Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
Nú er lag að bæta kj örin
eftirPál
Halldórsson
Árið 1988 var ekki hagstaatt
launafólki. Samuingsréttur var af-
numinn með lögum, sem samkvæmt
síðustu útgáfu gilda fram í miðjan
næsta mánuð. Og auk þess hefur
ríkisvaldið ráðist á gerða samninga
bæði með því að rýra innihald þeirra
með gengisfellingum og hreinlega
afnumið umsamdar hækkanir. Nið-
urstaðan er því að á árinu rýmaði
kaupmáttur stöðugt, og er sama
hvort litið er á dagvinnutekjur eða
heildartekjur. Á hinn bóginn er að
koma í ljós að árið 1988 var eitt
besta ár Islandssögunnar þegar litið
er til aflabragða og útflutningsverð-
mætis. Við áramót er hollt að skoða
hvers vegna svona hefur farið og
hvaða kost launafólk á til að bæta
sinn hlut á nýju ári.
Hrakspár og samningar
Strax í ársbyijun 1988, fóru at-
vinnurekendur að kvarta um bágan
hag fyrirtækjanna og að erfíðir
tímar væru framundan. í janúar lét
Vinnuveitendasambandið gera fyrir
sig „þjóðhagsspá" og las út úr henni
að kaupmáttur yrði að minnka á
árinu. Þessu fylgdu þeir eftir með
sífelldum hótunum um lokun fyrir-
tækja víðs vegar um landið. Þjóð-
hagsstofnun lét sitt ekki eftir liggja
og spáði því í mars að hagvöxtur
myndi dragast saman um 0,8% á
árinu.
Þrátt fyrir það fóru þau félög sem
höfðu lausa samninga af stað og
tókst að rétta hlut sinn lítillega á
2. ársfjórðungi 1988.
Flestir opinberir starfsmenn voru
bundnir í samningi út árið 1988 en
höfðu endurskoðunarákvæði í
samningum sínum. í endurskoðun-
arákvæðinu fólst að yrðu almennar
launahækkanir á vinnumarkaðin-
um, skyldu laun opinberra starfs-
manna hækka í samræmi við það.
Um leiðréttinguna skyldi samið, en
næðist ekki samkomulag átti gerð-
ardómur að skera úr. Á þetta endur-
skoðunarákvæði reyndi í byijun
maímánaðar. Viðræðunum um end-
urskoðun lauk með samkomulagi
sem gert var undir hótun um setn-
ingu bráðabirgðalagá. Menn höfðu
um tvennt að velja: Annaðhvort að
skrifa upp á það sem boðið var eða
að lúta óbilgjamri lagasetningu.
Það sýndi best hvað samningsstað-
an var léleg að ríkið komst upp
með að hlaupa frá tilboði sem það
hafði gert BHMR, þegar samninga-
menn þess sáu að tilboðið var betra
en þeir höfðu ætlað. Þó endurskoð-
unin gæfí nokkra launahækkun
vantaði a.m.k. 6% á að háskóla-
menntaðir ríkisstarfsmenn fengju
hliðstæðar hækkanir og orðið höfðu
á almennum vinnumarkaði. Og end-
urskoðunin breytti engu um það,
að kaupmáttur dagvinnulauna opin-
berra starfsmanna hélt áfram að
falla allt árið.
Gengisfellingar og
bráðabirgðalög
Strax í kjölfar samninga Verka-
mannasambandsins, sem gerðir
voru í lok febrúar og reyndar víðast
felldir, var gengið fellt um 6% að
kröfu frystihúsaeigenda. Ekki
dugði þeim þetta lengi. í byijun
maí, er gerð flestra kjarasamninga
var lokið, magnaðist enn söngurinn
um nauðsyn efnahagsráðstafana.
Eftir að Alþingi hafði verið sent
heim þótti ljóst að gripið yrði til
einhverra ráðstafana. Fjáraflamenn
brugðust skjótt við og náðu á
nokkrum dögum að hirða fjórðung
gjaldeyrisforðans. 17. maí var
gengið fellt um 10%. Ekki dugði
þetta því þrem dögum síðar var
samningsréttur afnuminn til 10.
apríl 1989 og launabreytingar á því
tímabili ákveðnar með lögum. Þó
skyldu gerðir samningar halda sér,
fælist meira í þeim en lögin ákváðu.
Þessari lagasetningu var fyrst og
fremst beint gegn starfsmönnum
álversins, enda var vinnustöðvun
þar farin að hafa alvarleg áhrif, en
forsvarsmenn ÍSAL þybbuðust við
að semja. Lagasetningin varð einn-
ig til þess að aðrir hópar launa-
manna, sem voru að semja, neydd-
ust til að ganga frá samningum í
hasti áður en lögin gengu í gildi.
