Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
Braniff kaupir 50 Airbus
þotur o g pantar aðrar 50
New York. Reuter.
Bandariska flugfélagið Braniff heflir samið um kaup á 50 far-
þegaþotum af gerðinni Airbus A320 og tryggt sér forkaupsrétt að
50 til viðbótar, að því er skýrt var frá í gær. Er um samninga að
verðmæti 3,5 milljarða dollara, eða jafhvirði 170 milljarða íslenzkra
króna, að ræða.
Braniff fær fyrstu þotumar af-
hentar í sumar og hinar síðustu
árið 1995. Þotumar 50, sem félag-
ið hefur samið um kaup á, voru
ætlaðar Pan American. Það félag
hafði keypt 16 þeirra og tryggt sér
Ástralía:
Höfirung-
ar bjarga
lífí drengs
Sydney. Reuter.
HÖFRUNGAR komu ungl-
ingsstrák til bjargar með því
að stugga fi'á honum há-
karli, sem réðst á hann fyrir
utan Ballina í Nýja Suður-
Wales á þriðjudag.
Pilturinn, sem er 17 ára
gamall, var að æfa sig á segl-
bretti, þegar hákarlinn réðst
að honum og beit stórt stykki
úr brettinu. Þegar hákarlinn
hafði gert aðra atlögu að piltin-
um og sært hann illa á kvið,
komu nokkrir höfrungar aðvíf-
andi og ráku ókindina á braut.
Drengnum tókst að synda upp
að ströndinni, og að sögn tals-
manns sjúkrahússins, sem hann
var lagður inn á, er líðan hans
góð eftir atvikum.
raðnúmer að 34, en vegna fjár-
hagserfiðleika hafði Pan Am um
skeið reynt að finna aðra kaupend-
ur að þotunum. Borgar Braniff Pan
Am 115 milljónir dollara fyrir kaup-
réttinn, en með þessum samningum
fær félagið þoturnar þremur árum
fyrr en ella hefði verið unnt. Pan
Am var eitt af fyrstu flugfélögunum
til að panta A320-þotuna, sem þyk-
ir byltingarkennd, einkum vegna
notkunar tölvutækni í stjómkerf-
um.
Sérfræðingar í flugmálum sögðu
að með kaupunum fengi Braniff
þotur hratt með lágmarkstilkostn-
aði. Af þotunum 50 sem það hefur
samið um kaup á þarf það ekki að
fjármagna nema átta sjálft. Hinar
42 fjármagna Guinnes Peat Aviati-
on, írskt fyrirtæki sem kaupir þotur
og selur á kaupleigu, Airbus-verk-
smiðjumar sjálfar og fyrirtækið
Intemational Aero Engines, sem
framleiðir hreyfla Braniff-þotn-
anna. Þessi fyrirtæki þtjú endur-
selja síðan Braniff þotumar á svo-
kölluðum kaupleigusamningi, sem
felur í sér að leiga, sem flugfélagið
borgar, gengur upp í kaupverð
þeirra ef það vill eignast þær að
ákveðnum leigutíma liðnum.
Í flugfiota Braniff eru 53 þotur
en William McGee, forstjóri félags-
ins, sagði í gær að félagið hygðist
auka umsvif sín. Uppbygging fé-
lagsins miðaðist við aukið flug til
og frá Kansas City í samnefndu
ríki og Orlandó á Flórída. Kaupin
á Airbus-þotunum væm liður í þess-
um áformum.
Reuter
Menachem Bacharach sýnir
blaðamönnum „útvarpssprengj-
una“ sem smyglað var framhjá
öryggiseftirliti á sex flugvöllum
í Vestur-Evrópu í nóvember og
desember. Auðvelt átti að vera
að sjá eftirlíkinguna af sprengi-
efiii, sem komið hafði verið fyrir
í útvarpinu.
Flugslys í Brasilíu:
Fundust við
hestaheilsu
í skóginum
Sao Paulo. Reuter.
ÞRÍR Brasiliumenn fúndust heilir
á húfi í Amazonhéraði í Brasiliu
32 dögum eftir að flugvél þeirra
brotlenti í frumskóginum.
Mennimir vom í lítilli flugvél þann
29. nóvember síðastliðinn og var
ferðinni heitið til Roraima-héraðsins
í norðurhluta Brasilíu þar sem þeir
ætluðu að leita eftir gulli. Spurðist
ekki til ferða þeirra fyrr en áhöfn
þyrlu kom auga á flugvélina 30. des-
ember síðastliðinn í skóganjóðri um
80 km frá bænum Barcelos. Skömmu
síðar fundust mennimir þrír skammt
frá brotlendingarstaðnum.
Annar vængur vélarinnar hafði
laskast en björgunarmenn sögðu það
gengi kraftaverki næst að þremenn-
ingamir skyldu komast lífs af.
