Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 21 Bandaríkin: Eiturlyfjafundur ítalskir lögreglumenn skoða 115 kíló af hreinu kókaíni, sem fannst i gær í vörubifreið sem kom frá Júgóslavíu. Lögreglan telur að söluverðmæti kókaínsins haS verið um 88 milljónir dala, 4,2 milljarðar ísl. kr. Bush hyggst draga úr flárlagahallanum án skattahækkana New York. Reuter. LÍKLEGT er að George Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, áformi nýjar Qáröflunarleiðir til að draga úr fjárlagahallanum án þess að hækka skatta, hækka til að mynda verð á þjónustu ríkisins, að því er dagblaðið New York Times skýrði frá í gær. Að sögn blaðsins hyggst Bush leggja fram breytingartillögur tveimur til þremur vikum eftir að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti leggur fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir fjárhagsárið 1990 á mánudag. Blaðið segir að Bush muni reyna að koma á sérstökum samningavið- ræðum við leiðtoga þingsins um tveggja ára áætlun sem miði að því að draga úr fjárlagahallanum. Bush sé enn mótfallinn skattahækkunum en sé líklegur til að samþykkja aðr- ar fjáröflunarleiðir, svo sem hækk- anir á verði þjónustu ríkisins. Blað- ið segir að Bush sé einnig líklegur til að fallast á niðurskurð á útgjöld- um ríkisins og það hefur eftir þing- mönnum Repúblikanaflokksins að jafnvel komi til greina að hann dragi úr útgjöldum til vamarmála. Fjárlaganefnd Bandaríkjaþings spáði því á miðvikudag að fjárlaga- hallinn á fjárhagsárinu 1989 yrði 155 milljarðar dala. Ennfremur er talið að hallinn verði um 141 millj- arður dala á fjárhagsárinu 1990 verði ekki dregið úr útgjöldum ríkis- ins. Spies og Tjæreborg: Málshöfðun vegna sameiningarinnar? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttantara Morgnnbladsms. SAMEINING tveggja stærstu ferðaskrifstofanna í Danmörku, Spies og Tjæreborg, fer til skoðunar hjá framkvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins. Hin sameinaða ferðaskrifstofa mun fá 80% af markaðnum í sinn hlut, og getur þar orðið um nokkurs konar einokun að ræða á vissum sviðum og þar af leiðandi ónóga samkeppni, samkvæmt reglum EB. Fréttaritari Ritzau-fréttastof- unnar hjá EB sagði þó i Briissel á fimmtudag, að ólíklegt væri, að mál yrði höfðað vegna sameiningar- innar, af þvi að tillaga fram- kvæmdanefndarinnar um eftirlit með sameiningu stórra fyrirtælq'a, hefði enn ekki hlotið samþykki ráð- herranefndar bandalagsins. Dagblaðið Börsen telur á hinn bóginn, að flugfélagið Sterling Air- ways, verði utangátta eftir samein- inguna. Sterling var sjálft áfjáð í að kaupa Tjæreborg-ferðaskrifstof- una í því skyni að tryggja sér far- þega og lagði fram tilboð í fyrirtæk- ið með tilstyrk SDS-sparisjóðsins og lífeyrissjóða. Börsen segir á fimmtudag, að búist sé við, að hallinn af rekstri Tjæreborg verði um 100 milljónir danskra króna á árinu 1988. Gjald- þrct hefði því blasað við fyrirtæk- inu, hefði það ekki verið selt. Ekki hefur verið greint opinber- lega frá söluverðinu, en Börsen tel- ur, að það hafi verið á bilinu 325-340 millj. d. kr. Vandræðabarn Tjæreborg-ferða- skrifstofunnar, La Santa Sport á Lanzarote á Kanaríeyjum, var ekki með í kaupunum. Halli hefur verið á rekstri þessarar íþróttamiðstöðvar í mörg ár. LUKKULEGIR VINNINGSHAFAR LUKKU-TRÍÓS Á GAMLÁRSKVÖLD Á gamlórskvöld voru dregin út nöfn 100 vinningshnfn í Lukkutríó. Hver þeirra hlaut 6 flöskur af Coca Cola í 1V2 líters umbúðum. Vinningshöfunum verða færðir vinningarnir nú ú næstu dögum. Eftirfarandi nöfn voru dregin út: Arnór Magnússon, Völusteinsstræti, Bolungarvík Gísli Ásgeirsson Sigtúni 6, Patreksfirði Kristrún Pétursdóttir, Fell, Þingeyri Pétur Magnússon, Hafraholt 28, Isafirði Freyja Ingólfsdóttir, Mararbraut 23, Húsavík Geir Guðmundsson, Skeiðarlundi 8B, Akureyri Vilhjálmur Gunnarsson, Munkaþverárstr. 23, Akureyri Petrena Ágústsdóttir, Munkaþverárstr. 