Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
Bryndís Elín Einars-
dóttir - Minning
Fædd 1. desember 1971
Dáin 26. desember 1988
Að morgni 27. desember barst
mér sú sorgarfrétt símleiðis, að ung
frænka mín og nafna hefði látist í
bílslysi þá um nóttina. Maður verð-
ur algjörlega agndofa og spurning-
ar um lífíð og tilveruna dynja yfír.
Einmitt nú á þessum árstíma sem
við öll tengjum gleði, þökkum hið
liðna og óskum farsældar á kom-
andi ári, er svo ungt líf snögglega
kvatt á braut.
Bryndís Elín var fædd 1.12.1971
í Lúxemborg, dóttir hjónanna Ein-
ars Ólafssonar og Ingibjargar Jóns-
dóttur. Hún var yngst fjögurra
systkina, þau eru Jón, Halldóra og
Olafur.
Ég varð þeirrar hamingju aðnjót-
andi að eyða stórum hluta upp-
vaxtarára minna með þeim á mynd-
arlegu heimili þeirra í Lúxemborg.
Mér er minnisstætt hversu sam-
heldin ijölskyldan var, þrátt fyrir
tíð ferðalög, og hversu mikil rækt
var lögð í að ræða hluti og vógu
þá skoðanir bama og unglinga engu
minna. Bryndís Elín hlaut þar gott
veganesti fyrir sjálft lífíð. Hún var
einstaklega glaðleg og hispurslaus
í framkomu og alltaf tilbúin til að
taka að sér þá sem minnimáttar
voru, hvort heldur dýr eða menn.
Það var villikötturinn sem alla klór-
aði en þurfti samt þak yfír höfuðið,
hundurinn Píla sem enginn vissi
hverrar tegundar var þó nóg efni
væri til að kaupa „fínni" hund.
Hjá Bryndísi Elínu réðu tilfínn-
ingar fremur en sýndarmennska
ferðinni.
Þegar Bryndís var 11 ára fluttist
hún með fjölskyldu sinni til Banda-
ríkjanna. Hún var þá altalandi á
íslensku, þýzku, frönsku og luxem-
borgisku. Mér er það minnisstætt
er ég heimsótti þau nýflutt til
Bandaríkjanna og mamma hennar
sýndi mér ritgerð eftir Bryndísi,
sem birst hafði í skólablaðinu öðrum
innfæddum til áminningar í móður-
málskunnáttu. í Bandaríkjunum
eyddi Bryndís ómældum tíma með
hesti sínum Blesa sem hún eignað-
ist þar. Þann hest varð því miður
að fella og tók það Bryndísi einstak-
lega sárt. Þegar ég hitti hana í
sumar var þó byijað að gróa yfír
sárín og hún var farin að venja
ferðir sínar aftur í hesthúsið.
Hún átti marga vini og var að
læra táknmál til að geta tjáð sig
betur við heymarlausa vinkonu
sína.
Þó lífsferill Bryndísar hafí ekki
verið langur þá er ég þess fullviss
að hún hefur sáð gleðikornum í
hjörtu foreldra sinna og systkina
sem þau koma til með að búa að
um_ ókomin ár.
Ég votta þeim mína dýpstu sam-
úð.
Bryndís Hildur
26. desember 1988 byijaði eins
og hver annar dagur, en endaði
sorglega: Litla systir mín lenti í
bílslysi og lést samstundis._ í dag
verður hún jarðsungin á íslandi.
Erfítt er að ssetta sig við að fá
ekki aftur að sjá hana nema í hug-
anum.
Mamma, pabbi, eldri bróðir minn
og undirrituð fluttumst til Lúxem-
borgar 1965. Yngri bróðir minn
fæddist þar ijórum árum seinna og
Bryndís 1. desember 1971. Við átt-
um heima í Lúxemborg til 1983 og
var Bryndís, eins og öll böm þar,
altalandi á luxemborgísku, þýsku
og frönsku auk móðurmáls síns,
íslensku. Við fluttum svo til Banda-
ríkjanna og þá kunni Bryndís sama
og ekkert í ensku, en var nær altal-
andi á ensku eftir um þriggja mán-
aða dvöl.
Bryndís fór í reiðskóla og eignað-
ist þar fljótlega marga vini og kunn-
ingja. Henni þótti mjög vænt um
hesta, og reyndar flest öll dýr, og
eyddi miklum tíma í reiðskólanum.
