Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTÖtíAGUR 6: JANÖAR 1989
ínémR
FOLK
■ GUÐNI Bergsson, sem leikur
með Tottenham hefur fengið mjög
góða dóma í norskum fjölmiðlum
fyrir leik sinn með liðinu að undan-
fömu. Erik Torts-
Sigurjón vet, landsliðsmark-
Einarsson vörður Norðmanna
s.kn{a,r sem einnig er hjá
ra oregi Tottenham, hefur
gjörsamlega fallið í skuggan fyrri
Guðna Bergssyni.
■ NORSKA landsliðið í hand-
knattleik kemur til íslands og spil-
ar tvo landsleiki 2. og 3. febrúar.
Leikirnir verða loka undirbúningur
norska liðsins fyrir B-HM í Frakkl-
andi. Norska liðið hefur leikið vel
í síðustu leikjum sínum og verður
án efa til alls líklegt í Frakklandi
í febrúar. Fyrsti leikur Norðmanna
í B-keppninni verður gegn Vestur-
Þjóðverjum 15. febrúar.
■ NORSKA knattspyrnusam-
bandið afþakkaði eftir langan fund
í g*r, gylliboð olíufélagsins Shell
til sambandsins sem svo mjög hefur
verið umdeilt í Noregi að unadanf-
ömu. Deilumar stóðu einna helst
~um það að Shell hefur mikil umsvif
í Suður-Afríku og töldu andstæð-
ingar samkomulagsins það ekki
sæma norskri íþróttahreyfingu að
sækja styrki inn í raðir aðila sem
stunda viðskipti þar. Hins vegar
töldu þeir sem hliðhollir voru sam-
komulaginu, að hér væri um að
ræða einstakt tækifæri til eflingar
á norskri knattspymu. Samkvæmt
samkomulagsdgrögunum skyldi
samstarfíð standa í þrú ár, og m.a.
ættu allir íþróttavellir fyrstu deild-
arfélagnna að bera stór auglýsinga-
skilti frá olíufélaginu og félögunum
bannað að auglýsa önnur olíuféiög.
Knattspymusambandið og 1. deild-
arfélögin skyldu svo á ýmsan annan
hátt auglýsa þetta tiltekna olíufé-
lag. Upphæð samningsins var talið
nema um 385 milljónum íslenskra
króna. Svo langt gekk umræðan
um þennan samning, að ákveðnir
leikmenn í 1. deild sögðust ekki
leika í deildinni yrði af samkomu-
lagi þessu.
■ INGRID Kristiansen, hlaupa-
konan snjalla frá Noregi, segist
stefna að því að bæta heimsmet
sitt í 10.000 metra hlaupi og mara-
þonhlaupi á þessu ári. „Markmiðið
hjá mér í ár er að hlaupa maraþon
á undir tveimur klukkustundum og
tuttugu mínútum," sagði Ingrid
sem nú er 32 ára. Hún segist einn-
ig stefna að því að hlaupa 10.000
metrana á undir 30 mínútum. Besti
tími Kristiansen í maraþonhlaupi
er 2:21.6 klukkustundir og heims-
met hennar í 10.000 metrunum,
sem hún setti í London 1985, er
30:13.74 mínútur.
IÞROTTAHUS
Morgunblaðið/Bjarni
íþróttahúsið á Seltjarnarnesl er hið glæsilegasta. Keppnisvöllur er 20x40
metrar. Húsið mun taka 700 til 800 áhorfendur í sæti og eru áhorfendasæti
báðu megin við keppnisvöllinn. í húsinu er fímleikagryfla - sú fyrsta sem tek-
in verður í notkun hér á landi. Stærri myndin, sem tekin var úr lofti, sýnir
vel íþróttamannvirkin sem risið hafa á Seltjarnamesi. Við hlið sundlaugarinnar
er gamla íþróttahúsið en það nýja er sambyggt því gamla til vinstri. Minni
myndin er tekin inni í nýja íþróttahúsinu sem vígt verður á sunnudaginn.
Nýtt glæsilegt íþrótta
hús á Seltjamamesi
Húsið sem tekur um 800 áhorfendur í sæti, verður vígt á sunnudaginn
„NÝJA íþróttahúsið er mikil
íyftistöng fyrir allt íþróttalíf hór
og það á eftir að veita æsku
bæjarins margar gleðistundur
í framtíðinni,11 sagði Gunnar
Lúðvíksson, formaður íþrótta-
félags Gróttu á Seltjarnarnesi,
en nýtt glæsilegt íþróttahús
verður tekið í notkun á Selt-
jarnarnesi á sunnudaginn, að-
eins ári eftir að undirritaðir
voru samningar um byggingu
hússins.
að verður hátíðarstemmning á
Seltjamamesi kl. 13.30, en þá
afhenta forráðamenn Hagvirkja,
sem sáu um byggingu hússins,
bæjarvöldum á Seltjamamesi lykla
af húsinu. Eftir það verður gestum
boðið upp á stutta íþróttasýningu.