Bráðabirgðalögin frá 20. maí eru
einhver harkalegasta aðför að
samningsfrelsi, sem gerð hefur ver-
ið á íslandi og í Vestur-Evrópu frá
lokum seinni heimsstytjaldar.
Samningsréttur var tekinn af sam-
tökum launafólks og kjaramálum
skipað með lögum. En það alvarleg-
asta við þetta var hversu átaka-
laust það gekk fyrir sig. Þeir einu
sem tókst að hrista lögin af sér
voru starfsmenn ÍSAL, sem með
samstöðu tókst að knýja i gegn
kjarasamning eftir að lögin tóku
gildi. Samtök launamanna mót-
mæltu reyndar, en þau höfðu ekki
þann styrk sem þurfti til að bijóta
þessa aðgerð á bak aftur og veija
þau mannréttindi, sem íslendingar
vilja að séu viðurkennd í öðrum
löndum. Viðbrögð stjómarandstöð-
unnar á Alþingi voru einnig lin.
Einn af talsmönnum hennar lét sér
fátt um lagasetninguna fínnast og
líkti ráðstöfunum við máttlitla
magnylpillu. Það kom líka í ljós í
haust, að pólitísk samstaða um af-
nám samningsréttar var meiri en
menn hugðu. Ýmsir, sem áður
höfðu harðast gagnrýnt verkalýðs-
hreyfinguna fyrir lélega samninga,
söðluðu um og töldu samningsrétt-
inn lítilsvirði samanborið við að vin-
ir þeirra kæmust í ríkisstjóm. Nú
er svo komið, að kvennalistinn, einn
stjómmálasamtaka, telur samn-
ingsréttinn merkari en svo að hon-
um megi fórna í einhveijum skynd-
iráðstöfunum.
Þó afnám samningsréttar og
kaupbinding komi illa við allt launa-
fólk, þá em menn í mismunandi
aðstöðu til að komast framhjá
henni. Kauptaxtar em negldir niður
og þeir sem við þá búa, eins og t.d.
opinberir starfsmenn, hafa enga
möguleika á að bæta sinn hlut.
Reynslan hefur sýnt að kaupbinding
hefur jafnan leitt til aukins launa-
mismunar því þeir, sem sterkasta
markaðsstöðuna hafa, halda ætíð
sínu.
Fjármagnseigendur
auka hlut sinn
Eins og fyrr greinir hófst árið
1988 með hrakspám um versnandi
efnahag og þeim hefur ekki linnt.
Víst er um það að rekstur margra
fyrirtækja hefur gengið illa. At-
vinnurekendur og stjómvöld hafa
aðeins fundið eina skýringu á þessu.
„Lífskjör almennings em of góð.“
Allar aðgerðir hafa miðað í þá átt
að skerða kjörin. Gengisfellingar,
árásir á gerða samninga og loks
afnám samningsréttar. Einkum
hefur verið bent á fískvinnsluna í
þessu sambandi, enda em allir
landsmenn háðir afkomu hennar. í
athugun sem hagdeild ASÍ hefur
gert á helstu kostnaðarliðum fryst-
ingar kemur í ljós að ef borið er
saman meðaltal áranna 1980-1987
við árið 1988, þá hefur fjármagns-
kostnaður vaxið um 60% en launa-
kostnaður um 7,5%. Ef aðeins em
borin saman árin 1987 og 1988 þá
hefur hlutur Ijármagnskostnaðar
af tekjum vaxið um 150%, meðan
hlutur launa hefur vaxið um 4%.
Þessi mikla aukning fjármagns-
kostnaðar er komin til af tvennu:
Of mikilli fjárfestingu og okurvöxt-
um. Þetta á ekki aðeins við um físk-
vinnsluna, heldur ekki síður um
verslun og þjónustu. Offjárfestingin
í verslunar- og skrifstofuhúsnæði
hefur verið gegndarlaus á undan-
fömum ámm, og nú munu vera
yfir 100 þúsund fermetrar af slíku
húsnæði í Reykjavík, sem engin not
em fyrir. Það er þessi fjármagns-
kostnaður sem nú er að sliga mörg
Páll Halldórsson
„Það sem í raun hefur
gert stjórnmálamönn-
um mögoilegt að ráðast
á samningsrétt og
samningsbundin kjör er
sá hræðsiuáróður, sem
haldið var uppi í þjóð-
félaginu allt síðastliðið
ár, að launafólk hafí
lifað langt um efíii
fram.“
fyrirtæki og launafólk á að greiða
með kjaraskerðingu.
