Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
Halldór Krisljánsson, Skerðings-
stöðum, bóndi og lækningamiðill
eftirSvein
Guðmundsson
Fréttaritari brá sér í heimsókn
til Halldórs á Skerðingsstöðum í
fyrstu viku aðventu og er Halldór
að Ijúka útistörfum. Hann er með
um 300 fjár á fóðrum og við
göngum um vistleg fjárhúsin og
horfum á féð tína upp í sig stráin.
Friður og kyrrð ríkir.
Síðan göngum við til bæjar og
Halldór kemur með kaffísopa og
síðan er gengið til stofu. Allt er
hreint eins og jólin séu að koma.
Reyndar eru alltaf að koma jól hjá
Halldóri. Það sést að hér gengur
snyrtimenni um öll hús.
Halldór er fæddur í desember
1913 og er því 75 ára gamall.
Reyndar þarf ekki að kynna Hall-
dór því að svo margir þekkja hann
af störfum hans í þágu annarra.
Það verður að samkomulagi að
við spjöllum um annað en erindið
átti að vera, en álagið er þegar
orðið það mikið að ekki er á bæt-
andi.
Systkinahópurinn á Skerðings-
stöðum var stór og þau urðu 12
systkinin sem á legg komust. Hall-
dór fór því snemma að vinna fyrir
sér. Hann fór í Bretavinnuna. Hann
vann í Reykjavík við margskonar
störf og á Vellinum svo að eitthvað
sé nefnt. 1960 kom hann afturheim
í Skerðingsstaði og byijaði búskap.
Hann hefur ræktað mikið. Byggt
stór og falleg fjárhús og hlöðu.
Hann er búinn að endumýja margt
í íbúðarhúsinu. Enginn sem um það
hugsar skilur það hve miklu hann
kemur í verk. Auk búskaparstarfa
og annarra heimilisstarfa er hann
upptekinn við símann og beitir hug-
arorku með aðstoð hjálpenda sem
famir eru héðan. Svo er hann líka
í félagsmálum. Er til dæmis í stjóm
Dvalarheimilisins frá upphafi og svo
er hann safnaðarfulltrúi svo að eitt-
hvað sé nefnt. Þó einkennilegt sé-
virðist hann alltaf hafa nægan tíma.
Aðspurður segir Halldór að hann
geti ekki sagt það beinlínis að hann
sjái árur fólks, en hann segist frek-
ar átta sig á því hvernig manngerð-
in sé sem hann hittir.
Huldufólk
Tal okkar berst að huldufólki og
hvort það sé til, en Halldór segir
að það sé til en hann verði ffekar
var við það en hann sjái það. Hann
segist ekki sjá eins og það sé kallað.
„Ekki get ég skilgreint á milli
álfa og huldufólks, en ég veit að
það er mjög fjölmennt hér á landi
og lífshættir þess em svipaðir og
hjá okkur. Lífsskilyrðin em svipuð
hjá því og okkur. Það fæðist og lif-
ir sínu lífi og deyr, en erfítt er að
skýra þetta fyrir öðmm. Við getum
hugsað okkur það þannig að það
séu tveir fletir. Við emm á öðmm
fletinum og það á hinum. Þeir hafa
olíulindir og það hefur sín kolalög
og allt sem er úr gróðri er svipað
hjá báðum. Ef ég tek sem dæmi,
að nú á ég bíl sem brennir bensíni
þá gæti ég fengið bensín hjá þvi
ef það vildi láta mig hafa það. Þetta
er aðeins sagt til þess að skýra það
hve allt er líkt hjá okkur og því.
Það er með búfé eins og við höfum
og það rær til fískjar og lífíð hjá
því er svipað að mörgu leyti. En
það er líka sumt sem við skiljum
ekki. Huldufólkið er meðal okkar,
en það em aðeins örfáir menn sem
vita um tilvist þess. Huldufólk hefur
sterkari eiginleika en við og til
dæmis getur það fært til hluti með
hugarorkunni einni saman. Ætli
hugarorka þess sé ekki tífalt meiri
en okkar. Blóðblöndun getur átt sér
stað á milli huldufólks og manna.
