Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 33

Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6^ JANÚAR Í989 33 SolveigB. Jóns- son - Minning Fædd 26. maí 1936 Dáin 30. desember 1988 Látin er um aldur fram góð vin- kona og sveitungi okkar Mosfellinga, hún Solveig Jónsson, Dvergholti 1 hér í bæ. Solveig var búin að þjást af erfíð- um sjúkdómi sem hafði betur, þó svo hún hafi barist af mikilii elju og kjarki þennan tíma. Hún var mikil dugnaðarkona og athafnasöm alla tíð. Hún gat bókstaflega alla hluti, var mikil og góð húsmóðir og eigin- kona, björt og falleg að gerð og kost- um. Lánsöm var hún að eiga sinn góða mann sem studdi hana vel, svo að hún gæti sinnt áhugamálum sínum sem voru mörg. Yndislegu bömin hennar tóku einnig þátt í þessu. Þau hjón, Solveig og Einar Jóns- son, voru mjög samhent og kær- leiksrík, báru virðingu hvort fyrir öðru og mikla umhyggju, enda gott að koma til þeirra. Aldrei var sagt orð, þó bankað væri upp á og beðið um aðstoð, til dæmis við saumaskap. Allir voru jafn hjartanlega velkomn- ir, boðið upp á kaffí og heimabakað- ar kökur. Ég sjálf kom til þeirra hjóna til að þiggja aðstoð við saumaskap á þjóðbúningi mínum og iitlu dóttur minnar. Solveig kepptist við, ásamt annarri vinkonu okkar, að hjáipa mér að ljúka við búningana. Setið var við eldhúsborðið langt fram á nótt, þvi búninginn skyldi ég bera kvöldið eftir á 70 ára afmæli Kvenfé- lags Lágafellssóknar. Svona var Solveig, ávallt hvetjandi og hjálparhöndin reiðubúin. Þetta vil ég nú þakka af heilum hug. Við hjónin sátum um árabil með þeim hjónum í stjóm Foreldrafélags Skólalúðrasveitar Mosfellssveitar. Unnið var að utanlandsferð fyrir hópinn okkar, en svo vom félagar sveitarinnar nefndir. Það var safnað með tónleikum, kökusölu og blóma- sölu. Þetta var mjög ánægjulegur tími. Birgir Sveinsson var fyrirliði og stjómandi þessara blásara og naut dyggilegrar aðstoðar konu sinnar. Solveig og Einar buðu okkur hjón- unum ásamt fjölda vina sinna í stór- veislu á fimmtugsafmæli hennar. Ég held að óhætt sé að segja að þar hafí verið um 80 manns, mikill og fríður hópur, og konur skörtuðu norskum og íslenskum þjóðbúning- um. Eins og áður var sagt gat Solveig gert alia hluti, svo hög var höndin hennar. Hún útbjó allan veislumatinn sjálf, og það vom miklar krásir. Mikið var borðað, dmkkið, sungið og hlegið. Þá man ég hvað dætur hennar era listfengar, því þær dekk- uðu borð og piýddu það með fánalit- um þjóðanna. Sonurinn lét ekki sitt eftir liggja við undirbúninginn, og minnisstæður er mér fallegur söngur dóttur þeirra og píanóleikara hennar. Sem sagt: dásamleg samvemstund, sem ég vil einnig þakka fyrir að hafa fengið að njóta með þeim. Hennar hjartans mál í tómstund- um var að vekja áhuga kvenna á að eignast sinn eigin þjóðbúning. Hún fór og lærði að sauma nítjándualdar- búning og hvatti okkur kvenfélags- konur til að taka þátt í því. Hún lagði mikið á sig okkar vegna, og ekki held ég að hún hafi fengið mikið í aðra hönd fyrir þetta verk sitt, því ómældur var tíminn sem hún gaf af sjálfri sér. Því eigum við margar konur hér í bæ nítjándualdar búning- inn, henni sé hjartans þökk fyrir það. Ekki má gleyma norska þjóðbún- ingnum. Marga slíka saumaði hún, og marga íslenska. Norski búningur- inn er alveg sérstaklega fallegur, pilsið allt útsaumað, með breiðum bekk að neðan, og kotið útsaumað í háls og niður boðunga, einnig út- saumuð lítil taska. