Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁtíUR 6. JÁNÖAR 1989 29 Formaður fiárveitinganefiidar: Gengisfellingin þýðir 350 millj. útgjaldaauka ríkisins ÞRIÐJA umræða um ljárlagafrumvarpið hófet síðdegis i gær. Búist var við að umræður myndu jafnvel standa fram á nótt en atkvæða- greiðsla um frumvarpið mun fara fram í dag. Sighvatur Björgvinsson mælti fyrir áliti meirihluta Qárveitinganefiidar og kynnti breytingatil- lögur hennar. í þeim felst m.a. ákvörðun um að hefja endurbyggingu á annarri hæð Bessastaða, tillaga um lán til endurbyggingar Þjóðleik- hússins og nokkrar tillögur til að leysa úr rekstrarvanda Rikisútvarps- ins, m.a. hækkun á afiiotagjöldum í 1.500 krónur á mánuði 1. mars. Þá kom fram í máli Sighvats að gengisbreytingin 2. janúar hefur i för með sér 350 m.kr. útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Pálmi Jónsson (S/Nv), framsögumaður minnihluta fjárveitinganefndar, gagnrýndi sfjórnina fyrir stefhuleysi og sagði Qárlagafrumvarpið vera þenslufrumvarp. Væri m.a. gert ráð fyrir 400 nýjum stöðum hjá A-hluta ríkissjóðs. Sighvatur Björgvinsson gerði í ítarlegu máli grein fyrir tillögum fjárveitinganefndar. Verður hér á eftir sagt frá nokkrum þeirra: Þjóðleikhúsið Tillaga er um að lán til B-hluta ríkissjóðs hækki um 75 m.kr. vegna þeirrar viðamiklu endurbyggingar Þjóðleikhússins sem ráðist verður í strax að loknu yfirstandandi leikári. Sighvatur sagði þá endurbyggingu verða mjög kostnaðarsama sökum þess hve illa húsið er farið. Ifyrirsjá- anlegt væri líka að hún mundi taka verulegan tíma og óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir því að á meðan endur- byggingin stæði yfir þyrfti að gera mjög miklar breytingar á starfi leik- hússins. M.a. myndu leggjast niður sýningar á aðalsviði hússins og gætu þær ekki hafist að nýju fyrr en að lokinni endurbyggingu hússins sem gæti tekið allt að tvö ár. Þann tíma sem starfræksla Þjóð- leikhússins lægi að miklu leyti niðri þyrfti að nota til að endurskipu- leggja rekstur hússins frá grunni og skoða m.a. samninga við starfsfólk og aðra. Bessastaðir Lagt er til að liðurinn viðhald fast- eigna er varða embætti forseta ís- lands hækki í 12 m.kr. Með sam- þykki þessarar breytingartillögu sagði Sighvatur Alþingi vera að ákvarða að hefjast handa á þessu ári við umfangsmiklar framkvænidir við endurbyggingu 2. hæðar forseta- setursins á Bessastöðum. Áætlanir og kostnaðaráætlun hefðu verið kynntar fjárveitinganefnd og hefði mönnum þótt ffamkvæmdin kostnað- arsöm og spurt hvort ekki mætti leysa verkið ódýrar af hendi. Mætti nefna sem dæmi að samkvæmt þessu myndi byggingarkostnaður á fer- metra verða tvöfalt meiri en í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Nauðsjmlegt væri að skoða þetta nánar og yrði það gert en hins vegar vildi nefndin stuðla að því að framkvæmdir hæf- ust á þessu ári. Einnig leggur meiri- hlutinn til að önnur bifreið forseta- embættisins verði endumýjuð en þær eru báðar 6-7 ára gamlar. Utanríkisráðuneytið tók þá ákvörðun á nýliðnu ári að það myndi ekki greiða lengur kostnað við þátt- töku fulltrúa þingflokkanna í sendi- nefiid íslands á Allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Fellur því þessi kostnaður á Alþingi og er áætlaður 2 m.kr. Sighvatur sagði fulltrúa þing- flokkanna í sendinefndinni hafa nýst ráðuneytinu, t.d. hefðu þeir sinnt störfum í tilteknum fastanefndum á Allsheijarþinginu og komið í þeirra hlut að skila ráðuneytinu daglegum skýrslum eins og um starfsmenn ráðuneytisins hefði verið að ræða en ekki fulltrúa Alþingis. Þar eð ut- anríkisráðuneytið greiddi þennan kostnað ekki lengur heldur