svokölluð þingræðisregla. Stjómar- skráin kveður á um „þingbundna stjóm", en í því felst að Alþingi verður að styðja eða a.m.k. þola þá ríkisstjóm sem ríkir á hverjum tíma. Stjómunarhlutverk ríkisstjómar felst í því að stjómin og þeir flokk- ar sem hana styðja eiga að hafa forystu um lausn þeirra vandamála sem að steðja hveiju sinni. Eiga að lýsa þjóðinni fram á veginn og marka stefnu um framtíðina. Lög- um samkvæmt hefur ríkisstjóm ýmis úrræði sem framkvæmda- valdshafi. Dæmi um það eru gengis- lækkanir, sem ríkisstjómir geta beitt sér fyrir. í öðrum tilvikum þarf ríkisstjóm að hafa frumkvæði að lagasetningu á Alþingi og afl til að fá lög samþykkt á þinginu. Ríkisstjóm á hveijum tíma hefur allt aðra aðstöðu en stjómarand- staðan. Hún hefur á bak við sig allt ríkiskerfið. Ráðuneytið og ríkis^ stofnanir vinna með ríkisstjóm að stefnumótun og samningu laga- frumvarpa. Ríkisstofnanir gefa stjórnarandstöðuþingmönnum upp- lýsingar, en láta að öðm leyti enga aðra vinnu í té. Þingmenn stjómar- andstöðu verða því að vinna sín mál sjálfir eða með aðstoð sjálf- boðaliða, sem þeir hafa aðgang að. Aðstaða stjómar og stjómarand- stöðu er því gerólík að þessu leyti. Krafan um þingbundna stjórn á rætur að rekja til þess að talið er nauðsynlegt að ríkisstjórn hafi nægilegt afl á Alþingi til að koma sínum stefnumálum fram. Þetta er grundvallarregla í okkar stjómar- fari. Þessi ríkisstjóm sem nú situr hefur hins vegar ekki verið meiri- hlutastjóm í þessum skilningi, þar sem hún hefur ekki haft meirihluta í annarri deildinni. Hún hefur því þurft að reiða sig á aðstoð frá stjómarandstöðu og fékk hana frá Borgaraflokknum nú fyrir jólin. Hlutunum snúið við I hinni almennu umræðu síðustu vikna hefur verið reynt að snúa ábyrgðarhlutverkinu við. Það hefur m.a. komið fram í mörgum forystu- greinum stjómmálagagna. Reynt hefur verið að afmarka ábyrgðina á þann veg að ríkisstjóm beri ábyrgð á því að leggja frumvörp fyrir Alþingi, en eftir það sé ábyrgð- in Alþingis og þar beri stjómarand- staðan ekkert minni ábyrgð á gangi mála en ríkisstjómin sjálf. Þetta er auðvitað rangt. Ríkisstjómin og þeir flokkar sem að henni standa bera fulla ábyrgð á meðferð lagafrumvarpa á Al- þingi, allt til loka afgreiðslu, enda fela þau í sér stefnu ríkisstjómar í heild. Það er ekki hægt að stilla einum eða öðrum stjómarandstöðuflokki upp við vegg og segja: Nú er ábyrgðin ykkar. „Þið verðið að sam- þykkja okkar fmmvörp. Ef þið vilj- ið ekki taka þátt í þessari stefnu- mótun, þá berið þið ábyrgðina.* Þama er gersamlega verið að snúa hlutunum við. Birgir ísleifúr Gunnarsson Ábyrgð sfjórnarandstöðu Abyrgð stjómarandstöðu á þingi er auðvitað mikil. Stjómarandstað- an á að veita ríkisstjóm aðhald. Hún á að gagnrýna og stundum ber gagnrýnin árangur. Dæmi um það komu fram á Alþingi fyrir jól, t.d. var hætt við að fella niður skatt- afrádrátt fyrirtækja vegna gjalda til líknar- og menningarmála. Það er hins vegar skylda stjómarand- stöðu að snúast gegn þeim frum- vörpum sem stjómarandstöðuflokk- ar geta ekki sætt sig við og eru andstæð boðaðri stefnu þeirra. Tökum nánar dæmi um stöðuna á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp til fjárlaga. Þar er gert ráð fyrir mikilli aukningu ríkisútgjalda. Til að ná endum sam- an flytur ríkisstjómin frumvörp um margvíslegar skattahækkanir, um stórauknar álögur á fólkið í landinu. Sjálfstæðismenn á Alþingi snerust gegn