Það sem í raun hefur gert stjóm-
málamönnum mögulegt að ráðast á
samningsrétt og samningsbundin
kjör er sá hræðsluáróður, sem hald-
ið var uppi í þjóðfélaginu allt síðast-
liðið ár, að launafólk hafi lifað langt
um efni fram. Dregnar vom upp
hryllingsmyndir af stöðu atvinnu-
veganna, minnkandi afla og verð-
falli á erlendum mörkuðum. Há-
marki náði þessi áróður þegar
Steingrímur Hermannsson ógnaði
með þjóðargjaldþroti frammi fyrir
grátkór frystihúsaeigenda. Fólk var
farið að trúa því að laun þess væm
of há, og það ætti þannig sök á
þessu hryggðarástandi. Nú þegar
árið er liðið blasir önnur mynd við.
Á árinu 1988 var mesti fískafli í
sögu landsins og útflutningsverð-
mæti aflans viðrist ætla að verða
næstum hið sama og 1987. Jafn-
framt hefur verið sýnt fram á að
stöðugt meira rennur til þeirra sem
lána peninga. Offjárfestingar og
okurvextir hafa hirt kúfínn af góð-
ærinu, og enn skal seilst í vasa
launamanna til að greiða fjár-
magnseigendum það sem þeir setja
upp.
Hvað er framundan
Síðustu upplýsingar um afla,
aflaverðmæti, en þó einkum og sér
í lagi vaxtaokrið, ættu að sýna
launafólki, að kaupið er ekki of
hátt og launin em ekki að setja
fyrirtækin á hliðina. Launafólk hef-
ur fulla ástæðu og allan rétt á að
krefjast vemlegra kjarabóta í kom-
andi samningum.
En kjarabætur nást ekki fyrir-
hafnarlaust. Stjómvöld virðast álíta
að hægt verði að rýra kaupmáttinn
enn á næsta ári. í þeirri þjóðhags-
áætlun, sem er undirstaða fjárlaga-
fmmvarpsins, er gert ráð fyrir því
að svigrúm til kauphækkunar um-
fram þau 1,25% sem lögskipuð em
15. febrúar, sé í kringum 3%. Þetta
þýðir í raun áframhaldandi kaup-
máttarrýmun. Þjóðhagsstofnun
hefur sent frá sér sína venjulegu
svartsýnisspá um 1,6% samdrátt
landsframleiðslu á næsta ári. Loks
em atvinnurekendur famir að ógna
með atvinnuleysi á næsta ári, reyni
launafólk að bæta hlut sinn.
Um síðastnefndu hótunina er það
að segja, að við atvinnuleysi hefur
fyöldi Islendinga á síðustu áratugum
bmgðist með því að leita vinnu í
öðmm löndum. Þeir sem auðveldast
eiga með að flytja sig er yngsti og
menntaðasti hluti vinnuaflsins. Það
mun ekki ganga til langframa að
halda hér uppi mun lakari lífskjör-
um en í nágrannalöndunum og síst
með svipu atvinnuleysis.
Þegar verið er að undirbúa kjara-
kröfur em spár þjóðhagsstofnunar
að engu hafandi. Eins og BHMR
hefur nýlega sýnt fram á virðast
þær vera settar saman í þeim til-
gangi einum að skelfa samninga-
menn launafólks og allan almenn-
ing þegar líður að kjarasamningum.
Stjómmálamenn fara jafnan þá
leiðina sem auðveldust er. Svo lengi
sem launafólk lætur telja sér trú
um að efnahagsvandann megi rekja
til launanna verður ráðist á kjör
launamanna og samningsrétt.
Hagsmuna Qármagnseigenda er
gætt af öflugum þrýstihópum, sem
em tilbúnir til vamar hvenær sem
er og varðar ekki um neinn hag
annan en sinn eiginn. Stjómmála-
menn munu ekki leggja til atlögu
við þennan hóp fyrr en launamenn
hafa gert þeim ljóst að þeir láta
ekki lengur ganga á sinn hlut.
Á nýju ári er lag til þess!
Höfundur er formaður BHMR.
Þröskuldur morðingja
Kvittun til Asdísar Kvaran Þorvaldsdóttur
eftirPál Vilhjálmsson
Frændi Ásdísar Kvaran var nas-
isti sem hét Eiður S. Kvaran. Um
Eið er fjallaðí bók Illuga og Hrafns
Jökulssona, íslenskir nasistar, og
kom út fyrir skömmu. Undirritaður
skrifaði ritdóm um bókina í DV
12ta desember síðastliðinn og 10
dögum seinna, 22an desember, and-
mælir Ásdís ritdómnum í Morgun-
blaðinu og segir hann „handan við
mörk velsæmis". í leiðinni segir
Ásdís að undirritaður hafí ekki les-
ið bókina sem hann ritdæmdi og
líklega er það innan marka velsæm-
is að saka menn um vinnusvik.
Þar sem Ásdís virðist ekki vita
hvers konar hjörð Eiður frændi
hennar tilheyrði er rétt að gefa sér
tíma til að útskýra það.