Hún hjálpaði til um helgar og fékk
stundum auka reiðtíma fyrir. Þegar
hún fermdist 1985, var hennar
helsta ósk að eignast hest, sem hún
og fékk. Það var henni mikil sorg
þegar i ljós kom að svæfa þurfti
hestinn síðastliðið sumar vegna fót-
armeins, sem ekki var hægt að
lækna.
Bryndís naut að lifa lífínu og
hitta vini og kunningja. Hún fékk
bílpróf 16 ára gömul, eins og leyfí-
legt er þar sem við eigum heima,
og lagði þá oft af stað snemma á
morgana til að sækja vini, sem
höfðu ekki bíl og keyrði þá í skól-
ann og heim aftur seinna um dag-
inn. Hún var vinum sínum bón-
greið; hvort sem þurfti að skutla
þeim til læknis, hlusta á vandamál
þeirra eða hugga. Bryndís var mjög
hreinskilin og hikaði ekki við að
segja ef henni mislíkað eitthvað,
en bað jafnframt fýrirgefningar ef
henni fannst hún hafa sært aðra.
Hún reyndi að líta á vandamál vina
sinna raunsæjum augum, taka á
þeim og leysa af skynsemi. Aftur
á móti var hún sjálf mjög viðkvæm
og stundum óörugg og lokuð og
átti erfítt með að opna sig. Hún
þurfti mikla hlýju og man ég þegar
hún kom stundum til mín, kyssti
mig á kinnina og sagði: „Give me
a hug.“ (Faðmaðu mig.) Bryndís
vann stundum með skólanum: fýrst
í blaðasölubúð, svo á dýraspítala,
en síðast í bíóinu. Hún söng með í
skólakómum og hjálpaði til í skól-
anum þegar verið var að setja upp
leikrit og söngskemmtanir. Hún las
mikið og fór oft á bókasafnið og
var hún þar í unglinganefnd, sem
ráðlagði bókasafninu með kaup á
bókum fyrir unglinga. Bryndís ætl-
aði að hefja nám í háskóla næsta
haust og hafði áhuga á að taka
fýrir ferðamál og jafnvel reið-
kennslu.
Þegar ég lít til baka, fínnst mér
ég hafa misst svo margt úr þessu
stutta lífí hennar. Ég fór burt í
• skóla þegar Bryndís var rétt að
verða 9 ára og hitti hana því aðal-
lega í skólafríum. Þegar ég kom
heim 20. desember sl. sótti Bryndís
mig út á flugvöll. Við eyddum meiri
tíma saman þess 6 síðustu daga
ævi hennar heldur en við höfðum
gert í lengri tíma og er mér það
ógleymanlegt. Því miður tekur mað-
ur lífið sem sjálfsagt og það vill
gleymast hvað það getur endað
skyndilega.
Mér er minnisstætt hvað prestur-
; inn í heimabæ okkar sagði um dauð-
ann við minningarathöfn Bryndísar;
„Dauði er ekki slys í lífínu heldur
atburður. Hún er enn til þótt ég
sjái hana ekki lengur. Og þó ég
segi að hún sé farin, þá eru aðrir
sem bíða eftir henni, fagna henni
og segja: „Hér kemur hún.““
Mér fannst í fýrstu dauði hennar
tilgangslaus, en ég vil og reyni að
trúa því að þetta hafí allt verið
löngu fyrirfram ákveðið, og hafí
einhvem, mér enn óskiljanlegan til-
gang. Kannski getur hún gert meira
gott þar sem hún er núna og ég
veit að henni líður vel. Ég sakna
návistar hennar, en ég get faðmað
hana í huganum, hugsað til henn-
ar, talað við hana, því hún er aldrei
langt í burtu.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna fri,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Sb. 1945. H. Pétursson)
Halldóra
Að morgni þann 27. desember
hringdi bróðir minn og sagði mér
að Bryndís Elín væri dáin. Hvers
vegna? Ég gat ekkert sagt né gert.
Þá kom upp í huga mér setning
á almanaki, fyrir árið 1989, er ég
hafði nýlega fengið sent frá heimili
hennar. Framan á því stóð: „Það
eru ljósin, jafnt sem skuggamir í
lífí okkar, sem gera líf okkar sterkt
og fylla það dýpt.“
Stíðnislegt bros hennar, jafnt
sem gáski lífs hennar, munu seint
renna mér út minni. Tilgangur
lífsins er ekki sá að harma þá sem
fara yfir móðuna miklu, þó ungir
séu að árum. Heldur að helga líf
okkar, er eftir lifum, gæsku og gleði
þeirra er við kveðjum.
