Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Einar Falur
„Jól við Lækinn“. Vatnslitamynd.
MYNDLIST
Málar
á milli
útsendinga
Halldór Arni Sveinsson
Halldór Ámi Sveinsson er einn
af okkar ungu myndlistar-
mönnum. Hann hélt sína fyrstu
einkasýningu í Hafnarborg í nóv-
embermánuði síðastliðnum og hlaut
mjög góðar viðtökur. Hann málar
landslags-, módel- og kyrralífs-
myndir og segja spaugsamir kolleg-
ar að miðað við það sem aðrir ung-
ir listamenn eru að fást við í dag
sé hann „150 ára tímaskekkja". Þá
hefur hann verið talinn til hafnfir-
skra hraunmálara og er þá ekki
farið of djúpt í skiigreiningarhug-
takið.
„Ég byijaði ungur að mála. Við
vorum nokkrir strákar sem höfðum
einhveija listræna tilburði, vorum
hálfgerðir dekurstrákar í teikningu
í Oldutúnsskóla og hjá Bjama Jóns-
syni í Flensborg. Síðan málaði ég
nánast ekkert í Qöldamörg ár —
þar til að ég fór í Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Ég ætlaði
upphaflega í málaradeild en fannst
hún lítið spennandi á þeim tíma.
Listamenn virðast alltaf hella sér
út í ráðandi stefnur, þegar „con-
ceptið“ var þurftu allir að vera þar
og þegar ég kom í skólann var það
„nýja málverkið" sem allir vom á
kafi í. Annars er ég ekki fullur efa-
semda um stefnur Og isma og reyni
að fylgjast með öllu sem er að ger-
ast í myndlist. Ég ákvað að fara í
auglýsingateiknun og sé ekki eftir
því.
Ég vinn í raun og vem við hrein-
an natúralisma og mest útivið. Mig
langar að ferðast um landið og
mála það sem ég sé, þegar veður-
skilyrðin em þokkaleg. Ég vinn
jöfnum höndum með olíuliti, vatns-
liti, þurrkrít og olíukrít."
Halldór fæst ekki aðeins við
myndlist. Hann rekur sjálfur út-
varpsstöð í Hafnarfirði (Fm 91,7)
en hana setti hann á stofn fyrir
rúmu ári. Þama er um að ræða
þjónustu við bæjarfélagið í frétta-,
menningar- og félagslegu tilliti og
er útvarpað eina klukkustund á
dag. Á hveiju kvöldi hefur hann
lánað grunnskólum Hafnarfjarðar
svo og Flensborgarskóla aðstöðu
fyrir eigin dagskrá, endurgjalds-
laust.
Halldór er þegar farinn að und-
irbúa þemasýningu sem hann mun
halda í Reykjavík í vor.
SPÁNN
Salvador Dali
Hinn heimsfrægi spænski listmálari, Salvador Dali, sem nú er 84
ára að aldri, var nýlega fluttur í skyndi á sjúkrahús. Hann hafði
ekki nærst um nokkum tíma og þjáðist meðal annars af öndunartmfl-
unum. Dali er þjóðarhetja á Spáni og meðal þeirra sem fyrst komu
til hans á sjúkrabeðið var Juan Carlos, Spánarkonungur. Hann hresst-
ist fljótt, gamli sérvitringurinn, og tveimur dögum eftir eftir heimsókn
konungs var hann útskrifaður.
Dolly Paj*ton
Enginn
lestrarhestur
egar aðrir hafa lesið vænan
skammt af bókum yfir hátí-
ðamar er Dolly Parton að byija
á einhverri bókinni og lýkur henni
eflaust aldrei. Hún hefur nefni-
lega gefíð út þá yfirlýsingu að
hún haldi það aldrei út að lesa
bækur til enda. Þegar hún er
komin í miðja sögu skellir hún
aftur bókinni og byijar á þeirri
næstu. „En af því að ég er kona,“
segir leikkonan „þá er ég forvitin
og er ekki í rónni 'fyrr en ég fæ
að vita hvemig bókin endar.“ Til
þess að svala forvitninni hefur
Dolly það fyrir sið að hringja í
einhveija þekkta persónu sem hún
veit að lesið hefur bókina, nú eða
þá rithöfundinn sjálfan og spyija
um söguna. Hún vill nefiiilega
vera viðræðuhæf þegar það á við!
Sophía Loren
ÁHÆTTA
Sophia
Loren
endurtekur
hlutverk
Leikkonan Sophia Loren sem
nú er orðin 54ja ára að aldri
hefur nýlega tekið tilboði um
að leika í kvikmynd sem ber
nafnið „Tvær konur". Hún mun
vera í hlutverki móðurinnar í
kvikmyndinni sem fjallar um líf
móður og hálfvaxta dóttur og á
að gerast í síðari heimsstyijöld-
inni.
Það sem er athyglisvert er
að Sophia lék sama hlutverk
fyrir 27 árum og fékk Óskars-
verðlaun fyrir frábæra frammi-
stöðu. Leikstjóri var hinn þekkti
Vittorio de Sica. Vinir Sophiu
hafa ráðlagt henni frá því að
reyna við þetta hlutverk á ný
og tala um að hennar stærstu
mistök liggi þar. En Sophia er
óbangin og eru upptökur þegar
hafnar. í þessari nýju útgáfu
leikur Sidney Penny táninginn.
Frá jólavöku erlendra stúdenta.
ÍSLENSKUNÁM
Jólavaka fyrir erlenda stúdenta
Hér á landi em fjölmargir út-
lendingar sem stunda nám í
íslensku við Háskóla íslands. Dvelja
þeir hér um hátíðir jafnt sem aðra
daga. Um jólin var haldin jólavaka
fyrir þá en sá siður hefur verið
síðastliðin ár. Er það Ásta Ragnars-
dóttir námsráðgjafi sem skipulagt
hefur þessa skemmtun.
Jólavakan hófst á þvi að farið
var í Þjóðminjasafnið og útlending-
um sagt frá hérlendum jólahefðum
og jólasveinum. Síðan var öllum
boðið upp á kaffi og kökur í
Skólabæ og sagði þá hver og einn
stúdent frá jólahaldi í sínu landi.
Jafnan koma þeir hvaðanæva úr
heiminum. Að lokum söng Valgeir
Guðjónsson nokkur jólalög og
grýlukvæði. Það þarf ekki að
spyrja, skemmtunin féll í góðan
jarðveg hjá stúdentunum.