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég þakka Solveigu sam- fylgdina og glaðværðina, og allt það sem hún gerði fyrir mig og svo marga aðra. Ég bið góðan guð að geyma hana, og styrkja manninn hennar og böm- in þeirra. Anna Benediktsdóttir Okkur vinnufélögunum langar að minnast Solveigar með nokkmm orðum. Solveig var með þeim fyrstu sem hófu störf hjá Fínull hf. í febrú- ar 1987 og vann fyrir hádegi. Kom fljótlega í ljós hæfni hennar í saumaskap og dugnaði. Alltaf var hún tilbúin að leggja á sig auka- vinnu þó hún væri ekki heil heilsu og aldrei stóð hún upp frá hálfklár- uðu verki. í nýju fyrirtæki vantar oft eitt- hvað smáræði til að byija með en þá var Solveig strax komin með hlutinn. Okkur er minnisstætt þeg- ar hún átti afmæli, kom hún eftir hádegi á húsbílnum sínum og bauð okkur öllum í kaffi og tertu út í bíl og það var ekki síðasta tertan hennar til okkar, svona var Solveig alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Við vinnufélagamir þökkum henni samfylgdina og ómetanleg kynni og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja þau. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd vinnufélaganna, Ellert Sigurðsson Þann 30. desember sl. lést í Lands- pítalanum Solveig Jónsson eða Sol- veig norska eins og við kölluðum hana oftast. Það var löngu ljóst að hveiju stefndi með Solveigu, hún gekk með sjúkdóm sem læknavísindin hafa ennþá lítil tök á, þó margt hafi áunn- ist í framfaraátt. Ef hægt er að tala um hetjubaráttu við dauðann þá hef- ur það svo sannarlega átt við um Solveigu. Hún var gædd alveg sér- stöku æðmleysi og bar vandamál sín ekki á torg. Ég kynntist Solveigu og hennar heimilisfólki fyrst haustið 1975. Þá höfðu nokkrir söngelskir Mosfelling- ar ákveðið að hittast reglulega til að stilla saman raddir sínar. Meðal þessara hugsjónarmanna var eigin- maður Solveigar, Einar Jónsson, starfsmaður hjá Bílaborg. Ekki þarf að orðlengja það mjög, en innan fárra vikna var risinni, úr öskustó karla- kórinn Stefnir sem enn starfar af eldmóð. Og ekki nóg með það, samtímis reis upp kvenfélag karla- kórsmanna, Stefnurnar, með ekki minni hugsjónaeldi. Ég átti því láni að fagna að taka þátt í mótun þessa alls ásamt fleira góðu fólki, þar á meðal Einari og Solveigu. Svo var það veturinn 1980 að við fregnuðum af norskum karlakór, Levanger Mannsanglag, sem vildi halda upp á 75 ára afmæli sitt með íslandsferð. Þetta norska fólk vildi komast í samband við íslenska söng- bræður og systur og gista á einka- heimilum. Það fylgdi og að næsta ár myndu þeir bjóða hinum íslensku vinum til sín. Allt var þetta svo ákveðið að nán- ar athuguðu máli. Eins og að líkum lætur var fljótlega leitað til Solveigar um ýmislegt er að þessari heimsókn laut. En það fór svo að Einar og Solveig unnu að þessu af slíkri ósér- hlífni að ég mun því aldrei gleyma. Það er viðameira verk en margan gmnar að standa í svona skipulagn- ingu. Margan strenginn þarf að stilla saman og steinn skal að steini falla án stórra hnökra. Stundum sýndust mál í óefni komin og útgönguleiðir fáar. En þá var gott að koma í Dverg- holt 1 og heyra Solveigu skýra út sínar lausnir með sinni lágu og yfir- veguðu rödd. Svo rann upp sú stund að hinir norsku gestir komu. Þá vor- um við mættir á Keflavíkurflugvelli nokkrir karlar en Solveig var eina konan. Hún var klædd sínum norska þjóðbúningi þegar hún heilsaði lönd- um sínum á sinn hlýja og virðulega hátt en svo gjörsamlega laus við yfir- lætisbrag. Og til að gjöra langa sögu stutta vil ég upplýsa að strax þama við móttökuna myndaðist vinátta fólks, sem ennþá stendur með mikl- um blóma. Það var ekki mikið sofíð í sumum húsum í Mosfellssveit næstu vikuna. Það er svo margt við að vera þar sem skemmtilegt fólk er á ferð. Næsta ár, 1981, fóm svo íslensku gestgjafamir í heimsókn til vina sinna í Levanger. Það var sannkölluð sæluvika, sem endaði á ferð_ suður Guðbrandsdalinn til