Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 12

Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 „Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól“ Það er fullt út úr dyrum. Snjór- inn sem berst inn með viðskipta- vinunum bráðnar á gólfinu og myndar stóra polla. Þetta er gam- aldags verslun þar sem öllu ægir saman. Þarna má fá hverskyns skrúfur, stóra og smáa nagla, girðingarefni, garðslöngur, vinnu- vettlinga, skjólföt frá 66° norður, Síríussúkkulaði og fleira og fleira. Það eru þó hvorki sjóklæði né súkkulaði sem lokka viðskiptavin- ina inn úr dyrunum þennan dag- inn heldur hin árvissa flugeldasala verslunarinnar sem er í fullum gangi og vel það. Við erum í þriðju röð frá af- greiðsluborðinu og greinilega fleiri seinir fyrir. Gömlu mennim- ir innan við diskinn fara sér að engu óðslega og afgreiða alla jafn hlýlega hvort sem þeir eru að kaupa fullan poka af fokdýrum flugeldum eða pakka af stjömu- ljósum. — Hvað var það fyrir þig, vinur- inn? Sloppklæddur afgreiðslumað- urinn hallar sér fram yfír diskinn til að komast í samband við lítinn viðskiptavin sem kremur hundrað- kall í lófanum. — Mottur fyrir hundraðkall, hvíslar sá litli andstuttur. — Mottur eru hættulegar, mamma sagði að við ættum ekki að kaupa þær, segir þá systir hans sem er höfðinu hærri. — Mér er alveg sama ég ætla samt að fá þær, segir sá litli þijóskur og smýgur í gegnum bið- röðina með brúnan bréfpokann í höndunum. — Bíddu eftir mér? æpir stelpan og hleypur af stað með fjögur risastjörnuljós undir hendinni. — Eg skal segja mömmu ... heyrum við áður en búðardymar skellast. Áfram þokast biðröðin. Við er- um komin í aðra röð frá borði og hillumar famar að verða ískyggi- lega tómar. — Við hefðum ekki átt að sofa svona lengi, stynja álfarnir mínir og stara á tómar hillumar. En gömlu mennimir flnna þá ópnaða kassa með flugeldum sem þeir tína fram hópnum til mikillar gleði. — Lengi er von á einum, segir lágvaxinn sloppmaður og skellir stórum kassa á búðarborðið. Hóp- urinn húrrar! Það verður nóg handa öllum! Á bekk í búðinni situr eldri maður í regngalla með topphúfu og sönglar: „Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjama ...“ en slær von bráð- ar yfir í: „Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól.“ Hann er hvorki viss á lagi né texta en er í góðu skapi og brosir út að eyrum. Hann dinglar pokan- um sínum í takt við sönginn. — Ertu jólasveinn? spyr pínulít- il ljóshærð táta. Það kemur glettnisglampi í augun á þeim gamla og hann kyrjar fullum hálsi: „Jólasveinar einn og átta, ofan koma úr fjöllunum, og fjöllunum og fjöllunum ...“ Hann sveiflar pokanum sem aldrei fyrr en sú litla starir á hann brúnaþung. Loks snýr hún sér að mömmu sinni sem stendur í bið- röðinni og og segir með sannfær- ingarkrafti: — Hann er áreiðanlega jóla- sveinn! Og þar með er röðin komin að okkur. Glampinn í augum bam- anna er ósvikinn stjörnuljósa- glampi og ég ákveð að reka í eitt skipti fyrir öll það orð sem fer af mömmum sem sé að þær séu hræðslupúkar og kaupi fullan poka af MOTTUM. Og við marsérum út úr búðinni skælbrosandi rétt fyrir klukkan tólf á gamlársdag. Dagurinn líður í eftirvæntingu. Eitt og eitt stjömuljós fær að fjúka og komið er borð á mottu- pokann. Það er svo erfítt að bíða. Nýárskveðjumar mala í útvarpinu og svo eru lesnar sögur um álfa og huldufólk sem flytur búferlum á nýársnótt. Og allt í einu þorir enginn um þvert hús að ganga þrátt fyrir ljósaflóð nútímans. Inni í búri er til dæmis ískyggilega