í ritdómnum í DV 12ta desember
er vitnað í umfjöllun þýska tímarits-
ins Der Spiegel (nr. 40/1988) um
þrjár bækur sem taka til meðferðar
þau gervivísindi sem nasistar
nefndu ýmist Eugenik eða Rassen-
hygiene. Þessi fræði eru afar
óvenjuleg að því leyti að innbyggt
í þau er eindregið mat á verðleikum
manna.
í stuttu máli fara verðleikar
manna eftir ættemi þeirra eða kyn-
stofni, segja þessi fræði. Aríski
kynstofninn er samkvæmt kenning-
unni verðleikamestur, en gyðingar,
negrar og slavar eru verðleika-
minnstir.
Óaðskiljanlegur hluti „fræði-
greinarinnar" Rassenhygiene er
hugmyndin um hreinsun tegundar-
innar. „Hygiene" vísar til heilbrigð-
is og hollustuvemdar.
Þessar hugmyndir gagntóku Eið
S. Kvaran þegar hann var við nám
í Þýskalandi snemnia á §órða ára-
tugnum. Upphaflega fór Eiður í
nám í mannkynssögu, en á endan-
um skrifaði hann doktorsritgerð
„mjög mengaða öfgafullri mann-
bótastefnu að hætti nasista". (Is-
lenskir nasistar s. 218.)
Ásdís kennir nám og rannsóknir
frænda síns við mannfræði (anthr-
opology) sem er viðurkennd vísinda-
grein og kennd í háskólum. Það er
álíka gáfulegt og að segja andatrú
vera guðfræði. Fræðin hans Eiðs
dóu með nasistum og verða ekki
endurvakin nema Eiður og kumpán-
ar hans gangi aftur.
í tímaritsgreininni í Der Spiegel
segir um sannfæringu Eiðs að hún
hlaut að leiða til dauða og tortim-
ingar. Það er einmitt það sem gerð-
ist.
Milljónir á milljónir ofan létu lífíð
í nafni kynhreinsunarinnar sem
Eiður boðaði í ræðu og riti.
Herraþjóðin sem Eiður vildi svo
gjaman tilheyra byggði gasklefa
fyrir hreinsunarstarfíð. Gyðingum
fyrir utan klefana í Auschwitz var
sagt að þeir væru á leið í aflúsun.
Þeir gengu þægir inn og vissu ekki
að lýsnar voru þeir sjálfír.
„Þar sem Ásdís virðist
ekki vita hvers konar
hjörð Eiður firændi
hennar tilheyrði er rétt
að gefa sér tíma til að
útskýra það.“
II
Eiður tók ekki beinan þátt í
skipulögðum morðum á þeim mann-
eskjum sem hann áleit verðleika-
minni en aðrar. Aftur á móti voru
menn eins og Eiður nauðsynleg
forsenda þess að fjöldamorðin gátu
farið fram. Eiður og hans nótar
undirbjuggu jarðveginn og unnu
fylgi við málstaðinn.
Eiður var vísindamaður sem
kynnti almenningi þau „sannindi"
að tilveruréttur manna færi eftir
ættemi þeirra. Ofstæki Eiðs gekk
svo langt að í hugmyndaheimi hans
voru verkamenn „afturúrkreisting-
ar“ og „úrgangslýður". (Sjá íslensk-
ir nasistar s. 207.) Og fátæklingar
„eru ver gerðir heldur en hinir, sem
komist hafa hærra í mannfjelag-
inu.“ (íslenskir nasistar s. 207.)
Þröskuldur sem maðurinn yfir-
stígur áður en hann verður morð-
ingi er að sannfærast um réttmæti
morðsins. Fyrsta skrefíð á þeirri
leið er að leggja trúnað á fordóma
á borð við þá að sumir menn séu
minna virði en aðrir. Eiður S. Kvar-
an var búinn að taka það skref
þegar hann lést í Þýskalandi árið
1939, þrítugur að aldri.
Ég stend þess vegna við þau orð
í ritdómnum sem Ásdís á erfiðast
með að skilja: „Eiður S. Kvaran
varð ekki morðingi. Hann hafði þó
allar forsendur til þess, trúði á yfír-
burði hins germanska kynstofns og
fyrirleit aumingja á borð við verka-
lýðsskrílinn og júðana."
Hvort Eiður hefði orðið morðingi
ef hann lifði lengur læt ég Ásdísi
eftir að dæma. Hún hlýtur að
þekkja sitt heimafólk.
Um hótun Ásdísar að lögsækja
mig fyrir ærumeiðingar um látinn
mann hef ég það eitt að segja að
ég bið hana að gera svo vel. Mér
yrði heiður að því að vera dæmdur
fyrir að setja orð og sannfæringu
nasista í sitt rétta samhengi. Sam-
hengi sem alltof fáir vilja kannast
við.
Höfundur er blaðamaður.