Morgunblaðið - 06.01.1989, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
18
BRUNINN A RETTARHALSI:
Loftmynd af brunarústunum á Réttarhálsi 2.
Morgunblaðið/Bjami
„Þama er um að ræða tvö hús
sem byggð voru á mismunandi
tíma,“ sagði Gunnar. „Er seinna
húsið var byggt var steyptur vegg-
ur á milli húsanna, eins og lög
gera ráð fyrir. Er við skoðuðum
húsin síðast var búið að saga gat
á þennan vegg og við gerðum at-
hugasemdir við það enda hafði
gatið ekki verið gert í samráði við
okkur.
Ef eldvarnarveggur er rofinn
á þennan hátt ber þeim sem gerir
slíkt að sækja sérstaklega um leyfi
til þess. Það var ekki gert. Mönn-
um sem ijúfa þannig eldvarnar-
vegg ber þar að auki að sjá sóma
sinn í að setja þar upp eldvarnar-
hurð.“
Gunnar sagði, að annað atriði
sem stuðlað hefði að því að eldur-
inn náði að breiðast út var að eld-
ELDVARNIR hússins að Réttarhálsi 2 voru ekki í fúllkomnu
lagi áður en eldur lagðijþað og sambyggt hús í rúst á miðviku-
dag, að því er Gunnar Olafsson hjá Eldvarnaeftirlitinu sagði i
samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði, að við síðustu
skoðun eftirlitsins um mitt síðasta ár hefði m.a. verið gerð at-
hugasemd við að búið var að rjúfa gat á milli húsanna tveggja
án þess að setja þar upp eldvarnahurð eins og lög gera ráð fyrir.
í gegn um þetta gat m.a. komst eldurinn á milli húsanna tveggja.
Þá voru innréttingar húsanna ekki í samræmi við teikningar
þær sem lagðar voru fram hjá byggingarfúlltrúa og var ekki
um að ræða að gerðir hefðu verið eldtraustir milliveggir í hús-
næði Gúmmívinnustofúnnar eins og teikningar kváðu á um.
Gunnar lét þess einnig getið að fúlinaðarútekt á eldvörnum
hefði aldrei farið frarn á nýrra húsnæðinu eftir að starfsemi
þar hófst.
varnarveggur milli húsanna
tveggja náði ekki alveg upp í þak
þeirra og því hafi eldurinn náð að
komast þar á milli. Þetta var hins-
vegar ekki hægt að sjá við skoðun
inn í húsunum. Hinsvegar hefðu
þeim sem smíðuðu seinna húsið
átt að vera þetta Ijóst.
„Þegar seinna húsið er byggt
virðist hafa gleymst að gera ráð-
stafanir vegna þess að umræddur
eldvarnaveggur er ekki útiveggur
lengur heldur inniveggur og nær
ekki alveg upp í þakið," sagði
Gunnar.
Réttarháls 2:
Brunabóta-
matiðer
310 millj-
ónirkróna
SAMKVÆMT uplýsingum frá
Húsatrygginu Reykjavíkur-
borgar er brunabótamat hú-
sanna tveggja sem brunnu á
Réttarhálsi samtals 310 millj-
ónir króna. Ólafúr Jónsson
einn af matsmönnum Húsa-
tryggina segir að þeir hafi
ekki fengið að skoða rústimar
í gærdag en fái það væntan-
lega í dag. Fyrr getur hann
ekki tjáð sig um hve mikið
tjónið er.
Þær 310 milljónir sem hér um
ræðir skiptast milli eignaraðila
húsanna á eftirfarandi hátt.
Brunabótamat húseignar
Gúmmívinnustofunnar er sam-
tals 159,5 milljónir króna. Hjá
J. Þorláksson og Norðmann er
það 26,5 milljónir króna. Hjá
Ðavíð Atla Oddsyni er það 5,6
milljónir króna. Hjá Blómamið-
stöðinni er það 40 milljónir
króna. Hjá Kælingu er það 13
milljónir króna. Hjá Rekstrar-
vörum er það 28,4 milljónir
króna og hjá Bessa sf. er það
36,8 milljónir króna.
Innbúið hjá stærsta aðilanum,
Gúmmístofunni, er tryggt hjá
Brunabótafélaginu. Ingi R.
Helgason forstjóri Brunabótafé-
lagsins segir að þeir gefi ekki
upp tryggingarfjárhæðir hjá við-
skiptavinum sínum. Þetta sé
hinsvegar endurtryggt ytra.
Þegar stórtjón á borð við þetta
kemur upp og er greitt af endur-
tryggingaraðilanum hefur það í
för með sér að afsláttur Bruna-
bótarfélagsins minnkar eða
hverfur ytra og iðgjöld hækka.
Eldvarnir ekki í lagi
Eins og sjá má slapp norðaustur horn bygginganna nokkuð vel.
Morgunblaiið/Sverrir
Enn var unnið að því að slökkva elda í gærdag.
Unnið var að því að hreinsa til í gærdag.