Morgunblaðið - 06.01.1989, Page 35
MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
35
Aðalsteinn Sigurðsson
fulltrúi—Minning
Fæddur 15. júlí 1922
Dáinn 2. janúar 1989
Þegar ég frétti það út til Svíþjóð-
ar um miðjan nóvember að Aðal-
steinn móðurbróðir minn hefði verið
lagður inn á sjúkrahús og væri al-
varlega veikur, sóttu minningamar
að mér.
Mínar fyrstu minningar frá barn-
æsku minni á Lindargötu 15, hjá
ömmu og afa, eru allar meira eða
minna tengdar Steina frænda:
bíltúramir upp í sveit; stóri
snjókarlinn í garðinum; dúkkan sem
hann færði mér þegar hann kom
frá Hollandi og ekki síst ferðalagið
til London þegar ég var 5 ára. Pabbi
og manna höfðu þá verið þar við
nám. Steini tók þá að sér að gæta
litlu systur minnar í flugvélinni
þegar fjölskyldan flutti aftur heim.
Alit mitt á Steina breyttist ekki
með aldrinum. hann var alltaf uppá-
haldsfrændi minn. Hann eignaðist
íbúð í Austurbrún 2 og það var
afskaplega spennandi að reyna að
hlaupa upp tröppumar upp á átt-
undu hæð í nýbyggðu húsinu þegar
lyftan var ekki enn komin í gang.
Og þegar ég var að útskrifast
úr Verzló einu ári yngri en bekkjar-
félagar mínir og fékk ekki aðgang
að Glaumbæ með þeim eftir loka-
prófíð, vegna þess að ég var nokkr-
um mánuðum of ung, þá var það
Steini sem mætti á staðinn og fylgdi
mér inn.
Og ekki má gleyma því að við
vorum samstarfsmenn hjá Raf-
magnsveitum ríksins um nokkurra
ára skeið.
Mestan heiður fannst mér þó
hann sýna mér þegar ég fékk að
sjá öll frímerkin hans og heyra allt
um „takkana“, litabreytingar,
stimpla og yfírstimplanir. Þótti mér
hann þekkja mikla leyndardóma.
Ég gifti mig og eignaðist börn
og flutti til Svíþjóðar. Þá veittist
mér sú ánægja að taka á móti
Steina og halda upp á sextugsaf-
mæli hans í þá nýbyggðu húsi mínu
í Svenstorp. Og mikil var gleði hans
þegar við keyrðum til Noregs og
heimsóttum ættingja okkar þar. Þá
lærðu bömin mín líka að meta
Steina frænda og eftir það fengu
þau send með jöfnu millibili öll ný
íslensk frímerki sem gefin voru út
með fyrstadagsstimpli.
Steini giftist aldrei en ég hef oft
hugsað til þess hve góður faðir
hann mundi hafa orðið, enda var
hann sérlega bamgóður. Það kom
fram á systkinabömum hans og
systkinabamabömum og í hvert
sinn sem börnin mín heimsóttu ís-
land var ekki við annað komið en
að kíkja inn í Austurbrúnina hjá
Steina og áttu þau ævinlega góðar
stundir í samvistum við hann. Fyrir
þetta hljótum við að þakka og ósk-
um honum góðrar ferðar til fyrir-
heitna landsins, þar sem við vitum
að vel er tekið á móti honum af
þeim sem á undan eru gengnir.
Guð blessi minninguna um
Steina.
Guðrún Kristinsdóttir
Fyrir rúmum þijátíu árum lágu
leiðir okkar Steina saman. Þá var
verið að stofna Klúbb Skandinavíu-
safnara í Reykjavík, og var hann
einn af frumkvöðlum þeirrar stofn-
unar. Nokkru seinna var hann svo
kosinn í stjóm Landssambands
íslenskra frímerkjasafnara, og var
framkvæmdastjóri þeirra samtaka
fyrstu árin. Þeir voru margir dag-
arnir sem við stundum lögðum nótt
við dag að vinna að málefnum þessa
Landssambands og alltaf var Steini
viðbúinn til verka. Auk þess vomm
við báðir félagar í Hjálparsjóði
skáta og má segja að samstarf
okkar á ýmsum sviðum félagsmála
yrði mjög náið um langa hríð.
