Morgunblaðið - 06.01.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 19
Réttarháls 2 brennur
15:07 Slökkviliðiö kemur á vettvang.
15:15 Þrír reykkafarar fara inn aö til slökkvistarfa.
15:20 Rofin göt á þakiö til slökkvistarfa.
15:45 Eldurinn saakir á og annaö gat er rofiö á þakiö.
15:50 Buröarbitar í þaki hússins taka aö gefa sig.
16:10 Enn er rofiö gat á þak hússins.
16:20 Húsiö alelda.
16:40 Eldirinn hefur borist í aöliggjandi hús á tveim stööum.
©
17:10 Baeöi húsin alelda.
MorgunbíaMt GÓl
Fyrirtæki byijuð að flytja
í bráðabirgðahúsnæði
EITT þeirra fyrirtækja sem
varð fyrir tjóni í brunanum á
Réttarhálsi 2 hefur haSð starf-
semi á ný. pað er Rekstrar-
tækni sem opnar í dag búð á
Lynghálsi 3. Kristján Einarsson
einn eigenda fyrirtækisins segir
að hann reikni með að starfsem-
in verði svo komin aftur í fullan
gang á mánudag.
Er Morgunblaðið leit við á Rétt-
arhálsi 2 síðdegis í gær voru þrjú
fyrirtækjanna þar að flytja vörur
sínar í bráðabirgðahúsnæði. Það
voru auk Rekstrartækni, J. Þor-
láksson og Norðmann og Blóma-
miðstöðin.
Kristján Einarsson segir að þeir
hafi sloppið betur en flestir aðrir
í húsinu þar sem lager þeirra slapp
mikið til óskemmdur. Hann verður
fluttur í geymslu í húsnæði Útsölu-
markaðarins á Draghálsi þar sem
J. Þorláksson og Norðmann hefur
einnig fengið inni með sinn lager.
„Þótt mikið af lager okkar hafi
sloppið urðu skemmdir á hluta
hans. Segja má að á næstunni
getum við boðið upp á nokkrar
„léttreyktar“ pappírsvörur á vægu
verði,“ segir Kristján.
Hjörtur Örn Hjartarsson fram-
kvæmdastjóri J. Þorláksson og
Norðmann segir að þeir muni á
næstunni flytja vörur sínar í hús-
næði Útsölumarkaðarins. Hann
segir að framtíðin sé að öðru leyti
óviss. Forráðamenn fyrirtækisins
munu ræða framhaldið að flutn-
ingunum loknum en hann átti ekki
von á að verslunin á Réttarhálsi
kæmist í gagnið í náinni framtíð.
Sveinn Indriðason fram-
kvæmdastjóri Blómamiðstöðvar-
innar segir að þeir séu að flytja
starfsemi sína í húsnæði Sölufé-
lags garðyrkjumanna í Skógarhlíð
til bráðabirgða. Þar muni þeir
verða næstu einn til tvo máanuði
með rekstur sinn. Hvað svo tekur
við er óljóst en allavega flytja þeir
ekki aftur á Réttarháls í bráðina.
Allir þessir viðmælendur blaðs-
ins létu þess getið að tryggingar
þeirra vegna tjónsins væru í lagi. -
Kristján Einarsson á lager Rekstrarvara
Hjörtur Hjartarsson í búð J. Þorláksson og Norðmann.
Var allt í einu í miðju eldhafi
-segir Smári Steingrímsson er fyrstur varð eldsins var
„ÉG var að vinna við að raf-
sjóða kerru í sólningunni. Ég
var með rafsuðuhjálm á höfð-
inu. Allt í einu fann ég mikinn
hita og er ég leit upp sá ég að
ég stóði allt í einu í miðju eld-
hafi,“ segir Smári Steingríms-
son einn starfsmanna Gúmmí-
vinnustofúnnar en hann varð
fyrstur eldsins var og raunar
má segja að hann hafi staðið í
miðjum eldsupptökunum.
„Þetta gerðist allt svo snöggt
að erfitt er að átta sig á því. Mér
fannst sem ég stæði allur í ljósum
logum og fyrsta hugsunin var að
koma sér í burtu. Eg æddi fyrst
í öfuga átt en snéri svo við og
tókst að komast úr herberginu.
Ég náði í slökkvitæki en eldurinn
varð strax svo mikill að ekki varð
við neitt ráðið.“
Aðspurður um hvort hann telji
að kviknaði hafi í út frá rafsuðu-
tækinu segir Smári að það sé eng-
in leið fyrir hann að gera sér grein
fyrir því og hann geti ekkert full-
yrt um eldsupptökin. Eldurinn
hafi strax orðið svo mikill að eina
hugsunin var að komast í burtu.
Hann telur að rafsuðuhjálmurinn
hafi bjargað andliti hans frá
bruna. Einu meiðslin sem hann
hlaut voru . smávægileg brunasár
á höndum.
Sveinn Indriðason í húsnæði Blómamiðstöðvarinnar
★
★
★
★
★
STORUTSALAI liVOSIWI
Útsalan byrjar í dag. Opið laugardag frá kl. 10-16.
v
PevanEuaiN
Hafnarstræti.
★
k