Það er í sömu blóðflokkum og við
og þess vegna gætum við þegið
blóðgjöf frá því. Margir hugsuðir
okkar og andans mikilmenni er
huldufólk sem hefur endurfæðst
sem mennskir menn og má þar til
nefna Albert Einstein, en hann er
endurfæddur huldumaður".
Endurfæðing
Ég tel það sé staðreynd að fólk
endurfæðist og ég lít á hveija jarð-
vist eins og skólabekk. Við emm
hér í skóla til þess að læra og þrosk-
ast og það sem við köllum gáfur sé
í raun afraksturinn af okkar eigin
reynslu sem einstaklings og síðan
kemur líka reynsla kynstofnsins,
sem erfíst. Ef við tökum dæmi af
laxinum sem Tatar á réttan stað.
Þar nýtur hann að einhveiju leyti
reynslu kynstofnsins og svo kemur
að sjálfsögðu fleira til.
Það er erfítt að skilgreina aldur,
en markmið endurfæðingarinnar er
að við eigum að læra og þroskast
og því endurfæðumst við svo oft
sem Guð hefur ætlað okkur. Þess-
um þroska verðum við að ná í gegn-
um endurfæðinguna og við verðum
að líða margar þrautir og erfíð-
leika, en þegar við emm búin að
ná fullkomnum þroska þá er skóla-
göngunni lokið.
Ég tek sem dæmi að við emm
mismunandi í stakk búin til þess
að mæta lífinu og til dæmis góður
tónlistarmaður er orðinn fullnuma
í þeirri grein, en hann getur líka
verið slappur á einhveijum öðmm
sviðum og þá verður hann að koma
til baka og læra það sem á vantar
og þess vegna emm við misjafnlega
sett í lífínu. Allt verður að lærast
og ekki fyrr en við höfum lært alla
hluti er tilganginum náð.
Halldór veit oft hvað á eftir að
gerast en hann segir að tíminn sé
erfítt vandamál og verði hann að
taka mark á ýmsum aðstæðum til
þess að staðsetja atburðinn í tíma.
Stundum fær hann nákvæm hug-
boð, sem hann getur farið eftir.
Hins vegar segist hann sjaldan eða
aldrei segja frá því sem komi sér
illa fyrir fólk.
Framtíð íslands
ísland á sér bjarta framtíð.
Landið hefur verið frá upphafí und-
ir vemdarhendi Guðs. Hann réði
því hveijir næmu hér land. ísland
og íslendingar hafa átt sína erfíðu
tíma. Það er byijað að birta. Við
þurfum heiðarlega og góða stjóm-
endur og Guð ætlar þjóðinni mikið
hlutverk og þess vegna er vonlaust
fyrir stórveldi að gimast landið án
vilja þjóðarinnar. Guð hefur dregið
vemdarhring kringum landið og til
dæmis hefðu hvorki Rússar né Þjóð-
veijar komist yfír þann hring.
Orkustöðvar eru nokkrar til í
heiminum og Snæfellsjökull er mjög
sterk orkustöð.
Við íslendingar þurfum að vera
varkárir í viðskiptum við stórþjóðir,
vegna þess að við emm smáþjóð
og til dæmis vill fólk koma hingað
og setjast hér að og er í.sjálfu sér
ekki nema gott um það að segja,
en við þolum ekki nema takmarkað-
an fjölda erlendra manna. Um
byggðamálin er það að segja að ég
hef þá trú að brátt snúist þróunin
við og fólk vilji lifa í sátt við náttúr-
una og laust við skarkala borga.
Erlendis er það orðið víða að fólk
vill leggja þó nokkuð á sig til þess
að búa fyrir utan borgimar vegna
þess að þá getur það notið kyrrðar
næturinnar.
Islendingar verða að varðveita
hálendið. Það er mjög viðkvæmt
fyrir öllum ágangi.