mörgum þessum skattafmm-' vörpum og greiddu atkvæði gegn* þeim. Reynt var að stilla okkur upp við vegg og segja: „Annað hvort „í hinni almennu umræðu síðustu vikna hefur verið reynt að snúa ábyrgðar- hlutverkinu við. Það hef- ur m.a. komið fram í mörgum forystugreinum stjórnmálagagna. Reynt hefur verið að afitnarka ábyrgðina á þann veg að ríkisstjóm beri ábyrgð á því að leggja frumvörp fyrir Alþingi, en efifcir það sé ábyrgðin Alþingis og þar beri stjórnarandstað- an ekkert minni ábyrgð á gangi mála en ríkisstjórn- in sjálf. Þetta er auðvitað rangt“ samþykkið þið þessi fmmvörp eða þið komið með tillögur um útgjalda- lækkanir eða aðra skatta. Að öðmm kosti berið þið ábyrgð á fjárlagahal- lanum." Málið er ekki svona einfalt. Ríkisstjórnin mótar stefhuna Sú afstaða okkar að snúast gegn frumvörpunum er ekki ábyrgðar- leysi. Þvert á móti sýnir sú afstaða fulla ábyrgð gagnvart Alþingi, gagnvart þjóðinni og gagnvart þeim gmndvallarlífsskoðunum sem stefna Sjálfstæðisflokksins hvílir á. Fjárlög hvíla á ákveðinni efna- hagssefnu, sem ríkisstjómin hefur sjálf mótað. Þáttur í þeirri stefnu em stóraukin ríkisumsvif. Sjálf- stæðisflokkurinn eða aðrir stjómar- andstöðuflokkar hafa ekki verið kvaddir til við mótun þessarar stefnu, hvorki í upphafi né eftir því sem leið á gerð fjárlaga. Það er alveg ljóst að sú krafa verður ekki gerð til Sjálfstæðisflokksins a.m.k. að þingmenn hans fari að kmkka Menni vitna gjaman til annarra landa í þessu sambandi. I Noregi og Danmörku em minnihlutastjóm- ir, sem þurfa að semja um einstök mál við stjómarandstöðuflokka til að ná málum fram. Reynslan í Danmörku af slíku er ekki góð. Þar er óstöðugt stjómarfar, kosningar tíðar og efnahagsástand í Dan- mörku slæmt. Samanburður við Noreg á ekki beint við, því að þar er kjörtímabilið fastákveðið 4 ár og þingrof er bannað. Við höfum hins vegar dæmi um land þar sem oft tekst gott sam- komulag milli sljómar og stjómar- andstöðu um fjárlagafrumvarp og efnahagsmál. Það er Finnland. A sl. hausti bámst fréttir þaðan um víðtækt samkomulag stjómar, stjómarandstöðu og launþega- hreyfinga um efnhagsstefnu, fjár- lagafrumvarp og kjaramál. Undan- fari slíks samkomulags vom ítarleg- ar viðræður sem stóðu lengi yfir síðla sumars. Slíkar samningavið- ræður virðast vera eins konar hefð í Finnlandi á þeim árstíma. Þetta hefur gengið vel þar í landi, enda em Finnar að slqóta öðmm Norð- urlöndum ref fyrir rass í efnahags- þróun og lífskjömm. Þessi dæmi sem hér em nefnd frá öðmm löndum byggjast á öðmm stjómmálahefðum en tfðkast hér á landi. Vafalítið væri það til góðs að taka upp önnur vinnubrögð hér, t.d. fínnsku aðferðina. En slíkt verð- ur auðvitað ekki gert með þeim hætti að stilla skjmdilega stjómar- andstöðunni upp við vegg og reyna að knýja hana til samninga. Abyrgð Sjálfstæðisflokksins sem stjómar- andstöðuflokks felst fyrst og fremst í því að vera trúr sínum hugsjónum og því fólki sem hefur kosið flokk- inn vegna þess að það trúir því sem hann hefur sagt. Höfundur er einn afalþingia- mönnum Sjái&tæðisilokks fyrir Reykja vikurkjördæmi. Helga G. Ögmundsdóttir, læknir, er styrkþegi Minningarsjóðs Gunn- ars Thoroddsens að þessu sinni. Á myndinni má Helgu ásamt Davíð Oddssyni, borgarstjóra, og frú Völu Thoroddsen. Úthlutað úr Minning- arsjóði Gunnars Thor- oddsens í þriðja sinn STYRKVEITING úr Minngarsjóði Gunnars Thoroddsens fór fram í þriðja sinn fimmtudaginn 