Vissar enskar ljóðlínur eftir Ro-
bert Plant komu einnig upp í huga
mér er minna mig á Bryndísi Elínu
og hljóða svo á okkar máli:
„Það er stúlka, er ég þekki,
sem er viss um að allt,
sem glóir sé gull.
Hún byggir sér stiga til himna.
Er hún kemur þar, veit hún,
ef hliðin skyldu vera lokuð,
mun hún kunna þau lykilorð
til að fá þau opnuð.
Er við hin göngum, veg lífs okkar,
munu skuggamir verða stærri,
en sálir okkar.
Samhliða okkur mun þá ganga
stúlka er við öll þekkjum.
Það mun lýsa af henni gullinn logi,
sem mun slá birtu á sálir okkar.
Alit mun að lokum verða,
gylltum loga piýtt.
Ef við hlustum nógu vel
mun kallið koma til okkar að lokum.
Þegar allir verða eitt
og eitt mun verða allt.“
(R.P.)
Hafi Bryndís Elín þökk fyrir allt.
Fyrir hönd svo margra,
Ingi frændi
„Þegar þú er sorgmæddur, skoð-
aðu þá huga þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín“ (Spámaðurinn).
Hún Bryndís vinkona mín er dá-
in. Það er erfítt að skilja tilgang
lífsins stundum, en þegar jafn ynd-
isleg manneskja og hún var er hrif-
in burt í blóma lífsins, fínnur maður
fyrir því hve vanmáttugur maður
er gagnvart því sem er óskiljanlegt.
Við Bryndís kynntumst fyrst fyr-
ir fjórum og hálfu ári, þegar ég
flutti hingað til Bandaríkjanna í
sama bæ og hún. Mömmur okkar
ákváðu að við skyldum kynnast, og
mér var boðið heim til hennar.
Bryndís var svo fúl, því mamma
hennar neyddi hana til þess að vera
heima í stað þess að fara upp í
hesthús, sem var hennar líf og yndi,
að hún ákvað að aldrei skyldi hún
verða vinkona þessarar leiðinlegu
Jórunnar. Mér fannst þessi Bryndís
algjört merkikerfí, og það gæti nú
ekki verið mikið í hana varið. Við
hlógum oft að þessu seinna meir.
Eins og áður sagði var Bryndís
mikil hestamanneskja, og dýravinur
yfírleitt. Því miður dó Blesi (eða
B.H. eins og hún kallaði hann) nú
í sumar. Ég skildi oft ekki hvemig
hún nennti að standa í þessu hesta-
veseni, rífa sig eldsnemma upp á
morgnana um helgar, til að fara út
í kalt hesthúsið. En þegar ég sá
hana á hestbaki og stoltið skein úr
svipnum, þá skildi ég að það var
þess virði. Eða þegar hún var að
gefa honum gulrætur og rúgbrauð,
— það var eins og móðir við bamið
sitt. þegar henni leið illa eða var
döpur, fór hún upp í hesthús til
Blesa síns, og sat hjá honum. Það
var eins og hún sagði við mig.
Dýrin eru alltaf tilbúin að hlusta á
mann, og þau rífast ekki á móti
því sem maður segir.
Aldrei áður hef ég þekkt nokkum
jafn fullan af lífsorku og bjartsýni
og hana Bryndísi. Auðvitað átti hún
sínar sorgir og döpm stundir, en
hún var nær alltaf hress og til í
allt. Við hlógum oft að því að við
gætum verið stórhættulegar sam-
an, tveir bogmenn sem gerðu bara
það sem þeim datt í hug, og
gleymdu oft að hugsa um afleiðing-
amar. Og það var nú margt brallað!
Það var umtalað í skólanum, að
á mánudagsmorgnum þegar við
sátum öll hálfsofandi eftir helgina,
var Bryndís alltaf hressust allra.
Ég man ég spurði hana einu sinni
hvemig í ósköpunum hún gæti allt-
af verið svona hress og kát, jafnvel
þó hún væri dauðþreytt. Hún hugs-
aði sig um og sagði svo: „Veistu,
ég er ekkert alltaf hress og kát,
en er ekki betra að reyna að vera
í góðu skapi og brosa, í staðinn
fyrir að velta sér upp úr einhveijum
smávægilegum vandmálum. Ef
maður reynir að hlæja og vera
hress, þá gengur allt svo mikið
betur.“ Ég varð hálf hvumsa, en
sá svo að hún hafði alveg rétt fyrir
sér. Ég held að lífíð yrði léttbærara
ef fleiri fylgdu þessum orðum og
reyndu að koma auga á skoplegu
hliðar tilvemnnar í staðinn fyrir að
einblína á það neikvæða.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég kveðja Bryndísi vinkonu mína;
ég vona að hvar sem hún er núna
líði henni vel því hún á það svo
sannarlegar skilið. Foreldmm
Bryndísar, Ingu og Einari, systkin-
um hennar, Óla, Halldóm og Jonna,
ásamt Sigrúnu og uppáhalds litlu
frænku hennar, Irisi, og öðmm
aðstandendum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Jórunn
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðsta blund.