Viss hætta er á ferðinni ef við
legðum heilu landsfjórðungana í
eyði. Við myndum ekki fá að vera
í friði með þá breytingu. Það kæmi
bara fólk frá öðrum þjóðum og sett-
ist þar að. Stærri þjóðir myndu taka
hið ónýtta Iand, setja fólk þangað
og þegar það er komið hingað er
hægara sagt en gert að koma því
í burtu. Við myndum sitja uppi með
það. Það versta við þetta er að
væri fólkið af framandi þjóðum, þá
kæmi fljótlega til árekstra milli
aðkomufólksins og frumbyggja
landsins. Sambúð þjóðarbrota er
víða erfíð og ýmis vandamál mundu
sigla í kjölfarið. Stjórnvöld verða
að hafa það í huga hveiju sinni að
allt landið verður að vera í byggð
ef vel á að fara.
Ef til dæmis Austurland færi í
eyði þá kæmu eflaust þjóðarbrot frá
framandi þjóðum og settust þar að
í þúsunda tali. Þeim yrði hjálpað
til þess að ná þar fótfestu. Þeim
fjölgaði eflaust mjög hratt og þá
mundu þeir komast í aðstöðu til
þess að kúga innbyggja landsins.
Halldór Kristjánsson. Myndin er
tekin í Hong Kong.
„En það er líka sumt
sem við skiljum ekki.
Huldufólkið er meðal
okkar, en það eru að-
eins örfáir menn sem
vita um tilvist þess.
Huldufólk hefur sterk-
ari eiginleika en við og
til dæmis getur það
fært til hluti með hug-
arorkunni einni sam-
an.“
Auðvitað væri það sama hvaða þjóð
þetta væri. Fólksflutningar í heim-
inum eru orðnir gífurlegir og hér
er vissulega hætta fyrir íslendinga.
Islendingar eru byijaðir að tak-
ast á við spillinguna og ég held að
framvegis verði öll spilling upprætt
eins og hvert annað illgresi.
Ég reikna með að veðurfar hér
fari heldur hlýnandi og gæti þá
hugsast að eitthvað af láglendinu
færi undir sjó. Hins vegar er gífur-
legt vatnsmagn bundið í jöklum
landsins og þeir munu minnka og
Helga Þórodds-
dóttir - Minning
í dag er til moldar borin elsku-
leg amma mín, Helga Þórodds-
dóttir. í sviplegu slysi á nýjársdag
hvarf hún úr þessu lífi, inn í hin
æðri tilverustig, þar sem góður
Guð mun leiðbeina henni um
ókomna vegu.
Amma mín var stórbrotin per-
sóna, þar sem samspil góðra gáfna,
dugnaðar og góðmennsku var ein-
stakt. Hún var ákaflega félagslynd
kona og naut hún þeirra stunda
er hún var í góðra vina hópi. Fjöl-
skyldu sinni sýndi hún mikinn og
innilegan kærleik, bæði í orði og
verki. Þær voru ófáar veislurnar
sem hún hélt vinum sínum og
vandamönnum, en þær einkennd-
ust af hennar djúpstæða myndar-
leik og hlýju. Margar af mínum
ánægjulegustu stundum, sem mér
hafa hlotnast, var að sitja hjá henni
í stofunni og ræða heimsins mál,
en hjá henni mætti ég ávallt mik-
illi visku og víðsýni í hverskyns
málefnum.
Hin síðari ár bar ömmu minni
gæfa til að sinna enn betur áhuga-
málum sínum, en þau fólust mikið
í ferðalögum er voru henni ómetan-
lega kær, öflunar á hverskyns fróð-
leik er hún ritaði niður í bækur
og þátttöku í námskeiðum þar sem
listrænir hæfíleikar hennar fengu
að njóta sín. Málaði hún fagrar
myndir og vann leirmuni er prýddu
heimili hennar og annarra. Einnig
hafði hún mikið dálæti á klassískri
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
tónlist og söng. Er ég henni eilíf-
lega þakklát öllum þeim stundum
er við nutum saman fagurrar tón-
listar, en þá sem oftar skein svo
einlæg gleði og hamingja frá henni.
En eins og skáldið og heimspek-
ingurinn Khalil Gibran sagði:
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst
um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar-
veru hans eins og fjallgöngumaður sér fjall-
ið best af sléttunni.