Alþingi gætu þingflokkamir hér eftir ekki tilnefnt aðra fulltrúa af sinni hálfu en alþingismenn. Þeir myndu líka hér eftir ekki vera starfsmenn ut- anríkisþjónustunnar í sendinefnd ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum held- ur áheymarfulltrúar á Allsheijar- þinginu eins og þingmenn annarra löggjafarsamkoma væru. Þeim yrði því eftirleiðis í sjálfsvald sett með hvaða hætti þeir kysu að kynna sér þau mál sem til umræðu væru á alls- heijarþinginu og hvemig þeir vildu haga veru sinni þar. Vegna gengisbreytingarinnar 2. janúar eykst útgjaldaþörf ríkissjóðs vegna greiðslna sem em bundnar í erlendum gjaldeyri samtals um 16 m.kr. og er þar um að ræða greiðsl- ur til t.d. alþjóðastofnana og sendi- ráða. Sagði Sighvatur að mönnum teldist svo til að áhrif gengisbreyt- ingarinnar til hækkunar á rekstrar- útgjöldum myndu nema um 144 m.kr. þannig að samtals yrðu áhrif á launa- og verðlagsmál til útgjalda- aukningar sem afleiðing af gengis- breytingunni 160 m.kr. Er lagt til að tillit verði tekið til þeirrar breyttu niðurstöðu. Einnig er tillaga um að tekið verði tillit til breytinga á vaxta- gjöldum ríkissjóðs vegna gengis- breytingarinnar, en áætlað er að þau muni vaxa um 190 m.kr. Samtals útgjaldaaukning af þessum sökum á A-hluta ríkissjóðs er því 350 m.kr. Húsnæðiskaup Stjórnarráðsins Tillaga er um að heimild til kaupa á skrifstofuhúsnæði fyrir Stjómarráð íslands og nauðsynlega lántöku til þess falli niður. Sagði Sighvatur að talsvert mikið af húsnæði hefði þeg- ar verið keypt undir Stjómarráð ís- lands og hefði fjárveitinganefnd ekki fundist ástæða til að hafa í heimilda- greinum svo opna heimild eins og hér væri um að ræða. Sama máli gegndi um almennar heimildir til að kaupa húsnæði fyrir ríkisstofnanir. Þær væru svo opnar að þær gæfu fj'ármálaráðherra heimild til að kaupa hvaða húsnæði sem er fyrir hvaða ríkisstofnun sem er og taka til þess lán. Tillaga er um heimild til að kaupa eða leigja húsnæði fyrir listdansskóla Þjóðleikhússins að tilskildu samþykki Qárveitinganefndar. Sighvatur sagði að Þjóðleikhúsinu hefði boðist að kaupa tiltekið húsnæði sem væri sér- hannað til dansskóla og dansþjálfun- ar og hentaði því mjög vel bæði list- dansskóla Þjóðleikhússins og ís- lenska dansflokknum. Nefndin leggur einnig til að heim- ilað verði að ganga að samningum við Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um yfirtöku skuldar til lúkningar á samkomulagi þvi, sem gert var við þessi fyrirtæki við niðurfellingu verðjöfnunargjalds á raforku árið 1986. Rekstrarvandi RÚV Fjárveitinganefnd leggur einnig fram tillögur um lausn á rekstrar- vanda Ríkisútvarpsins er byggðar eru á tillögum sérstakrar nefndar um þann vanda. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að afnotagjöld hækki 1. mars í 1.500 krónur á mánuði en með því móti á RÚV að fá um tólf hundruð milljónir króna í tekjur í stað eitt þúsund og tuttugu milljóna samkvæmt fjárlögum 1988. í öðru lagi er gert ráð fyrir því að Ríkisút- varpið llkt og aðrar B-hlutastofnanir dragi saman seglin í launaútgjöldum sem svarar 3,5% og verði sú upphæð sem þannig sparast notuð til að lækka skuld Ríkisútvarpsins við ríkissjóð. í þriðja lagi er áætlað sérs- takt átak í innheimtu afnotagjalda og að ná til óskráðra tækja. í fjórða lagi er gert ráð fyrir því að útboðs- stefna Ríkisútvarpsins verði tekin til endurskoðunar, kynningarstarfsemi verði samræmd og dregið verði úr þenslu í stjómunarstörfum hjá stofn- uninni. Með þessum aðgerðum er ráðgert að auka ráðstöfunarfé um 20-30 m.kr. Fjárveitinganefnd gerir ráð fyrir því að 10 m.kr. af þessari flárhæð renni jafnt til