Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Benzín, bílar og húsbyggj endur Fróðlegt er að sjá hvaða afleiðingar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að und- anförnu hafa fyrir hinn al- menna borgara. í Morgun- blaðinu í gær var frá því skýrt, að hækkun vöru- gjalds, benzíngjalds og inn- flutningsgjalds á bíla svo og gengisbreytingin hækki lánskjaravísitölu um 3,5%. Hvað þýðir þetta fyrir hús- byggjendur, sem hafa átt við mikla erfiðleika að etja á undanfömum árum? Húsbyggjandi, sem tók nýbyggingarlán í lok desem- bermánaðar, stendur frammi fyrir þeirri bláköldu stað- reynd, að stofnupphæð skuldar hans við Byggingar- sjóð hækkar vegna ákvarð- ana ríkisstjómarinnar um 117 þúsund krónur. Hús- byggjendur skulda Bygging- arsjóði ríkisins og Bygging- arsjóði verkamanna samtals 41 milljarð króna. Vegna ákvarðana ríkisstjómarinnar að undanfömu hækka þess- ar skuldir húsbyggjenda við sjóðina um hvorki meira né minna en 1,4 milljarða króna. Árleg afborgun og vaxtagreiðsla af því láni hús- byggjanda, sem áður var getið, hækkar um rúmlega 5.500 krónur og er það ein- ungis afleiðing af þeirri hækkun lánskjaravísitölu, sem leiðir af ákvörðunum ríkisstjómarinnar nú. Þegar hinir fjölmörgu ungu húsbyggjendur standa nú frammi fyrir þessari miklu hækkun á stofnupp- hæð skuldar við Húsnæðis- málastofnun vegna skatta- hækkana ríkisstjómarinnar er eðlilegt að þeir spyrji, hvers vegna þessar skatta- hækkanir hafi komið til. Svarið er einfalt: vegna þess, að núverandi ríkisstjóm og fyrri ríkisstjómir svo og Al- þingi hafa gefízt upp við að ná tökum á útgjaldaaukn- ingu ríkissjóðs. Ríkisstjómin hækkar benzíngjaldið vegna þess, að hún treystir sér ekki til að skera niður ríkisútgjöld. Hún ■ hækkar tolla á bílum af sömu ástæðu. Hún hækkar vöru- gjald af sömu ástæðum. Það er hægt að færa rök að því að langvarandi vanræksla margra ríkisstjóma í þessum efnum hafi leitt til þeirrar stöðu atvinnuveganna, sem við nú stöndum frammi fyrir og hafa leitt til enn einnar gengisfellingar. Óseðjandi lánsfjárþörf ríkissjóðs veldur því, að raunvextir eru hærri en þeir þyrftu að vera. Þessir háu raunvextir koma bæði at- vinnufyrirtækjum og ein- staklingum í koll. Niðurstað- an er alltaf sú sama: ríkisút- gjöld eru lykilvandi í íslenzk- um efnahagsmálum. Ut af fyrir sig er ekkert frekar ástæða til að gagnrýna þessa ríkisstjóm fyrir að taka ekki á þeim vanda heldur en aðr- ar ríkisstjórnir, sem hér hafa setið á undanfömum árum. En dæmin um áhrif hækk- ana á benzíni, bílum o.fl. á byggingarskuldir fólks, ekki sízt ungs fólks, sýna, að það er óþolandi fyrir almenning, að stjómmálamenn taki ekki á vanda ríkisíjármálanna. Þessi dæmi sýna líka sam- hengið í íslenzku efna- hagslífi. Það er ekki lengur hægt að taka ákvörðun um að hækka tolla á bílum án þess að það þýði um leið hækkun á skuldbindingum, sem fólk hefur tekið á sig af allt öðrum ástæðum. Með sama hætti þýða þessar ákvarðanir auðvitað hækk- anir á skuldbindingum at- vinnufyrirtækjanna, sem standa höllum fæti fyrir. Þetta samhengi í efna- hagslífínu er orðið með þeim hætti, að þing og ríkisstjórn verða að athuga