Þá mun ég með þessu hugarfari
kveðja elsku ömmu mína, sem er
mér svo kær, og þakka ég henni
allar þær uppbyggilegu og ástríku
stundir er við áttum saman.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Jóhannesdóttir
Sú harmafregn barst mér á ný-
ársdag að elskuleg amma mín,
Helga Þóroddsdóttir, hefði látið
lífíð af slysförum. Svo fljótt, svo
skjótt. Sár söknuður nístir hjörtun
og minningamar streyma að.
Amma mín fæddist að Myrkár-
dal í Hörgárdal 20. júní 1910. Hún
var dóttir hjónanna Þóreyjar Sig-
urðardóttur, sem fæddist að Sám-
stöðum í Eyjafirði 27. desember
1889 og Þórodds Magnússonar
sem fæddist að Ásgerðarstaðaseli
í Hörgárdal 29. júní 1885. Systkini
ömmu eru: Hólmfríður, Jóhanna
(lést 17 ára), Bolli, Þór, Njáll, Sig-
riður, Heiða og Svana.Éiginmaður
hennar var Skúli Einarsson, út-
gerðarmaður frá Sandi, Aðaldal,
S-Þing.
Böm þeirra eru: Halla Þórey
Skúladóttir, maki Jón V. Guðjóns-
son. Áður gift Jóhannesi Jörunds-
syni, látinn; Skúli Skúlason, maki
Helga Ingólfsdóttir; Sigurfljóð
Skúladóttir, maki Guðmundur
Tryggvason; yngsta bam ömmu
er Elsa Björk Ásmundsdóttir. Fað-
ir hennar er Ásmundur Sigurðsson.
Maki Þorsteinn S. Ásmundsson.
Margs er að minnast úr starfs-
ævi ömmu en hér skal aðeins stikl-
að á stóru. Árið 1940 fluttist hún
að Laugarvatni og réðst þar að
mötuneytinu, fyrst sem bakari og
síðar sem yfírmatsveinn. Starfaði
hún þar í fjölda ára með miklum
dugnaði oft við hin erfíðustu skil-
yrði við að útvega matföng að
vetri til handa mörg hundruð nem-
endum að Laugarvatni. Amma hóf
síðan störf hjá samvinnuhreyfíng-
unni þar sem hún starfaði óslitið
til þess dags er hún lét af störfum
vegna aldurs. Hún hóf störf sem
matráðskona við Samvinnuskólann
á Bifröst veturinn 1955—1956.
Árið 1956 réðist hún sem yfirmat-
sveinn til mötuneytis Sambands
íslenskra samvinnufélaga á Sölv-
hólsgötu í Reykjavík, og starfaði
þar til síðla árs 1977. Þeir sem
þekktu til ömmu í starfí lofuðu
hana ætíð fyrir staka ræktarsemi,
reglusemi og dugnað.
Þegar ég sting niður penna og
rita þessi fátæklegu orð er mér
efst í huga að þakka henni ástsam-
lega fyrir alla hennar hjartahlýju
og gæsku sem hún veitti mér í
gegnum árin. Hún hafði ætíð
brennandi áhuga á að fylgjast með
bömum og bamabömum bæði í
starfí og leik. Hún hafði ekki síður
áhuga á því að fylgjast með allri
þróun sem átti sér stað bæði í þjóð-
félaginu og á æðri sviðum. Þær
voru ófáar stundimar sem hún
átti með okkur þar sem við rædd-
um um öll heimsins mál. Amma
var fróðleiksfús og víðsýn svo unun
var að eiga með henni stund. Henni
féll aldrei verk úr hendi þó hún
væri hætt lífsstarfi sínu. Alltaf var
eitthvert verk að vinna og hún
stefndi ótrauð og full bjartsýni inn
í framtíðina.
Það var geislandi birta sem
umvafði ömmu þegar við systkinin
heimsóttum hana og áttum með
henni yndislegt desemberkvöld.
Það var okkar hinsta kveðjustund
á heimili hennar, þó ekkert okkar
óraði fyrir að endalokin væru
skammt undan. Minningamar ylja
manni um hjartarætumar, því slík
var amma. Hún var kjarkmikil