dimmt og einkennileg hljóð berast úr þvottahúsinu. Það má mikið vera ef þar eru ekki einhveijir á ferli. . . Tíminn smáþokast áfram. Svo fyllir steikarilmurinn húsið og messan byijar í útvarpinu klukkan sex. Nú hefst hinn löglegi skottími bama og unglinga. Skjálfandi úr kulda hlaupa þau í sparifötunum út á tröppur með reglulegu milli- bili til að létta á bréfpokunum. Og mitt í öllum ófriðnum logar friðarljósið á stéttinni svona rétt til að minna okkur á að þrátt fyr- ir alla skotgleðina í kvöld erum við og ætlum að vera friðsamar manneskjur. Við heyrum óminn af forsætisráðherra og útvarps- stjóra í gegnum sprengjugnýinn en á meðan „Skaupið" rennur yfír skjáinn sést ekki hundur á ferli. Svo er það sama sagan og ævinlega bömin eru himinlifandi og byija strax að hafa eftir ein- staka þætti „Skaupsins" en full- orðnir rífa hár sitt og segja að aldrei hafi það verið jafn lélegt og í ár! Ja, lengi getur vont versn- að... Himinninn logar í ótrúlegri lita- dýrð og nefíð fyllist af púðurreyk. Þetta er eins og kollhríðin í fæð- ingu, hún stendur stutt yfír en er snörp. Undrunarstunur líða frá ótal bijóstum: — Vá! Nauj! Sko! og blandast saman við einstaka: — Ætlarðu að drepa þig maður? — Eg er nú bara svo aldeilis hissa! Stundarfjórðungur er liðinn af nýju ári og allt er að verða kyrrt á nýjan leik. En hátt uppi yfír púðurreyknum svífa önnur ljós sem ekki fást keypt í nokkurri búð. Norðurljósin dansa í grænum og gulum litum yfír himininn. Það er engu líkara en þau séu í eltinga- leik, ærslafengin og kát skipta þau um lit á hlaupunum. Og nú hefst enn einn þáttur nýársnætur sem ekki skiptir minnstu máli. Með plastpoka í hönd, húfur og trefla fer ungviðið út af safna rakettuprikum. Brátt fara heilu flokkamir um hverfíð í prikaleit. Best er að fá sem lengstu prikin, hulstur utan af skrautljósum eru líka góð. Ein- staka maður er þrælheppinn og fínnur litlar rakettufallhlífar, þær eru mikið djásn. Ég heyri hvemig heilu hóparnir þramma yfir garð- inn og vona til Guðs að þeir troði ekki niður öll litlu trén í myrkr- inu. í leitinni em sagðar margar sögur. Mest ber á hverskonar slysasögum. Bróðir eins fór óvar- lega með mottu, sveið hárið af hausnum á sér og brenndi gat á nýja úlpu! Það var þó smáræði miðað við það sem frændi annars í -Reykjavík lenti í... Menn kíkja í pokana hver hjá öðmm og dást að fengnum. Unglingarnir sem setja froðu pg hlaup í hárið skella sér í bæinn tneð stæl, fullorðnir drífa sig í gleðskap eða halda sína eigin gleði innandyra. Enn öðmm verður þetta lengsta nótt ársins og þeir anda fyrst rólega þegar allir em komnir í hús. Norðurljósin em löngu slokkn- uð á himninum þegar ég hrekk upp við að lítil manneskja situr ísköld og útgrátin á rúmstokkn- um. — Hvað er að? umla ég svefn- dmkkin. — Mér finsnt svo hræðilega, hræðilega leiðinlegt... snöktir litla manneskjan. — Af hveiju? — Af því að allt er búið ... — Allt hvað? Ég tosa hana upp í rúm til mín. — Gamlárskvöld... og allt það, hikstar hún og heldur áfram að gráta á nýju ári. Kristín Steinsdóttir SURGIKQS MACS Víd flytjum til bráðobirgda í Lágmúia 5 Vegna stórbrunans að Réttarhálsi 4, þann 4. janúar sl. flytjum við alla vöru- afgreiðslu okkar í Lágmúla 5. Mánudaginn 9. janúar hefjum við vöruafhendingu að nýju til viðskiptavina okkar. Við biðjum viðskiptavini okkar afsökunar á óþægindum sem þeir kunna að verða fyrir af þessum sökum. Globus Heildsöludeild Darenas < n n KAtkIN CRITlKON ] Gillette

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.