vandlega allar ákvarðanir af þessu tagi. Heildarniðurstaða þeirra getur orðið allt önnur en að var stefnt. Það er ekki nóg með að kjör fólks séu skert með því að hækka benzínið og vöru- gjaldið o g fella gengið. Kjaraskerðingin verður enn- þá meiri vegna þess að á sömu stundu hækka lán og greiðslubyrðin eykst að sama skapi. Hvað segja þeir um „bjargræðishugmyndirnar“? MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær álits talsmanna stjórnmálaflokka, annarra en Framsóknarflokks, á þeim hugmyndum um frekari aðgerðir í efnahags- málum og sérstöku aðgerðum vegna sjávarútvegs- ins, sem forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa kynnt stjórnarandst þessara talsmanna fara fram, að Júlíus Sólnes, fo sagði of skammt um liði< að hann vildi tjá sig um Röng stefiia að fækka fískiskipum og fískvinnslustöðvum: Aðeins verið að lappa upp á fyrri stj órnunarmistök - segir Skúli Alexandersson þingmaður Alþýðubandalags SKÚLI Alexandersson fulltrúi Alþýðubandalagsins i sjávarútvegsdeild efri deildar Alþingis, segir það ranga stefnu að fækka fiskiskipum, eins og rikisstjórnin leggur nú tíl. Þá segir hann að úreldingarsjóður fiskiskipa, sem hugmyndir eru um í þessu sambandi, verði stofiiun sem stjórni sölu á auðlindum. Skúli sagði við Morgunblaðið, að og fiskvinnslustöðva, væri aðeins ver- með tillögum um fækkun fiskiskipa >ð að lappa upp á fyrri mistök við stjómun sjávarútvegsins; verið væri að minnka flotann, sem ráðherra hefði leyft að stækka á undanförnum mánuðum og árum, og einnig hefði möguleikinn til sóknar í ákveðna fiskistofna farið minnkandi. Þannig blasti það við, að-aðeins yrði sótt um 300 þúsund tonn af þorski í stað 400 þúsund tonna. „Nú á að leysa þessi vandamál með því að fækka skipum og fisk- vinnslustöðvum, í stað þess að stefna strax að því að sækja öðm vísi í þorskstofninn og byggja hann upp í þá stöðu sem við hljótum að steftia að, að hægt verði að sækja þangað 400 þúsund tonn. Þá þurfum við sennilega álíka stóran flota og við eigum núna, og jafnmargar físk- vinnslustöðvar og nú eru. Þá er einnig verið að tala um úreld- ingarsjóð, til að stuðla að fækkun fískiskipa. Hér er hins vegar verið að tala um stofnun, sem á að ná 0 Ymsar hugmyndir sljórnarinnar athugunarverðar: Efhahagsaðgerðir miðist við byggða- og mannleg sjónarmið - segir Kristín Halldórsdóttir þingmaður Kvennalista KVENNALISTINN telur ýmsar hugmyndir ríkisstjórnarinnar, um að- gerðir í sjávarútvegi, athugunarverðar. Hins vegar segir Kristín Hall- dórsdóttir, að við framkvæmd fyrirhugaðra efiiahagsaðgerða verði að gæta bæði byggðasjónarmiða og mannlegra sjónarmiða, því verið sé að tala um fækkun starfa í sjávarútvegi og fækkun fyrirtækja og samr- una fyrirtækja. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofiiunar, gæti 10% fækkun fyrirtækja í sjávarútvegi, leitt til fækkunar sjómanna um allt að 500, og jafiiframt verulegrar fækkunar fiskverkafólks. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, sagði við Morgun- blaðið, að hugmynd um að taka upp aflamiðlun sé vel þess virði að hún verði skoðuð. Hún sagði þó, að stefna Kvennalistans væri sú, að aflakvóti gæði og bæta meðferð aflans. Þetta er nefnt í tillögunum,“ sagði Kristín. í tillögum ríkisstjómarinnar er tal- að um að efla þurfi sérstakan hluta- bréfakaupasjóð, sem verði deild við Byggðastofnun. Þessi tillaga byggir á breytingartillögu sem kom upphaf- lega frá Kvennalista við bráðabirgða- lög ríkisstjómarinnar í haust, og Kristín sagði að kvennalistakonur væru ánægðar með þann byr, sem hugmynd þeirra hefði fengið, þótt þær væru ekki fyllilega sáttar við útfærsluna. Hins vegar vonuðust þær til að sjóðurinn yrði til þess að bæta þá slæmu eiginfjárstöðu, sem mörg fyrirtæki em í. skiptist niður á byggðarlög, sem síðan deili kvóta niður á skip og fisk- vinnslustöðvar í héraði. í tillögum ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir úreldningarsjóði fiski- skipa. Kristín sagði að staðreyndin væri sú, að á sama tíma og menn viðurkenndu nauðsyn þess að tak- marka sókn í fískistofnana þá hefði afkastageta fiskveiðiflotans aukist verulega. „Það er varla hægt að minnka þá afkastagetu á annan hátt en að fækka fískiskipum, því flotinn er einfaldlega of stór, og þar af leið- andi eru veiðamar óhagkvæmar. Því er ekkert óeðlilegt að leitað sé leiða til að auðvelda mönnum að auka hagkvæmni veiðanna á þennan hátt. Ekkert vafamál er byrjun á auðlir - seg'ir Matthías Bjarnason fyrrverandi sjá „ÞAÐ ER fljótsagt. Ég er fúrðu lostinn yfir þessum tillögum. Það er auðvitað ekkert vafamál að hér er verið að byrja á auðlindaskatti á sjávarútveginn sem atvinnugreinin sjálf og allir velunnarar hennar þurfa að sameinast gegn,“ sagði Matthías Bjarnason þingmaður Vest- fírðinga og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra aðspurður um tillögur sjávarútvegsráðherra um ráðstafanir gagnvart útgerðinni. Jafnframt hafa orðið töluverðar breytingar í fískvinnslunni, og við eigum eftir að mæta þar breyttum aðstæðum. Við kvennalistakonur höf- um alltaf lagt áherslu á það að reynt verði til hins ítrasta að bæta nýtingu aflans. Við hendum mjög miklum hluta þess sem við veiðum, og þótt menn séu sér meðvitaðri um mikil- vægi þes að auka verðmæti aflans, þá vantar þar mikið á. Það hlýtur því að vera mikið atriði að auka „Ýmislegt annað er í þessu furðu- lega plaggi," sagði Matthías. „Það er talað um að kanna hver eigi aldur- slagasjóðinn, sem er deild í Sam- ábyrgð íslands. Það fer nú ekkert á milli mála að það eru þeir sem hafa greitt til sjóðsins , eigendur fiski- skipa, sem eiga hann. Ríkið á ekkert í honum, hefur aldrei lagt honum til krónu." Matthías var spurður hvort hann teldi að ríkisstjómin sé að nú að ásæl- ast fjármuni þessa sjóðs. „Já, það er alveg gefið mál að þetta er skýlaus eign annarra heldur en ríkisins. Svo furðar mig _sú umsögn sem er um Samábyrgð íslands á fískiskipum, að nú skuli eiga að hrifsa það fyrir- tæki. Rikið á heldur ekkert í því. Samábyrgðin starfar auðvitað sam- kvæmt lögum, það er rétt, en þeir sem hafa lagt henni til íjármagnið á liðnum áratugum, það eru þeir sem eiga Samábyrgðina. Þó að trygginga- ráðherra skipi einn mann í stjórr) hennar, þá eru það vátryggjendur og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.