Harmafregn — helfregn. Að
kvöldi mánudags 26. desember
1988 verður umferðarslys í Banda-
ríkjunum. Og að morgni næsta dags
vitum við þá harmafregn hér heima
að hún Bryndís Elín, 17 ára elsku-
leg dóttir bekkjarsystkiná og góðra
og náinna vina, er látin.
Við fáum aldrei skilið á hvem
hátt örlög okkar allra em skráð.
Við vitum það eitt að það er upp-
haf — og það er endir. En okkur
er það ávallt jafn óbærilegt þegar
kallið kemur svo fljótt — svo ótíma-
bært. Engin orð fá svo lýst þeim
hugsunum sem koma upp á slíkum
stundum til að sá harmur og sú
sorg sem umlykur allt og alla fái
einhveija merkingu í fátæklegum
kveðjuorðum.
Hún var elskuleg stúlka, lífsglöð
og vingjamleg, félagslynd og full
af áhuga á öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún kom sér vel
í sínum hópi, hvort sem var í skólan-
um eða í kunningjahóp, meðal vina
eða frændfólks. Hún naut lífsins
þann tíma sem henni var ætlaður
hér. Og hún færði öðmm hamingju
og fyllra líf.
Bryndís Elín var yngst fjögurra
bama þeirra Ingibjargar Jónsdóttur
og Einars Ólafssonar. Síðustu 25
árin hefur heimili þeirra verið á
erlendri gmnd. Fyrst í Lúxemborg
en frá árinu 1983 í Bandaríkjunum.
Bryndfs Elín átti því aldrei heima
hér á landi en ól sinn stutta aldur
í foreldrahúsum erlendis. En nokkr-
ar urðu heimsóknimar til íslands
enda frændgarðurinn stór og sam-
hentur. Ennfremur áttu ófáar heim-
sóknir frændfólks og vina á heimili
foreldranna, þar sem öll fjölskyldan
var einhuga um að taka vinum
sínum frá íslandi opnum örmum,
stóran þátt í að viðhalda vináttu
og frændsemi. Okkar fjölskylda var
meðal þeirra sem sóttu þau heim.
í þeim heimsóknum var Bryndís
yngstu dóttur okkar ómetanlegur
féiagi, ótrauð að kynna henni líf
sitt á erlendri gmnd og leyfa henni
að taka þátt í því með sér meðan
á heimsóknum stóð. Þær góðu end-
urminningar trúum við að hverfí
henni seint úr minni — einnig okkur.
Dótturdóttir okkar á 5. ári eign-
aðist góðan vin í Bryndísi föðursyst-
ir sinni í heimsóknum sínum til
„ömmu Ingu og afa Einars í
Ameríku". I nokkurra daga fjarveru
foreldra sinna þar vestra í Iqolfar
slyssins dvaldi hún hjá okkur og
reifaði þá oft minningar sínar um
samvistir sínar við frænku sína.
Af frásögn hennar má meta að
samvistir þeirra í sundlauginni á
löngum, heitum sumardögum hafí
verið óblandnar ánægjustundir.
Megi þær minningar lifa og aðrar
.varðveitast með henni.
Sársauki þessara tímamóta er
mikill. En við biðjum góðan Guð
að styrkja foreldra og systkini, foð-
urömmu, mágkonu og litla frænku
í þeirra sorg og söknuði.
Margs er að minnast,
margt er að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Rannveig og Sigurður
Tómasson
t
Faðir okkar,
ÞORGEIR JÓNSSON
bóndi,
Gufunesi,
lést 5. janúar á Sólvangi, Hafnarfirði.
Börnin.
t
Eiginmaður minn,
PÁLMI FRÍMANNSSON
heilsugœslulœknir,
Stykkishólmi,
lést í Landspítalanum fimmtudaginn 5. janúar.
Heiðrún Rútsdóttir.
t
RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Söndum, Akranesi,
Laugavegi 98,
Reykjavík,
lést aðfaranótt 5. janúar á Borgarspitalanum.
Jarðarförin auglýst síðár.
Systkini hinnar látnu.