34, Akureyri Þorvaldur Einarsson, Einholti 3, Akureyri Valgeir Ólafsson, Stuðlaberg, Vestmanneyjum Elfrið J. Björnsdóttir, Sólbrekku, Mjóafirði Aðalheiður Hafdal, Hátúni 23, Eskifirði Ólöf M. Þorváldsdóttir, Hólsvegi 9B, Eskifirði Björgvin V. Guðmundsson, Mánatröð 3, Egilsstöðum Helena Gunnarsdóttir, Sólvöllum, Seyluhr., Varmahl. Linda Indriðadóttir, Húsey, Varmahlíð Harpa Hafsteinsdóttir, Grundarstíg 8, Sauðárkróki Ingunn Heiðdís, Svínafelli, Egilsstöðum Ragnhildur Sigurðardóttir, Laugarbraut 11, Akranesi Svana Guðsteinsdóttir, Kjartansgötu 12, Borgarnesi Óðinn Ágústsson, Kveldúlfsgötu 15, Borgarnesi Rannveig Þórðardóttir, öldugerði 9, Hvolsvelli Hafsteinn Elíasson, Lyngbergi 18, Þorlákshöfn Halla Sif Elvarsdóttir, Lundi II, Borgarfirði Erla Karlsdóttir, Egilsbraut 28, Þorlákshöfn Sigursteina Guðmundsdóttir, Heinabergi 12, Þorlákshöfn Hjalti Kjartansson, Hlöðutúni, Selfossi Vigfús Andrésson, Berjanesi, Hvolsvelli Steinar Hilmarsson, Laufskógum 1, Hveragerði Óli Eyjólfsson, Lóurima 9, Selfossi Guðbjörg Sveinsdóttir, Ártúni 6, Selfossi Margrét Sveinbjörnsdóttir, Krossi, A-Landeyjum, Hvolsv. Þorvarður Jónsson, Vindási, Rang., Hellu Jónas Guðmundsson, Asgarlundi 17, Garðabæ Kristín Hjaltadóttir, Vesturbraut 6, Keflavík Rut Friðfinnsdóttir, Smáratúni 15, Keflavík Margrét Þórhallsdóttir, Garðabraut 76, Garði Hlynur Erlingsson, Efstahrauni 27, Grindavfk Jónína Snorradóttir, Háaleiti 11, Keflavík Jón Jóhannsson, Melteig 8, Keflavík Ólafur Lárusson, Faxabraut 70, Keflavík Ásta P. Hartmann, Kirkjuvegi 28A, Keflavík Valgeir Jensson, Túngötu 19, Keflavík Guðrún Sigurðardóttir, Sunnuvegi 6, Hafnarfirði Petrún Skúladóttir, Gerðavöllum 3, Grindavík Guðrún Bergsdóttir, Hjallvegi 3, Njarðvík Áslaug Hjartardóttir, Túngötu 3, Grindavík Egill Steingrímsson, Skútahrauni 13, Reykjahlíð Ágúst Guðjón, Ásgarði 4, Keflavík Bergþóra G., Hlégerði 3, Kópavogi Rakel Jónsdóttir, Digranesvegi 48, Kópavogi Þórunn Þórðardóttir, Nýbýlavegi 52, Kópavogi Heiða Skúladóttir, Melgerði 13, Kópavogi Þráinn Pétursson, Austurbergi 30, Reykjavík Sóley Axelsdóttir, Vesturhólum 1, Reykjavík Álfheiður Sívertssen, Urðarbakka 8, Reykjavík M. Jónsdóttir, Birkimel 6A, Reykjavík Ingibjörg Magnadóttir, Norðurbrún 16, Reykjavík Hrund Eysteinsdóttir, Hæðargarði 4, Reykjavík Guðjón Guðjónsson, Álfaskeiði 37, Hafnarfirði Kristinn Ágústsson, Hjallabraut 37, Hafnarfirði Vigdís Ósk, Sæviðarsundi 56, Reykjavík Iperglind Brynjarsdóttir, Heiðvangi 58, Hafnarfirði Brynjólfur, Fífuseli 11, Reykjavík Elías G. Ingólfsson, Skeljagranda 4, Reykjavík Þorsteinn Þorsteinsson, Njálsgötu 43, Reykjavík Birna Lárusdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík Kolbrún Ragnarsdóttir, Hrísmóum 3, Garðabæ Árni P. Jóhannsson, Lambhól v/Starhaga, Rvík Ásgeir Pálsson, Flúðaseli 52, Reykjavík Steingrímur Oddsson, Sörlaskjóli 38, Reykjavík Anna L. Þórisdóttir, Stekkjarhv. 11, Hafnarfirði Pálmar, Breiðvangi 7, Hafnarfirði Trausti Leósson, Leirutanga 16, Mosfellsbæ Aðalsteinn Hólm, Logafold 77, Reykjavík Sigríður Jónsdóttir, Melgerði 30, Reykjavík Bára Bergmann, Flyðrugranda 20, Reykjavík Friðþjófur, Lágholti 15, Mosfellsbæ Laufey Gunnarsdóttir, Gnoðarvogi 88, Reykjavík Júlíus H. Eyjólfsson, Sæviðarsundi 29, Reykjavík Svanhildur Hjörvarsdóttir, Vesturbergi 10, Reykjavík Þórey Dögg, Skipholti 53, Reykjavík Arnar Þór, Fífuseli, Reykjavík Óli Þór Gunnarsson, Sogavegi 22, Reykjavík Tómas Snorrason, Álfheimum 72, Reykjavík Hjalti Garðarsson, Dverghömrum 26, Reykjavík Elísabet Böðvarsdóttir, Heiðmörk 13, Reykjavík Valgeir Jónasson, Seljavegi 5, Reykjavík Gunnlaugur Gunnarsson, Mávahlíð 19, Reykjavík Isleifur Ólafsson, Skeljagranda 4, Reykjavík Haukur Þór, Maríubakka 32, Reykjavík Oddur Kristinsson, Vesturbergi 4, Reykjavík Sigurður Hafliðason, Tómasarhaga 27, Reykjavík Hafdís Karlsdóttir, Háagerði 17, Reykjavík Smári Kjartan, Hverfisgötu 86, Reykjavík Björn Mark, Bólstaðarhlíð 7, Reykjavík Bára Einarsdóttir, Logafold 132, Reykjavík Jóhann Einarsson, Brautarholti 22, Reykjavík Sigurbjörg Marteinsdóttir, Fannafold 125A, Reykjavík © BJÖRGUNARSVEITIRNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.