Yngstu knattspymu- og fimleika-
menn Gróttu sýna. Lúðrasveit Tón-
listaskólans mun leika fyrir og eftir
athöfnina.
Vígsluleikur hússins fer fram kl.
20 um kvöldið, en þá leikur Grótta
og ÍBV í 1. deildarkeppninni í hand-
knattleik. Aður er leikurinn hefst
verður boðið upp á forleiki, þar sem
yngstu leikmenn Gróttu leika frá
kl. 18.
700-800 áhorfendur f sæti
íþróttahúsið er hið glæsilegasta.
Keppnisvöllur er 20x40 metrar.
Húsið mun taka 700 til 800 áhorf-
endur í sæti og eru áhorfendasæti
báðu megin við keppnisvöllinn. í
húsinu er fimleikagryfja - sú fyrsta
sem tekin verður í notkun hér á
landi. Gryfjan verður tekin í notkun
eftir tvær vikur. Möguleikar em á
að setja planka yfír gryfjuna, þann-
ig að 6x25 m flötur fæst til við-
bótar fyrir áhorfendur á kappleikj-
um.
Geysileg lyftistöng
Gunnar sagði að með komu nýja
íþróttahússins verði gjörbylting í
sambandi við íþróttaiðkun á Selt-
jarnarnesi. „Við höfum nú tvö
íþróttahús. Nýja húsið er samtengt
því gamla. Tveggja metra hæðar-
munur eru á gólfum húsanna. Fim-
leikagryíjan er byggð upp í nýja
húsinu, þannig að atrennubraut
fyrir gryfjuna er frá gamla hús-
inu,“ sagði Gunnar Lúðvíksson.
GETRAUNIR 1 X 2
Tvöfaldur
pottur
Isíðustu leikviku, sem var mánu-
daginn 2. janúar, tókst engum
tippara að hafa 12 leiki rétta og
flyst þvi lr vinningur 'sem var
631.340 kr yfír á 1. vinningspott á
laugardaginn. Sextán tipparar voru
með 11 rétta og fékk hver um sig
16.907 krónur.
BIS sigraði í hópleiknum með 54
stig. Lokaspretturinn var geysi-
harður því bæði GRM hópurinn og
Sléttbakur voru með 10 leiki rétta
í vikunni og hefðu einungis þurft
að bæta sig um einn til að ná BIS
að stigum.
Ellert B. Schram, formaður KSÍ,
var með fimm leiki rétta i getrauna-
leik Morgunblaðsins og féll úr
keppni í fyrstu tilraun, en Ragnar
Örn Pétursson, formaður ÍBK, var
jneð sex leiki refta og heldur því
áfram fjórðu vikuna í röð.
Leikir 7. janúar
w í Bamsley — Chelsea 1
" 111 2 Birmingham — Wimbledon 2
m 2 Bradford — Tottenham 2
^ ® i 2 Brighton — Leeds 2
1 Derby — Southampton 1
'V 1 Manchester United — Q.P.R. 1
Jjátb i— 1 Millwall — Luton 1
2 Newcastle — Watford 1
Æ Wljjf 4 1 Portsmouth — Swindon 1
Ew Jm 1 Stoke — Crystal Palace 1
Mtti Æk » \
RAGIMAR ÖRN 2 W.B.A. — Everton 1
HALLDOR
Ragnar Öm Pétursson var að sjálfsögðu ánægður
með útk. jmuna í síðustu leikviku og sagðist ætla
að slá met Ásgeir Elíassonar, sem var með í getrauna-
leiknum fjórum sinnum í röð. „Mér líst þokkalega á
seðilinn að þessu sinni," sagði Ragnar Örn. „Ég skora
á Halldór Einarsson [HENSON] enda ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er grennstur."
Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri HENSON,
var staddur í flugstöðinni í Keflavík á leið til
Bandaríkjanna er við náðum í hann í gær. Hann tók
vel í það að reyna að slá Ragnar Öm út. „Mitt uppá-
haldslið í Englandi er York City sem leikur í 4. deild.
Ég hef haldið tryggð við liðið lengi. Eins hef ég taug-
ar til Celtic í Skotlandi og Leeds,“ sagði Halldór.
ÍÞfémR
FOLK
MATLI Hilmarsson, landsliðs-
maður í handknattleik, er laus við
gifs og hækjur. Atli, sem fótbrotn-
aði í leik með Granollers á Spáni,
er byijaður að skokka og vonast
hann til að verða orðinn góður í
byijun mars, en þá hefst lokaslag-
urinn í spænsku 1. deildarkeppn-
inni.
I ARNÓR Guðjohnsen, lands-
liðsmaður í knattspymu, sem hefúr
verið frá keppni í átta vikur, sagði
í gær að hann væri búinn að ná sér
að fullu og mæti galvaskur á fyrstu
æfíngu Anderlecht eftir jólafrí,
*sem verður í Briissel í dag. Keppni
f Belgíu hefst aftur 21. janúar með
leikjum í bikarkeppninni.