greiðslu á launaskuldum RÚV við ríkissjóð en að öðru leyti njóti stofnunin að fullu sjálf þeirra fjármuna sem bætt og betri stjómun gæti skilað. í fimmta lagi er gert ráð fyrir að staðið verði við skuldbindingar um endurgreiðslu ríkisins á sérstökum lánum sem tek- in voru ár árunum 79-81 til fjárfest- ingarframkvæmda í dreifikerfi. Sighvatur vék einnig að þeirri ein- hliða ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að þeir er nytu tekjutrygg- ingar væru undanþegnir afnotagjöld- um. Þetta væri ákvörðun sem þýddi 90 m.kr. tekjutap fyrir RÚV án þess að stofnunin hefði haft áhrif á það með hvaða hætti niðurfellingunni væri beitt. Einnig væm einhver brögð að þvl að þetta væri misnotað. Hefði nefnd menntamálaráðherra lagt til að Tryggingastofnun ríkisins tæki að sér greiðslu afnotagjalda þeirra er hingað til hefðu notið niður- fellingar afnotagjalds þannig að Ríkisútvarpið yrði ekki af þeim tekj- um. SHkt væri hins vegar ekki hægt að framkvæma að óbreyttum lögum. Þetta þyrfti að skoða og einnig auka eftirlit með því að niðurfelling væri ekki misnotuð. Hækkunin á afnotagjöldunum í I. 500 krónur á mánuði er 28,2% miðað við núverandi útvarpsgjald og II, 9% ef miðað er við hækkun sem heimiluð var í gildandi fjárlögum. Þetta væri mikil hækkun en það yrði hins vegar að tryggja þessum mikil- væga flölmiðli rekstrargrundvöll. Með hliðsjón af breyttum forsend- um frá því að fjárlagafrumvarpið var lagt fram hefur tekjuáætlun frum- varpsins verið endurskoðuð og er nú áætlað að heildartekjur ríkissjóðs verði 77,1 milljarður en ekki 77,3 milljarðar eins og áður var áætlað. Taldi Sighvatur þetta benda til að það væri ekki rétt sem hefði verið sagt að með skattabreytingum sínum í desembermánuði seildist stjómin lengra en fjárlagafmmvarpið gerði ráð fyrir. Þvert á móti hefði stjómin Pálmi Jónsson Morgunblaðið/Þorkell gefið eftir tæpan milljarð í tekju- skatti frá upphaflegum áformum sínum. Skýringin á því að tekjur ríkissjóðs á þessu ári yrðu rúmlega 200 m.kr. lægri en tekjuáætlun fjár- lagafrumvarpsins gerði ráð fyrir væm samdráttur á árinu 1988, áhrif gengisfellingar og frekari tekjuöflun næði ekki að vinna það upp. Þenslufrumvarp og ofsköttun Pálmi Jónsson (S/Nv) gerði grein fyrir áliti minnihluta fjárveitinga- nefndar. Hann sagði ríkisstjómina hafa fullnægt því skilyrði sem stjóm- arandstaðan hefði sett við aðra um- ræðu að skattafmmvörp ríkisstjóm- arinnar yrðu afgreidd áður en að þriðju umræðu kæmi. Stjómin hefði hins vegar enn enga stefnu tekið í efnahags- og atvinnumálum sem þjónaði því markmiði að annars veg- ar yrði hægt að byggja upp nýjar og raunhæfar forsendur fyrir af- greiðslu fjárlaga fyrir næsta ár og hins vegar að gefa atvinnuvegunum möguleika á því að byggja upp nýja undirstöðu fyrir lífvænlega afkomu og atvinnuöryggi. Ríkisstjómin væri nú að afgreiða fjárlög með forsend- um sem væm algjörlega í lausu lofti og hlyti hann að mótmæla því. Þeg- ar raunhæfar forsendur vantaði væri fjárlagadæmið allt á sandi byggt. Gengisfelling ríkisstjómarinnar breytti engu þar um. Pálmi sagði það vera að sannast að árið 1989 yrði skattaárið mikla. Fjármálaráðherra hefði mótmælt því við aðra umræðu að áform ríkis- stjómarinnar um nýjar skattaálögur á þessu ári væm 6,7 milljarðar króna eins og upplýsingar hefðu verið gefn- ar um af Þjóðhagsstofnun. Nú lægi hins vegar niðurstaða fyrir sam- kvæmt mati hagdeildar fjármála- ráðuneytisins sem áætlaði þessar skattahækkanir samtals rétta 7,2 milljarða. Hitt væri svo annað mál hvemig fjármálaráðherranum gengi innheimtan á þessum sköttum miðað við þær þrengingar sem væm í at- vinnulífi