Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR' 1989
17
vatnsorka í hlutfalli við það. Því
gætu veðurfarsbreytingar orðið til
góðs og líka til hins verra.
Við verðum að fara vel með allan
gróður og margir eru að kvarta um
það að landið sé að fjúka á haf út.
Margir vilja kenna sauðfénu um
þetta, en maður líttu þér nær.
Halldór hefur farið víða
Halldór hefur ferðast mikið og
einkum á seinni árum. Hann hefur
heimsótt öll Norðurlönd og mörg
lönd í Evrópu. Hann segir að Græn-
land sé ægifagurt land en afar harð-
býlt og engir vegir séu þar utan
þéttbýlis og því séu samgöngur í
þessu stóra landi afar dýrar. Hall-
dór segir að það sé allt annað að
koma til framandi landa en að lesa
um þau. Þá sé hægt að fínna áhrif-
in frá fólkinu. Gyðingar mega til
dæmis vel við una með sitt hlut-
skipti, þeir eigi sitt land en þeir
verði líka að una öðrum að eiga
sinn samastað. Palestínuníenn og
ísraelsmenn eigi að geta búið í sátt
og samlyndi sem góðir nágrannar.
Halldór hefur farið þó nokkuð
um Asíulönd og meðal annars kom-
ið til Hong Kong og Kína. í Kína
heimsótti hann kínverskan bónda
og sagði Halldór að ekki væri hægt
að bera saman lífskjör okkar og
þeirra, svo langt bil væri þar á
milli, en þeir eru margir og geta
mikið.
Nýlega er Halldór kominn frá
Kalifomíu og lengdi sumarið um
einar þijár vikur. Þar eins og alls
staðar annarsstaðar skoðaði Hall-
dór báðar hliðar mannlífsins. Hann
sá bæði velmegun og fátækt.
Næst hefur Halldór áhuga á því
að heimsækja Rússland og sjá hluta
af hinu víðfema ríki.
Nú er samtali okkar að ljúka og
á meðan á því stóð þá þurfti Hali-
dór að svara fímm sinnum í símann
og mér er sagt að það sé ekki óai-
gegnt að hann þurfí að svara í
símann 20 til 30 sinnum á kvöldi.
Hann getur því sjaldan horft á sjón-
varpið eða hlustað á útvarp.
Ef til vill er það Halldóri nauð-
synlegt að hverfa frá dagsins önn-
um og þeir sem þekkja hann telja
að aðrir þyrftu að vinna allan sóiar-
hringinn til þess að afkasta því sem
hann gerir.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins í Reykhófasveit.
kona og baráttuglöð og óhrædd
að takast á við hið óþekkta. Hún
trúði því að hver maður hefði sinn
vitjunartíma og guð einn réði þar
um. Hún hafði sagt okkur að ósk
hennar væri sú að deyja án þess
að þurfa að líða þjáningar í ell-
inni. Ekki vildi amma vera upp á
aðra komin heldur vera sjálfstæð
meðan hún lifði. Hún trúði því
einnig að dauðinn væri upphaf nýs
lífs og maðurinn hyrfí til frekari
starfa á æðri sviðum.
Nú þegar ég kveð elsku ömmu
mína hinsta sinni, þá bið ég algóð-
an guð að vemda hana og blessa,
að hann umvefji hana birtu sinni
og yl. Áfram mun hún lifa í hugum
þeirra og sál, sem þekktu hana.
Að fullu verður hún ekki frá okkur
tekin.
Fari elskuleg amma mín heil til
framandi yndis stranda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaður viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sveinfríður Jóhannesdóttir
Guðmundur Eiríksson kosinn
stjórnarformaður Islensku óperunnar
AÐALFUNDUR Islensku óper-
unnar var haldinn í húsi óper-
unnar 12. desember sl. Garðar
Cortes, formaður stjórnar óper-
unnar, flutti skýrslu um starfs-
semina á liðnu ári.
Operan sýndi þrjú verk á árinu:
Don Giovanni eftir Mozart, Litla
sótarann eftir Britten og Ævintýri
Hoffmanns eftir Offenbach í sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið. Guðmund-
ur Eiríksson, formaður stjómar
styrktarfelags óperunnar, gerði
grein fyrir starfi styrktarfélagsins
á árinu. Félagið hélt marga tónleika
og myndbandasýningar í óperunni,
keypti stóran Steinway-flygil í hús-
ið í samvinnu við Tónlistarfélagið,
gaf út Óperublaðið og myndband
með sýningu óperunnar á Don Giov-
anni með Kristni Sigmyndssyni í
titilhlutverkinu. Myndbandið er til
sölu í óperunni og í mörgum hljóm-
plötuverslunum í Reykjavík. Styrkt-
arfélögum óperunnar Qölgaði veru-
lega á árinu. Þeir eru nú um 850.
Nokkur fyrirtæki hafa veitt óper-
unni rausnarlegan fjárstuðning.
Nokkrar breytingar urðu á stjóm
óperunnar og styrktarfélagsins.
Garðar Cortes, sem hafði verið
formaður stjómar ópemnnar frá.
upphafí, baðst undan endurkjöri í
formannssæti. í stjórn íslensku
óperunnar vom kjörin: Guðmundur
Eiríksson, þjóðháttafræðingur
(formaður), Garðar Cortes, ópem-
söngvari, sem jafnframt gegnir
starfí ópemstjóra, Lára M. Ragn-
arsdóttir, framkvæmdastjóri, Olöf
Kolbrún Harðardóttir, ópemsöngv-
ari og Þorsteinn Gylfason, dósent.
Ólafur Davíðsson og Þorsteinn Júl-
íusson báðust undan endurkjöri.
í varastjóm ópemnnar vom kjör-
in Ásrún Davíðsdóttir, tónlistar-
kennari, Elísabet Erlingsdóttir, ein-
söngvari og Siguregir Jónsson, lög-
fræðingur. Gunnar Guttormsson
baðst undan endurkjöri í varastjóm.
Að loknu stjómarkjöri færði for-
maður stjómar fráfarandi stjómar-
formanni, Garðari Cortes, sérstakar
þakkir fyrir ómetanlegt starf sem
stjómarformaður ópemnnar frá
öndverðu.
í stjóm Styrktarfélags íslensku
ópemnnar vom kjömir Þorvaldur
Gylfason, prófessor (formaður),
Ámi Tómas Ragnarsson, yfírlækn-
ir. Sigurður R. Helgason baðst und-
an endurkjöri. í varastjóm styrktar-
félagsins vom kjörnir Ingimundur
Sigfússon, forstjóri, Jóhannes Jón-
asson, lögreglumaður og Jón Þórar-
insson, tónskáld. Stjómimar tvær
skipta þannig með sér verkum, að
stjóm ópemnnar annast rekstur
fyrirtækisins, en stjóm styrktarfé-
lagsins er ætlað að renna stoðum
undir rekstur ópemnnar til fram-
búðar.
Islenska óperan hefur ýmis verk-
efni á pijónunum. Þeirra á meðal
má nefna tvær stuttar ópemr, Cav-
alleria Rusticana eftir Mascagni og
I Pagliacci eftir Leoncavallo í sam-
vinnu við norsku ópemna í Osló.
Þessar ópemr mörkuðu upphaf
raunsæisstefnu í ítölskum ópem-
bókmenntum og hafa notið mikillar
hylli um allan heim frá því þær
vom sýndar fyrst, skömmu fyrir
síðustu aldamót. Þær hafa báðar
verið sýndar áður á íslandi.
(Fréttatilkynning)
ÚTSALAN
HEFSTÍDA