Oslóar. Ég var svo heppinn að vera í sama bíl og þau hjónin Solveig og Einar. Þama í Guðbrandsdalnum var Solveig á sínum æskuslóðum og nú miðlaði hún ríkulega af sínum fróðleiks- og minn- ingarbmnni. Ég sé Guðbrandsdalinn með sína dulúðlegu á, Mjösa, í allt öðm og æðra ljósi eftir þessa ferð. Sagan hefur stundum tilhneigingu 'til að endurtaka sig. Þetta gerðist sumarið 1987 en þá komu þeir aftur vinir okkar frá Levanger sem höfðu heimsótt okkur sjö ámm áður. Margt var með svipuðu sniði og áður við þessa heimsókn. En nú var heilsu Solveigar vemlega tekið að hraka. Hún tók þó þátt í öllu tilstandinu af sama glæsibrag og fyrr. En erfítt hlýtur það að hafa verið. Og nú sl. sumar fór Solveig í Noregsferð og kvaddi sinn kæra dal. Einar og Solveig vom fmmbyggj- ar við götuna Dvergholt í Mosfells- sveit og hús þeirra númer 1. Það er alveg sérstakt andrúmsloft í þessu húsi, einhverskonar ferskur norskur blær. Svo má hveijum manni ljóst vera er í það hús gengur að þar hafa farið um smekkvísi og hagar hendur. Bömin þijú em nánast uppkomin, en þau em Ingrid, sem nú er sem óðast að skapa sér nafn sem leik- kona. Bjarklind Sóley starfar hjá IKEA og Sævar er að ljúka gmnn- skólanum. Ef ég ætti að lýsa Solveigu í fáum orðum þá mundi ég fyrst nefna þetta einstaklegá hlýja viðmót. Og í sjálfu sér er alveg nóg að nefna hlýja við- mótið, þar verður hvorki komið við kvarða eða vog. Og að lokum vil ég senda Einari og bömunum samúðar- kveðjur. Erlingur Kristjánsson Með nokkmm orðum langar okk- ur að minnast Solveigar Budsberg Jónsson sem lést 30. desember sl. aðeins 52 ára gömul. Við viljum þakka þenni fyrir mikið og óeigin- gjamt starf í þágu félagsins. Sol- veig var lengi búin að vera félags- kona eða um þijátíu ár og sl. sjö í stjóm. Avallt var gott að starfa með Solveigu. Hún var hugmyndarík, dugleg og samviskusöm og vildi félaginu allt hið besta. Öll verk sem henni vom falin vom unnin af piýði og oft mikið meira í lagt en nokkur gat ætlast til. Við minnumst þegar félagið hélt hátíðlegt 50 ára af- mæli sitt og Solveig hafði útbúið með listrænum höndum sínum að- göngumiða sem vom silkiborðar handmálaðir hver og einn — einnig þegar hún sat heilan dag og bakaði kramarhús fyrir 17. maí-skemmt- un. Það er aðeins hægt að baka eina köku í einu en þær vom um 300 talsins! Þannig mætti lengi telja. En þessum fádæmu nostursverkum sá Solveig aldrei eftir. Henni þótti þau sjálfsögð og ekki umtalsverð. Yfir- leitt féll henni ekki verk úr hendi. Hún var sístarfandi, bæði heima og heiman. Það er mikilsvert fyrir félagssamtök að fá að njóta slíkra krafta. Við þökkum henni af alhug. Ekki er gott að segja hvort Sol- veig var meiri íslendingur en Norð- maður. Hún var góður fulltrúi beggja landa. Við vissum þó að Noregur átti mikið í henni, sérstak- lega var norska náttúran henni hjartfólgin. Norðmenn á íslandi era svo lánsamir að eiga lítinn sælureit í Heiðmörk. Þangað naut Solveig að koma, hvort heldur var að hlúa að tijágróðrinum og finna angan af birki og lyngi eða sitja fyrir fram- an bústaðinn okkar með kaffíbolla og horfa á fánann sem henni þótti svo vænt um blakta við hún. Við viljum líka fá að þakka fjöl- skyldu Solveigar fyrir hvað hún studdi hana dyggilega þegar félagið okkar átti í hlut. Henni sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minningin um Sol- veigu. Fyrir hönd stjómar Nordmanns- laget Reidun Gustum í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Solveigu Kjellaug Budsberg Jonsson, eftir 30 ára hlýja vináttu. Solveig fæddist í Vinstra í Guð- rbrandsdalnum, Noregi, og em eft- irlifandi foreldrar hennar Redvald og Gina Budsberg. Solveig var elst sex systkina, sem