landsmanna. Pálmi sagðist hafa gagnrýnt það harðlega að á sama tíma og atvinnu- reksturinn rambaði á barmi gjald- þrots og kreppti að hjá öllum almenn- ingi þá skyldi skattheimta af at- vinnurekstrinum vemlega aukin. Fjárlagafmmvarpið sjálft væri líka þenslufmmvarp. Gert væri ráð fyrir 400 nýjum störfum hjá ríkinu í A- hluta frumvarpsins og myndu lau- naútgjöld ríkisins vaxa um einn millj- arð. Þetta væri óhófleg útþensla á sama tíma sem kreppti að í öllum atvinnurekstri og hjá öllum almenn- ingi, útþensla sem síðan ætti að fóðra með því að hækka skattana jafn Sighvatur Björgvinsson óhóflega og raun bæri vitni. Þetta væri röng fjármálastjóm og röng efnahagsstjóm. Hann sagði fulltrúa stjómarand- stöðuflokkanna í minnihluta fjárveit- inganefndar hafa fastmótaðar hug- myndir um hvemig mætti ná vem- legum spamaði í rekstri, mannafla og launaútgjöldum ríkisins á þessu ári. Þetta snerti bæði einstök störf á vegum ríkisins, fyrst og fremst óheimilaðar stöður en einnig lytu þær að yfirvinnu og yfirborgunum ýmiss^r konar sem hefðu þanist ótrúlega út á síðustu ámm og þó einkum á síðasta ári. Það hefði hins vegar orðið niður- staðan, að eftir að ríkisstjómin hefði náð að leggja á alla þá skatta sem raun bæri vitni og vegna þess að meðferð þessara mála væri að sjálf- sögðu í mörgum tilvikum vandasöm og viðkvæm, að ekki bæri að flytja 'þessar tillögur nú. Ef stjómarand- staðan hefði hins vegar náð að stöðva eitthvað af skattaflóðinu hefðu þær _ hins vegar verið fluttar. Landgræðsluáætlun skert Af einstökum tillögum meirihlut- ans gagnrýndi Pálmi m.a. að ekki væri tillaga um að veija einni ein- ustu krónu til lögboðinna framlaga skv. búfjárræktarlögum, framlög skv. landgræðsluáætlun væm skert í fyrsta sinn um 10-12% og hlutfoll- um innan hennar væri mglað þrátt fyrir ályktun Alþingis um skiptingu. Vegafé samkvæmt sérmerktum tek- justofnum til vegamála væri skert um 880 m.kr. og væri ljóst að ekki yrði unnt að vinna nýframkvæmdir í vegamálum fyrir eina einustu krónu í a.m.k. þremur kjördæmum ^ landinu á næsta ári miðað við óbreytta hlutdeild þeirra i skiptingu á fé til vegamála. Væm þessi kjör- dæmi Suðurland, Vesturland og Norðurland eystra en í þeim hefði á síðasta ári verið búið að vinna fyrir- fram fyrir meira en sem svaraði áætlaðri fjárveitingu til nýfram- kvæmda í vegamálum á þessu ári. Ekki væri heldur enn vitað hvemig ætti að finna fé til þess stórvirkis sem nú væri verið að vinna í jarð- gangagerð í Ólafsfjarðarmúla. Pálmi sagði að lokum að Sjálf- stæðisflokkurinn væri nú í stjómar- andstöðu og hefði ekki með sama hætti og fyrr möguleika til að standa vörð um hagsmuni stijálbýlisins. „ Þegar til kastanna kæmi sæju menn það að þegar áhrifa Sjálfstæðis- flokksins nyti ekki í stjóm landsins væri ekki sparað að skera niður vega- framkvæmdir, lögboðið fé til vega- mála og skera niður lögboðin framlög til bændanna i landinu. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ! Lærið vélritun Ný námskeiö byrja 9. janúar. Vólritunarskólinn, s. 28040. □ St.: St.: 5989166 I Rh. kl. 18.00 Aðventkirkjan Reykjavík Bibliurannsókn kl. 9.45. Guös- þjónusta kl. 11.00. John Mud- erspach frá Englandi predikar. Allir hjartanlega velkomnir. . i meomui 55BI YWAM - island Biblíufræösla verður I Grensás- kirkju á morgun, laugardag kl. 10.00. Ólöf Davíðsdóttir annast fræðsluna. Að loknu kaffihléi veröur bænastund kl. 11.15. Allir velkomnir. Frá Guöspeki- fólaginu _ Ingólfsstrœti 22. • Atkríftarslmi Ganglera or 39673. i kvöld kl. 21.00: Bjarni Bjarna- son, erindi. Á morgun kl. 15.30: Jóhann Þ. Sigurbergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.