Smygluðu „sprengju** gegnum eftirlit á sex flugvöllum í V-Evrópu:
Auðvelt að konia fullkomn-
um sprengjum í flugvélar
Tel Aviv. Reuter.
MENACHEM Bacharach, ísraelskur sérfræðingur í flugöryggismál-
um, skýrði blaðamönnum frá þvi í gær að starfsmaður fyrirtækis
hans hefði smyglað útvarpi, sem útbúið hafði verið sem tíma-
sprengja, fram hjá öryggiseftirliti á sex flugvöllum i Vestur-Evr-
ópu. Sagðist hann þetta sýna fram á hversu öryggi væri ábótavant
á flugvöllum.
Franskir sósíalistar:
Borgar slj órinn í Mars-
eille rekinn úr flokknum
Marseille. Reuter.
ROBERT VIGOUROUX, borgarsljóri í Marseille, var rekinn úr Sósía-
listaflokknum á miðvikudag. Vigouroux hefur verið með uppsteyt
við flokksforystuna og er brottrekstur hans tilraun af hálfú hennar
til að skapa einingu meðal kjósenda flokksins fyrir borgarstjómar-
kosningarnar, sem haldnar verða í marsmánuði næstkomandi.
Vigouroux var rekinn, þegar ljóst
varð, að hann ætlaði sér að hunsa
val flokksins á frambjóðanda til
borgarstjóraembættisins fyrir kosn-
ingamar og bjóða sig fram sjálfur.
Marseille er önnur stærsta borg
Frakklands og eitt af öruggustu
vígjum Sósíalistaflokksins.
Vigouroux segist eftir sem áður
ætla að bjóða sig fram til borgar-
stjóraembættisins og kveðst líta á
sig sem sósíalista hér eftir sem
hingað til.
Hann var skipaður í borgar-
stjóraembættið til bráðabirgða,
þegar hinn vinsæli forveri hans,
Gaston Deferre, sem var borgar-
stjóri í Marseille í 30 ár, lést af
völdum hjartaáfalls árið 1986.
Michel Pezet, sem flokkurinn
valdi sem borgarstjóraefni sitt fyrir
kosningamar í mars, var um langt
árabil keppinautur Deferre um
embættið.
Bacharach starfar fyrir ísraelska
samgönguráðuneytið og sagðist
hafa útbúið „útvarpssprengjuna"
samkvæmt gögnum, sem vestur-
þýzka lögreglan hefði látið í té, um
samskonar sprengju er fundist hefði
sl. sumar í fórum Kassems Delkam-
oni, eins helzta foringja hryðju-
verkasamtaka Palestínumannsins
Abu Nidals. Delkamoni er einn
þeirra, sem vestrænar leyniþjón-
ustur telja að kunni að hafa verið
viðriðinn sprenginguna um borð í
Pan Am þotunni er fórst 21. desem-
ber sl. í Skotlandi.
Raunvemlegt sprengiefni var
ekki í útvarpssprengjunni, sem
starfsstúlka fyrirtækis Bacharachs
fór með athugasemdalaust fram hjá
öryggiseftirliti á sex flugvöllum í
Evrópu í nóvember og desember
sl., heldur nákvæm eftirlíking. Bac-
harach vildi ekki nefna flugvellina
en sagði að „sprengiefnið" hefði átt
að koma greinilega í ljós við gegn-
umlýsingu útvarpsins. „Það sýnir
hversu auðvelt er að koma raun-
vemlegri sprengju í gegnum ör-
yggiseftirlitið. Oft gæta skoðunar-
tækjanna lítt þjálfaðir og illa laun-
aðir menn sem er ekki umbunað
fyrir árvekni. Þeim hreinlega leiðist
í starfí og miklar líkur á að hættu-
legir hlutir komist í gegnum skoð-
un,‘‘ sagði Bacharach.
A blaðamannafundi Bacharachs
var einnig sýnd ferðataska, sem í
var falin fullkomin plastsprengja.
Var kveikjubúnaður hennar svipað-
ur því sem talið er að búnaður
sprengjunnar, sem grandaði Pan
Am þotunni, hafi verið. Athuganir
höfðu leitt í ljós að auðvelt var að
koma töskunni í gegnum öryggi-
skerfi flugvalla. Gagmýndu ísra-
elsku öryggisfulltrúamir hversu
mikið væri stuðst við gegnumlýs-
ingartæki í öryggiskerfi flugvalla.
ERLENT
BENETTON UTSALAN
BYRJAR í DAG
enellon
Q b
enellon
SISLEY
012
benelton
KRINGLUNNI SKÓLAVÖRÐUSTIG KRINGLUNNI
KRINGLUNNI