em Aksel, Grete, Ruth, Bergit og Bjame. Hinn 29. mars 1969, giftist Sol- veig Einari Jóhanni Jónssyni, bif- vélavirkja hjá Bílaborg. Þau eignuð- ust tvö böm saman, Bjarklind f. 6. desember 1969, og Sævar Bjarka f. 23. mars 1974. Solveig átti eina dóttur fyrir, Ingerid, sem fæddist 2. nóvember 1959, og gekk Einar henni í föðurstað. Solveig og Einar bjuggu alla tíð í mjög farsælu hjónabandi og var heimili þeirra unaðsreitur, bæði fjöl- skyldu sem og þeim er sótti þau heim. Húsið þeirra í Mosfellsbæ og hinn fagri garður umhverfís það, bera glöggt vitni um þá samheldni og eljusemi sem ríkti hjá þeim. Ung kona kom Solveig til íslands árið 1954, til að starfa sem „au pair" í Reykjavík. Eftir eins veturs dvöl á íslandi, sneri Solveig aftur til Noregs og fór þaðan til Skot- lands um nokkurt skeið. Hugurinn dró hana aftur til Islands þar sem hún síðan festi rætur. Solveig var óvenju listræn og féll aldrei verk úr hendi. Hún starf- aði um margra ára skeið hjá verk- smiðjunni Dúki, og hin síðustu ár hjá Alafoss. Hið listræna handbragð Solveigar sést ekki aðeins í hinum fjölmörgu listmunum sem piýða heimili þeirra hjóna, heldur og einn- ig í mörgum norskum þjóðbúning- um sem hún saumaði. Solveig lærði jafnframt að sauma íslenska þjóð- búninga, og hélt námskeið í íslenskri þjóðbúningagerð. Sjálf sótti hún fjölda námskeiða í hinum ýmsu listgreinum, svo sem keramik, vefnaði, og saumaskap, og virtist áhugi hennar óþijótandi. Fyrir tveimur áram hófst hetju- leg þarátta Solveigar við þann sjúk- dóm sem svo erfitt er að sigra. Harm sinn bar hún í hljóði, og aldr- ei kom frá henni æðmorð. Hún tók á móti vinum og vandamönnum með hlýju, en eilítið feimnislegu brosi, sem einkenndi hana. í minn- ingunni lifir mynd af elskulegri eig- inkonu, móður og vinkonu. Fyrir 30 ámm stofnuðu tíu ungar norskar konur á íslandi sauma- klúbb. Nu hefur stórt skart verið höggvið í þennan hóp, skarð sem ekki verður fyllt. Þessi hópur vin- kvenna Solveigar sendir hlýjar sam- úðarkveðjur til Einars, bamanna og annarra aðstandenda, og biður góðan Guð að hjálpa þeim í þeirra miklu raun. „ .. . Saumaklubbunnn I dag kveðjum við vinkonu okkar Solveigu Dudsberg Jonsson en hún lést þann 30. desember sl. eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúk- dóm. Soiveig var fædd 26. maí 1936 í Guðbrandsdal í Noregi. Það var árið 1975 er Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ hóf aftur starf- semi sína eftir nokkurt hlé. íbúum Mosfellsbæjar hafði fjölgað ört og myndast hafði stór þéttbýliskjami í sveitinni. Solveig og eiginmaður hennar, Einar Jónsson, vom meðal þeirra er settust að í sveitinni og undu þau hag sínum vel. Starfsemi Karlakórsins Stefnis efldist fljótt og vel fyrir mikinn áhuga kórfélaga og ekki síður eigin- kvenna þeirra. Leið ekki á löngu þar til að við eiginkonur kórfélaga stofnuðum með okkur félag sem við nefndum Stefnumar. Einar, eiginmaður Solveigar, er einn af kórfélögunum og kom það fljótt í ljós hvem hauk við áttum í homi þar sem Solveig var. Hún tók strax virkan þátt í starfsemi félags okkar, var ein af þeim sem alltaf gaf sér tíma til allra starfa og var um tíma í stjóm félagsins. Solveig var hæg kona, barst lítið á, traust eins og klettur og föst fyrir ef því var að skipta. Hún var mjög listhneigð og því margir list- munimir sem eftir hana liggja. Það virtist allt leika í höndunum á henni. Þjóðbúningasaumur var hennar sérgrein og leiðbeindi hún mörgum í þeirri grein. Við þökkum Solveigu fyrir sam- fylgdina. Við sendum Einari, böm- unum og öðmm aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Solveigar. Stefnumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.