Einkenni hans í öllu þessu starfi
var að vera ávallt viðbúinn.
Aðalsteinn var á sinni tíð mikill
frímerkjasafnari og átti nokkuð
gott flugsögusafti auk safns Norð-
urlandamerkja. Þá fékkst hann
einnig við fleiri sérsvið söfnunar á
íslenskum frímerkjum. Þegar ég
kynntist honum, var hann skrif-
stofumaður hjá Slökkviliði
Reykjavíkur, en hvarf síðan til
starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins
og vann þar til þess að hann fór á
eftirlaun.
• Á því tímabili, sem hann starfaði
með mér í stjóm Landssambands
íslenskra frímerkjasaftiara, var eitt
af vandamálum þess, að koma sér
upp snotru merki samtakanna.
Þetta verk leysti Steini af hendi
með því að teikna svo gott merki,
að það er enn í fullu gildi, rúmum
30 árum seinna. Sýnir það ef til
vill best hveija álúð hann lagði í
gerð þess.
Þegar Steini nú er farinn heim,
eins og við segjum meðal skáta, þá
er hafín hin endanlega sigurganga
hans til austursins eilífa, þar sem
gott verður að hittast á nýju og
minnast sigranna mörgu sem unn-
ust með því hugarfari, að í raun
eru engin vandamál til, aðeins smá-
erfíðleikar sem leysa þarf. Þannig
gengum við til verka og vannst
samkvæmt því.
Aðalsteinn Sigurðsson er fæddur
í Reykjavík 15. júlí 1922. Hann er
sonur hjónanna Sigurðar Ámason-
ar, stórkaupmanns og konu hans
Ágústu Hildibrandsdóttur. Hann
átti þijú systkini og eru tvö þeirra
látin, Árni og Hjördís. Eftir lifír
systir hans, Bryndís. Hann útskrif-
aðist úr Verslunarskóla íslands árið
1941. Hann starfaði hjá ýmsum
stofnunum Reylqavíkurborgar allt
til ársins 1968, er hann hóf störf
hjá Rafmagnsveitum ríkisins og
starfaði þar síðan til þess er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Aðalsteinn bjó lengi vel hjá for-
eldrum sínum á Lindargötu 15 í
Reykjavík, en keypti sér síðan íbúð
á Áusturbrún 2, þar sem hann bjó
til dauðadags.
Aðalsteinn var ókvæntur og
bamlaus. Ég vil svo ljúka þessu
með því að votta ættingjum hans
samúð.
Drottinn gefí dánum ró og hinum
líkn, er lifa.
Sigurður Hólm Þorsteinsson
Minning:
Hallfreður Guðmunds-
son, Akranesi
Fæddur 23. júní 1896
Dáinn 29. desember 1988
Ég kynntist Halla fyrir 16 árum,
hann var afí konunnar minnar. Þá
var hann vistmaður á Dvalarheimili
aldraðra sjómanna í Reykjavík og
hafði búið þar síðan hann hætti
störfum sem hafnsögumaður og
félagsmálafrömuður á Akranesi.
Halli var krati alla tíð, virkur í
pólitíkinni á sínum manndómsárum
og ræddum við oft þær miklu þjóð-
félagsbreytingar, sem hann hafði
lifað, frá því að alast upp í moldar-
kofa vestur við Breiðáfjörð yfir í
nútíma tækniþjóðfélag. Á DAS var
hann sískrifandi æviminningar
sínar, sem hann byggði á dag-
bókum, sem hann hafði haldið alla
sína tíð.