29. desember sl. og var styrkþegi að þessu sinni dr. Helga M. Ögmundsdóttir, læknir. Minningarsjóður Gunnars Thor- oddsens var stofnaður af hjónunuro' Bentu og Valgarði Briem 29. des- ember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verð- laun eða lán í sambandi við rann- sóknir, tilraunir eða skylda starf- semi á sviði mannúðarmála, sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borgarstjóri. Helga M. Ögmundsdóttir, sem styrkinn hlaut að þessu sinni, lauk læknaprófi frá Háskóla íslands í júní 1975 og stundaði framhalds- nám í meinafræði við Edinborgar- háskóla, en þaðan lauk hún doktors- prófi í nóvember 1979. Frá þeim tíma hefur Helga aðallega stundað rannsóknir og kennslu í fræðigrein sinni og frá ársbyijun 1987 hefur hún veitt Rannsóknardeild Krabba- meinsfélags íslands forstöðu. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn, sem að þessu sinni var að fjárhæð kr. 150.000, við athöfn er fram fór í Höfða. Fyrirlestur um aðstoð við íjöl- skyldur fatlaðra FYRIRLESTUR verður um þjón- ustu við fjölskyldur fatlaðra í Norræna húsinu, mánudaginn 9. janúar kl. 20.00. í fréttatilkynn- ingu frá Landssamtökunum Þroskahjálp segir m.a: Undanfarin fjögur ár hefur hópur fræðimanna við Syracuse háskól- ann í Bandaríkjunum rannsakað nýjungar í þjónustu við fjölskyldur fatlaðra. Einn íslendingur Rannveig Traustadóttir, sem nú stundar dokt- orsnám við Syracuse háskóla, hefur tekið þátt í þessu rannsóknarstarfi. Rannveig er nú stödd hér á landi í jólaleyfi og hafa Landssamtökin Þroskahjálp fengið hana til að segja frá þessum nýjungum með fyrir- lestri sem haldinn verður í Norræna húsinu mánudagskvöldið 9. janúar kl. 20.00. og er öllum opinn. Á fundinum mun Rannveig Traustadóttir segja frá rannsóknum á nýjungum í þjónustu við fjölskyld- ur fatlaðra í Bandaríkjunum. Þessar rannsóknir hafa einkum beinst að því að skoða þau úrræði sem reynst hafa fjölskyldum fatlaðra best. Til- gangurinn er að afla heimilda um þau úrræði sem nú þykja lofa bestu og hvaða lærdóm má draga af þeim. Rakið verður í hveiju þessi þjónusta er fólgin og hvað helst einkennir þau úrræði sem fjölskyldur fatlaðra telja að best mæti þörfum þeirra. Einnig mun Rannveig fjalla um rannsóknir sínar á umönnunarhlut- verki mæðra fatlaðra bama. Hún mun rekja hvemig hefðbundin hlut- verkaskipting kynjanna og ríkjandi viðhorf til karla og kvenna hafa áhrif á þjónustu við fjölskyldur fatl- aðra og verkefnaskiptingu innan ijölskyldunnar. Að fyrirlestrinum loknum verða fyrirspumir og um- ræður. Rannveig Traustadóttir á að baki. langan starfsferil að málefnum fatl- aðra. Hún lauk þroskaþjálfanámi árið 1969 og hefur starfað við ýmsar stofnanir fyrir fatlaða og kennt við Þroskaþjálfaskóla ís- lands. Um skeið starfaði hún sem þroskaþjálfi í Danmörku og stund- aði framhaldsnám við Socialpæda- gogisk Höjskole í Kaupmannahöfn, veturinn 1980-1981. Arið 1985 út- Rannveig Traustadóttir skrifaðist Rannveig sem þjóðfélags- fræðingur frá Háskóla Islands og hélt síðan til Bandaríkjanna til dokt- orsnáms í stefnunótun og skipu- lagningu á málefnum fatlaðra við Syracuse háskóla haustið 1986. ? ' Til sölu húseign í miðbæ Reykjavíkur Eignin er með samþykktum teikningum af viðbyggingu, er í útleigu til skamms tíma og gefur af sér um 1,5 millj. á ári. Verð 8,5 millj. Mikið áhvílandi. Upplýsingar í síma 612437 eða 41707. Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.