Halli fylgdist með pólitík þrátt
fyrir háan aldur, en blinda háði
honum síðustu árin og hafði hann
þá mikla gleði af hljóðbókasaftii
Blindrafélagsins. Síðustu árin var
hann á ellideild Sjúkrahúss Akra-
ness. Mætur maður lýsti Halla svo,
að á sínum yngri árum hafí hann
haft „skap stórt en farið vel með
það“. í fjölskyldunni var hann aldrei
kallaður annað en afi, af okkur
tengdabörnunum líka, en síðar langi
eða langafí eftir að bamabarna-
bömin komu til. Ég kynntist Halla
sem ljúfum og geðgóðum og ávallt
léttum í lund. Hann hafði stóra fjöl-
skyldu í kringum sig og fylgdist
hann vel með lífí okkar og um jólin
hjá Síu tengdamömmu var afi fast-
ur punktur í tilverunni.
Halli náði háum aldri, var við
góða heilsu og hélt reisn sinni þar
til hann lést. Hann fékk fallegt
andlát, eins og best verður á kosið.
Hann fann dauðann nálgast, kvaddi
sína nánustu og að kvöldi 29. des-
ember síðastliðinn bjó hann sig
sjálfur til hvílu og lést í svefni án
þjáninga. Hann var fallegur gamall
maður og dó saddur lífdaga, hafði
lokið sínu lífsverki og var sáttur
við að deyja.
Guð blessi minningu hans.
Bjöm Einarsson
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, tengdaföður, afa og iangafa,
GUNNARS STEINDÓRSSONAR
fyrrv. tollvarðar,
Vesturgötu 19, Keflavfk.
Sórstakar þakkir færum við lögreglustjóra og tollvöröum á
Keflavíkurflugvelli og Tollvarðafélagi Islands.
Gunnlaug Jónsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Kolfinna Gunnarsdóttir, Ásgeir Friðjónsson,
Þórlaug S. Gunnarsdóttir, John Toivonen,
Steindór Gunnarsson, Kristfn Geirsdóttir,
Valgerður S. Gunnarsdóttir, Dale Schultz,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ALDA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR,
Sólvallagötu 16, '
Keflavfk,
lést í Landspítalanum miövikudaginn 4. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
JóhannJóhannsson
og börn hinnar látnu.
t
Maðurinn minn,
MATTHÍAS ODDSSON,
Móhúsum,
Garði,
andaðist í Landspítalanum þann 30. desember sl.
Hann verður jarösunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 7. janúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja,
Guðrún Þorleifsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÁRNASON,
Sunnubraut 3,
Grindavfk,
andaðist þann 5. janúar.
Jóna Gunnarsdóttir,
Margeir Á. Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson, Guðný Elfasdóttir,
og barnabörn.
t
Bróðir minn og mágur,
AÐALSTEINN SIGURÐSSON,
Austurbrún 2,
andaðist í Landakotsspítala 2. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúö. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landa-
kotsspítala fyrir góða umönnum.
Bryndís Ágústa Sigurðardóttir,
Finnur Eyjólfsson.
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
LÚTHERS SALÓMONSSONAR,
Reynimel 82.
Sigrfður Lúthersdóttir, Sveinn Þórðarson,
Hilmar Lúthersson, Kolbrún Guðmundsdóttir,
Jóhann Lúthersson,
Reynir Lúthersson,
Sverrir Lúthersson, Auður Samúelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Frænka okkar,
SESSEUA JÓNSDÓTTIR
frá Hnffsdal,
veröur jarðsungin frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 7. janúar kl.
14.00.
Fyrir hönd ættingja,
Pálfna Helgadóttir,
Sigríður Þorláksdóttir,
Jón Páll Halidórsson.
t
Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
KARÓLÍNU PÁLSDÓTTUR,
Borgarholtsbraut 45,
fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 7. janúar kl.
13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á líknarstofnanir.
Elín Jónsdóttir, Ragnar Lárusson
og barnabörn.
Lokað
Vegna útfarar FR. SOLVEIGAR BUDSBERG JONSSON
í dag föstudag 6. janúar verða allar deildir fyrirtækisins
lokaðar milli kl. 13.00 ög 16.00.
Bílaborg hf.